Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 10
10 DVSPORT FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ2003 DV Sport Keppni í hverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 ■ 550 5887 • 550 5889 í sjötta sinn í Eyjum GOLF: íslandsmótið í golfi fer nú fram í sjötta sinn í Vest- mannaeyjum en fyrst fór mótið þar fram 1959 en síðast fyrir sjöárumeða árið1996. Fimm félög unrtið Kylfingar frá fimm félögum hafa fagnað sigri í Eyjum eða öll félög sem eiga (slands- meistara nema GK og NK. Þetta er reyndar aðeins í annað skipti sem konurnar keppa í Eyjum en í bæði skiptin hafa Suðurnesjakonurfagnað sigri. Þeir sem hafa borið sigur úr býtum á Islandsmótinu í golfi þegar það hefur farið fram í Eyjum eru Sveinn Ársælsson, GV, árið 1959, Óttar Yngvason, GR, árið 1962, Magnús Guð- mundsson, GA, árið 1964, Þor- björn Kjærbo, GS, árið 1968 og Birgir Leifur Hafþórsson, GL, ár- ið 1996 en þá vann hann með sjö högga mun á næsta mann - mestu yfirburðir í sögu móts- ins. Tvær úr GS Kvennaflokkurinn hefurtvíveg- is verið spilaður í Eyjum. Guð- finna Sigurþórsdóttir úr GS vann árið 1968 og Karen Sæv- arsdóttir, einnig úr GS, vann ár- ið 1996 en hún hefur oftast allra kvenna unnið íslandsmót- ið eða alls átta sinnum. Magnús á metið Magnús Guðmundsson úr GA á metið á (slandsmótinu en 1964 lék hann hringina fjóra á tíu höggum undir pari í Eyjum STEFNIR Á SIGUR: Ólöf María Jónsdóttir stefnir á sigur á íslandsmótinu í höggíeik sem hefst í Vestmannaeyjum í dag. Stefni á titilinn segir ÓlöfMaría Jónsdóttir, meistari síðasta árs Ráðum ekki yfir veðrinu segir Helgi Bragason, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja Það blés ekki byrleqa fyrir skipuleggjendum Islands- mótsins í golfi enda var eins og hellt væri úr fötu, slík var rign- ingin í Eyjum í gær. En Eyja- menn voru bjartsýnir á að veðrið yrði betra í dag og Helgi Bragason, formaður Golf- klúbbs Vestmannaeyja, sagði að allt væri klárt til að hefja leik á vellinum í Eyjum. „Veðrið er í raun það eina sem við getum ekki stýrt og eins og staðan er núna er ekki hægt að spila á vellinum vegna bleytu. En völlurinn er fljótur að þorna og ef veðurspáin rætist þá verður byrj- að að spila hér árla dags á morgun (ídag)." Hvernig hefur undirbúningur gengið fyrir mótið? „Undirbúningurinn hefur geng- ið mjög vel. Það eru 110 þátttak- endur sem spila um helgina og lík- lega annað eins sem fylgir þeim þannig að þetta eru rúmlega tvö hundruð manns sem koma hing- að eingöngu vegna mótsins. Und- irbúningur sem slíkur hófst í raun þegar fslandsmótinu lauk í fyrra en þar fylgdumst við með. Við fá- um auðvitað aðstoð vfða en svo þurfum auðvitað marga sjálfboða- lið í ýmis störf á meðan á mótinu stendur - ætli þetta séu ekki á bil- in 50-100 manns frá GV sem starfa við mótið." Hvaða þýðingu hefur það fyrir GVað halda mótið? „Þetta er auðvitað góð auglýs- ing fyrir völlinn og Eyjarnar sem slíkar. Svo er líka drifið í því að klára ýmsa hluti sem kannski hafa fengið að bíða, eins og t.d. hús- næðið hérna - nú er verið að vinna í efri hæðinni sem hefur staðið fokheld í nokkurn tíma. „Allt til reiðu nema þá veðrið sem við ráðum því miður ekki við." Við höfum reyndar lítið þurft að vinna í vellinum sjálfum enda hef- ur hann aldrei verið betri en einmitt nú. Það eina sem við höf- um gert er að gera völlinn erfiðari, þrengja brautir