Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Síða 39
LAUQARDAGUR 16. ÁGÚST2003 DVHELCARBLAÐ 43
Sakamál
HVAÐ GERÐIST? Stúlku var nauðgað og hún síðan myrt.
HVAR? (Þýskalandi.
HVENÆR? (júníbyrjun 1959.
Snarruglaður kvennamorðingi
Elskaði oq hataði samtímis
Farþegar íyfirfullri lest, sem var á leið frá Þýska-
landi til Italíu, voru flestir að fara í sumarfrí
Margir þeirra voru ungt fólk ípakkaferðum sem
hlakkaði til að eyða nokkrum dögum við ítölsku
vötnin í norðurhluta landsins, utan einn ungur
maður sem var ekki á leiðinni í fri heldur hafði
annað i huga og sjúklegir draumórar hans urðu
að veruleika.
Það ríkti almenn glaðværð í járnbrautar-
lestinni Riviera Express þegar hún þaut suð-
ur Þýskaland og yfir til Sviss og Norður-Ítalíu
á mánudagsmorgni í júníbyrjun 1959. Meðal
farþega var 30 stúlkna hópur sem í voru
námsmeyjar og skrifstofustúlkur. Þær voru á
vegum sömu ferðaskrifstofu og fylltu vagn
sem var um miðbik lestarinnar. Meðal þeirra
var Dagmar Klimek, 21 árs, sem hafði nýlok-
ið vorprófum og kom í lestina í Heidelberg. I
vagninum komst hún í kunningsskap við
tvær jafnöldrur sínar sem voru á sömu leið.
Þær eyddu kvöldinu í veitingavagni og sötr-
uðu kokteila.
Skömmu eftir að lestin fór frá Freiburg í
Suður-Þýskalandi yfirgaf Dagmar stöllur sín-
ar um kl. 23.30 og sagðist ætla að fara að sofa
í klefa sínum. Stúlkurnar mæltu sér mót við
morgunverð kl. 7 morguninn eftir.
Á leiðinni í svefnklefann mætti Dagmar
fararstjóra hópsins, Franz Eberhart, og
spurði hann hvar næsta salerni væri. Hann
benti henni á að það væri í næsta vagni. Far-
arstjórinn var sá sfðasti sem sá Dagmar á lífi
ef morðingi hennar er frátalinn.
Kl. 7.30 næsta morgun voru vinkonurnar
tvær frá kvöldinu áður farnar að leita að Dag-
mar. Hún kom ekki til morgunverðar eins og
umtalað var og hún var ekki í klefa sínum
þegar þær litu þar inn, en farangur hennar
var þar. Þær leituðu um alla lestina en hvergi
fannst Dagmar. Fararstjóri þeirra skarst í
leikinn og var spurst fyrir um stúlkuna í há-
talarakerfi lestarinnar og lestarþjónar leituðu
í hverjum krók og kima.
Nokkrar skýringar gátu verið á hvarfi henn-
ar en allar ósennilegar. Lestin hafði stansað á
nokkrum stöðvum um nóttina en Dagmar
hafði greitt farið alla leið til Ítalíu og hafði
mælt sér mót við vinkonurnar um morgun-
inn. Það var því talið ósennilegt að hún hefði
yfirgefið lestina af frjálsum vilja. Enda var far-
angur hennar, og þar með veski með vega-
bréfi og öðrum persónuskiiríkjum ásamt
peningum, í svefnklefanum.
Dularfullt hvarf
Var álitið að Dagmar hefði annaðhvort
stokkið af lestinni eða fallið af henni. Lestar-
stjórinn tilkynnti hvarfið og lögreglan í
Freiburg hóf leit meðfram teinunum að
landamærum Sviss. Þar í landi fór sérstök
lestalögregla um borð og á leiðinni yfir til
Italíu voru þeir yfirheyrðir sem talið var að
gætu gefið einhverjar upplýsingar um hvarf
Dagmar Klimek.
Fimm farþeganna höfðu heyrt eða séð eitt-
hvað grunsamlegt um nóttina. Sölumaður
sem kom um borð í Freiburg sagðist hafa séð
grunsamlegan mann við dyr vagnsins sem
stúlknahópurinn var í. Hann var ungur að
sjá, hár og grannur, með ljóst afturgreitt hár.
