Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 19 endurnýja kynni við silunginn áður en yfir lýkur. Hann hefur einnig veitt mikið erlendis, í Kanada, stálhaus í Washington-fylki í Bandaríkjunum, bonefish, tarpon og barracudu á Kúbu og á fleiri stöðum vítt og breitt um heiminn. Hann kann samt alltaf best við sig í Kjósinni. „Þetta er langflottasta áin að mínu mati,“ segir hann og lítur velþóknunaraugum út yfir ána. „Hún er svo fjölbreytt. Hér er ekki nóg að kasta bara og bíða eftir að fiskurinn taki. Maður þarf að hugsa svo mikið fram í flug- una, gera eitthvað með henni, hafa fyrir hlut- unum sjálfur. Þetta er svo teknísk á. Ég hef alltaf sagt að ef maður getur veitt skamm- laust í Laxá í Kjós þá getur hann veitt hvar sem er.“ Kenndi keilu og skaut Fáir eru í þeirri öfundsverðu aðstöðu að áhugamálið og vinnan sé eitt og hið sama, þó vissulega og vonandi hafi flestir einhvern áhuga og gaman af starfi sínu. Árið 1988 varð ástríða Ásgeirs að fullu starfi þegar hann gerðist leiðsögumaður f Kjósinni. En hvað stóð við nafnið hans í símaskránni fram til þess tíma, hvað starfaði hann? „Ja, ég fékkst við ýmislegt," segir hann, ein- hvern veginn eins og hann telji þau störf ekki með sem ekki snúast um veiðar á einn eða annan hátt. Svo bætir hann nýrri blaðsíðu í persónu sína með því fyrsta sem hann nefnir af starfsferilsskránni. „Ég var kennari í keilusafnum, kenndi bowling í fjögur ár ..." „Ha," segi ég, og kem keilukúlunni ein- hvern veginn ekki heim og saman við stöng og byssu. „Já, ég var mikið í keilu, m.a. í keilulands- liðinu í nokkur ár. Ég vann við það svona með fram og ýmislegt annað hafði ég fyrir stafni. meðal annars var ég í skyttiríi. Og eitt var al- veg afdráttarlaust. Ef ég gat ekki fengið frí um skotveiðitímann þá sagði ég bara upp. Það var ósköp einfalt." Ásgeir hafði einnig talsverða atvinnu af skotveiðum þangað til stangveiðin varð að fulfu starfi. í 27 ár skaut hann fyrir veitinga- hús og matvörubúðir síðsumars og langt fram á vetur. „í rauninni erþetta það eina sem ég kann. Og efmaður er góður í einhverju þá á maður að reyna að vinna við það." „Það var hægt að lifa af því í svona tvo til þrjá mánuði. Eg fór kannski að heiman 20. ágúst og kom heim um jól. Þess á milli fór ég hring eftir hring um allt land og skaut og skaut. Þá voru mun færri sem stunduðu þetta og mun auðveldara að fá að veiða. Maður bað bara bændurna um leyfi og það var ekk- ert mál. í þá daga voru ekki nema þrjár til fjórar gæsaskyttur og fjórir til fimm á rjúp- unni sem stunduðu þetta að einhverju marki." Hálfdauður í Alaska Pointer-hundamir hans Ásgeirs halda áfram að ýlfra uppi á palli og stinga hausnum á víxl gegnum opna rúðuna, velta vöngum og horfa bænaraugum í áttina til okkar. Ásgeir kynnti þá fyrir mér með nafni þegar við heilsuðumst á árbakkanum og bætti reyndar við, brosandi út í annað. „Þeir em atvinnulausir, greyin." Með þessu var hann vitaskuld að vísa til þriggja ára rjúpnaveiðibannsins sem um- hverfisráðherra setti í júlflok. Eins og allir skotveiðimenn hefur Ásgeir skoðun á mál- inu. „Mér finnst þetta auðvitað voðalega leiðin- legt og menn em