Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Qupperneq 16
16 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003 DvHelgarblað ú Umsjón: Snæfríðurlngadóttirog Finnur Vilhjálmsson Netfang: snaeja@dv.is / fin@dv.is Sími: 550 5891 Sungið án orða Gunnlaug Þorvaldsdóttir syngur á óheföbundinn háttenhúner svokallaður raddlistamaður. Píkusnyrtingar Baðhúsið býður upp á brasilísktvaxsemer vaxmeðferð á kynfærum sem felur í sér að öll hár eru fjarlægð. Sígild dönsk hönnun lllumsBolighusí Kaupmannahöfn er þekktfyrirflottahönnun. Nú má sjá sýnishorn af vörum jpess í Epal. Bls. 26 Bls. 36 B/s. 44 Bóksem hefur áhrifá mann- kynssöguna? Eitt afatriðum Menningarnæturinnar er upplest- ur tónlistarmannsins Guðmundar Steingríms- sonar úr væntanlegri skáldsögu sinni á Súfistan- um kl. 22. Bókin nefnist Áhrif mín á mannkyns- söguna - Skáldsaga og er fyrsta bók höfundar. „Sagan fjallar eiginlega um tilvistarlegt ástand mannsins og möguleika hans til þess að hafa áhrif á mannkynssöguna," segir Guð- mundur, aðspurður um efhi þessarar fyrstu skáldsögu sinnar. Aðalsögupersónan er Jón, þrítugur piparsveinn sem er nýkominn úr löngu sambandi. Lesendur fá innsýn í sjö daga úr lífi hans þegar hann kemur heim tii is- lands í jólafn' frá London þar sem hann er bú- settur, minnislaus um síðustu daga. „Fólk má þó ekki halda að þessi saga sé eitt- hvað lík ævisögu minni þó vissulega séum við Jón líkir að ýmsu leyti. Ég bjó t.d í London í þrjú ár, var í löngu sambandi og hef lent í ýmsum hremmingum, svipað og Jón, en hef þó aldrei misst minnið á leið heim í jólafrf." Fáir kvenmenn í bókinni Guðmundur segist hafa byrjað á bókinni í London árið 1999 þannig að fæðingin hefur tekið fjögur ár. „Ég hef eiginlega skrifað bókina tvisvar. Ég hafði alltaf trú á söguþræðinum og vildi reyna að koma sögunni út núna, áður en ég færi að skrifa hana í þriðja sinn." Hann segir að það sé ákveðinn húmor í bókinni þó hann sjálfur sé reyndar löngu hættur að hlæja enda hefur bókin verið svo lengi í höndunum á honum. „Það getur verið fyndið hvað lífið getur farið undarlega með okkur." Guðmundur segir að bókin ætti að höfða til allra og ætti hún því að geta keppt um titilinn „jólabókin í ár“ við allar hinar bækumar sem koma út með haustinu. „Það em reyndar ekki margar kvenpersónur í bókinni og menn hafa sagt mér að það sé ekki sérlega gróðavænlegt. Kvenmenn em þó líka í bókinni því sagan fjallar auðvitað á endanum um ástina án þess þó að ég segi of mildð," segir Guðmundur og MENNINGARLEGUR: Tónlistarmaðurinn Guðmundur Steingrímsson leggur sitt af mörkum til Menningar- næturinnar og mun þá lesa upp úr væntanlegri bók sinni á Súfistanum. Bókin er hans fyrsta skáldsaga en söguþráðurinn minnir óneitanlega á margt úr hans eigin lífi. DV-myndGVA bætir því við að þær karlkyns persónur sem fylla bókina séu lokaðar, í mikilli þröng og geti illa tjáð sig. Semur fyrir íslenska dansflokkinn Fyrir utan bókarskrif hefur annars verið nóg að gera hjá Guðmundi í sumar. Hann vinnur við skriftir á Fréttablaðinu og svo má einnig heyra reglulega í honum á Rás eitt þar sem hann er með pistla. Hljómsveitin hans, Ske, spilaði svo á Roskildehátíðinni fyrr í sumar en sveitin hefur verið að semja tónlist fyrir hol- lenskt dansverk, Match, sem íslenski dans- flokkurinn mun setja upp í haust og fjallar um fótbolta. Guðmundur mun, eins og áður sagði, veita gestum og gangandi nasasjón af bókinni á Súfistanum á Menningarnótt þar sem hann mun lesa upp brot úr einum kaflanum. „Það getur verið nokkuð hættulegt að lesa upp úr óútkominni bók. Ef viðbrögðin verða neikvæð þá er hætt við því að ég fari heim og breyti bóldnni einu sinni enn," segir Guð- mundur og það vottar