og grasið utan brautanna er mjög þétt og erfitt viðureignar, þannig að völlurinn er orðinn mjög krefjandi íýrir þá bestu." Nú eru aðstœður ekki nógu góð- ar en hvað gerist ef veðrið lagast ekki? „Mótsstjórn tekur einfaldlega ákvörðun um það í fýrramálið en það hafa allir lent í því að þurfa fresta móti um einhvern tíma. Veðrið er í raun kjörið til þess að leika golf núna ef það rigndi ekki svona mikið því að það er nánast logn og frekar hlýtt. En eins og ég segi þá er allt til reiðu nema þá veðrið sem við ráðum því miður ekki enn við.“ jgi Birgir Leifur Hafþórsson: í frábæru formi Spilaði á 22 undir parí um helgina Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Garða- bæjar, virðist vera í feikna- góðu formi þessa dagana. Hann hélt sýningu á meistara- móti klúbbsins um sfðustu helgi og lék á 258 höggum eða 22 högg- • um undir pari, sem er betra skor en nokkur annar fslenskur kylfingur hefur náð. Hann lék best annan daginn en þá lék hann á níu höggum undir pari. Birgir Leifur náði fimm örnum, sem er tveir undir pari, 16 fuglum, sem er einn undir pari, 47 sinnum fór hann á pari vallarins og hann fékk aðeins fjóra skolla sem er einn yfir pari. Eins og fram kemur annars staðar í opnunni þá hefur Birgir Leifur ekki spilað á Islandsmótinu Birgir Leifur náði fimm örnum, sem er tveir undirpari, ogló fugl- um, sem er einn undir pari. sfðan hann vann f Vestmannaeyj- um og verður fróðlegt að fylgjast með kappanum á mótinu sem hefst í dag. oskar@dv.is Ólöf María Jónsdóttir, úr Golf- klúbbnum Keili, er mætt til Vestmannaeyja til að verja titil sinn frá því á Hellu í fyrra. Ólöf hefur þrívegis unnið íslands- meistaratitilinn, í fyrra, árið 1999 og 1997. Hún sagði í samtali við DV Sport í gær að mótið legðist mjög vel í sig. „Ég er í ágætis formi og finnst spilamennskan vera að batna. Ég kom vegna meiðsla en mér finnst ég vera að ná mér á strik núna. Ég er kannski ekki búin að æfa jafn- mikið og vanalega en ég átti gott undirbúningstTmabil og græði á því,“ sagði Olöf María. „Ég stefni að sjálfsögðu á titilinn - það er ekkert annað sem kemur til greina hjá mér. Ég hef titil að verja og ætla mér ekki að láta hann af hendi án baráttu." Mesta pressan frá mér Aðspurð sagði Ólöf María að hún fyndi fyrir meiri pressu frá fólki í kringum sig vegna Bandaríkjadval- arinnar en hún sagði að það hefði engin áhrif á sig. „Ég mun einbeita mér að því að „Ég stefni að sjálfsögðu á titilinn - það er ekk- ert annað sem kemur til greina hjá mér." spila mitt golf. Ég set sjálf mikla pressu á mig og það er mesta press- an. Ég get ekki gengið um og hugs- að sífellt um hvað öðrum finnst. Ég geri það sama og venjulega, tek eina holu í einu og sé hvert það skilar mér.“ Sakna Herborgar Ólöf María sagðist búast við mestri keppni frá Ragnhildi Sigurð- ardóttur úr Golfklúbbi Reykjavíkur og hinum ungu Önnu Lfsu Jó- hannsdóttur og Helgu Rut Svan- bergsdóttur, úr Golfklúbbnum Kili. „Þær hafa spilað vel í sumar og verða án efa mjög erfiðar viður- eignar. Ég sakna þess að Herborg Arnarsdóttir er ekki með ár. Hún er frábær kylfingur en kemur væntan- lega sterk inn að ári." Ólöf María sagði að völlurinn væri mjög góður en blautur og að hún ætti von á skemmtilegu og spennandi móti. oskar@dv.is í FlNU FORMI: Birgir Leifur Hafþórsson þykir sigurstranglegastur í Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.