Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2003, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 29 Ridsdale að landa Barnsley - framtíð Guðjóns í uppnámi? KNATTSPYRNA: Peter Rids- dale, fyrrum stjórnarformaður Leeds United, er við það að ná völdum í enska knattspyrnufé- laginu Barnsley. Ridsdale og milljónamæringurinn Patrick Cryne, sem er heitur stuðn- ingsmaður Barnsley og hyggst borga brúsann og gera Rids- dale að stjórnarformanni, sátu á fundi með Peter Doyle, nú- verandi eiganda Barnsley, langt fram á kvöld í gær og þótt ekki hefði tekist að klára samningana í gær var ekkert sem benti til þess að viðræð- urnar væru í uppnámi. Doyle hafði reyndar samþykkt að selja Sean Lewis félagið en Lewis hefur ekki reynst unnt að afla þess fjármagns sem til þarf að leysa félagið úr þeirri gjörgæslu sem það er í hjá enskum knattspyrnuyfirvöld- um og því er Doyle heimilt að semja við aðra aðila og hefur Lewis ekki haft neitt út á það að setja. Ef Ridsdale og Cryne ná völdum í Barnsley munu þeir Lewis og Kenny Moyes ekki hafa neitt með félagið að gera lengur en það var fyrir til- stilli Moyes að Guðjón var gerðurað knattspyrnustjóra félagsins og brotthvarf Moyes og Lewis setur mikið spurn- ingarmerki við framtíð Guð- jóns hjá félaginu. Reyndar greindi enskt blað frá því í gær að í samningi Guðjóns við Barnsley væri klausa sem kvæði á um að ef honum yrði sagt upp fyrir árið 2006 þá myndi hann fá laun í heilt ár. Guðjón var á landinu á þriðju- dag vegna viðskipta og herma heimildir að hann hafi verið að leita að fjármagni til þess að kaupa Barnsley áður en það lenti í höndunum á Ridsdale. Guðjón sá sér ekki fært að ræða málið við blaðamann DV Sports í gær þar sem hann var við akstur er hringt var til hans. HVAÐ GERIST? Framtíð Guðjóns hjá Barnsley gæti verið í uppnámi. Andreas Hinkel, vörn VFB Stuttgart, 3 leikir „Hinkel er mjög öruggur og stöðugur hægri bakvörður. Hann er svona herra Áreið- anlegur eins og Denis Irwin var hjá Man. Utd. Þetta er ungur og efnilegur strákur. Hann er alhliða leik- maður. Skilar öllu vel frá sér og er mjög öruggur og góð- ur á bolta af bakverði að vera. Aftur á móti er hann ungur og einn af nýju strák- unum í liðinu þannig að hann vantar reynslu." Christian Wörns, vörn Dortmund, 48 leikir „Hér er á ferð mikilll reynslu- bolti. Búinn að spila með toppliðum eins og Lever- kusen, PSG og Dortmund í áraraðir. Er virkilega áreiðanlegur leikmaður. Hann er eitt helsta akkerið í liðinu og maður sem aðrir treysta á að skili sínu sem og hann gerir iðulega. Hann tapaði mikl- um hraða er hann meiddist illa með Dortmund og þar liggur hans helsti veikleiki." Sebastian Deisler, miðja Bayern Miinchen, 19 leikir „Hér er á ferð eitt mesta efni Þjóðverja. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli og verið mikið meiddur. Er búinn að leika vel undan- farið með Bayern Munchen. Er hættulegur í aukaspyrn- um og með stórhættulegar fyrirgjafir sem þarf að passa vel. Varnarvinnan og reynsl- an er hans helsti veikleiki. Hann er rosalega veikurfyrir enda verið mikið í meiðsl- um." Christian Rahn, miðja HSV, 2 leikir „Þetta er einn af nýliðunum og strákur sem leikur á vængnum. Getur bæði leikið í fjögurra manna vörn og á kantinum þegar stiilt er upp þriggja manna vörn. Er með virkilega góðan vinstri fót. Mjög áræðinn leikmaður og duglegur að hlaupa upp alla línuna. Hægri fóturinn er hans veikleiki enda ein- göngu notaður til að standa í hann og svo auðvitað reynsluleysið." Bernd Schneider, miðja Bayer Leverkusen, 27 leikir „Þetta ertöfratröllið i liðinu. Mjög flinkur á bolta, er jafn- vígur með hægri og vinstri fæti og með alveg hreint eitraðar sendingar. Þetta er maðurinn sem verður að passa því þetta er maðurinn sem sendir á hausinn á Ball- ack þegar hann er að laum- ast á fjærstöngina. Ef hægt er að tala um veikleika hjá honum þá er