Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 24. JÚU2003 DVSPORT 31 - - íslenskt fimleikafólk á faraldsfæti í sumar FIMLEIKAR: Þrjár fimleika- stúlkur úr Gróttu, þær Sif Páls- dóttir, Hera Jóhannesdóttir og Harpa Hauksdóttir, munu keppa fyrir hönd íslands á Ólympíudögum Evrópuæsk- unnar og á heimsmeistaramót- inu í fimleikum 2003. Ólympíudagar Evrópuæskunn- ar eru haldnir í París 29. júlí til 1. ágúst og fara þær Harpa og Hera á þá leika. Heimsmeistaramótið er haldið í Anaheim í Kaliforníu 16.-25. ágúst og mun Sif keppa þar ásamt þeim Ingu Rós Gunnars- dóttur úr Gerplu, Kristínu Gígju Gísladóttirfrá Bandaríkjunum og Tönju B. Jónsdóttir úr Björk- unum. Þær Harpa, Hera og Sif hafa æft stíft undanfarna mánuði fyrir þessi mót. Þær hafa að jafnaði æft tvisvar sinnum á dag, sex daga vikunnar og er meðalæfingatími þeirra um 30 klukkustundir á viku. Stúlkurn- ar brugðu á leik á ströndinni við Gróttu í gær og sýndu brot af því besta sem er að gerast í fimleikunum í dag. Það er í fyrsta skipti nú sem bæði karla- og kvennalið fer á heimsmeistaramótið fyrir hönd (slands en karlaliðið skipa þeir þeir Anton H. Þórólfsson, Ár- manni, Dýri Kristjánsson, Gerplu, Grétar K. Sigþórsson, Ármanni, Jónas Valgeirsson, Ármanni, Rúnar Alexanders- son, Gerplu, og Gunnar Sig- urðsson, Ármanni. FIMAR: Gróttu- stúlkurnar brugðu á leik fyrir Ijósmynd- ara DV í fjörunni á Seltjarnarnesi í gær, en þær æfa nú stíft fyrir sterk mót sem fram undan eru. DV-mynd Pjetur I j' I I I NÝTT MET: Jakob Jóhann Sveinsson bætti (slandsmet sitt um 14/100 úr sekúndu í undan- rásum 200 m bringusunds (gærmorgun. Nokkrum klukkustundum síðar var komið að undanúrslitunum en þar var Jakob með 6/100 úr sekúndu lakari tíma en áður og hafnaði hann í 16. sæti. DV-mynd Hari Jakob og ðrn með íslandsmet Tvö íslandsmet voru slegin á heimsmeistaramótinu í sundi í gær sem fram fer í Barcelona þessa dagana. Örn Arnarson bætti sitt eigið íslandsmet í 100 m skriðsundi um rétt tæpa sek- úndu og þá bætti Jakob Jóhann Sveinsson einnig eigið met um 14/100 úr sekúndu þegar hann kom í mark á 2.15,20 mín. í 200 m bringusundi. Jakob sló Islandsmetið í gærmorg- un þegar hann keppti í undanrásun- um, tíminn skilaði honum 16. sætinu og nægði það honum til að komast í undanúrslitin sem háð voru nokkrum klukkustundum síðar. Þar rak Jakob lestina í sínum riðh og kom í mark á 6/100 lakari tfma en í und- anrásunum. „Seinni hluti sundsins var góður og sýndi að hann á metið inni." „Jakob synti frábært sund þegar hann sló íslandsmetíð og það hefði verið gaman að sjá hann bæta það aftur í undanúrslitunum. Því miður tókst það ekki en það var samt sem áður noklcuð gott sund. Hann lenti í því að fara að fylgjast með keppi- nautum sínum og við það missti hann taktinn. Seinni hluti sundsins var hins vegar góður og sýndi að hann á metíð inni síðar,“ sagði Stein- dór Gunnarsson, landsliðsþjálfari fs- lands í sundi, við DV Sport í gær. „Sundið hjá Erni var einnig vel út- fært og hann náði