Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Síða 10
10 MENNING FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist • Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sfmi: 550 5807 Viðtöl um dauðann í Hafnarhúsi MYNDLIST: Innsetning Magn- úsar Pálssonar myndlistar- manns og Helgu Hansdóttur öldrunarlæknis, sem þau nefna „Viðtöl um dauðann", verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag kl. 17 og stendur aðeins í tíu daga eða til 14. sept. Innsetningin byggist á rann- sókn Helgu á viðhorfum aldr- aðra einstaklinga til dauðans og meðferðar við lífslok. Svörin sem Helga fékk höfðu að hennar mati dýpt sem erfitt er að gera skil með vísindaleg- um aðferðum.Til þess að fá listrænt sjónarhorn á niður- stöður rannsóknarinnar fékk hún myndlistarmanninn Magnús Pálsson í lið með sér og saman skapa þau verk þar sem þessir tveir heimar vísinda og lista mætast. (helgarblaði DV á laugardag verður grein eftir Ólaf Gíslason listfræðing um sýninguna, og á sunnudaginn kl. 15 taka Magn- ús og Helga þátt í leiðsögn um sýninguna og ræða efni henn- ar við gesti safnsins. Magnús Pálsson. Nútímadanshátíð hefst í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöldið: Á laugardagskvöldið kl. 20 hefst Nú- tímadanshátíð á Nýja sviði Borgarleik- hússins. Þar verða frumflutt sex dans- verk eftir jafnmarga höfunda, samin sér- staklega fyrir hátíðina. Það nýstárlega er að þetta eru allt sólóverk og höfundarn- ir - Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Ástrós Gunnarsdóttir, Cameron Corbett, Nadia Banine, Jóhann Freyr Björgvinsson og Ólöf Ingólfsdóttir - dansa þau sjálfir. „Áður en hátíðin var haldin í íyrsta sinn í fyrra höfðum við hist reglulega heilan vetur, fimm danshöfundar, og rætt framtíðina," segir Ólöf. „Það urðu frjóar umræður því að fólk hafði afar ólíkar hugmyndir um hvað hægt væri að gera. Við höfðum ekki oft talað svona saman á atvinnubasis - um starfið, hvernig við viljum vinna, hvaða möguleikar eru hér heima og hvaða takmarkanir - og okkur fannst það ótrúlega merkilegt. Við fengum ótal hugmyndir, misjafnlega raun- hæfar auðvitað, sumar ómögulegar en aðrar bíða síns tíma.“ Stórir draumar „Niðurstaðan var sú að okkur langaði öll til að semja," heldur Ólöf áfram, „og þá fæddist þessi danshátíð. í fyrra fengum við dansara til liðs við okkur og þá voru bæði sýnd sóló- verk og hópverk. í ár erum við eingöngu með sólóverk og dönsum þau sjálf. Ástæðan er að hluta til fjárhagsleg; við fengum starfslaun sem danshöfundar og snerum neyð í dyggð með því að gera sólódans danshöfunda að þema sýningarinnar! Síðan hefur það reynst góð áskorun á okkur sem danshöfunda. En draumurinn er að gera hátíðina að árlegum viðburði og búa til alls konar sýningar, hafa margra daga prógramm, fá gestasýningar að utan og íslenska dansara sem starfa erlendis til að dansa fyrir okkur. En við erum ekki al- veg komin þangað enn." Við fengum starfslaun sem danshöfundar og snerum neyð í dyggð með því að gera sólódans danshöfunda að þema sýningarinnar. - Núna fáum við sem sagt að sjá sex sóló- verk - tengjast þau innbyrðis? „Það var ekki meiningin en að vissu leyti gera þau það,“ segir Ólöf. „Kannski liggur það í forminu - að dansa sitt eigið verk. Þegar ég sá rennsli á verkunum fannst mér þau öll ein- hvers konar sjálfsmyndir. Myndlistarmenn gera þetta auðvitað - mála eða búa til sjálfs- myndir - og ég held að við höfum gert það líka, kannski án þess að hugsa svo mikið út í það. En við erum ólík sem persónur og verk- in okkar eru mjög ólfk, sum eru frekar abstrakt, önnur hádramatísk, enn önnur kómísk.