Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR FIMMTUDACUR 24. JÚLl2003 Milljónir í bætta ímynd Tvítug stúlka kærði þrjá pilta BORGIN: Fram kemur í skýrslu Borgarendurskoðunar um frá- vik borgarstofnana og fyrir- tækja frá innkaupareglum Reykjavíkurborgar að Leikskól- ar Reykjavíkurgreiddu kynn- ingarfyrirtækinu GSP-almanna- tengslum 7 milljónir króna árið 2000 fyrir að bæta ímynd sína. Innkaupareglur Reykjavíkur- borgar segja að öll vörukaup sem eru yfir 500 þúsund krón- um eða meira eigi að fara í gegnum Innkaupastofnun en það gerðu kaupin á kynningar- þjónustunni ekki. Hlutverk GSP-almannatengsla var að gera ímynd Leikskóla Reykjavíkur betri gagnvart fjöl- miðlum og út á við. Þar kemur enn fremurfram að þetta hafi verið ákveðið í samráði við yfir- menn í Ráðhúsinu og ekki hafi verið talið gerlegt að bjóða verkið út þar sem ekki var vit- að um umfang viðskiptanna fyrir fram. Viðskiptin munu að- allega hafa snúist um að GSP- almannatengsl hafi gert kynn- ingarbæklinga þar sem leik- skólarnir voru kynntir og séð um að auglýsa eftir starfsfólki fyrir Leikskóla Reykjavíkur. MISNEYTING: Kona um tvítugt kærði kynferðislega misneyt- ingu þriggja manna á svipuðu reki sem átt hefði sér stað í húsi í Bolungarvík aðfaranótt 13. júlí sl. en vegna ölvunar hefði hún ekki getað spornað við verknaðinum. Fimm dög- um eftir atvikið leitaði hún til neyðarmóttöku í Reykjavík fyr- ir þolendur kynferðisbrota og lagði í framhaldinu fram kæru hjá lögreglunni í Reykjavík sem sendi málið lögreglunni í Bol- ungarvík að lokinni skýrslu- töku. Þar hafa verið teknar skýrslur af vitnum og meintum gerendum sem allir neita sök. Að rannnsókn lokinni verður málið sent embætti ríkissak- sóknara. Olíufélögin hafa hag- að sér heimskulega segirDavíð Oddsson forsætisráðherra Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir að olíufélögin hafi að sínu mati hagað sér heimskulega gagnvart neyt- endum og þess vegna sé al- menningur tilbúinn að kyngja sem heilögum sannleika fram komnum vísbendingum um ólöglegt samráð. „Ég hef stundum fundið að því að olíufélögin væru mjög fljót til gagnvart almenningi að hækka verð en afar treg til að lækka; þá þurfí lengi að íhuga málin og sjá hvort framvindan sé eðlileg, hvort verð muni breytast og svo framveg- is,“ sagði Davfð í viðtali við DV í gær. Ógeðfellt „Þetta hefur verið afskaplega ógeðfellt og þetta hefur allur al- menningur fundið. Þetta er ekki bara ógeðfellt heldur líka heimsku- legt hjá forráðamönnum olíufélag- anna. Þó að menn séu auðvitað neyddir til þess að fá bensín á bíl- inn sinn, hvernig sem seljandinn hagar sér, eiga menn ekki að not- færa sér það. Þess vegna hafa þessi ágætu fyrirtæki ekki þá velvild hjá þjóðinni sem öll fyrirtæki þurfa að hafa. Og því er öllu því sem lekið er [úr frumskýrslu Samkeppnisstofn- unar um meint ólögmætt samráðj kyngt sem heilögum sannleika," segir Davíð. Hann segir menn ekki hafa leyfi til að taka afstöðu til málsins fyrr en fyrir liggi úrskurður byggður á öll- um þáttum þess, ekki bara sjónar- miðum Samkeppnisstofnunar heldur einnig þeirra sem rann- sóknin beinist að. Engu að síður lítur málið „skelfi- lega“ út að hans mati, og hann seg- ist ekki telja líklegt að röksemdir á borð við þær, að langan tíma hafi tekið að laga sig að nýjum sam- keppnisreglum, myndu vega þungt hjá dómstólum. Lekinn umhugsunarefni Davíð segir umhugsunarefni að frumskýrslunni sé lekið til fjölmiðla áður en andmælaréttur hafi verið virtur. Davíð segir menn ekki hafa leyfi til að taka af- stöðu til málsins fyrr en fyrir liggi úrskurður byggður á öllum þátt- um þess, ekki bara sjónarmiðum Sam- keppnisstofnunar held- ur einnig þeirra sem rannsóknin beinist að. „Það eru tveir aðilar sem hafa haft þessa skýrslu; annars vegar olíufélögin og hins vegar Sam- keppnisstofnun. Einhver lekur skýrslunni og menn verða bara að velta fyrir sér hver hefur hagsmuni af því. Olíufélögin hafa síðan engst sundur og saman þannig að þetta er mikið umhugsunarefni hvað þetta varðar," segir Davíð. Davíð vill að svo stöddu ekki kveða upp úr um hvort hér hafi ver- ið á ferðinni „samsæri gegn neyt- endum" eins og það hefur verið kallað: „En það sem maður getur HEIMSKULEGT: Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að olíufélögin hafi að sínu mati hagað sér heimskulega gagnvart neytendum. Því sé almenningur tilbúinn að kyngja sem heilögum sannleika fram komnum vísbendingum um ólöglegt samráð. DV-mynd GVA fagnað er að þau lög sem við beitt- um okkur fyrir að yrðu sett eru að gera það gagn sem þau eiga að gera.