Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2003, Blaðsíða 14
74 SKOÐUN FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ2003 Ásættanleg lausn fyrir báða Islendingar þurfa á landvörnum að halda eins og aðrar þjóðir. Varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn hefur reynst farsæll og tryggt öryggi lands og þjóðar undanfarna áratugi. Þótt Bandaríkjamenn vilji breytingar á því fyrir- komulagi, með því að flytja flugherinn á brott, hafa þeir ítrekað að varnarsamstarfið haldi áfram, landið verði varið. I væntanlegum við- ræðum þjóðanna um varnarsamstarf mun koma fram hver staða varnarmálanna verður en ljóst má vera að íslendingar verða að búa sig undir einhverjar breytingar hvað þau varðar. Þegar sú staða liggur fyrir er hægt að taka af- stöðu til framhaldsins, hvort sú niðurstaða telst ásættanleg frá sjónarhóli fslendinga um lág- marksvarnir og á hinn bóginn frá sjónarhóli Bandaríkjamanna um framlag þeirra til varna íslands og um leið varna á Norður-Atlantshafi. Þær varnir snerta ekki aðeins Island heldur og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins, NATO. Vegna umræðu um varnir fslands hefur AP- fréttastofan greint frá hugmyndum sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra setti fram í er- indi sem hann flutti árið 1995. Þar greindi Björn frá hugmynd um að stofna fimm hundruð til þúsund manna varnarsveit sem sæi síðan um að þjálfa 21 þúsund manna varalið. Haft hefur verið eftir Birni að ekki megi gera ráð fyrir að vinaþjóðir á borð við Bandaríkin tryggi öryggi landsins til frambúðar. Hann hafi hins vegar aldrei verið þeirrar skoðunar að varnarbúnaður af hálfu íslendinga komi í stað varnarsamnings- Þótt ekkert verði fullyrt um niður- stöðu varnarviðræðna íslendinga og Bandaríkjamanna má greina að nokkur afstöðubreyting hefur orðið frá því að tíðindi bárust fyrst affyrir- ætlunum Bandaríkjamanna. ins við Bandaríkin eða loftvarna af þeirra hálfu. Það eigi hins vegar ekki að útiloka umræður um aukinn hlut Islendinga sjálfra við að tryggja eig- ið öryggi. Þær umræður eru nauðsynlegar og umdeild- ar hugmyndir Björns eru gagnlegar sem hvati þeirra. Þótt hugmyndir ráðherrans fengju lítinn hljómgrunn meðal fulltrúa þeirra stjórnmála- flokka sem DV ræddi við í gær munu íslending- ar standa frammi fyrir því fyrr eða síðar að þurfa að taka afstöðu til þátttöku í eigin vörn- um. Þótt ekkert verði fullyrt um niðurstöðu varn- arviðræðna íslendinga og Bandaríkjamanna má greina að nokkur afstöðubreyting hefur orðið frá því að tíðindi bárust fyrst af fyrirætl- unum Bandaríkjamanna. Málið er nú komið í hendur æðstu yfirmanna í Hvíta húsinu. Sam- skiptin fara því ekki aðeins fram við starfsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins heldur æðstu yfirvalda sem líta til fleiri þátta en tækni- legra hliða málsins. Afstaða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sem fram kom á fundi með blaðamönnum í gær, er skynsamleg en þar sagði ráðherrann að ekki ætti að halda frekari fundi um varnarmál við Bandaríkjamenn ef niðurstaða þeirra funda væri fyrir fram gefin. Davíð sagði að stefnt væri að viðræðum en þær ættu ekki að hefjast fyrr en menn sæju fram á einhverja lausn sem báðir gætu sætt sig við. Hafa verður í huga, eins og áður hefur verið bent á í leiðara DV, að vamarsamningurinn frá 1951 hefur ekki aðeins reynst fslendingum og Bandaríkjamönnum vel heldur öllum þjóðum við Norður-Atlantshaf. Framhald viðræðnanna er því ekki einkamál þessara tveggja þjóða held- ur hagsmunamál allra aðildarríkja