Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 24.JÚLÍ2003 TILVERA 27 ■ nl HÓSKÓlaDíÓ «30? Sýnd kl.6,8 og 10. OAVB G!flfHÍWKSW Jok Hasw: S«w XWsaériR Faa EvíOtfssoK Þessiawi VBA8SSW klega rómantísk gamanmynd. Sýnd kl. 6.10,8.10 og 10,10, B.i. 12 ára Miðaverð 800 kr. HOLLYWOOD ENDING: Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15. B.i. 12 ára. MATRIX RELOADED: Sýnd kl. 10 B.i. 12 ára. DARKBLUE: Sýnd kl.5.50 B.i.14ára. RESPIRO: Sýnd kl.8.B.i. 12 ára. NÓI ALBINÓI: Sýnd kl.6. Sýnd m.enskum texta. English subtitles. KRINGLAN ALFABAKKI erfitt að falia ‘garþú skerð Jirikalega úr erfitt aa falfa i H leqar bú skerð þil ■•[nrikalega ur 1 Sýndkl. 5,8, og 10.1 LOxusVIP kl.5 og 8. Sýnd kl. 3.45,5.50,8 og 10.10 SAMBiO UOLTE T^pesta hasarmynd sujPársins það sem af er. jp kvikmyndir.com Fra Ang Loe, leikstjóra ,Crouching Tiger, Hidden Dragon kemur risamynd sumarsins. Rómanttsk gamar Amanda Byhes oo (Bridget Jones Yfir 3000 paradísareyjur, fyrir suma blessun ... fyrir aðra bölvun Sýnd kl. 5.50,8 og 10.10. Forsýning kl. 10.10 LIZZIE MCGUIRETHE MOVIE: Sýnd kl. 4,6, og 8. JET LAG: Sýnd kl.6,8 oglO. 2 FAST 2 FURIOUS: Sýndkl. 5.50,8,og 10.10.B.Í. 12ára. THE LIZZIE MCGUIRE MOVIE: Sýnd kl.6. SKÓGARLlF: Sýnd m. (sl.tali kl. 4. I MATRIX RELOADED: Sýnd kl. 10.B.1.12 ára. HOW TO LOSE A GUY IN 10 DAYS: Sýnd kl. 8. || KANGAROO JACK: Sýnd kl.4 og 6 BRINGING DOWN THE HOUSE: Sýnd kl.8 KRINGLAN tS 588 0800 ÁLFABAKKI tS 587 8900 FJÖLMIOLAVAKTIN GeirA. Guðsteinsson gg@áv.is íburðarmikil brúðkaup Þegar maður er í fríi heima hjá sér horfir maður stundum á sjónvarpsþætti sem maður ger- ir ekki allajafnan. Einn slfkan horfði ég á í vikunni, Brúð- kaupsþáttinn Já á Skjá einum, og hafði lúmskt gaman af. Auð- vitað kann að vera gert meira úr undirbúningi þegar sjónvarps- vélar íylgjast með, allavega fannst mér nóg um og er efins um að allur þessi undirbúning- ur hafi verið framkvæmdur áður fyrr þegar fólk á mínum aldri var að ganga í það heilaga, hvað þá eldra fólk. Gæsa- og steggjapartí voru þá rétt að ryðja sér til rúms að amerískum hætti, en voru ekki með þessum fyrirgangi, stóðu í mesta lagi eina kvöldstund yfir einu glasi eða fleiri, en ekki öllum þessum fyrirgangi, sem sumir kaJla fífla- læti. Nú er undirbúningur meiri, brúðguminn fer meira að segja í nudd og snyrtingu, nokk- uð sem manni hefði ekki einu sinni dottið í hug áður fyrr, hvað þá framkvæmt. Skjár einn sýndi einnig vídeó- myndir af átökum lögreglu í henni Ameríku við þá sem ger- ast brotlegir við lögin, og segja má að sannleikurinn sé eigin- lega lyginni líkastur, sé þetta þá ekki sviðsett. Skjár einn er öðruvísi sjónvarpsstöð, og þarf að vera það, á því byggist áhorf- ið á stöðina. Það er að vísu yngra fólk í miklum meirihluta sem á stöðina horfir, en mér segist svo hugur að meðalaldur áhorfenda fari stöðugt hækk- andi, og fjölgi þá að sama skapi. Umfjöllun SKY-sjónvarps- stöðvarinnar um „Kelly’s tragedy", eða sjálfsmorð Davids Kellys vopnasérfræðings, hefur verið með slíkum ágætum að fátt hefur getað dregið mig frá þeirri umfjöllun, enda fyrir opnum tjöldum. Það verður gaman að fylgjast með hvað Hutton lávarður gerir þegar kemur að afskjptum stjórnvalda af rannsókninni þegar kemur að leyniþjónustuþættinum. Þá kemur