Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 30
30 DVSPORT FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ2003 SPJÖLD í UNDSBANKADEILD 2003 Spjöld fengin: KA 23 gul - 2 rauð (BV 22-1 FH 21-0 Fylkir 19-1 KR 19-0 MMBMMÍ (A 18-2 Fram 15-1 mmm Grindavík 14-2 | Valur 14-1 Þróttur 12-0 Spjöld fiskuð: Fylkír 28 gul - 2 rauð IBV 23-1 FH . 21-1 MWM Valur 20-1 §§ KR 'fggi —,tð-f KA 15-1 (A mm 15-1 Grindavík 14-0 H Þróttur 8BBMHH'3-2 Fram 9-0 Flest gul gefin að meðaltali: Garðar Örn Hlnriksson 4,8 (24 gul spjöld / 5 leikir dæmdir) Egill Már Markússon 4,8 (24/5) Magnus Þónsson 4,0 (16/4) Jóhannes Valgelrsson 3,8 (19/5) Kristinn Jakobsson 3,6 (25/7) Bragi Bergmann 3,5 (7/2) Erlendur Eiriksson 3,3 (13/4) Ólafur Ragnarsson 3,0 (15/5) 7' Eyjólfur Ólafsson 2,8 (M/5) Gylfi Þór Orrason 2,5 (15/6) Glsli Hlynur Jóhannsson 2,5 (5/2) Kippur í rauðu spjöldin Alls hafa tíu rauð spjöld farið á loft í fyrstu tíu umferðum Landsbankadeildar karla sem er mun meira en síðustu tvö tímabil þar sem rauðu spjöldunum hafði fækkað nokkuð frá árunum á undan. Af þeim tíu rauðu spjöldum sem hafa verið veitt hafa fjögur þeirra verið beint rautt spjald en Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson hefur tvisvar sinnum fengið beint rautt spjald. Það vekur nokkra athygli að varnarmenn hafa aðeins fengið 2 af þessum 10 rauðu spjöldum. Rauð spjöld í fyrstu 10 umferðunum 1993-2003: 2003 10(4beint) 2002 5(2) 2001 6(4) 2000 17(8) 11999 17(12) 1998 7(5) 1997 15(9) 1996 9(3) 1995 14(7) 1994 15(5) 1993 14(9) ooj.sport@dv.is BARÁTTA: Grindvíkingurirm Eysteinn Hauksson sést hér í baráttu við Fyikismanninn Finn Kolbeinsson í fyrri leik liðanna i sumar sem Fylkir vann, 2-0. 1^0 Ellefta umferð Landsbankadeildarínnar hefst í kvöld: Toppslagur í Grindavík Ellefta umferð Landsbanka- deildarinnar hefst í kvöld með fjórum leikjum. Eins og staðan er í deildinni í dag skiptir hver leikur gríðarlega miklu máli og óhemjustutt er á milli þess að vera í toppbaráttu og botnbar- áttu. Grindavík-Fyfkir Stærsti leikur kvöldsins er í Grindavík þar sem efsta lið deildar- innar, Fylkir, sækir Grindvíkinga heim. Grindvíkingar hafa unnið fimm leiki í röð í deildinni en þurfa að brjóta á bak aftur sterkustu vörn deildarinnar. Spá DV Sports: 2-1 fyrir Grinda- vík. FH-KA FH-ingar taka á móti KA-mönn- um í Kaplakrika. FH-ingar hafa spilað skemmtilega knattspyrnu í sumar en eru ansi háðir því að All- an Borgvardt sé í stuði í ffamlín- unni. KA-menn hafa unnið tvo leiki í röð, komið sér af botninum og eru alltaf erfiðir við að eiga. Spá DV Sports: 3-1 fyrir FH. ÍBV-Valur Eyjamenn fá Valsmenh í heim- sókn íVestmannaeyjum. Valsmenn stilla upp tveimur nýjum leik- mönnum, Ellerti Jóni Björnssyni og Dananum Thomasi Maale sem eiga að hressa upp á sóknarleik liðsins. Eyjamenn hafa verið ansi brokk- gengir í sumar en eru þó alltaf sterkir á heimavelli. Spá DV Sports: Jafntefli, 1-1 Þróttur-ÍA Spútniklið deildarinnar, Þróttur, mætir Skagamönnum í Laugar- dalnum. Það er mikil pressa á Skagamönnum sem eru í fallsæti og þeir þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Þróttarar hafa komið liða mest á óvart og spurning hversu lengi þeir halda út. Skagamenn eru með nýjan Dana sem þarf nauð- synlega að vera í formi til að auka sóknarþunga liðsins. Spá DV Sports: 2-1 fyrir ÍA K A R L A R LANDSBANKADEILD E Staðan: Fylkir 10 6 1 3 15-8 19 Þróttur 10 6 0 4 18-13 18 Grindavík 10 6 0 4 16-16 18 KR 10 5 2 3 12-12 17 KA 10 4 2 4 16-14 14 ÍBV 10 4 1 5 16-15 13 Valur 10 4 0 6 13-17 12 FH 10 3 3 4 14-15 12 (A 10 2 5 3 12-13 11 Fram 10 2 2 6 13-22 8 VÍTI í LANDSBANKADEILDINNI 2003 Vitanýtingin hrapar Vítanýtingin í Landsbankadeild karla hefurhrapaðí síðustu tveimur umferðunum enda hafa þrjár af síðustu fjórum vítaspyrnum í deildinni farið forgörðum. Alls hafa verið dæmd 15 víti í fýrstu tíu umferðunum