Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 18
18 DVSPORT FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 í* DV-'nyndÆgir SIGURRtlFUR: Guðmundur Ómarsson, bikarmeistari i leirdúfuskotfimi arið 2003, sigurreifur í iok móts eftir harða baránu um titllinn við Hakon Svavarsson. Lokamót í leirdúfuskotfimi fór fram á Akranesi um helgina: Bikarmeistaratitillinn norður yfir heiðar Bikarmeistaramót í leirdúfu- skotfimi var haldið á Akranesi síðastliðna helgi. Guðmundur Ómarsson varð bikarmeistari t leirdúfuskotfimi árið 2003, þegar hann náði öðru sæti á mótinu, en öll bikarmót sum- arsins gefa stig til bikarmeist- ara. Fyrir mótið á Akranesi áttu fimm skotmenn möguleika á titl- inum. Guðmundur Omarsson, frá Skotfélagi Akureyrar, og Gunnar Gunnarsson frá Skotfélagi Suður- lands, voru efstir og jafnir fyrir mótið með 44 stig en tveim stig- um á eftir þeim voru Hákon Þ. Hákon sigraði á mótinu en það reyndist ekki nóg. Svavarsson frá Skotfélagi Akureyr- ar, örn Valdimarsson frá Skotfé- lagi Hafnarfjarðar og Pétur Gunn- arsson frá Skotfélagi Suðurlands. Hákon Þ. Svavarsson sigraði á mótinu á Akranesi en það nægði þó ekki til sigurs þar sem Guð- mundur Ómarsson varð í öðru sæti og sigraði því með einu stigi í mótaröðinni. A-lið Skotfélags Akureyrar skip- að þeim Guðmundi Ómarssyni, Hákoni Svavarssyni og Aðalsteini Tryggvasyni sigraði með yfirburð- um í liðakeppni. Skotfélag Suður- lands varð í öðru sæti og Skotfélag Akraness í því þriðja. akureyri@dv.is Rally Reykjavík hefst í dag Alls verða eknar 25 sérleiðir víðs vegar á Suðurlandi og Reykjanesi UTSIKG BÆJArdEKK Á FULLRI FERÐ: Tuttuyasta ræst inn á fyrstu sérleid ki, 1 laugardaginn. Alls veröa Iki Bræðurnir Runar og S|aldur.T..-T.......f-----i>»i'' .,,j : : ;iu »|iii . n. (, „ Guðmundsson og Isak Guðjóq^son a rauða MCTrórtuffi trafavéfttjþeirh fi'araa sarhkeppi sumar. ) op verður lúrfþvi á ■■t'" Veiðihornið Veiðin komin í 500 laxa í Miðfjarðará Enn þá lætur smálaxinn lítið sem ekkert á sér bera fyrir norðan en tveggja ára laxinn og eldri er í ánum og veiði- mönnum leiðist ekkert að veiða hann. Hópur veiði- manna, sem var í Gljúfurá í Húnavatnssýslu fyrir skömmu, veiddi fjóra væna laxa og var sá stærsti 18 pund. Veiðin í Hrútafjarðará hefur verið allgóð en þar hafa veiðst um 100 laxar og er sá stærsti 19 pund, hellingur hefur veiðst af vænni bleikju, þær stærstu um 6 pundin. „Við vorum að koma úr Mið- fjarðará og hollið veiddi 37 laxa, það var víða lax á svæðinu og við vorum alls staðar í fiski, en þetta var leginn lax,“ sagði Jóhann Þor- björnsson en hann gerði sér lítið íyrir um daginn og hnýtti flugur allra flokkanna, Sjálfstæðisflokks- ins, Framsóknarflokksins, Sam- fylkingarinnar, Frjálslynda flokks- ins og Vinstri grænna. Árni Magn- Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra hef- ur reynt Framsóknar- fluguna en ekki hefur frést hvort hann hefur fengið eitthvað á hana. ússon félagsmálaráðherra hefur reynt Framsóknarfluguna en ekki hefur frést hvort hann hefur feng- ið eitthvað á hana. „Við fengum 14 laxa og það eru komnir 500 laxar úr ánni og hún á örugglega eftir að bæta töluverðu við - það er flskur víða á svæð- inu,“ sagði Jóhann enn fremur. Veiðinni er lokið í Laugardalsá í ísafjarðardjúpi og þar veiddust 342 laxar og úr neðra vatninu veiddust 23 laxar. Ágæt veiði hefur verið líka í Langadalsá og eitthvað hafa veiðimenn verið að fá úr Hvannadalsá, en tölur liggja ekki á lausu þar. Andakílsá í Borgarfirði hefur gefið 170 laxa og hefur heldur bet- ur bætt sig frá fýrra ári. Stærsti lax- inn er 16 pund en stærri laxar hafa sést í ánni en ekki tekið enn hjá veiðimönnum. G.Bender MOKVEIÐI f MIÐFJARÐARÁ: Það hafa margir vænir fiskar skilað sér úr Miðfjarðaránni í sumar og von er á fleiri. www.agn.is ^ VEIÐISVÆÐIVIKUNNAR Vikulega er kynnt og boðið nýtt veiöisvæöi meö miklum afslætti. TILBOÐ VIKUNNAR Verslanir og heildsalar bjóöa vikulega ný tilboö á takmörkuöu magni af úrvalsvörum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.