Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 24. JÚU2003 SKOÐUN 15 SIGPULAG ORKUMÁLA: Sniðið að séríslenskum aðstæðum og á forræði landsmanna sjálfra þar til EES-samningurinn var samþykktur. lög, sem samin eru upp úr einni ESB-tiiskipuninni, eru ekki sniðin að aðstæðum hérlendis. íslending- um hefur tekist að byggja upp og reka orkuver á hagkvæman hátt og orkan hér er ódýrari en í ESB. Skipulag orkumála heíúr líka verið sniðið að sénslenskum aðstæðum og á forræði landsmanna sjáifra, þar til EES-samningurinn var sam- þykktur. - Þessi nýju orkulög gætu þó valdið því að orka til íslenskra kaupenda verði miklu dýrari. Ein arðvænlegasta ferða- og bú- greinin, laxveiði í ám, sem skilar miklum beinum gróða í þjóðarbúið, er nú lfka í hættu. Tilskipun ESB um flutning fiskseiða milli landa þurfti að staðfesta með þvílíkum látum að til þurfti bráðabirgðalög, sem er al- gert neyðarúrræði framkvæmda- valdsins, til þess að þóknast ESB um útflutning á seiðum héðan. Þetta sýnir í hnotskurn aðferðir ESB: Ef undirsátamir gegna ekki til- skipununum frá Bmssel er sett við- skiptabann! Aðalregla tilskipunar- innar leyfir innflutning á seiðum til íslands. En ísland er blessunarlega laust við fisksjúkdómana sem herja í ESB. Þessi tilskipun gæti leitt til þess að íslenski laxastofninn sýktist með ófyrirséðum afleiðingum fyrir laxveiðina. Og nú: Siysahætta Nýjar EES-reglur taka nú gildi um vinnutíma flutningabílstjóra. Og eins og tíðkast í skrifræði ESB þurfti að setja á fót opinbert eftirlit samkvæmt EES-samningnum. Sú ágæta stofnun, Vegagerð ríkisins, fékk það vafasama hlutverk að hafa eftirlit með reglunum, með ærnum fjárútlátum fyrir skattgreiðendur, sem Vegagerðin gæti annars notað Nýjar EES-reglur taka nú gildi um vinnutíma flutningabílstjóra. Og eins og tíðkast í skrifræði ESB þurfti að setja á fót opinbert eft- irlit samkvæmt EES- samningnum. til þess að bæta vegi landsins. í reglunum em sett mörk á tíma- notkun flutningabílstjóranna. Þeir mega aka vissan tímafjölda og verða að hvflast vissan tímafjölda. Tilgangurinn er sem sé fagur, en þegar að er gáð em reglurnar alger- lega úr samræmi við þær aðstæður sem hér ríkja; dréifbýli og langar vegalengdir. Bflstjórarnir em, eins og tíðkast hefur lengi hér, undir eft- irliti lögreglunnar. Þeir hafa hingað til hagað sínu starfi þannig að þeir næðu að leysa sín verkefni á eðli- legum tíma með viðunandi kostn- aði og áhættu. En hvorki þeim né lögreglunni er treyst til þess lengur; evrópska forræðishyggjan hefur tekið völdin. Nú þurfa bflstjórarnir stundum að streitast við og keyra hraðar en þeir em vanir til þess að ná áfanga- stað fyrir settan tíma og þreytast þá fljótar og slysahættan vex. Jafnvel þurfa þeir að fá annan bflstjóra til að keyra fyrir sig - allt með ærnum kostnaði - fari vinnutíminn fram yfir það sem segir í EES-reglunum - eða að hvfla sig og verða of seinir með fiskinn sem setur viðskiptin úr skorðum eða spillir hráefninu. Varabflstjórarnir vaxa hins vegar ekki á trjám og því er stundum not- ast við óvana menn þar eð flutn- ingafyrirtækin og markaður hér em miklu minni en í ESB. Eftirlitsbflar Vegagerðarinnar elta þá á nóttunni eins og stóribróðir og sekta um fúlgur við minnstu yfirsýn. EES- samningurinn og meðfylgjandi til- skipanavald ESB er ekki aðeins far- ið að valda meiri sköttum, kvöðum og stöðnunartilhneigingu heldur einnig hættum fyrir atvinnuvegina og landsmenn sjálfa. þau félög sem fyrir eru séu þeim mun meira sofandi á verðinum. Ef til vill er möguleiki á innkomu á mjög sérhaefðu sviði, eins og Atlantsolía hyggst gera i fyrstu, en ætla sér stóra markaðshlut- deild á eldsneytismarkaði myndi ég ætla að kallaði á blóð, svita og tár." Guömunda Ósk Kristjánsdóttir, Greiningardeild Landsbankans, svarar i Viðskiptablaöinu hvort markaöur sé fyrir fleiri oliufélög á íslandi. Léleg vörn „Vöm oliufélaganna í umræðu um frumniðurstöður Samkeppn- isstofnunar hefur einna helst ver- ið sú að erfitt sé að kenna göml- um hundi að sitja. í hörðum heimi viðskipta er það léleg vörn og alls óásættanleg, ekki síst frá sjónarhóli hluthafa og fjárfesta sem ætlast til þess að félögunum sé stjórnað í takt við rekstrarum- hverfi nútímans en ekki rekstrar- umhverfi eins og það var fyrir 10-20 árum." Óðinn í Viðskiptablaðinu Langar boðleiðir „öllum sem tll þekkja má Ijóst vera að stjórnsýslu borgarinnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. hefur hnignað verulega á undan- förnum árum, hún er oft og tíð- um mjög ómarkviss og boðleiðir í kerfinu hafa lengst. Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir stöðugar stjórnkerfis- og skipu- lagsbreytingar og ótal margar skýrslugerðir og úttektir á stjórn- kerfi borgarinnar." VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi I grein í Morgunblaðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.