“ Dansara vantar Dansgeirinn íslenski hefur vaxið talsvert á undanfömum ámm og nú er, að mati Ólafar, orðinn til gmndvöllur undir sjálfstæða starf- semi utan íslenska dansflokksins. „Mér finnst hafa verið kraftur í dansinum síðustu ár," segir hún. „Nýir danshöfundar hafa komið fram, en það stendur okkur nokk- uð fyrir þrifum að það vantar dansara." Aðalvandamál íslensks danslífs er skortur á dönsur- um - skortur á atvinnulausum dönsurum ••• Ólöf glottir þegar hún sér undrunarsvipinn á blaðamanni og skýrir málið: „Þetta hefur verið mín kenning lengi, að aðalvandamál ís- lensks danslífs sé skortur á dönsumm - skortur á atvinnulausum dönsumm, segi ég, og þá er öskrað á mig!“ bætir hún við og hlær skelmislega. „Mér er sagt að ég viti ekki hvað það sé erfitt að vera atvinnulaus dansari! En þegar til eru nógir dansarar þá er líka nóg af löngun til að vinna og þá fer eitthvað að ger- ast. Nú er slíkur hópur að verða til og hug- myndin að starfa saman hefur skapað ný tækifæri. Það hefði ekkert gerst ef hver hefði verið að bauka í sínu horni.“ Hluti af vandanum er að hér er ekki dans- menntun á atvinnustigi, dansinn þyrfti að komast inn í Listaháskólann við hlið annarra listgreina í landinu. Á íslandi er mikill fjöldi barna í dansnámi - þúsundir - en aðeins ör- fáir vérða dansarar. Þeir yrðu fleiri ef þeir gætu lokið námi hér heima. Eftir sem áður myndu margir fara utan til framhaldsnáms - enda er það nauðsynlegt. Magn og gæði - Hvernig stendur íslenskur listdans núna? „Hópurinn sem stundar hann er auðvitað ósköp lítill," segir Ólöf, „en hann er duglegur í listsköpun og gerir ótrúlega mikið. Það þyrftu bara að vera miklu fleiri sýningar á ári, helst ný sýning mánaðarlega. Þá yrði dansinn eðliiegur hluti af listalífx þjóðarinnar, þá gæti maður valið á milli tónleika, leiksýninga og danssýninga á jafnari gmndvelli. Meira fram- boð af danssýningum myndi líka byggja upp stærri áhorfendahóp. íslenski dansflokkur- inn á sinn áhorfendahóp og margir úr hon- um koma til að sjá okkur en það kemur líka ann- að fólk til okkar. Svo er Dansleik- hús með ekka með allt öðmvísi sýningar og enn annan hóp. Fleiri sýningar byðu upp á meiri fjölbreytni og myndu ná til fleiri áhorfenda." - En hvað með gæðin? „Að mörgu leyti em þau ffn,“ segir hún. „íslenskir dans- arar em mjög góðir, margir þeirra frábærir. Og sem danshöf- undar erum við að þroskast. Ég held til dæmis að verkin á hátíð- inni núna sýni að við emm öll komin skrefinu lengra en í fyrra. En breiddin er takmörkuð. Ef við tökum land þar sem em hundrað dans- sýningar á ári þá em kannski þrjár frábærar, þrjár ömurlegar en 94 einhvers staðar þar á milli! Það er ekki margt sem gerir mann alveg agndofa - kollvarpar einhverju inni í manni - þótt við séum alltaf að leita að því. En þetta er spennandi prógramm,“ segir hún að lokum, „og af því að við dönsum sjálf þá sést kjarninn í hverjum og einum." Verkin sex á hátíðinni eru öll sýnd á einu kvöldi, og sýningarnar verða 6.,7., 13. og 14. september. LEYNILEGT LÍF: Ólöf dansar verk sitt „The Secret Life of a Wallflower". SJÁLFSMYND: Jóhann Freyr Björgvinsson dansar verk sitt, „Portrett". DV-myndir ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.