og tíu þeirra hafa skilað marki. Þetta eru fleiri víti en í fyrra (6) en færri en þrjú ár þar á undan (17, 23,18). Af þeim fimm vítaspyrnum sem hafa misfarist hafa markverðir varið þrjár, ein fór fram hjá og ein I stöng: Skipting vítanna 2003: (maí: 7/5(71,4%) (júní: 2/2(100%) íjúll: 6/3(50%) Hl Á heimalið: 9/7 (77,8%) Áútilið: 6/3 (50%) (fyrri hálfleik: 10/7 (70%) 1 seinni hálfleik: 5/3 (60%) Víti dæmd umferðunum ífyrstu 10 1993-2003: 2003 15/10(66,7%) 2002 6/5 (83,3%) 2001 17/11(64,7%) B 2000 23/17(73,9%) § 1999 t/i.'j - 18/15(83,3%) 1998 13/8(61,5%) 1997 14/9(64,3%) 1996 11/6 (54,5%) s 1995 23/21 (91,396) 1994 17/11 (64,7%) 1993 13/8(61,5%) Þessi félög hafa fengið víti í sumar: iFHa— 4/3 (75%) Valur 2/2(100%) |j Þróttur 2/2(100%) - '■ j Grindavík 2/1 (50%) (BV 2/1 (50%) ; Ííi® Fram 1/1 (100%) Fylkir 1/0(0%) — KA 1/0 (0%) KR og lA eru einu liðin sem hafa ekki fengið víti. Þessi félög hafa fengið dæmd á sig víti í sumar: gfValur 4/3 (75%) Fram 3/1 (33%) flBV . SHR 3/2 (67%) KR 1/0(0%) Grindavik ■ 1/1 (10096) ISMi ÍA 1/1 (100%) Bfh 1/1 (100%) Þróttur 1/1 (100%) Fylkir og KA eru einu liðin sem hafa ekki fengið dæmd á sig víti í sumar. Flest fiskuð víti: Allan Borgvardt, FH 2 Flest gefin víti: Guðni Rúnar Helgason, Val 3 Tryggvi Bjarnason, (BV 2 Flest dæmd víti: Jóhannes Valgeirsson 3 Garðar Örn Hinriksson 3 Eyjólfur Ólafsson 2 Kristinn Jakobsson 2 Erlendur Eiríksson 1 Bragi Bergmann 1 Egill Már Markússon 1 Ólafur Ragnarsson 1 Gísli Hlynur Jóhannsson 1 SIGURVEGARAR: Hér sjást sigurvegararnir á Meistaramóti Golfklúbbs Bakkakots sem fór fram um síðustu helgi. Það var Einar Haukur Óskarsson (fyrir mlðju) sem bar sigur úr býtum í karlaflokki en hjá konunum var það Steinunn Sæmundsdóttir sem varð hlutskörpust. Með þeim á myndinni er Guðmundur Haraldsson, formaður Golfklúbbs Bakkakots Ekkert frágengið Alfreð Gíslason á í samningaviðræðum við Magdeburg Handknattleiksþjálfarinn Al- freð Gíslason stendur í samn- ingaviðræðum við Magdeburg en samningur Alfreðs við félag- ið rennur ú næsta vor. Alfreð sagði f samtali við DV sport í gær að það væri orðum aukið að samningurinn væri frá- genginn en menn væru vissulega að ræða saman. Þriggja ára samningur „Eg á eitt ár eftir af samningi mínum við félagið og þeir vilja „Mér líður afskaplega vel hérna en ég þarfað fá fullvissu um að ég og stjórnin stefnum í sömu átt." semja við mig til þriggja ára. Við höfum rætt saman og erum ekki langt frá því að komast að sam- komulagi en það eru ákveðnir hlut- ir sem ég vil fá á hreint áður en ég skuldbind mig til þriggja ára hjá fé- laginu." Aifreð sagðist spurður ekkert vera farinn að hugsa sér til hreyf- ings og þessar tafir í samningavið- ræðunum hefðu ekkert með það að gera að hann vildi breyta til. „Mér líður afskaplega vel hérna en ég þarf að fá fullvissu um að ég og stjórnin stefnum í sömu átt.“ Framtíðarlið í uppbyggingu „Ég er að byggja upp framtíðarlið hér í Magdeburg og vil helst haida þeirri vinnu áfram þar til henni er lokið. Mér hefur alltaf líkað illa að ganga frá hálfkláruðu verki og það er kannski ástæðan fyrir þvf að ég hef alltaf neitað öllum tilboðum frá öðrum Iiðum. Liðið sem ég hef í höndunum núna er eitt það yngsta í deildinni en jafnframt eitt það besta og það er ekkert því til fyrir- stöðu að þetta lið haldist ekki óbreytt næstu tíu árin. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá Magdeburg - tímar sem ég hef fúll- an hug á að taka þátt í. Ég held að það sé því frekar „Liðið sem ég hefi höndunum núna er eitt það yngsta í deildinni en jafnframt eittþað besta og það er ekkert því til fyrirstöðu að þetta lið haldist ekki óbreytt næstu tíu árin." spurning um hvort heldur en hvenær nýi samningurinn verður undirritaður og á allt eins von á því að það verði gert strax í næstu viku.“ oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.