Hann var í druslulegum gráum fötum og var
flóttalegur í framkomu. Fararstjórinn skýrði
frá því þegar hann mætti Dagmar í lestar-
ganginum og vísaði henni á salernið. Það var
skömmu eftir að lagt var af stað frá Freiburg.
Ung kona sem var í stúlknavagninum
sagðist hafa heyrt óp sem virtist koma frá
milligangi lestarvagnanna. Það var um 10
mínútum eftir að lestin fór frá Freiburg. Rétt
á eftir stansaði lestin snögglega en fór brátt af
stað aftur. Konan bar að hún hefði orðið
hrædd og setið sem fastast og þagað.
Lestarstjórinn sagði lögreglunni að hann
hefði stansað milli stöðva vegna þess að ein-
hver hefði gripið til neyðarhemlanna. Við
nánari athugun kom í ljós að myrkt var í lest-
arganginum milli vagnanna þar sem pera var
Heinrich Pommerenke var myndarlegur ungur maður
sem ekki kunni að umgangast stúlkur á eðlilegan hátt.
skrúfuð laus og dyrnar þar voru opnar. Áleit
lestarstjórinn að einhver farþeganna hefði
stokkið út einhverra hluta vegna og var gerð-
ur örstuttur stans áður en lestin hélt áfram,
en næsta lest á eftir var í aðeins nokkurra
mínútna fjarlægð. Samkvæmt reglum til-
kynnti hann atvikið þegar í stað.
Karlmaður sem svaf í klefa sfnum þegar
lestin var stöðvuð sagðist hafa vaknað og lit-
ið út um gluggann og séð mann hlaupa frá
lestinni. Hann lýsti honum svo að hann hefði
verið hávaxinn og ljótur og í illa sniðnum föt-
um, einna líkastur fuglahræðu. En hann sá
enga stúlku.
Atburðarásin virtist hafa verið á þann veg
að maður hafi beðið í milliganginum eftir að
ung stúlka gengi þar um. Þegar Dagmar, lag-
leg og ljóshærð, fór á milli vagna skrúfaði
maðurinn peruna lausa, réðst á stúlkuna og
hrinti henni út um opnar dyrnar. Þá greip
hann í neyðarhemilinn og stökk sjálfur út
þegar lestin stansaði og hvarf út í nátt-
myrkrið.
III meðferð
Þrem dögum síðar gekk íbúi þorpsins Ebr-
ingen, suður af Freiburg, fram á blóðugt og
hálfnakið lík ungrar konu í runna skammt frá
járnbrautinni.
Gut, yfirmaður morðdeildarinnar í um-
dæminu, fór í skyndi á staðinn ásamt
nokkrum rannsóknarlögreglumönnum og
tækniliði. Ljóst var að líkið var af Dagmar Kli-
mek. Fötið voru rifin utan af henni og á lík-
amanum voru mörg sár eftir fallið úr lestinni.
Réttarmeinafræðingur skýrði frá því að nokk-
ur bein væru brotin en banameinið væri sár á
brjósti. Stúlkan var stungin hnífi gegnum
hjartað.
Merki voru um það að hún hafði verið
dregin nokkurn spöl frá brautarteinunum og
undir runnann. Það var skýringin á því að lík-
ið fannst ekki þegar gengið var meðfram
teinunum fýrsta daginn. ítalska lögreglan,
sem rannsakaði ummerki í lestinni, fann
hvorki blóð né nein merki um átök í milli-
ganginum eða í vögnunum.
Meinafræðinguinn taldi að stúlkan hefði
slasast illa þegar henni var kastað út úr lest-
inni á ferð. Illvirkinn hefði komið að henni
við sporið og dregið hana að runnanum, tætt
af henni fötin, nauðgað stórslasaðri
stúlkunni, stungið hana síðan til bana og tlú-
ið að því loknu.
Ekki var vitað til að Dagmar hefði átt í ást-
arsambandi né átt í útistöðum við nokkurn
mann. Niðurstaðan var sú að kynferðislega
bilaður maður hefði valið hana af handahófi
og misþyrmt og svívirt að sínum smekk.