fýrir áhyggjum í rödd- inni. - En ertu byrjaður á næstu bók? „Nei, en ég veit um hvað hún á að fjalla." - snaeja@dv.is MARGT í GANGI: Súfistinn verður athvarf skálda á menningarnótt en þar munu auk Guðmundar Steingrímssonar m.a Guðmundur Andri, Gerður Kristný, Baldur Gunnarsson og Ólafur Gunnarsson lesa upp úr verkum sínum. Tillaga að menningarnótt Dagskrá menningarnætur í dag (ath. þversögn- ina) og kvöld er svo mikil og þétt að hætt er við að fólki vaxi menningarneyslan í augum og fríki út á valkostunum, eins og skáldið kvað. Helgar- blaðið tók því saman tillögu að menningarnótt I tímaröð sem sameina á eftir megni magn og gæði menningar. Peir sem vilja fylgja þessu planiþurfa hins vegar að skipuleggja sig í þaula, ekki láta sekúndu fara til spillis og vera auk þess íafargóðu líkamlegu og andlegu formi. 13.00: Setningin. Þórólfur telur í hátíðina með nokkrum vel völdum, þ.e. að því gefnu að honum takist að yfirgnæfa Kvennakór Reykjavíkur. 14.00: Slavneskir tvíburar þenja nikkuna. Juri og Vadim Fedrov leika á harmoníkur í tröppunum hjá Koggu keramik á Vesturgötu. Svo er um að gera að slíta sig frá tvíburunum og skoða tyggjóklessumálverk fyrir utan Laugavegsapótek. 14.30: Happdrætti í Gallerí Fold. Dregið á 30 mínútna fresti, væntanlega list í verðlaun, a.m.k. eitthvað menningarlegt. 15.00: Brúðubíllinn og fúllt annað. Nú vandast málið og viðburðunum fjölgar. Brúðubíllinn er hjá ÍTR á Fríkirkjuvegi, svo er hægt að ná í sporðinn á Siglfirðingum sem sýna ffá síldinni í Ráðhúsinu og enda svo kannski á þjónahlaupi á Kaffi Viktor. Galdrar, blús og fjöltefli eru meðal annarra kosta í stöðunni. 16.00: Spaöar! Hin síunga hljómsveit Spaðar heldur tón- leika í Norræna húsinu og samtökin Komið og dansið sker stéttina á Ingólfstorgi með nokkrum léttum sporum. 16.15: Hvfld. Smáhvíld ffá menningu, gera eitthvað plebbalegt í staðinn, t.d. skoða tjaldvagna úti á Granda. 17.15: Proppé og Potter. Óttarr Proppé stýrir pallborðsumræðum um Harry Potter í Borgarbókasafninu. 17.30:40 mínútur. Þeir sem geispa yfir galdrastráknum geta fylgst með JC-félögum fara gegnum fslands- söguna á 40 mínútum fyrir utan Heilsuhúsið á Skólavörðustíg. 18.00: Æla. Hér er ekki vísað til viðbragða við söguskoð- un JC-félaga heldur hljómsveitarinnar Ælu ffá Keflavík sem leikur í Tjamarbíói. Svo beint á vísindamaraþon í Top-Shop-húsinu við Lækjargötu - vísindi eru líka menning. Mótettukór Hallgrímskirkju þenur radd- böndin í Hallgrímskirkju. (Nú em kraftar menningameytandans og jafnvel lyst farin að dvína ört svo velja þarf með kostgæfhi atburði hinnar eiginlegu næt- ur.J 20.00: Da! Konstantin Chtecherbak leikur rússnesk þjóðlög á balalæku og fleiri skrítin hljóðfæri í Gallerí Álfi, Bankastræti 5. 20.15: Stilluppsteypa. Helgi Þórsson úr Stilluppsteypu spilar undir myndbandsinnsetningu hljómsveitarinnar í Tjarnarbíói. 21.00: Quarashi Quarashi spilar á tónleikum Rásar 2 í tilefhi 20 ára afmælis rásarinnar á miðbakka Reykjavíkurhafnar. 21.30: Danstískusýning. Listræn danstískusýning í GuSt & dísjón, Laugavegi 39. Nemendur Listdansskólans túlka tísku. 22.00: Helgistund í Hallgrímskirkju ... í umsjón Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Þeir sem geta sagt nafnið hans þrisvar í röð hratt eftir eril dagsins og hressingu ffá ókeypis áfallahjálp. 22.30: Stuðmenn. Stuðmenn leika á stórtónleikum Rásar 2 á miðbakkanum. 23.00: Takk fyrir og góða nótt Flugeldasýning á hafnarbakkanum í boði Orkuveitu Reykjavikur í boði skattgreiðenda. Ekki hefúr fengist gefið upp hvort hækkun- inni um daginn á heita vatninu hafi verið ætl- að að standa undir þessum dagskrárlið. Njót- ið vel!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.