Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. JÚLl2003 Meistaranám á Bifröst hafið MENNTUN: Meistaranám er hafið á Bifröst en fyrsta önnin hófst um liðna helgi. Hefðbundin kennsla hófst í gær með námskeiðinu „Hlutverk stjórnandans" í umsjá dr. Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur. Tuttugu og þrír nemendur eru skráðir í þennan fyrsta hóp meist- aranema á Bifröst, fimmtán í MS- nám í viðskiptafræði, þar af flestir í fjármálaval, og átta í MA-nám í hagnýtum hagvísindum þar sem meirihlutinn er skráður í Evrópu- fræðival. Nemendurnir búa á Bif- röst í fjórar vikur á meðan á sum- arönn stendur. (byrjun september breytist námið í fjarnám sem stendur fram á næsta vor. Þeir sem eru á fullum hraða í náminu eiga kost á að Ijúka því að 13 mánuðum liðnum, að lokinni annarri sum- arönn og ritun meistararitgerðar. Árekstur í Ártúnsbrekku ÓHAPP: Betur fór en á horfðist þegar þessi fólksbíll lenti fyrir framan flutningabíl eftir árekstur þeirra í Ártúns- brekkunni í fyrradag. Flutn- ingabíllinn ýtti fólksbílnum á undan sér töluverðan spöl áður en þeir stöðvuðust. Eng- inn meiddist við óhappið. DV-mynd Pjetur Á VETTVANGI: Trukkurinn ýtti fólksbílnum dágóðan spöl. Framkvæmdum lokið fyrir afmæli borgarinnar Mikið hefur verið um fram- kvæmdir við götur í miðbæ Reykjavíkur í sumar. Stefnt er að því að Ijúka öllum fram- kvæmdum í miðbænum áður en Reykjavíkurborg heldur af- mæli sitt hátíðlegt þann 18. ágúst. Framkvæmdir við gatnakerfið í Lækjargötu hafa staðið yflr í sumar. Fyrirhugað er að endurnýja yfir- borð vega í götunni, auk þess að snyrta allt umhverfið í kring. Áætl- að er að framkvæmdunum verði Iokið fyrir afmæli Reykjavíkurborg- ar sem haldið verður hátíðlegt þann 18. ágúst. Allt upphitað Mikiar framkvæmdir hafa staðið yfir í miðbæ Reykjavíkur í vor og í sumar en nú síðast hófust fram- kvæmdir við vestari akrein Lækjar- götu., Veitukerfí hefur verið endurnýjað á öllu svæð- inu og þegar göturnar verða opnaðar á ný verða þær allar upphitaðar þannig að svæðið verði allt hið glæsilegasta. UPPHrTAÐAR GÖTUR: Þegar lokið hefur verið við framkvæmdirnar í Lækjargötu verða göturnar upphitaðar þannig að svæðið mun verða öllum fært að vetri til. HELLULAGNING HEFST í DAG: Stefnt er að því að hefja hellulagnir á svæðinu Austurstrætismegin við Lækjargötu í dag en framkvæmd um í bænum á að vera lokið fyrir afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst. Gert er ráð fyrir því að hafist verði handa við að helluleggja Austurstrætismegin á svæðinu í dag en þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir verður áfram opið fyrir umferð um svæðið. Sam- kvæmt upplýsingum frá Höskuldi Tryggvasyni á framkvæmdadeild gatnamálastofu er allt kapp lagt á að klára verkið fyrir afmæli Reykja- víkurborgar, sem er þann 18. ágúst, og verður þá öllum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru í miðbænum í ár lokið. Veitukerfið hefur verið endurnýj- að á öllu svæðinu og þegar göturn- ar verða opnaðar á ný verða þær allar upphitaðar þannig að búast má við því að svæðið verði allt hið glæsilegasta. Þá verður bungan á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis lækkuð og vegurinn þar jafnaður lítillega. Meðan á framkvæmdunum stóð var leitað að brú frá fornri tíð sem var á sín- um tíma yfir lækinn. Farið var yfir svæðið með jarðsjá og ákveðnar vísbendingar fúndust um hvar brú- in væri. Þegar það var síðan athug- að komu í ljós leifar af mannvirki en eftir að leitað hafði verið til forn- leifafræðinga og aðila frá Árbæjar- safni var ákveðið að láta þessar leif- ar vera á sínum stað. f upphafi var talið að þetta gæti seinkað fram- kvæmdum um einhvern tíma en svo er þó ekki. Enn er því stefnt að því að ljúka öllum framkvæmdum í miðbænum áður en Menning- árnótt verður haldin hátíðleg á af- mæli borgarinnar. agust@dv.is Rekstri gæsluvalla í núverandi mynd hætt Nokkuð hefur verið rætt um lokun gæsluleikvalla víðs vegar um borgina og hafa foreldrar verið ósáttir við þær aðgerðir borgaryfirvalda. Undirskrifta- listar ganga um hverfin þar sem foreldrar mótmæla fyrirhugaðri lokun. Þeir telja að slíkt komi illa við þá og börn þeirra, sér- staklega ef loka eigi völlunum að sumarlagi þar sem leikskól- arnir loki einnig á þeim tíma. Á vegum Leikskóla Reykjavfkur eru starfræktir tólf gæsluvellir sem ætlaðir eru börnum á aldrinum tveggja til sex ára. Samkvæmt upp- lýsingum frá Leikskólum Reykja- víkur hefur að undanförnu verið rætt um tilgang og framtíðarskipu- lag leikvallanna. Aðsókn hefur minnkað á gæsluvelli undanfarin ár og heimsóknum fækkað um nær 100.000 síðan árið 1990. Starfsemi þeirra verður endurskoðuð haustið 2005 og þá litið til fjölda heimsókna. Að sögn leikskólanna helst minnkandi eftirspurn eftir þjón- ustu gæsluvalla í hendur við fjölg- un leikskólarýma í Reykjavík en um 94% barna á aldrinum tveggja til fimm ára eru í leikskóla, þar af 85% allan daginn. Ný framtíðarskipan Á leikskólaráðsfundi 13. júní sl. var ákveðið að halda þeirri stefnu, sem samþykkt var í nóvember 2002, að hætta rekstri gæsluvalla í núver- andi mynd á næstu 2-3 árum. Ný framtíðarskipan felur í sér að áfram verði starfræktir tíu gæsluvellir til 1. september 2004 en þá verði starf- semi gæsluvalla við Brekkuhús, Fífusel, Fróðengi, Safamýri og Vest- urberg hætt. Eftir það verða fimm gæsluvellir í Reykjavík, einn í hverj- um borgarhluta, en það eru vellirnir við Njálsgötu, Rauðalæk, Malarás, Arnarbakka og Hamravík. Starfsemi þeirra verður endurskoðuð fyrir haustið 2005 og verður þar litið til fjölda heimsókna. Frá og með 15. ágúst 2003 verður ÍTR boðið að taka við rekstri gæsluvallanna við Frosta- skjól og Hlaðhamra þar sem aðstað- an verður notuð fyrir frístunda- heimili barna á grunnskólaaldri yfir vetrartímann en opið fyrir yngri börn með svipuðu sniði og verið hefur á sumrin. -EKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.