væntanlega í Ijós hvort bresk stjórnvöld, og þá ekld sist Tony Blair forsætisráðherra, hafi ýkt ógnina sem stafa átti af vopnaeign íraka. Ég bíð spennt- ur, í sumarfríi eður ei. Enn ein öskubuskan KVJKMYNDAGAGNRÝNI Sif Gunnarsdóttir sif@dv.is Amanda Bynes leikur Daphne Reynolds, sæta og hressa 17 ára am- erfska stelpuskvísu sem hefur alist upp hjá einstæðri móður í Kína- hverfi New York-borgar. Lif hennar er prýðilegt í alla staði, fyrir utan þá döpru staðreynd að hún þekkir elcki föður sinn. Mamma hennar, Ubby, hafði nefnilega hitt dásamlegan mann í Marokkó, gifst honum í bedúínabrúðkaupi og verið sjúk af sælu allt þar til hann fór með hana heim til London og í ijós kom að hann var Dashwood lávarður og öll hans snobbaða og leiðinlega fjöl- skylda var andsnúin því að hann legði lag sitt við alþýðukonu. Enda ’var hún svo hress að með henni hefði hann vart orðið nógu snobb- aður og leiðinlegur eins og hann átti kyn til. Fjölskyldan var svo vond að Libby snautaði heim yfir Atlantsála og lét ástina sína ekld einu sinni vita um barnið smáa sem var að vaxa innra með henni. 17 árum síðar stingur Daphne af ffá New York til London til að finna föður sinn, sem er í þann veginn að fara á þing og að kvænast hinni afburða snobbuðu og leiðin- legu Glynnis og ganga hennar súperfúlu og stífu dóttur í föðurstað. En þá pompar Daphne inn í líf hans og af því hún er amerísk er hún al- gjörlega laus við að vera snobbuð og leiðinleg - það er eiginleiki sem greinilega er einskorðaður við bresku þjóðina. Faðir og dóttir reyna síðan hvað þau geta að breyta hvort öðru, hann að gera hana dömulega og hún að gera hann af- slappaðan. Inn á milli boða nær Daphne líka að verða skotín í gítar- leikaranum krútdega og fátæka (og því ósnobbaða) Ian. Þar sem þetta er Öskubuskusaga ættu nú aJJir að vita hvernig fer - og það er nákvæmlega ekkert sem kemur á óvart í þessari sögu. Sambíóin What a girl wants ★★ Öskubuska er sennilega lífseigast og vinsælast af öllum jevintýrum því hver hefur ekki freistast til að láta sig dreyma um gmndvaJlarbreytingu á högum sínum til hins betra, án þess að þurfa að gera nokkuð til þess annað en að eiga það beinlínis skil- ið. Það sem dregur What a girl wants niður er á tíðum leiðinlega illa unn- ið handrit. Af hverju gefast Libby og Dashwood svo auðveldlega upp ef ást þeirra er jafn sterk og gefið er í skyn? Af hverju getur hinn hressa og káta Daphne ekki farið í nokkur fín boð án þess að finnast að hún sé að „tapa sjálfri sér" o.s.frv. Með aðeins meiri vinnu hefði verið hægt að fýlla upp í svona þolur og bjóða okkur upp á mun skemmtilegri mynd. Leikstjórn Dennie Gordon flikkar heldur ekki upp á vel þekktan sögu- þráðinn. Hún treystir fyrst og fremst á að okkur þyki Bynes krúttleg þegar hún brosir og höldum með henni þegar hún gerir grín að aldagömlum reglum og hefðum Breta um hegðun og samskipti. Bynes er vissulega krúttleg og gerir ágætlega þegar hún er kát, glöð, skúffuð eða móðguð, en þegar dýpri tilfinningar eiga að bær- ast með henni vandast málið tölu- vert. Colin Firth er náttúrlega glæsileg- asti maður í heimi í kvöldklæðnaði, hvort sem klæðnaðurinn er 21. aldar eða ffá 18. öld. Og eins og kemur f ljós hér þá er hann ekki slakur held- ur í leðurbuxum með hring