Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 Nefnd um vanda sauðfjárbænda LANDBÚNAÐUR: Ríkisstjórnin ræddi vanda sauðfjárbænda á fundi sínum á þriðjudag og í framhaldinu skipaði landbúnað- arráðherra nefnd sem hefur það hlutverk að meta vandann sem nú steðjar að sauðfjárbændum vegna tekjusamdráttar. Nefnd- inni er falið að gera tillögu til stjórnvalda um hvernig við verði brugðist. Lækkun afurðaverðs á innanlandsmarkaði má rekja til offramboðs á kjöti, ekki hvað síst af svínakjöti og kjúklinga- kjöti. Flytja þarf á erlenda mark- aði hærra hlutfall af kindakjöts- framleiðlu heldur en verið hefur til margra ára en markaðsverð erlendis er verulega lægra en fæst fyrir dilkakjöt á innanlands- markaði. Er nefndinni ætlað að leita leiða til að tryggja sauðfjár- bændum betri afkomu. Nefnd skipa þeir Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, formaður, AriTeitsson, formaður Bænda- samtakanna, Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, Jóhannes Sigfússon, formaður Landssambands sauð- fjárbænda, og Ólafur Friðriks- son, skrifstofustjóri í landbúnað- arráðuneytinu. Innköllun MATVÆLI: Leifaraf sýklalyfinu chloramphenicol hafa fundist í akasíuhunangi, Hornbeck Akasíuhonning, frá Ungverja- landi. Umhverfisstofnun beinir því til neytenda sem kunna að hafa keypt og eiga þetta hun- ang að skila því. Varan hefur verið stöðvuð í dreifingu og tekin úrsölu. Áhrif breytinga á þungaskatti á oiíufélögin: Kostnaðarauki en ekki veruleg tekjuskerðing OLÍUFLUTNINGAR: Helsti kostnaður olíufélaganna vegna breytts þungaskattskerfis er að mati félaganna talinn stafa af dreifingu á olíu, m.a. um sveitir landsins. Olíufélögin hafa verið sökuð um að hamla gegn því að lögum um þungaskatt verði breytt hér á landi. Þar telja menn að breyt- ing á þungaskattskerfinu hafi í för með sér stóraukinn kostnað við olíudreifingu félaganna, ekki síst út á land. Bonð hefur verið við af hálfu ol- íufélaganna að ef kerfinu yrði breytt þá þyrftí að taka upp tvöfalt birgðakerfi á olíu. Einnig hefur ver- ið fullyrt að litun á olíu sé svo mik- ið og dýrt mál að því sé ekki for- svaranlegt að breyta núverandi kerfi. Þessu hefur verið þráfaldlega mótmælt, m.a. af Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Þrátt fyrir opinberlega harða af- stöðu olíufélaganna gegn breyttu fyrirkomulagi þungaskatts á dísil- bíla, komu fram talsvert skiptar skoðanir manna um málið innan olíufélaganna sjálfra í samtölum við DV. Þetta kerfi er líka af mörg- um talið vera ein helsta orsök þess að íslendingar sitja nú eftir í örri þróun dísilbflavæðingar sem nú á sér stað í öðrum Vestur-Evrópu- löndum. Hjá olíufélögunum virðist spurningin helst snúast um kostn- aðarauka vegna breyttra laga um innheimtu þungaskatts og hver eigi þá að bera þann kostnað. Kostnaðarauki en ekki tekjuskerðing Menn hafa velt fyrir sér ástæðum fyrir andstöðu olíufélaganna. Hvort þau telji hugsanlegt að olíufélögin komi til með að tapa háum fjár- hæðum þegar fleiri fari að aka um á dísilbflum sem eyði auk þess minna eldsneyti. Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri hjá Olíufélaginu ESSO, segist ekki telja að olíufélögin verði fyrir umtalsverðu tekjutapi þó að stærri hluti bílaflotans noti dísilolfu en bensín. Hann segist ekki hafa séð nein skynsamleg rök fyrir því, þó að núverandi þungaskattskerfi verði breytt og þungaskattur verði fluttur inn í' olíuverðið. Hins vegar geti verið aðrir þættir sem valdi olíufé- lögunum auknum kostnaði, m.a. vegna dreifingar og litunar á olíu. Þar hafa olíufélögin haldið því fram í rökum gegn lagafrumvarpi að kostnaður félaganna við