svekktir. Þetta er spurning- in hvort menn vilja hafa tvær milljónir rjúpna eða hálfa milljón rjúpna. Stofninn er ekki í neinni hættu. Það er ekki hægt að útrýma rjúpu. Það gengi ömgglega betur að útrýma mink en rjúpu. Mér finnst þetta dálítið fíjót- færnisleg ákvörðun og vona að hún verði endurskoðuð því ég held að skotveiðimenn séu alveg tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum í aðgerðum sem ganga skemmra, styttingu veiðitíma og þess háttar - jafnvel sölubanni, ég sé ekkert á móti því. Rjúpa- stofninn hefur alltaf sveiflast til og hefur ver- ið verri en núna en samt lifað það af. Menn bæta vitanlega ekkert ástandið með veiðun- um en það em hvort sem er mjög mikil nátt- úruleg afföll í stofninum á haustin svo veið- arnar ættu ekki að ráða úrslitum ef þær em stundaðar skynsamlega." Líkt og með stöngina hefur Ásgeir mundað byssu víða um heiminn, veitt bjarndýr í Alaska og Kanada og skýtur dádýr í Banda- ríkjunum á hverju ári. Dúfur, endur, fasanar, kornhænur og annan fiðurfénað hefur hann veitt í mörgum löndum. Bjarndýraveiðar Jiljóma nokkuð háskalega enda bangsarnir engin lömb að leika sér við. Ég spyr Ásgeir hvort honum hafi orðið nokkuð ágengt þar vestra. Hann jánkar því. „Ég náði tæplega þriggja metra grizzly, grá- birni, í Alaska og svartbirni í Kanada." - Og lögum samkvæmt ertu með feldina heima við arininn, er það ekki? „Ja, feldirnir em að vísu heima en ég er ekki kominn með arin. Þeir eiga náttúrlega að vera þar fyrir framan." Ásgeir segir bjarndýraveiðarnar í Alaska vera það eftirminnilegasta sem hann hefur upplifað í skotveiðinni. „Ég var hálfdauður þar, þetta var svo hrika- leg vosbúð. Ég var þrjár vikur þarna í mars ‘99, í skítakulda, og uppgötvaði af eigin reynslu að allt sem endar á -tex lekur í Alaska. Það eina sem heldur rigningunni og slydd- unni þarna er gúmmí. Þvílíkan kulda hef ég aldrei upplifað. Dýralífið þarna er líka alveg ótrúlegt. Ég var í óbyggðum þar sem dýrin höfðu varla séð mann áður. Komu bara til manns í nokkurra metra fjarlægð til að skoða. Við vomm tveir í 12 daga, ég og Norðmaður, en síðustu dagana var ég einn." - Hvernig kanntu við einvemna, það er misjafnt hvort menn hafa gaman af henni eða vilja alltaf félagsskap í veiðinni? „Ég hef alltaf átt auðvelt með að vera einn. Er ekki sagt að það sé besti félagsskapurinn?" segir Ásgeir glaðhlakkalegur. „I gmnninn, fyrir hvern og einn, snýst veiði um að vera með náttúmnni, plús byssu eða stöng eftir atvikum. Hundur sakar ekki heldur." Touch-ið Hafandi veitt út um allar jarðir liggur beint við að spyrja Ásgeir hvernig ísland sé í sam- anburði við aðrar veiðilendur, annars vegar séð gegnum sigti skotveiðimannsins, hins vegar með Polaroid-gleraugum veiðimanns- ins. „Frekar fátæklegt hvað varðar skotveiði, stangveiðilega séð mjög gott. Stóri kosturinn við Island er samt sá að hérna er allt villt, bæði fugl og fiskur. Maður er ekki að veiða eitthvað sem menn hafa ræktað. Það skiptir máli. Skotveiðin hér er ekki fjölbreytt, rjúpa, gæs, hreindýr, endur og svartfugl, svo það helsta sé nefnt, en stangveiðin er á heims- mælikvarða. Ég held að það eina sem