NATO. Tilskipanavald ESB KJALLARI Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur í júní sl. kom út skýrsla frá Al- þjóðamálastofnun Háskóla fs- lands og norsku utanríkismála- stofnuninni þar sem kemur fram að íslendingar og Norð- menn eru ekki nauðbeygðir að lúta um alla framtíð laga- og reglusetningavaldi ESB sem af- salað var með EES-samningn- um. Við eigum enn kost á að verða aftur fullvalda. Þetta er ný rödd viskunnar gegn þeim halelújakór sem kyrjar að EES-samningurinn eða ESB-aðild séu einu kostirnir í samskiptunum við ESB. f úttektinni em reifaðir þrír kostir: 1) Tvihliða viðskipta- samningur; 2) ESB-aðild; 3) Áfram- hald núverandi EES-samnings. Með tvíhliða viðskiptasamningi, sem í úttektinni er kallaður „sviss- nesk lausn“, en Svisslendingar höfnuðu bæði aðild að ESB og EES- samningnum, yrði laga- og reglu- setningavald ESB yfir íslandi afnumið. Margir túlkendur laga- króka hafa haldið því fram að EES- samningurinn eða aðild sé for- senda fyrir viðskiptum við ESB - nú renna fleiri stoðir undir að það sé rangt mat. Reynslan af evrópsku valdi Islendingum hefur ætíð gengið best þegar þeir hafa verið frjálsir frá evrópsku valdi. Svo var á landnáms- öld og snemm-þjóðveldisöld og aft- ur eftir endurheimt sjálfstæði þegar landsmenn lyftu sér úr sárafátækt í ríkidæmi á undrastuttum tíma. Stjórnarhættir Evrópulanda, sem em mörgum sinnum þéttbýlli og íjölmennari en ísland, hafa aldrei hentað hérlendis, hvort sem er á sviðum stjórnmála, viðskipta eða almenns réttarfars. Evrópskt stjórnkerfi var vanhæft til að takast á við íslensk vandamál. Viðskiptamálin lentu í heljargreip- um (sbr. einokunarverslunin), og réttarfarið fyrirskipaði limlestingar eða dráp á fólki fyrir litlar eða eng- ar sakir (sbr. Stóridómur). En stjórnarhættir Evrópu em nú aftur farnir að hrjá íslendinga eins og á myrkum tfmum kónga, erkibiskupa og páfa, eftir að Evrópusambandið fékk með EES-samningnum laga- og reglusetningavald yfir íslend- ingum, í skiptum fyrir smávægilega bætt viðskiptaaðgengi (Island hafði ágætan samning fýrir). íslenska lýðveldið undirgekkst þar að taka upp lög og reglur ESB á sviðum sem sum hafa ekkert með viðskipti að gera. Tilskipanirnar frá ESB flæða inn í stríðum straumi. Gerðirnar em orðnar um 2000 síð- an við lentum í EES og hið litla ís- lenska stjórnkerfi hefur varla und- an að innleiða allar kvaðirnar hér. Þó að EES-samningurinn hafi mögulega flýtt fyrir vissum umbót- um í byrjun er hann nú farinn að verða mjög íþyngjandi. - Tilskipan- irnar em farnar að taka sinn toll á athafna- og efnahagslífi lands- manna með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Atvinnuþróun hægist Lítil takmörk em fyrir þvf hversu óþarfar og beinlínis skaðlegar til- skipanirnar frá ESB geta verið. Þær em sniðnar að risasamfélögum og forræðishyggjuhefð sem er ættuð frá evrópska lénstímanum. Þær setja höft á athafnasemi og hægja á efnahagsþróun og spilla sveigjan- leika atvinnulífsins, ekki síst vinnu- markaðarins, sem er einn helsti kostur íslensks efnahagslífs. íslendingum hefur ætíð gengið best þegar þeir hafa verið frjálsir frá evróspsku valdi. Svo var á landnámsöld og snemm-þjóðveldisöld og aftur eftir endur- heimt sjálfstæði, þegar landsmenn lyftu sér úr sárafátækt í ríkidæmi á undrastuttum tíma. Hinir kjörnu fulltrúar hafa þegar misst hluta af valdi sínu til embætt- ismanna, með ESB-reglugerðir í höndunum, og alls kyns sjálfskip- aðra reglu- og lagatúlkenda. Og evrópska eftirlitsstofnunin með EES-samningnum, ESA, hefur úr- skurðarvald um ákvarðanir sem ís- lensk