í gráum fötum
Rannsóknin beindist að kynlífsafbota-
mönnum á nálægum slóðum og 86 menn,
sem létu hreinsa grá föt í efnalaugum, voru yf-
irheyrðir.
Dagmar Klimek varð fórnarlamb kynferðislega sjúks
manns fyrir hreina tilviljun. En hún var aðeins ein af
þeim stúlkum sem hann nauðgaði og myrti.
Gut lögeglufulltrúi beindi rannsókn sinni
sérstaklega að óupplýstum morðum á stúlk-
um í umdæminu. Fyrir nokkrum mánuðum
fannst illa leikið lik 34 ára gamallar konu í
runna í Freiburg. Hún hafði fengið áþekka
meðferð og Dagmar.
Þá var til skýrsla ungar gengilbeinu, Elke
Braun að nafni, sem ráðist var á þegar hún
gekk um fáfarinn stíg, fötin rifin utan af henni
og tilraun gerð til að nauðga henni. Stúlkan
barðist um og hrópaði á hjálp. Leigubflstjóri
heyrði hrópin og skundaði á vettvang. Þá flúði
árásarmaðurinn en hirti veski Elke. Hún lýsti
honum svo að hann væri hávaxinn, grannur
og með ljóst hár. Stúlkan kvaðst ekki efast um
að hann hefði ætlað að myrða sig.
í réttarhöldunum skýrði Hein-
ric frá því að fyrsta morðið
hefði hann framið eftir að
hafa séð Hollywoodútgáfuna
af boðorðunum tíu. í bíóinu
dansaði hálfnakin kona kring-
um gullkálfinn og þá sann-
færðist sakborningurinn um
að konur væru illar og ættu
ekki skilið að fá að lifa.
Mánuði síðar fannst lík 18 ára stúlku undir
runna í nálægu þorpi. Ummerkin voru svip-
uð, nema að fórnarlambið hafði verið barið í
höfuðið með steini.
Sjö dögum eftir að Dagmar var hrint út úr
lestinni og myrt var 18 ára stúlku saknað, en
hún hringdi til móður sinnar síðdegis frá
skrifstofunni þar sem hún starfaði í Baden
Baden og sagði að heimkomu sinni seinkaði,
en hún kæmi með lest sem legði síðar af stað.
En þegar Rita Walterpackev var ókomin heim
um morguninn hringdi móðir hennar í lög-
regluna og tilkynnti um mannshvarf.
Við eftirgrennslan kom í ljós að Rita hafði
komið að brautarpallinum daginn áður en
ekki farið upp í lestina. Lýst var eftir vitnum
og gaf kona sig fram sem sá út um lestar-
gluggann hvar maður hljóp á eftir hljóðandi
stúlku og hurfu þau bak við runna og heyrði
konan fleiri óp en hélt að þarna væru ungir
elskendur á ferð og gerðu sér upp læti að
gamni sínu og fékkst ekki meira um það að
sinni. Hún lýsti manninum sem háum og
grönnum, með Ijóst hár, og gekk hann í grá-
um föturrl.
Lík Ritu fannst falið undir runna skammt
frá járnbrautarteinunum. Aðkoman var
kunnugleg og hafði stúlkunni greinilega verið
misþyrmt, henni nauðgað og hún síðán kyrkt.
11 dögum eftir að Rita var myrt kom ungur
maður til klæðskera í bænum Hornberg og
sagðist ætla að ná í föt sem hann hefði pant-
að nokkrum mánuðum fyrr en ekki átt pen-
inga til að leysa út fyrr en nú. Heinrich
Pommernenke var 22 ára gamall, hár, ljós-
hærður og grannur. Hann starfaði sem þjónn
á hóteli en hafði oft skipt um vinnustað síðan
hann flúði frá Þýska alþýðulýðveldinu
nokkrum árum áður.