standi jafnfætis okkur eða jafnvel framar sé Rúss- land. Kanada er reyndar líka mjög skemmti- legt veiðiland." Flestir veiðimenn kannast við það þegar vantrúaðir óska eftir útskýringu á veiðibakt- eríunni. „Hvað er eiginlega svona gaman við að hanga á einhverjum bakka með stöng í öll- um veðrum og fá svo yfirleitt ekki neitt eða í mesta lagi smátitti?" Spurningin er eitthvað á þessa leið, í ýmsum afbrigðum. Ásgeir vinnur sem veiðimaður, svo ég spyr hann hvernig hann myndi útskýra veiðidellu fyrir óinnvígðum. „Þú gætir spurt ljósmyndara sömu spurn- ingar. í rauninni er þetta það eina sem ég kann. Og ef maður er góður í einhverju þá á maður að reyna að vinna við það." - Fæðist maður góður veiðimaður eða verður maður góður veiðimaður? „Maður fæðist veiðimaður - erveiðimaður - en svo þroskast sumir upp í að verða góðir veiðimenn. Samt er ákveðinn munur þarna á. Það er hægt að læra upp að vissu marki en svo eru margir sem hafa ekki tilfinninguna, touch-ið. Annaðhvort fæðist maður með touch-ið eða ekki." - Og hvernig veit maður hvort maður hefur touch-ið eða ekki? Þetta er farið að virka eins og sena úr Star Wars: „notaðu máttinn, Logi!" o.s.frv. Ég spyr fávíslega, viljandi og veit af því, Ásgeir hlær og hnyklar brýnnar. „Það er þegar menn fara að læðast að veiðistöðunum og fara varlega að þeim í stað þess að ganga uppréttur, jafnvel strax út í vatnið, og byrja að kasta umhugsunarlaust. Þeir sem hafa þetta touch hugsa áður en þeir framkvæma. Ánnars væri auðvitað hægt að spekúlera í þessu endalaust, eins og öðru í veiðinni." „Vissir fiskar eru gæddir hug- rekki, þeir eru tökufiskar. Það má sjá á fiskinum hvort hann er hugrakkur eða ekki, hann er ókyrr, sporðurinn tifar meira. Svo má aftur deila um hvort er réttara að kalla þetta hugrekki eða heimsku." Líkt og sannur veiðimaður eldar Ásgeir sjálfur bráð sína og hefur gaman af. Hann vill þó ekkert segja um hversu mikill og góður kokkur hann sé og bendir mér hógvær á að spyrja einhvern annan að því. Hann klykkir út með glotti og nokkuð napurri athuga- semd. ,Ætli maður eldi ekki sjálfur hamborgar- hrygginn þessi jólin." Þurrir á bakkanum Eins og í öðrum háklassa íslenskum lax- veiðiám eru útlendingar við veiðar í Laxá í Kjós drjúgan hluta sumarsins, frá júnflokum fram í miðjan ágúst. Ásgeir hefur áralanga reynslu af útlendum veiðimönnum og ætti því að hafa samanburð á íslenskum og er- lendum veiðimönnum og geta sagt 'hvernig íslenskir veiðimenn koma út úr þeim saman- burði. „íslenskir veiðimenn eru margir mjög góð- ir og það er gaman að í dag er öll endurnýjun- in í flugunni, byrjendurnir byrja þar. Ég er sjáffur enginn púrítani á þessu sviði, veiði oft á maðk snemma á vorin og í júní en eftir 1. júlí nota ég bara flugu. Munurinn á íslensk- um veiðimönnum og útlendum hefur minnkað mjög mikið með árunum og er lítill sem enginn í dag. Það er ekki lengur þetta fyllirí á íslendingunum sem var, veiðin er í fýrsta sæti og almennt eru íslenskir veiði- menn orðnir hófsamari en þeir voru. Hugar- farið og umgengni á veiðisvæðunum er líka orðið allt annað." Þess má geta að ekki eru allir útlendingar sem koma til íslands