í eyra. Svo getur hann ekki annað en farið vel með textann sinn, sama hversu hallærislegur hann er. Anna Chancellor er að vanda fín í hlut- verki snobbaðrar, vondrar konu (Duckface í Fjórum brúðkaupum) og Jonathan Pryce ágætur sem grimmur pabbi hennar. Markhópur myndarinnar er stelp- ur á aldrinum 9-14 en af því Colin Firth er svo sætur geta mæður og jafnvel ömmur farið og haft gletti- lega gaman af. Aðallelkaran Amanda Bynes, Colin Firth, Kelly Preston, Anna Chancellor, Oliver James, Jonathan Pryce o.fl. Leikstjóri: Dennie Gordon. Handrit: Jenny Bicks og Elizabeth Chandler, byggt á leikriti William Douglas Home frá 1958. Hvað er ísjónvarpinu í kvöld? Réttu handtökin við grillið Sjónvarpið kl. 20.00: Sjónvarpið býður upp á nokkra ólíka þætti í kvöld. Klulckan 20.00 er Verksmiðjulíf á dagskrá en það er breskur myndaflokkur sem gerist meðal verksmiðjufólks í Manchest- er. Hver þáttur er sjálfstæð saga. Þar er sagt frá gleði og raunum verk- smiðjufólksins í starfi og einkalífi. Meðal leikenda eru David Morrissey, Sophie Okonedo, Philip Glenister, Bob Pugh, Nicola Steph- enson og Marc Warren. Sjónvarpið kl. 20.50: í þættinum Heima er best, sem hefst klukkan 20.50, kenna kokkarn- ir Jón Arnar og Rúnar áhorfendum réttu handtökin við grillið. Sakamálasyrpa um lögreglustjór- ann Jack Mannion f Washington hefst svo klukkan 21:15. Jack stend- ur í ströngu í baráttu vjð glæpalýð og umbætur innan lögreglunnar. Aðal- hlutverk: Craig T. Nelson, John Amos, Jayne Brook og Justin Ther- oux. Sjónvarpið kl. 22.40: Klukkan 22.40 er svo enn ein end- ursýningin á Frasier á dagskrá. Rúnar kenna áhorfendum réttu handtökin við grillið. Lífið.eftir vinnu Vffilsstaðavatn: Gengið verður um Smalaholt, norðan Vífilsstaða- vatns í kvöld og lagt upp kl. 20 frá bílastæðinu. Þetta er áttunda og síðasta ganga sumarsins í syrpunni: „Sumargöngur skóg- ræktarfélaganna". Mosfellsdalur: Gengið verður um slóðir Egils Skallagrímssonar og Halldórs Laxness í Mosfellsdal í kvöld undir leiðsögn Bjarka Bjarnasonar. Safnast er saman við Gljúfrastein kl. 19.30. Þátttöku- gjald er 500 krónur en frítt fyrir börn. ... y Þingvellin „( svanalíki lyftist moldin hæst" er titill kvöldgöngu þjóðgarðsins á Þingvöllum þar sem leikararnir Guðrún Ás- mundsdóttir og Eyvindur Er- lendsson fjalla um lífshlaup og Ijóð Einars Benediktssonar. Gönguferðin hefst við Hakið kl. 20.00 og lýkur við þjóðargrafreit- inn. Gásin Kvöldferð með leiðsögn verður um forna verslunarstaðinn á Gásum í Eyjafirði og hefst kl. 20. Deiglan: Á Heitum fimmtudegi í Deiglunni á Akureyri mætir brasilíski sömbugítarsnillingurinn og söngvarinn IfeTolentino til leiks, ásamt Óskari Guðjónssyni, Ómari Guðjónssyni, Þorvaldi Þór Þorvaldssyni og Helga S. Svavars- syni. Grand Roldc Nýhil heldur Ijóða- partí - fjöllistakvöld - á Grand Rokk í kvöld kl. 22. Kling og Bang: Snorri Ásmunds- son er með sýninguna „Til Þín" í Kling og Bang galleríi, Laugavegi 23. Hún stendur til 4. ágúst og er opin miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. ÞaropinberarSnorri sitt sérstaka vinasamband við al- mættið og deilir því með þeim sem móttækilegir eru. Einnig er hægt að nálgast aflátsbréf Snorra í Kling og Bang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.