stjórnvöld hafa þegar tekið og hefur þvælst fyrir ákvörðunum, jafnvel á annað ár, og er í raun far- in að virka sem sérstakur dragbítur á mikilvægar ákvarðarnir íslenskra stjórnvalda. Ákvarðanataka um þjóðþrifamál er orðin tímafrekari og þarf fleiri formlega umijallendur og meiri hætta er á að ákvarðanir, til dæmis um atvinnuskapandi framkvæmdir, verði of seinar eða strandi á skrifborði vegna aukaat- riða. Þetta svipar til þess sem gerist í Evrópusambandinu: Fjölmennið þar gerir það að verkum að kjörnir fulltrúar verða að framselja valdið til embættismanna sem hefur, ásamt með síbólgnandi regluverki ESB, gert atvinnuuppbyggingu þar sein- virka. Og er það ein af ástæðunum fyrir viðvarandi stöðnun í ESB. Atvinnufrelsið hérlendis á og orðið undir högg að sækja á ýmsum sviðum. Það hægir á nýliðun í at- vinnuvegunum vegna fráfælandi kvaða og kostnaðar sem EES-til- skipanirnar hafa í för með sér. Ungt fólk getur ekki lengur hafið at- vinnustarfsemi eins og var; til þess eru kvaðir og skattar of miklir. Stór fyrirtæki, sem ráða mun betur við kvaðirnar, hafa náð fáokun á heilu atvinnugreinunum. ESB-tiIskipan- irnar eru enda oft gerðar í samstarfi við þarlend samtök atvinnurek- enda, þar sem stóru fyrirtækin ráða og stóru verkalýðssamtökin. í hvor- ugum samtökunum eiga þeir sem ekki eru byrjaðir fulltrúa. - Nýliðun og atvinnusköpun í ESB er því ábótavant og hefur verið það um langt skeið. Skattheimta og kostnaður vex Tilskipanirnar frá Brussel valda undantekningarlítið auknum kostnaði fyrir skattborgara íslands. Sveitarfélögin þurfa að eyða fúlg- um fjár í óþarft eftirlit og ótíma- bærar aðgerðir í umhverfismálum, óþörf frárennslismannvirki fyrir smábæi við úthafið, þar sem haf- straumarnir eru margfalt rennsli Amasonfljótsins, og skolpið orðið sótthreinsað eftir 100 metra ferð í hafinu. EES-reglugerðirnar fyrirskipa rokháar sektir fyrir að urða rifin hús eða fiskúrgang „í leyfisleysi“! Ríkið þarf að koma á fót einni óþarfri eft- irlitsstarfseminni eftir aðra á svið- um þar sem einföld og ódýrari meðul mundu duga. Þetta leiðir af sér aukna skattheimtu og haldi fram sem horfir gæti skattheimtan hérlendis farið að komast upp á Evrópusambandsstig. Fyrirtækin fá vaxandi kostnað af oft gagnslaus- um umhverfisaðgerðum, nýjum vinnumarkaðskvöðum o.fl. Atvinnugreinar í hættu En það er ekki aðeins að tilskip- anirnar séu farnar að valda skatta- hækkunum og hægari atvinnuupp- byggingu - þær eru líka beinlínis farnar að valda hættu á að atvinnu- vegir bíði varanlegt tjón. Ný orku- Huglausir? „En Þórólfur er ekki einn um að skulda svör. Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar verða einnig Jaa að svara þeirra spurningu hvort Q þeir sætti sig við að Þórólfur Jj/l starfi í umboði þeirra án þess að svara þvi opinberlega hvort hann f" hafi tekið þátt í samsæri gegn al- menningi. Ef þeir sætta sig við það þá eru þeir annað hvort hug- Ráðhúsið í Reykjavík. lausir eða skortir sannfæringu orða sinna.“ Hinrik M. Ásgeirsson á Pólitík.is Undirstaðan „Þetta er fólkið sem leggur undirstöðuna undir það að við hin getum menntað okkur heima og erlendis og fengið til þess lán (ekki höfum við sparaðl!) og hér geti þrifist blómlegt lista- og menningarstarf og auðvitað um- fram allt byggt vegi! Ef enginn er fiskurinn, þá er ekkert lista- og menningarlíf, hvað þá malbikaðir vegir." ÁsthildurSturludóttir um út- iendinga fyrir vestan o.fl. á Tikin.ls Blóð, sviti og tár „Á fákeppnismarkaði er dýrt að ná almennilegri fótfestu nema Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.