upptöku litunar á oli'u muni verða 143 millj- ónir króna á ári. Innheimtan leggst á olíufélögn Reynir A. Guðlaugsson hjá fjár- málasviði Skeljungs hf. tekur að nokkru undir þetta og telur að tekjutap olfufélaganna vegna breytinga á þungaskattskerfinu verði ekki stóra málið. Þessum breytingum geti hins vegar fylgt veruleg kostnaðaraukning. Sem dæmi um dreifingu á olíu um uppsveitir Ár- nessýslu þá þyrfti einn bíll að fara með olíu á bensínstöðvarnar og annar með gjaldfría lit- aða olíu til bænda. Hann segist gera ráð fyrir að ríkið geri olíufélögin ábyrg fyrir inn- heimtu þungaskatts í gegnum olfu- verðið. Því muni fylgja ákveðinn kostnaður fyrir félögin. Þá muni ríkið væntanlega gera olíufélögin ábyrg fyrir litun á olfunni þar sem líka muni falla til kostnaður á olfu- félögin. Lfldega þurfi þá að gera einhverjar breytingar á bensín- stöðvunum vegna þessa. Þá komi einnig til aukinn kostn- aður vegna dreifingarinnar. Ekki sé þó um það að ræða að sérstaka stóra birgðageyma þurfi fyrir litaða olíu heldur verði hún væntanlega lituð þegar henni verði dælt á tank- bíla sem flytja olíu til gjaldfrírra kaupenda (vegna húshitunar, til bænda, á vinnuvélar, skip og fleira). Olía sem flutt er með tank- bflum þurfi því að vera aðskilin í lit- aða og ólitaða olíu. Það muni hafa í för með sér verulegan kostnaðar- auka. Þessu til viðbótar komi til eft- irlit hins opinbera. Reynir telur þó að ýmsar útfærslur séu mögulegar í þessum efnum en ekki sé gott að láta málið velkjast í kerfínu árum saman eins og gert hefur verið. Hár dreifingarkostnaður Gestur Guðjónsson hjá Olíudreif- ingu, sem annast dreifingu á allri olíu fyrir Olíufélagið og Olíuverzlun íslands, OLIS, þekkir vel þessa hlið mála. Hann segir dreifmgarkostn- aðinn geta stóraukist ef farið verði að lita olíu sem ekki komi til með að bera þungaskatt. Hann segir flesta sammála um kosti þess að auka hlutfall dísilbfla í umferðinni en spurningin snúist helst um það hvernig það verði gert. Litun ekki vandamál „Sjálf litunin er í sjálfu sér ekki stóra málið. Aðalmálið er að bæta þarf við nýrri eldsneytistegund. Sem dæmi um dreifingu á olíu um uppsveitirÁrnessýsIu þá þyrfti einn bíll að fara með olíu á bensínstöðv- arnar og annar með gjaldfría litaða olíu til bænda. Það er f þessu sem mesti kostnaðurinn felst. Það yrði því í raun dýrara að dreifa til bænda og verktaka en er í dag.“ - En er ekki hægt að lita olíuna beint frá dælu á olíubfl? „Jú, það er hægt að gera það en þá kostar það að við yrðum að skipta út mælakerfmu á bflunum og gera það tölvutækt." Gestur seg- ir að hver nýr mælir, sem skipta þyrfti um, kosti að líkindum um eina milljón króna. Á stórum olíu- bflaflota verði þetta því fljótlega háar upphæðir. Á móti komi eitt- hvað minni kostnaður við dreifingu á bensíni sem sé bæði hættulegra og kostnaðarsamara í dreifingu en dísilolía. Þetta vegi þó ekki upp aukin kostnað vegna tvöfaldrar dreifingar á olíu. „Sjálf litunin er í sjálfu sér ekki stóra málið. Aðalmálið er að bæta þarfvið nýrri elds- neytistegund." - En hvað með litun á skipaolí- unni? „Það er ekkert stórmál. Slíkt yrði væntanlega gert strax við innflutn- ing.“ Gestur sagðist persónulega vera fylgjandi því að halda í núverandi þungaskattskerfí en auka mismun- un vegna þunga og stærðar öku- tækja. Þannig yrði meiri munur en nú er ef menn aki á t.d. Nissan Micra smábfl eða á stórum Nissan Patrol jepþa. - Nú héfur þetta verið að veltast í kerfinu f íjölda ára, er þá nokkur leið að fáhotn í málið? „Það veltur bara á pólitískum vilja,“ segir Gestur Guðjónsson. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.