það kannski hraðinn og einnig er hann ekki sterkur skallamaður." Miroslav Klose, sókn Kaiserslautern, 30 leikir „Gríðarlega sterkur skalla- maður sem vann mig alltaf í loftinu. Hefur geysilega mik- inn stökkkraft og er fljótur. Hefur fínar tímasetningar í sköllunum og hangir alveg í loftinu. Veikleiki hans er að hann þarf oft mjög mörg færi til þess að skora og það er oft mikið fát á honum þegar hann er í færunum. Finnst betra að skalla heldur en að spila með fótunum." Oliver Neuville, sókn Bayer Leverkusen, 44 leikir „Neuville er í gríðarlegu formi þessa dagana og hefur verið að skora mikið. Hann hleypur mikið og er virkilega duglegur. Fer mikið í hornin og er með rosalega yfirferð. Virkilega erfiður leikmaður að glíma við eins og ég þekki sjálfur. Veikleiki hans er að honum gengur oft illa að nýta færin. Hann skapar sér mikið en gengur oft illa að klára þau og svo er hann ekki mikill skallamaður." Michael Ballack, miðja Bayern Miinchen, 33 leikir „Ballack er algjör alhliða leik- maður. Þetta er þeirra hættulegasti maður og sá sem við verðum að gæta best.Hægri og vinstri löppin sterk og með skot frá öllum vinklum. Líkamlegúr styrkur mjög mikill. Einnig læðist hann mikið í teiginn þar sem hann nýtir hæð sína í sköll- unum en þar er hann einnig mjög sterkur. Hann er svona lúxusleikmaður og þarf ekki að skila mikilli varnarvinnu og ef nefna þarf veikleika þá er það varnarvinnan." Jens Jeremies, miðja Bayern Munchen, 49 leikir „Leikmaður með gríðarlega mikla yfirferð og er algert villidýr enda er hann kallað- ur það í Þýskalandi. Þetta er algjör hörkuleikmaður, vinn- ur mikið, hefurfínan hraða og er mjög grimmur. Hættu- legur þar að auki með hægri. Á erfitt með skap og hægt að æsa hann upp. Er einnig klaufskur í brotum og það eru hans veikleikar." Sebastian Kehl, miðja Dortmund, 19 leikir „Kehl er stöðugur vinstri fót- ar leikmaður. Vel spilandi og getur leikið bæði sem miðju- maðurog bakvörður. Hann vantar svolítinn hraða og einnig vantar upp á lík- amlegan styrk hjá honum. Hann er mikið spilandi og tekur oft miklar áhættur. Hann er ekki mikið fyrir að sparka bolta fram heldur vill hann alltaf spila boltanum áfram og það hefur komið honum í bobba." Carsten Ramelow, miðja Bayer Leverkusen, 41 leikur „Hann er alltaf traustur, mjög duglegur leikmaður sem hefur einnig mikinn leikskilning. Einn af lykil- mönnum í liðinu og strákur sem Völler landsliðsþjálfari hefur mikið álit á. Er enginn glanstýpa og ekki mjög skemmtilegt að horfa á hann spila. Við getum sagt að hann spili ekki samba- bolta. Veikleikar hans eru að hann vantar hraða. Hann er verulega hægur." Fredi Bobic, sókn Hertha Berlin, 27 leikir „Bobic er mjög hættulegur í teignum. Tekur boltann alltaf viðstöðulaust og reynir að koma honum strax á markið. Stoppar aldrei bolta í teignum. Gríðarlega lunkinn. Spilar ekki mikið með en bíður eftir tækifærunum sem hann þef- aruppi íteignum. Er að sama skapi ekki mjög duglegur og ekki neitt sér- staklega fljótur en hann þarf að passa vel." Benjamin Lauth, sókn 1860 Miinchen, 4 leikir „Mjög fljótur strákur sem er vel spilandi. Dregur sig venjulega vel til baka þar sem hann nær í boltann og spilar honum svo vel frá sér. Hann er aftur á móti ekki eins sterkur í teignum og Bobic og Kuranyi tii að mynda. Þetta er algjör framtíðar- maður hjá landsliðinu og því aftrar reynsluleysið honum kannski einna helst." Kevin Kuranyi, sókn VFB Stuttgart, 3 leikir „Þetta er mjög sterkur fram- herji í teignum og ekki ólíkur Bobic að því leyti. Hann er einnig mjög góðurskalla- maður. Býr þar að auki yfir miklum hraða líka og virki- lega hættulegur leikmaður og eitt mesta efnið hjá Þjóð- verjum í dag. Þetta er framtíðarmaður eins og Lauth. Er að fá sífellt fleiri tækifæri og kemur til með að verða mjög sterkur í framtíðinni."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.