“ Staða Þórólfs mögnuð Davíð segir óneitanlega dálítið fyndið að sjá Þórólf Árnason borg- arstjóra sitja f borgarráði þar sem samþykkt er að ef olíufélögin hafi platað borgina muni borgin gera kröfu um bætur. Þórólfur var sem kunnugt er markaðsstjóri Esso og er í skýrslu Samkeppnisstofnunar m.a. vitnað í tölvupóst frá honum sem bendlar hann við samráð fé- laganna, sem meðal annars er talið hafa bitnað á Reykjavíkurborg. „Hann veit hvort hann plataði borgina eða ekki. Hann þarf vænt- anlega ekki að láta rannsaka það. Hann ætlar að gera kröfú um það að ef hann plataði borgina fyrir nokkrum árum þá fái hann bætur fyrir það sem borgarstjóri. Þetta er afskaplega - magnað," segir Davíð. Hann bætti því við, spurður, að það hefði engin áhrif haft á stöðu Sóiveigar Pétursdóttur innan rfkis- stjórnarinnar að eiginmaður henn- ar er Kristinn Björnsson, fráfarandi forstjóri Skeljungs. í Helgarblaði DV í Helgarblaði DV verður viðtalið við forsætisráðherra birt í heild. Þar tjáir hann sig nánar um varnar- samninginn við Bandaríkin, mál hermannsins sem handtekinn var vegna hnífstungu í Hafnarstræti, meint samráð olíufélaganna og fleiri mál. -ÓTC Forsætisráðherra um varnarliðið: Lítill gangur í varn- arliðsviðræðum SÓLHEIMAR (GRfMSNESI: Dellt hefur veriö um fjárframlög til starfseminnar þar en nú er leitaö lausna á dellunni. Losað um stífnina Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir lítið hafa þokast í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. Þó hafi símtal hans og Condo- leezzu Rice, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, um síðustu helgi verið „ýtarlegt og vinsamlegt". Dav- íð upplýsti í gær að Rice hefði hringt í sig að frumkvæði Banda- ríkjaforseta. „Það er ekki hægt að segja að þar með sé málið leyst en samtal okkar lýsir því þó að Bandaríkin taka þetta mál alvarlega og vilja koma því í þann farveg að þetta séu tvær vinaþjóðir að ræða saman, en byggist ekki á þeim atburðum sem urðu 2. maí,“ segir Davíð og vísar þar til tilkynningar sem sendiherra Bandaríkjanna flutti honum um að tekin hefði verið endanleg ákvörð- un um það í Washington að orr- ustuþotumar fjórar yrðu fluttar frá fslandi innan eins mánaðar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti formlegi samningafundur verður haldinn og segir Davíð til- gangslaust fyrir fslendinga að ganga til fundar ef fyrir fram sé ljóst að enginn árangur verði af honum. Hann segir hvorki tímabært að upplýsa um efni bréfaskipta hans og Bush Bandaríkjaforseta né önn- ur efnisatriði viðræðnanna að öðm leyti en því að á milli þjóðanna séu uppi ólík sjónarmið um það hvað teljist lágmarksvarnir og hvernig megi tryggja þær. -órc „Við erum þessa dagana að fara heildstætt yfir samskipti ríkis- ins og Sólheima og leita lausna svo lenda megi málinu," segir Árni Magnússon félagsmála- ráðherra. Hann hefur undanfarið átt í við- ræðum við stjómendur Sólheima í Grímsnesi en deilur vom milli stjórnenda á staðnum og fyrrver- andi félagsmálaráðherra, Páls Pét- urssonar. Sjónarmið Páls vom að þau framlög sem staðurinn fékk frá ríkinu hefðu ekki runnið öll til mál- efna fatlaðra heldur alls óskyldra hluta. Þjónustusamningur við Sól- heima er genginn úr gildi og hefur ekki verið endurnýjaður. En þótt svo sé hefur fjármálaráðherra tryggt að starfsemin fái sömu fjár- framlög og áður. Árni segir málsaðila vera . . að vinna heimavinnuna sína þannig að við komumst til botns í þessu máli.“ sigbogi&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.