Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Qupperneq 20
20 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003
-
Útvarp Saga 94,3 hefur skipt um eigendur og er
reksturinn nú í höndum fjórmenninganna sem
frá upphafi hafa verið andlit og - það sem vita-
skuldermiklu mikilvægara - raddir stöðvarinn-
ar. Arnþrúður Karlsdóttir, Hallgrímur Thor-
steinsson, Ingvi Hrafn Jónsson og Sigurður 6.
Tómasson brugðust við yfirvofandi lokun stöðv-
arinnar með því að taka við henni sjálfog hafa
hvergi nærri sagt sitt síðasta. Stöðin mælist nú
hin fjórða stærsta á íslandi, hefur 30 prósenta
hlustun á landinu og 35 prósent á höfuðborgar-
svæðinu. Helgarblaðið ræddi við þau um stöð-
ina og samstarfíð og fékk svo sannarlega orð í
eyra.
Út úr lyftunni á 13. hæð í Húsi verslunarinn-
ar og inn á skrifstofu þar sem sitja ílmm mann-
eskjur. Tveir menn sitja í hornsófa á vinstri
hönd, maður á bak við skrifborð, maður og
kona framan við skrifborðið. Það er dálítil
spenna í loftinu, í jákvæðri merkingu - til-
hlökkun - og heftir pappírar ganga á milli
fólksins sem skiptist á að rýna í þá og bogra yfir
þeim, fletta og skrjáfa. Allt í bróðerni, rólegt og
yfirvegað. Á endanum skrifa allir nafnið sitt á
réttan stað:
fngvi Hrafn Jónsson, Hallgrímur Thorsteins-
son, Sigurður G. Tómasson og Arnþrúður
Karlsdóttir.
Útvarp Saga ehf. er orðið til. Fyrirtækið tek-
ur við rekstri samnefndrar útvarpsstöðvar. Allt
er klárt á pappínmum að minnsta kosti því að
rétt yfirvöld eiga náttúrlega eftir að stimpla og
færa inn í bækur og guð má vita hvað annað.
Og eins og Bubbi (Sigurður G. Tómasson)
bendir á em þau ekki alveg 100 prósent á því
hvort einhver annar eigi ekki hugsanlega rétt-
inn á nafninu en þá verður því bara hnikað til,
stöðin nefnd Alþýðuútvarpið Saga eða eitt-
hvað ámóta.
Það var reyndar tilviljun að stundin sem ég
hafði mælt mér mót við fjórmenningana var
einmitt þegar þeir gengu formlega frá pappír-
unum og stofnuðu útvarpsstöðina sína. Eg fæ
mér bara sæti meðan gengið er frá skjalinu.
Ingvi Hrafn fer allt f einu að þylja talnarunu,
aftur og aftur, með smávægilegum breytingum
í hvert sinn. Gunnar Borg, markaðs- og
áskriftastjóri stöðvarinnar, tekur undir og ým-
ist svarar Ingva eða þylur í kór. Ég heyri bara 5-
eitthvað og 3-eitthvað og 4-eitthvað. Það er
eins og þeir séu að reyna að ákveða eitthvað -
komast að niðurstöðu um heppilegustu mn-
una.
- Emð þið að ákveða kennitöluna? spyr ég.
Finnst það einhvem veginn skríúð að hún
þuríi að láta vel í munni og eyrum - vera þjál.
Hélt líka að slíkt væri bara eitthvað sem manni
væri úthlutað. f ljós kemur að hér er auðvitað
um aðra talnamnu að ræða, af þeirri sort sem
þarf víst ömgglega að vera minnisvæn og oftar
en ekki eru jafnvel rappaðar, sungnar eða eitt-
hvað þaðan af meira: hér er um að ræða sfma-
númer stöðvarinnar, 533-3943. Eða: 5-333-943
„Við munum örugglega berj-
ast í bökkum. Auðvitað eigum
við eftir að takast á við ein-
hverja erfiðleika. En við telj-
um okkur hafa reiknað dæmið
nokkuð vel og vitum hverju
við stefnum að. Þetta getur
gengið... á meðan fólk vill
hlusta á okkur er pláss fyrir
okkur."
- prófið bara sjálf hvort situr betur í kollinum.
Pitsustaðir, leigubíla- og útvarpsstöðvar eiga
þetta sameiginlegt en fátt annað.
Enginn stórgróði í útvarpi
Að formsatriðunum fullnægðum, þegar allt
er klappað og klárt, spyr ég - og finnst ég eigin-
lega minna á það sem á ensku kallast party-
pooper - hvort það sé ekki óðs manns æði að
ana út í útvarpsrekstur á íslandi í dag. Þau taka
spurningunni létt; á þeim heyrist að þau em
bæði raunsæ og bjartsýn í senn.
IHJ: „Við munum ömgglega berjast í bökk-
um. Auðvitað eigum við eftir að takast á við
einhverja erfiðleika. En við teljum okkur hafa
hafa reiknað dæmið nokkuð vel og vitum
hverju við stefnum að. Þetta getur gengið. Yfir-
byggingin er engin, bara við og Gunnar mark-
aðs- og auglýsingastjóri. Við eigum líka eftir að
sjá hvemig vinnst úr þessari gífurlegu eftir-
spurn eftir að borga áskriftargjöld að stöðinni,
500 krónur á mánuði eða svo. Þó við köllum
þetta áskriftargjöld eru þetta auðvitað í raun-
inni frjáls framlög fólks sem vill styðja við bak-
ið áokkur."
HTh: „Við gáfum upp númer fyrir þá sem
hefðu hugsanlega áhuga og símakerfið bók-
staflega annaði ekki símtölunum. Við skráðum
niður fjölda fólks, auk annarra sem vilja styrkja
okkur á annan hátt. Um leið og það leit út fyT-
ir að stöðin hætti er eins og fólk hafi kippst við
og fjölmargir bmgðust við með því að vilja
gera sitt úl að halda okkur gangandi, áfram í
loftinu. Fyrirtæki hafa líka haft samband, bæði
úl að auglýsa og einnig til að styrkja okkur, án
þess að fá nokkuð í staðinn. Fólk virðist telja
þörf á því að hafa þessa stöð áfram starfandi.
Hlustunin sýnir lfka að það er ömgglega pláss
á markaðinum fyrir talútvarp."
AK: „Samkvæmt nýjustu könnunum emm
við Ijórða stærsta útvarpsstöð landsins. Við
emm með 29 prósent uppsafnaða hlustun á