Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Síða 15
H
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 15
-
Sterkur pilsner
DRYKWR: Egils Pilsner er ný ís-
lensk bjórtegund hjá ÁTVR. Eg-
ils Pilsner flokkast undir Pilsen-
bjór, er 4,5% að styrkleika og
byggður á Egils Pilsner létt-
bjórnum. Egils Pilsner mun vera
ódýrasti bjórinn í ÁTVR en
hálfur lítri kostar 149 krónur.
Fyrst um sinn verður Egils
Pilsner seldur í ÁTVR í Heiðrúnu
og Kringlunni.
Harmar samningsbrot
ATVINNUMÁL Stjórnarfundur
Afls, starfsgreinafélags Austur-
lands, harmar þá stöðu sem
komin er upp á vinnusvæðinu
við Kárahnjúka. (ályktun segir
að það sé mikið áhyggjuefni að
aðstæður starfsmanna skuli í
engu samræmi við íslensk lög
og reglugerðir og einnig að
kjarasamningar skuli vera
brotnir, sérstaklega á erlendum
starfsmönnum. Bendi allt til að
verktakar brjóti enn á starfs-
mönnum. Enn fremur lýsir
fundurinn áhyggjum yfir að
eftirlitsaðilum á svæðinu hafi
ekki verið búin þau skilyrði
sem nauðsynleg eru til að fylgj-
ast með því að farið sé að
lögum og reglum. Er skorað á
stjórnvöld að auka fjárveitingar
til eftirlitsaðila á Austurlandi.
[ ágúst sl. voru haldnar heræfingar þar
sem kínverski alþýðuherinn fór í fyrsta
sinn inn á áður óþekkt svæði vestan Kína.
taka saman höndum og segja hlið-
stæðum öflum stríð á hendur. Það er
engin tilviljun að fyrstu erlendu borg-
imar sem nýr forsætisráðherra Kfna,
Hu Jintao, heimsótti voru Moskva og
St. Pétursborg. Kínverjar kaupa meira
af vopnum af Rússum en nokkur
önnur þjóð og eru báðar þjóðimar
uggandi yflr útþenslu Nató og geim-
vamaáædun Bandaríkjanna. Kínverj-
ar þurfa einnig nauðsynlega á olíunni
frá Sfberíu að halda vegna mikils hag-
vaxtar og ff amþróunar þar í landi. Þeir
reikna með að auka olíuinnflutning
sinn um helming fram til ársins 2010.
Vamarsamtök Mið-Asíuríkja, þar
sem Rússar og Kínverjar verða öflug-
astir, eiga eftir að dafna og fastlega er
búist við að þau muni brátt eignast
höfuðstöðvar, ráðherraráð verði skip-
að og ffamkvæmdastjóri ráðinn.
Og í miðju bandalaginu em Banda-
ríkjamenn að koma sér fyrir í her-
stöðvum í þeim löndum sem verja
skal.
Breyttur heimur
Sú valdabarátta sem fram fer í Mið-
Asíu er undarleg í augum þeirra sem
vanir em að líta á átakalínumar sem
jámtjöld og berlínarmúra milli aust-
urs og vesturs. En þær breytast og
ærið er langt síðan farið var að spá
spennu milli norðurs og suðurs eða
jafhvel milli múslímaheimsins og
norðurs og vesturs. En ef til vill eru
það olíulindimar einar sem skipta
sköpum og bandalögin snúast um yf-
irráð þeirra.
Ekki fór mikið fyrir heræfingunum í
Mið-Asíu um daginn enda tóku ekki
nema um 1.500 manns þátt í þeim. En
þær em áreiðanlega undanfari mun
meiri tíðinda um hvemig átakalínur
munu skipast á nýhafinni öld.
(M.a. byggt á The Guardian)