Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Page 6
6 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 Smíði álvers ÁLVER: Fulltrúar Fjarðaáls og verktakafyrirtækisins Bechtel undirrita í dag samning um byggingu álvers fyrir Alcoa á Reyðarfirði. Athöfnin fer fram í samkomuhúsinu Félagslundi á Reyðarfirði kl. 15.00. Slæmt ástand göngustíga TILLAGA: Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fluttu tillögu um viðhald gangstétta og göngustíga í borginni á fundi borgarstjórnar í gær. Tillagan gerir ráð fyrir að borg- arstjórn Reykjavíkursamþykki að gert verði sérstakt átak varðandi endurnýjun og við- hald gangstétta og göngustíga í eldri hverfum borgarinnar. Ljóst sé að ástand gönguleiða- kerfisins er víða óviðunandi í eldri borgarhlutum og getur skapað slysahættu fyrir gang- andi og hjólandi vegfarendur. Brýnt er að gera skipulegt átak í þessum efnum þannig að ástand gönguleiða verði viðun- andi og standist öryggiskröfur hvarvetna í borginni. Innbrot INNBROT: Brotist var inn í fyrir- tæki við Skipholt í nótt og ein- hverju smálegu stolið. Er þetta önnur nóttin í röð þar sem inn- brot er framið í Skipholti og því sjálfsagt fyrir eigendur fyr- irtækja og íbúðarhúsa þar að hafa varann á gagnvart inn- brotsþjófum. Þórir Tryggvason fékk heimsreisu fyrir tvo í netleik DHL: Ertu ekki á lausu, Þórir? Þóri Tryggvasyni, starfsmanni hjá OgVodafone í Síðumúla, brá heldur betur í brún þegar hann var að sjá um morgunkaffið á starfsmannafundi um níuleytið í gær. Starfsmenn DHL voru mætt- ir og tilkynntu að hann hefði unnið heimsreisu fyrir tvo á fyrsta farrými að verðmæti 6 milljónir króna. Þór tók þátt í leik á vegum DHL á netinu þar sem raða átt saman myndum og upplýsingum um þjón- ustu fyrirtækisins. Um ein milljón manns tók þátt í leiknum. Á dögun- um voru nöfn 25 heppinna þátttak- enda dregin út og var heimsreisa íyr- ir tvo í boði fyrir hvern þeirra. Þórir var meðal hinna 25 heppnu. Verð- mæti vinningsins er um 6 milljónir króna. Ferðin verður farin á fyrsta farrými með einhverjum af 15 flugfé- lögum Star Alliance. Samstarfsmenn Þóris brugðu á leik með starfsmönnum DHL, fengu Þóri til að sjá um morgunkaffið á starfsmannafundi í morgun til að tryggja að hann væri á staðnum þeg- ar verðlaunin yrðu afhent. Uppá- koman kom Þóri algjörlega í opna skjöldu og að sögn viðstaddra skalf hann og vissi ekki alveg hvernig hann átti að takast á við þessa uppá- komu. Um leið og DHL-menn kvöddu hópuðust starfsmenn að honum og víst að einhver af kven- kyns samstarfsmönnum hefur haft áhuga á að „húkka far“. Heyrðist óm- þýð kvenmannsrödd kalla þegar hann fékk verðlaunin: „Ertu ekki á lausu, Þórir?" hlh@dv.is UÓNHEPPINN: ÞórirTryggvason, t.h., tekur við verðlaununum góðu, heimsreisu fyrir tvo á fyrsta farrými, úr hendi Þóris Kolbeinssonar, framkvæmdastjóra DHL á islandi. DV-mynd GVA í morgun HEPPINN: Vill einhver með? Þórir hampar heimsreisu fyrirtvo á fyrsta farrými. Baugur gerir sátt við eiganda Nordica Inc. á Flórída: Jón Gerald heldur bátnum Thee Viking (MPWBaP verður haldið laugardaginn 6. september kl. 13.30 í húsnæði Vöku hf. að Eldshöfða 6. Svæðið opnar kl. 10.30. Þar verða meðal annars eftirfarandi bílar og tæki boðin upp: Ford Focus '01 Hyundai Trajet '01 MMC L200 '00 Opel Astra '00 VW Golf '00 Peugeot 306 '99 VW Polo '99 VW Transporter Double Cab '99 Hyundai Grace H 100 '98 Renault Mégane '98 MMC Lancer '97 Jón Gerald Sullenberger og for- svarsmenn Baugs hafa samið um að falla frá öllum einkamálum sín á milli. Samningurinn hefur þó ekki áhrif á þá lögreglurannsókn sem nú stendur yfir vegna kæru Jóns Geralds á hendur Baugi. Eins og greint var frá í DV 21. ágúst höfðu samningaumleitanir staðið yfir um skeið vegna málaferla á milii aðilanna, m.a. um skemmtibátinn Thee Viking. Samningar höfðu þá náðst nokkrum dögum áður, en í þeim er m.a. samkomulag um að að- ilar skýri ekki frá innihaldi þeirra op- inberlega. Jón Steinar Gunnlaugsson staðfesti við DV að samkomulag hefði náðst milli aðila. Samkvæmt því væru öll einkamál fyrirtækis Jóns Geralds á Flórída, Nordica, gegn Baugi hér heima felld niður, sem og mál Baugs gegn Nordica í Bandaríkj- unum. Samkvæmt heimildum DV hafa viðsemjendur síðan unnið að því að afturkalla öll mál sem samninginn varða. Þar á meðal fellur Gaumur, sem er að stærstum hluta í eigu Baugsfeðga, Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og Jó- hannesar Jóns- sonar, tfá kröfu í skemmtibátinn Thee VUdng sem mjög hefur komið við sögu í þessum deUum. Höfðu þeir gert kröfu um að Jón Gerald SuUen- berger endur- greiddi 560.000 doUara sem þeir sögðust hafa lánað honum til kaupa á bátn- um. Er nú fallið frá þessari kröfú og mun Jón Ger- ald því halda bátnum óskertum, en hann var m.a. kyrrsettur að kröfu Gaums sl. vetur en dómari ógUú siðar þá kyrrsetn- ingu. Var báturinn metinn á um 1.000.000 dollara, eða um 80 milljón- ir króna, en talið að raunverulegt söluverðmæú hans sé þó talsvert minna. hkr@dv.is Jón Ásgeir. Jón Gerald. UMDEILDUR: Skemmtibáturinn Thee Viking sem margsinnis hefur borið á góma í deilum Baugsmanna og Jóns Geralds Sullenbergers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.