Heinrich spurði hvort hann mætti skipta
um föt á verkstæði klæðskerans. Það var auð-
sótt og fór hann úr gömlu gráu görmunum og
í nýju fötin. Hann sagðist ætla að láta klippa
hár sitt og bað um að fá að geyma garmana á
meðan og skildi þá eftir í poka á stólsetu og
ferðatösku sína þar hjá. Þegar klæðskerinn
tók farangurinn til að setja hann afsíðis opn-
aðist taskan og meðal innihaldsins var riffill
með styttu hlaupi og skefti. Þetta var geinilega
verkfæri afbrotamanns og hringdi klæðsker- ^
inn þegar í sað í lögregluna og lét vita af fundi
sínum.
Rannsóknarlögreglumaður sem kom á
staðinn athugaði þegar innihald töskunnar og
í pokanum fann hann grá og slitin og illa
saumuð jakkaföt. Þegar Heinrich kom aftur
að vitja eigna sinna var hann handtekinn og
gekk viljugur með lögreglumanninnum áleið-
is á næstu stöð. En allt í einu tók hann á rás og
flúði - en ekki langt því fleiri laganna þjónar
voru á ferli og hlupu flóttamanninn uppi og
var hann færður til nánari yfirheyrslu.
Áhrif Biblíunnar f
Heinrich játaði snarlega á sig nokkur inn-
brot og var hann úrskurðaður í varðhald, en
ekki þótti tími til kominn að spyrja hann um
öll kvennamorðin þótt Iögregluna grunaði að
sá seki væri þegar kominn í hennar hendur.
Þegar ferill hans var rakinn sást að hann hafði
unnið á mörgum stöðum í Þýskalandi og va
einfari sem ekki rækti kunningsskap við
neinn.
Stúlkan sem slapp frá nauðgaranum þegar
bílstjórinn heyrði hróp hennar þekkti þegar í
stað að þarna var árásarmaðurinn kominn.
Vitni sem sáu hann út um lestarglugga þekktu
hann auðveldlega þegar hann var færður í
gráu garmana.
I fystu neitaði hann staðfastlega að hafa
myrt einn eða neinn. En þegar sannanir hlóð-
ust upp játaði hann - í fyrstu tvö kvennamorð ■,
og síðan fleiri. Að lokum hljóðaði ákæran
gegn Heinrich upp á tíu árásir og nauðganir
og morð. Þar að auki var hann sakaður um
nokkur innbrot.
í réttarhöldunum lögðu bæði saksóknari og
verjandi áherslu á svipaða hegðun og hugar-
far ákærða en á mismunandi forsendum.
Heinrich átti ótrúlega erfitt með að kynnast
stúlkum og umgangast þær með eðlilegum
hætti. Hann var myndarlegur í sjón og stúlkur
höfðu ekkert á móti því að kynnast honum.
En hann var með eindæmum klaufskur að
umgangast þær, varð mállaus og hallærisleg-
ur í návist þeirra og þær gáfust upp á honum
eftir stutta viðkynningu.
Þetta varð til þess að hann lagði fæð á kon-
ur og komu skapbrestir hans fram í því að
hann misþyrmdi þeim og elskaði samtímis og {
kann sú mótsögn ekki góðri lukku að stýra.
í réttarhöldunum skýrði Heinrich frá því að
fyrsta morðið hefði hann framið eftir að hafa
séð Hollywoodútgáfuna af boðorðunum tíu. I
bíóinu dansaði hálfhakin kona kringum gull-
kálfinn og þá sannfærðist sakborningurinn
um að konur væru illar og ættu ekki skilið að
fá að Iifa.
Hann viðurkenndi að hann hefði ekki haft
neina samúð með fórnarlömbum sínum þeg-
ar hann vann á þeim en sagðist eftir á að
hyggja sjá eftir gjörðum sfnum.
I lokaræðu sinni sagði saksóknari að sér
þætti hæfileg refsing átta sinnum ævilangt
fangelsi, að viðbættum 156 árum fyrir afbrot {
sem ekki enduðu með morði. En í Þýskalandi
er ekki hægt að dæma menn fyrir hvert afbrot
sem þeir fremja heldur er eitt hið versta þeirra
látið duga.
Samkvæmt því hlaut kvennamorðinginn
Heinrich aðeins dóm upp á eitt lífstíðarfang-
elsi.
(Heimild m.a. Le Monde