Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Síða 33
MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ2003 DV HBLGARBLAÐ 37 Isaac gamli Newton valinn mestur allra Breta Eðlisfræðingurinn Isaac Newton hefur verið valinn mestur allra Breta fyrr og síðar í nýrri skoðanakönnun sem BBC-sjónvarps- stöðin stóð nýlega fyrir utan Bretlands. Newton, sem á heiðurinn að því að setja fyrstur manna fram þyngdarlögmálskenn- inguna, fékk 21,4 prósent greiddra atkvæða í könnuninni og toppaði þar með listann á undan stjórnmálaskörungnum Winston Churchill, sem varð hlutskarpastur þegar Bretar sjálfir voru spurðir. Könnunin var framkvæmd þannig að tíu bresk mikilmenni sögunnar voru fyrir fram tilnefnd og þátttakendur beðnir að velja einn þeirra. Newton hlaut rúmlega fimmtung at- kvæði, eða 21,4 prósent og Churchill 17 pró- sent en aðrir mun minna eins og Diana prinsessa sem lenti í þriðja sætinu með 13 ISAAC NEWTON: Valinn mestur allra Breta fýrr og síðar fyrir afrek sín í eðlisvísindum. prósent. Sagnfræðingurinn Tristram Hunt, sem fékk það hlutverk að kynna afrek Newtons fyrir könnunina, var að vonum ánægður með sigur síns manns. „Afrek Newtons höfðu áhrif á allt mann- kyn og ég tel að úrslitin endurspegli snilli hans,“ sagði Hunt og bætti við að það væri afrekum Newtons í eðlisvísindum að þakka, og ekki síst skilningi hans á þyngdarlögmál- inu og gangi himintunglanna, að mönnum tókst að senda gervihnetti og mönnuð geimför út í geiminn. „Honum hefur nú verið endurgoldinn greiðinn," sagði Hunt. Aðrir sem hlutu tilnefningu í könnuninni, voru þau William Shakespeare (12,1%), Charles Darwin (10,1%), John Lennon (8%), Isambard Kingdom Brunel (7,9%), Eliza- beth I. (6,1%), Oliver Cromwell (2,2%) og Horatio Nelson (2,1%). Prínsessa senn íhjónabandið Ýmislegt þykir benda til að sænska krón- prinsessan Viktoría muni ganga í hjónaband með unnusta sínum, Daniel Westling. „Þau munu skiptast á hringum eftir eitt ár,“ segir náinn vinur þeirra í viðtali við Aftonbladet. Viktoría, sem er orðin 26 ára, hefur nokkmm sinnum rætt hugsanlegt hjónaband sitt og Daniels við foreldra sína, þau Karl kóng Gústaf og Silvíu drottningu. Þá herma heimildir að prinsessan hafi tekið hinn 29 ára unnusta sinn í „prinsaskóla" þar sem hún gerði honum morgunljóst hvað biði hans yrði hann drottningarmaður þegar hann verður stór. Daniel virðist hvergi banginn því hann dvaldi í nokkrar vikur með kóngaliðinu í sumar. Britney fegin aðvera lausviðJT Meypopparinn Britney Spears segist him- inlifandi yfir þvf að vera búin að losa sig við kærastanri, ungpopparann Justin Timber- lake. Hálft annað ár er nú liðið síðan þau hættu að vera saman. Menn hafa mikð velt vöngum um raun- verulegar ástæður þess að upp úr slitnaði. Justin hefur þó sterklega gefið til kynna í myndbandi við eitt laga sinna að þar um megi kenna framhjáhaldi jómfrúarinnar frægu. Britney hefur séð myndbandið og er ekki hrifin. „Ég varð skúffuð," segir hún og bendir jafnframt á að Justin hafi verið fyrsta ástin hennar. „Ég var eiginlega allt of ung fyrir svona al- varlegt samband. Það var hollt fyrir mig að losna úr því,“ segir söngkonan unga í viðtali við kvennatímaritið Elle. Hún segist eiga vinkonur á sama aldri sem eigi bæði menn og börn en sem betur fer ekki hún sjálf. í Grunnnám tréiðna - Húsasmíði / Húsgagnasmíði Meistaraskóli Allur tréiðnaður. Verk- og fagbóldegar greinar húsgagna, innréttinga og bygginga. AJIar almennar rekstrar- og stjómunargreinar iðnfyrirtækja. Faggreinar bygginga- greina 3. önn, fataiðna og málara. ATH. Nemendur skulu hafi lokið sveinsprófi í viðkomandi iðngrein og framvísi sveinsbréfi. Grunnnám rafiðna I. önn - Rafvirkjun 3.-7. önn / Rafeindavirkjun 3. önn Raflagnir, rafstýringar, sjónvörp, tölvur og hljómtæki, Almennt nám Bókfærsla 102, danska 102/202, enska 102/202/212/303, eðlis- og efhafræði NAT 123, félagsfræði 102, íslenska 102/112/202/243/303/323, spænska 103, þýska 103, fríhendisteilcning 102, gmnnteikning 103/203 (106C), vélritun 101, upplýsinga- og tölvunotkun (UTN) 103. Tölvubraut Helstu áfangar em: forritun, tölvutækni, vefsmíð, stýringar, gagnasafnsffæði, netkerfi og myndvinnsla. Innritun Innritun 18., 19. og 20. ágúst kl. 16—19. Kennsla hefst mánudaginn 25. ágúst samkvæmt stundaskrá. Verð Hver eining er á 4.000 kr., þó er aldrei greitt fýrir fleiri en 9 einingar. Fastagjald er 4.250 kr. og efriisgjald þar sem við á. Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um þátttöku. Stundatöflur eru á vefsetri skólans www.ir.is Upplýsingar í síma 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is Listnámsbraut - Almenn hönnun Byrjunaráfangar í kjarna og á kjörsviði almennrar hönnunar auk valáfanga, svo sem Skynjun, túlkun og tjáning; Samtímamenning í sögulegu samhengi; Tækni og verlanenning fram yfir miðja 19. öld; og Form-, efnis, lita- og markaðsffæði. Brautin er öflugur undirbúningur fýrir framhaldsnám í hönnun. Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Undirbúningur undir nám í grafískri miðlun, vefsmíði, ljósmyndun, nettækni, prentun og bókbandi. IÐNSKOLINN I REYKJAVIK Tækniteiknun Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is 1. önn ffamhald og sémám. Fjölbreyttir teikniáfangar, bæði á borði og tölvum (AutoCad)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.