að veiða moldrfldr millj- ónamæringar því að Ásgeir segir að hópurinn sé miklu fjölbreyttari en svo. Hann segir mér frá tveimur ungum útlendum mönnum sem hafa þann háttinn á að safna í sjóð og fara í veiðiferðir á fimm ára fresti. í sumar komu þeir til íslands í Laxá í Kjós og féllu svo fyrir ánni að þeir voru ákveðnir í að fá sér auka- vinnu til að geta komið fyrr aftur. Þrítekinn lax: hugrakkur eða heimsk- ur Hægt væri að fylla helgarblaðið eins og það leggur sig með umfjöllun og vangaveltum um veiðitækni svo að ég læt nægja að spyrja Ás- geir að því hvað hafi reynst honum best og hvaða aðferðum hann hafi mesta trú á. „Mér finnst hitchið langbest, gárutúburn- ar. Og litlar flugur, almennt. Maður fær miklu fleiri tökur á þær en stórar flugur, þó að mað- ur missi meira af fiski. Núorðið veiði ég líka langmest á flotlínu þótt maður hafi einu sinni verið með alla vasa fulla af mismunandi lín- um af öllum gerðum. Ég nota líka dálítið línu 3 og þar er ég með sk. ghost-tip, flotlínu með glærum, hægsökkvandi enda. Almennt séð reyni ég að hafa þetta einfalt, þó auðvitað hagi maður veiðiaðferðum eftir aðstæðum." Við Laxá í Kjós eru veiðimenn hvattir trl að veiða og sleppa og segir Ásgeir þann háttinn töluvert algengan við ána. Laxar hafa einnig verið veiddir, merktir og þeim sleppt aftur svo hægt sé að fylgjast með endurheimtum og safna ýmsum upplýsingum. Þannig segir Ásgeir algengt að merktir laxar veiðist aftur og að í fyrra hafi sami laxinn veiðst þrjár vik- ur í röð, einu sinni í hverri viku. Samkvæmt þessu er því ekki hægt að segja að laxinn hvekkist og „læri af reynslunni". Enda segir Ásgeir fínt að rækta upp svona gen í fiskin- um. Laxinn sem tók fluguna þrisvar slapp að vísu í öll skiptin en fæstir eru svo heppnir: taka agnið bara einu sinni um ævina. Ein er sú spurning meðal veiðimanna sem jafngild- ir spurningunni um tilgang lífsins hjá heim- spekingunum. Spurningin endalausa, sem flestir veiðimenn hafa brotið heilann um en enginn endanleg niðurstaða fundist. Stærsta Spurningin, með stóru S-i: Hvers vegna tekur laxinn fluguna? Ég legg spurninguna fýrirÁs- geir með sama fyrirvara og áðan, henni verð- ur seint svarað með óyggjandi hætti. „Mín skoðun er sú að þetta sé terretorial, svæðisbundið," leggur hann til. „Það er: I náttúrunni helga dýr sér svæði og verja þau. í þessu tilfelli helgar laxinn sér vatnið eða hyl- inn og verst gegn aðskotahlutum eins og flugu veiðimannsins. En fleira kemur til. Viss- ir fiskar eru gæddir hugrekki, þeir eru töku- fiskar. Það má sjá á fiskinum hvort hann er hugrakkur eða ekki, hann er ókyrr, sporður- inn tifar meira. Svo má aftur deila um hvort er réttara að kalla þetta hugrekki eða heimsku." fin@dv.is Við Kvíslafoss. Laxá breiðir úr sér fyrir aftan Ásgeir. Hann segist nýfallinn fyrir nýrri dellu, hestamennsku - „kannski einu dellunni sem getur orðið verri en veiði". Golf kæmi svo sem líka til greina en fólk getur þó ekki búist við að mæta Ásgeiri á holu 7. "Nei, aldrei skal ég fara að stunda golf. Fyrr skal ég dauður liggja en láta sjá mig með golf- kylfu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.