Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 16
1 6 TILVERA FIMMTUDAGUR 24. JÚU2003 Tilvera Fólk ■ Heimilið • Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824 -550 5810 Stiklað á þrettándakvöldi SÝNINGAR: Lokaverkefni götuleikhússins í Kópavogi þetta sumarið er Þrettánda- kvöld eftir Shakespeare. í hópnum eru 13-15 ára krakkar sem unnu saman að því að stytta leikritið nið- ur í klukkutíma og gerðu líka leikmynd og búninga. „Krakkarnir eru búnir að vera alveg ótrúlega dugleg- ir. Þetta er náttúrlega ekki það auðveldasta en ég held þeir séu búnir að læra alveg helling á þessu," segir Mar- grét Eir sem er leikstjóri ásamt Valdimar Kristjóns- syni. Frumsýnt verður í dag kl. 17 og þrjáraðrarsýning- ar verða næstu daga. Basic frumsýnd í Sambíóunum og Háskólabíói: Hasar í Panama Háskólabíó og Sambíóin frum- sýna á morgun, föstudag, bandarísku spennumyndina Basic. Myndin skartar þeim John Travolta og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum og er þetta fyrsta myndin sem þeir leika í saman eftir Pulp Fiction. Aðrir leikarar sem vert er að minnast á eru Connie Nielsen, Brian Van Holt, Timothy Daly og Giovanni Ribisi. Basic gerist að rriestu í frum- skógi í Panama á meðan fellibylur gengur yfir svæðið og segir frá því þegar herstjórinn Nathan West, leikinn af Samuel L. Jackson, og nokkrir af mönnum hans hverfa í hefðbundnum æfingarleiðangri. Fíkniefnalögreglumaðurinn Tom Fíkniefnalögreglumað- ur rannsakar hvarffé- laga sinna og kemst að því að víða er pottur brotinn. Hardy, sem er leikinn af John Tra- volta, er settur í að rannsaka hvarf þeirra. Þegar hann hefur rannsókn málsins kemur í Ijós að víða er pottur brotinn og ekki er allt sem sýnist. Fleiri koma að málinu en hann hefði getað látið sér detta í hug í fyrstu og margir sem reyna að hindra framgang réttvísinnar, þar á meðal ríkisstjórnin sem vill alls ekki að hann komist til botns í málinu. Reyndur hasarmyndaleik- stjóri Leikstjóri Basic er John McTi- ernan en hann hefur áður leikstýrt hasarmyndum á borð við Predator með Arnold Schwarzenegger og Die Hard og Die Hard With a Vengeance með Bruce Willis þannig að hann kann tökin á hasarmyndunum. Leikarinn John Travolta, sem leikur lögreglumanninn Tom Hardy, á að baki langan og skraut- legan feril allt frá því hann sló í gegn á áttunda áratug síðustu ald- ar í myndunum Saturday Night Fever og Grease. Travolta hefur þurft að stíga ölduna í gegnum tíðina því annaðhvort eiga menn ekki nógu stór orð til að lýsa hæfl- leikum hans eða hæfileikaleysi, allt eftir því í hvað mynd hann leikur hverju sinni. Hann þótti til dæmis hræðilegur í Urban Cow- boy, frábær í Pulp Fiction, hryll- ingur í Battlefield Earth og æði í Swordfish. Ferill Samuels L. Jacksons hefur verið nokkuð jafn í gegnum tíðina og hann yfirleitt skilað þokkaleg- um leik. Jackson mun hafa leikið í einum áttatíu myndum á ferlin- um, þar á meðal Pulp Fiction, Die John McTiernan hefur áður leikstýrt myndum á borð við Predator, Die Hard og Die Hard With a Vengeance. Hard With a Vengeance og Star Wars. Connie Nielsen, sem leikur Os- born, kvenhetjuna í myndinni, sem á að hafa yfirumsjón með rannsókn málsins, hefur áður leik- ið í Gladiator og One Hour Photo þar sem hún fór á kostum. Hvað gerðist? Til að komast til botns í málinu þurfa Hardy og Osborne að taka höndum saman, þrátt fyrir að það sé þeim þvert um geð. Hvers vegna hurfu mennirnir í æfinga- leiðangri? Hvers vegna klofnaði hópurinn og hvers vegna skutu menn hver á annan? Þau vilja bæði komast að hinu sanna og verða að gera það áður en það er of seint. kip@dv.is EKKI ER ALLT SEM SÝNIST: Lögreglu- maðurinn Tom Hardy, leikinn af John Travolta, er settur í að rannsaka hvarf félaga sinna en þegar hann hefur rannsóknina kemur í Ijós að víða ligg- urhundurgrafinn. HÓTEL ALDAN: Húsið við Oddagötu þar sem Landsbankinn var áður. Þar eru nú nfu lúxusherbergi en í gamla kaupfélaginu er svefnpokapláss og veitingar. Hótel Aldan opnað á Seyðisfirði: Stíllinn bervottum virðuleik Fyrstu áfangar Hótel Öldunnar á Seyðisfirði vom vígðir á þriðjudag- inn. Þar með var opnað fyrir gist- ingu á Oddagötu (gamla banka) og veitingasal og gistingu í Norður- götu (gamla kaupfélaginu). Þetta er merkur áfangi í sögu bæjarins þar sem gistirými hefur skort. Allar inn- réttingar eru í gamaldags stíl sem gefur hótelinu ímynd eldri tíma. Seyðflrskir iðnaðarmenn hafa séð um framkvæmdimar. Hugmyndin er að breyta enn fleiri gömlum hús- um í Hótel Ölduna og því er það nefnt húsahótel. Margir gestir vom við opnunina og þágu þeir góðar veitingar. Þeirra á meðal var Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður sem er einn hluthafa í verkefninu. Hann og Jóhann Hansson, forseú bæjar- stjórnar, klipptu á vígsluborðann. Jóhanna Gísladóttir, ein af fmm- kvöðlunum og stjórnarformaður fyrirtækisins, hélt ræðu við vígsl- una og lýsti verkefninu. Ung hjón, nýkomin úr námi í Danmörku, munu annast rekstur hótelsins, Dýri Jónsson, sem hefur lokið námi í markaðshagfræði, með áherslu á nýsköpun, og Ríkey Krist- jánsdóttir handavinnukennari, með áherslu á gamlan útsaum. Hún mun kenna við skólann á Seyðisfirði í vetur. Ríkey og Dýri eru Seyðfirðingar sem snúa heim að af- loloiu námi og ganga til hótelrekst- ursins, full áhuga og bjartsýni. KÞ OPNUNARRÆÐA: Jóhanna Gísladóttir, stjórnarformaður Öldunnar, flutti ávarp við vígsluna. GSLA: Sigurbjörg Sigurjónsdóttir tók við bút úr vígsluborða Hótel Öldunnar úr hendi föður síns, Sigurjóns Sighvatssonar kvik- myndagerðarmanns sem er einn af hluthöfum hótelsins. DV-myndir KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.