að bæta fyrir von- brigðin í 200 m baksundinu í gær,“ bættí Steindór við. Heiðar Ingi Marinósson tók einnig þátt í 100 m skriðsundinu og bætti hann sinn persónulega árangur. Þá -q. varð Anna Ríkey Jakobsdóttir í 34. sæti af 64 keppendum í 50 metra baksundi. Anna synti á 30,89 sek- úndum, bætti sinn fyrri árangur um 6/10 úr sekúndu og var ekki nema 1 /10 frá íslandsmetinu. vignir@dv.is Veiðihornið l www.lax-a.is GAMAN A VEIÐUM: Það var fjör á bökkum Elllðaánna þegar þessir ungu veiðimenn renndu þar fyrir lax. Veiðin var I góðu lagi, en Elliðaárnar hafa gefið vel að undanförnu. DV-mynd Valtýr Mikill fiskur Mjög lítið vatn hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðustu daganaeins og víða en veiðin hefur verið sæmileg. Hópur veiðimanna frá Skeljungi hef- ur verið við veiðar og hafa þeir fengið á milli 30 og 40 laxa..En fyrir tveimur dögum fundu leiðsögu- menn við ána, nánast á sama tíma, tvo dauða laxa í hyljum árinnar. Ekki var neitt að sjá á fiskunum og ekki er vitað hvernig þeir hafa drepist. „Veiðiskapurinn gengur þokkalega hérna við Norðurá, en það eru komnir 750 laxar á land og vatnsstaðan hefur lagast aðeins,“ sagði Gunnar Jónsson, veiðivörður við Norðurá í Borgarfirði, er við spurðum um stöðuna á svæðinu. „Það eru komnir 1200 laxa upp fyrir stigann í Glanna núna og mikið af fiski er víða um ána.“ Hafa laxar eitthvaö verið að drepast í vatnsleysinu íNorðurá? „Nei, ekki svo ég hafi frétt af, við fund- um einn lax fyrr í sumar og hann var sendur suður á Keldur til rannsóknar, annars hafa ekki fundist dauðir laxar, svo ég viti um,“ sagði Gunnar enn frem- ur. Hefur gefið 67 laxa „Veiðiskapurinn fór vel af stað hjá okkur í Flekkudalsá enda mikið af fiski, en það er vatnsleysi hjá okkur eins og öðrum," sagði Jón Ingi Ragnarsson er við fengum fréttir af Flekkudalsá á Fells- strönd í gærdag. „Fyrsta hálfa mánuðinn kom 41 lax á land og það er mjög gott enda mikið af tíski víða í hyljum árinnar. En fiskurinn hefur tekið grannt og ég var þarna fyrir skömmu síðan og var búinn að reyna all- ar flugurnar en fiskurinn var tregur. Þá fann ég flugu f boxinu sem Oddur Hjaltason hafði hnýtt og gefið mér, Rauðhettu og hann tók hana um leið og hún kom í ána, þó var ég búinn að sýna fiskinum ýmislegt sem var í boxinu mínu,“ sagði Jón Ingi. Flekkudalsá var komin með 67 laxa á hádegi í gær en aðeins er veitt á flugu. „Það eru komnir 1200 laxar upp fyrir stigann í Glanna núna og mikið af fiski er víða um ána." Mjög góður gangur hefúr verið á veið- inni í Leirvogsá. Núna eru komnir 233 laxar á land og telst það gott á tvær stangir. Laxinn hefur dreift sér um alla á og er mfldð af fiski víða í ánni að sögn veiðimanna. Andakflsá í Borgarfirði hef- ur gefið 50 laxa og veiðimenn sem voru þar fyrir nokkrum dögum veiddu átta laxa og slepptu sjö þeirra aftur í ána, en einn tóku þeir með sér í pottinn heima. Eitthvað er af fiski f ánni. G.Bender Flekkudalsá »40*' *?■■■ M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.