Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Page 34
38 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003 1 4 Enginn megrunar- kúr er eins góður og ástin, segja sérfræð- ingar. Hvort heldur maður er nýástfanginn eða er í ástarsorg má maður búast við því að grennast um nokkurkíló. Megrunarsérfræðingar og nær- ingarfræðingar eru sammála því að ástin sé eitt besta ráðið til að halda þyngd- inni í réttum skorðum. í nýlegri grein sem birtist í norska Dagbladet sögðu sérfræðingar að ástin væri eins konar víma sem yfirleitt grennti mannskepnuna. Þegar fólk er ástfangið fær- ist nefnilega athyglin frá manni sjálfum yfir á aðra manneskju og þar með minnkar þörfin fyrir bæði mat og svefn. Það er ekki óalgengt að fólk missi jafnvel 3-4 kíló þegar það er nýbúið að hitta nýjan félaga og er ástfangið upp fyrir haus. Ástfangin pör eru einnig oft mikið á fartinni og gera ýmislegt spennandi sem ekki er beint til þess fallið að fólk leggi sig - að ekki sé minnst á alla brennsluna við kynlífið sem er yfirleitt í hámarki á þessum tíma. Þrátt fyrir að fólk eldi mikið hvort fyrir annað um þetta leyti er samt sjaldnast um neinn skyndibitamat að ræða heldur eru menn að dusta rykið af gömlum matreiðslubókum með framandi réttum sem eru ekki endilega svo óhollir. Fólk hugsar einnig ■meira um útlit sitt þegar það er nýástfangið og t er meðvitaðra um þyngdina en ella. B Ástarsorg getur á B sama hátt haft | grennandi áhrif því iífsins áföll W hafa ekki síður áhrif ' á líkamann en hjart- að. Margir hreinlega missa matarlystina og leggjast í þunglyndi. Mat- urinn missir hreinlega bragð- ið og kaffið bragðast ekki einu sinni vel. Reyndar getur ástarsorg líka haft þveröfug áhrif því sumir leita einmitt huggunar í mat. Sérfræðingar segja reyndar ÁSTIN ERGÓÐ: Ástin er góð á svo marga vegu. Auðvitað finnst flestum gott að kúra með einhverjum en svo grennir hún mann einnig. Þessi mynd er úr kvikmyndinni „Elsker dig for Evigt". að það sé fólk á þrítugsaldrinum sem sé í mestri hættu á að bæta á sig á en aftur á móti grennast gamalmenni yfirleitt þegar vöðvarnir fara að rýrna. Algengt er að konur þyngist um 12-15 kfló í kjölfar barnsburðar en flestar ná því aftur af sér þegar þær fara að hafa barn á brjósti. Konur á breytingaskeið- inu fá oft mikinn maga en það er vegna hormónabreytinga í líkama þeirra sem gerir það að verkum að kílóin virðast flytja sig frá lærum og baki upp á magann. Flestir bæta þó mestu á sig þegar mesti ástarbríminn er horf- inn og við taka róleg kúrukvöld í sófanum með nammi og vöfflur. snaeja@dv.is íönið liggur Övenju fjölbreytt farartæki svífa um loftin blá yfir Reykjavíkurflugvelli i dag. í og við Skýli 4, Flugfélags Islands megin, verður margt um að vera. Flugfreyjur, flugmenn og flugvirkjar kynna störf sín og Flugbjörgunarsveitin kynnir starfsemi sína. Yfir 20 áhugaverðar flugvélar verða til sýnis á svæðinu. Afmælisleikur í flugskýlinu! Búðu til þína eigin skutlu úr flugskutlublaðinu sem fylgdi með Fréttabiaðinu í dag og taktu þátt í skemmtilegum afmælisleik. Þeir sem hitta skutlunni i mark ienda í verðlaunapotti fiughátíðarinnar Stórglæsilegir vinningar: 60 flugmiðar og 100 aukavinningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.