Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ2003 FRÉTTIR 13
Andstaða Svía við Evru eykst
Hoon hittir ekkju Kellys
EVRÓPA: Andstæðingum Evr-
unnar í Svíþjóð hefur fjölgað
og hafa þeir nú um það bil níu
prósentustiga forystu á þá
sem hlynntir eru Evrunni, sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun
sem birtist í dag. Hins vegar
eru fjórir af hverjum tíu enn
óákveðnir og því langt því frá
Ijóst hver verður niðurstaða
þjóðaratkvæðagreiðslunnar
þann 14. september um það
hvort Svíþjóð eigi að ganga í
myntbandalagið. (síðustu
könnun, sem gerð var í júní,
voru 50% andvíg Evruaðild en
45% með henni. Nú segja hins
vegar um það bil 52% „nei"
við aðild en 43 „já". Óvissan er
þó talsverð því 18% svarenda
höfðu sagt „kannski nei" og
„kannski já".
BRETLAND: Geoff Hoon, varn-
armálaráðherra Bretlands,
heimsótti í gær ekkju vísinda-
mannsins Davids Kellys sem
svipti sig lífi í kjölfar ásakana
um að hann væri heimildar-
maður BBC um vafasamar að-
ferðir stjórnarinnar í aðdrag-
anda (raksstríðsins. Hoon var í
rúman klukkutíma með Janice
Kelly og þremur dætrum
hennar. Vangaveltur höfðu
verið uppi um að Hoon hefði
gefið leyfi til þess að nafni
Kellys yrði lekið til fjölmiðla og
hann þannig ásakaður opin-
berlega um að hafa verið
heimildarmaður BBC. Hoon
vildi í gær ekkert segja um
það hvað honum, ekkjunni og
dætrum hennar hefði farið í
milli.
Drápsselur
SUÐURSKAUTSLANDIÐ: Selur
drap breska vísindamanninn
Kirsty Brown á Suðurskauts-
landinu í vikunni. Hún hafði
verið að synda nærri rann-
sóknarstöðinni þar sem hún
vann þegar selurinn réðst á
hana og dró hana niður í sjó-
inn þannig að hún drukknaði.
Borgarráðsmaður í New York myrtur á þingpöllum ráðhússins:
Hafði barist gegn
ofbeldi um árabil
Byssumaður réðst á pólitískan
andstæðing sinn í ráðhúsi New
York-borgar í gær og myrti
hann áður en óeinkennisklædd
lögregla náði að grípa inn í og
skjóta árásarmanninn, sem lést
síðan af sárum sínum.
Hinn myrti hét James Davis og
var rúmlega fertugur borgarráðs-
maður úr Brooklyn-hverfi. Hann
var þekktur fyrir að hafa barist um
árabil gegn ofbeldi í borginni. Árás-
armaðurinn hét Othniel Askew, 31
árs. Hann myrti Davis með því að
skjóta tveimur byssukúlum í brjóst
hans af stuttu færi á þingpöllum
ráðhússins í New York.
Komu saman í ráðhúsið
Davis og Askew höfðu komið
saman til ráðhússins nokkrum
mínútum áður. Þar sem Askew var í
fylgd með borgarráðsmanni þurfti
hann ekki að fara í gegnum vopna-
leit og því gat hann laumað byss-
unni með sér inn í bygginguna.
Ekki er ljóst hvers vegna Askew
framdi þetta voðaverk. Hann hafði
ætlað að bjóða sig fram gegn Davis
í forkosningum demókrata í haust
en var ekki enn orðinn opinber
Davis hafði kynnt
Askew með því að segja
að hann hefði eitt sinn
verið andstæðingur
sinn en værinú
orðinn samherji.
frambjóðandi vegna þess að hann
hafði ekki safnað nógu mörgum
undirskriftum. Davis hafði ekki
þekkt lengi til Askews því þegar
hann var spurður um pólitfska
andstæðinga sína í júní síðastliðn-
um kannaðist hann ekki við Askew.
Þeir höfðu hins vegar fundað
nokkrum sinnum síðustu daga og
virmst hafa náð sáttum. Borgar-
ráðsmaður sagði Davis hafa kynnt
Askew íyrir sér með því að segja að
hann hefði eitt sinn verið andstæð-
ingur sinn en væri nú orðinn sam-
herji.
Eins og gefur að skilja ríkti gríð-
arleg ringulreið eftir að skothríðin
hófst á þingpöllunum. Fyrst
fleygðu sér allir í gólfið en um leið
og skothríðin hætti reyndu allir að
troða sér leið út eins fljótt og auðið
var. Nokkur tími leið áður en lög-
regla náði að átta sig á því hvað
hafði gerst, því fyrst um sinn var
talið að árásarmaður hefði komist
inn í ráðhúsið og myrt bæði Davis
og Askew og komist svo undan.
Michael Bloomberg, borgarstjóri
New York, segir að héðan í frá muni
allir sem inn í ráðhúsið koma að
fara í gegnum vopnaleit og að hann
sjálfur verði ekki undanskilinn
þeirri reglu.
RINGULREIÐ: Lögreglumenn gæta ráðhúss New York-borgar í gær eftir að borgarráðs-
maður var myrtur og árásarmaðurinn skotinn til bana. Hann hafði komist með byssu inn í
ráðhúsið vegna þess að hann var í fylgd borgarráðsmannsins sem hann svo myrti.
VERÐDÆMI
Eldavélar
með 4 hellum, undir
og yfirhita + grili
Helluborð
meö 4 hellum þar
af 2 hraðsuðuhellur
Kæliskápar
með innbyggðu
frystihólfi. 85x55 cm
Frystiskápar
með fjórum skúffum/
hólfum. 100 lítrar
Þvottavélar
1200 snúninga með
hraðþvotti
Þurrkarar
barkalausir með
krumpuvörn
27.900
12.900:
24.900:
34.900:
49.900:
47.900:
LAGER
«HREINSUN
mi
Vonduð eldavel með
undir og yfirhita ásamt
grilli. Geymsluskúffa.
HxBxD: 85x49,5x60 cm
Verð áður kr. 49.900
til á lagernum og seljum heimijistæki
á ótrúlega hagstæðu verði! ,,
mmmmi'}: iw»
jlk AVI M, i
Gufustraujárn
Samlokugrill
Dósaopnarar
Eldhúsvogir
Hraðsuðukönnur hl ] fF i Prfl'nlllY
Naglasnyrtitæki
Nuddtæki
Sléttu-/bylgjujárn
Verð frá kr.
990
Kaffivélar
Brauðristar
Safapressur
Straujárn
Krullujárn
Baðvogir
[rraaj
Germany
©Husqvarna
Kuppersbusch
Suðurlandsbraut 16 108Reykjavík Sími 5880500