Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Qupperneq 16
16 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 Útlönd itieinwrinn í.hPtötskutm Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Vilja ræða við Suu Kyi BURMA: Bandarískstjórnvöld hafa fram fram á það við her- foringjastjórnina í Burma að fá að ræða við baráttukonuna Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, svo að ganga mætti úr skugga um hvort hún væri í hungurverkfalli eður ei. Bandaríkjamenn til- kynntu síðastliðinn sunnudag að Suu Kyi hefði farið í hungur- verkfall til að mótmæla fangels- un sinni. Herforingjastjórnin þvertekur fyrir að svo sé. Háttsettur embættismaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins lét að því liggja í gær að þar á bæ væru menn ekki vissir um hvort Suu Kyi væri enn í hung- urverkfalli. Suu Kyi hefur verið í haldi frá því í lok maí í vor. Skipt um lit SVALBARÐI: Ákveðið hefur verið að eini svarti ísbjörninn á Svalbarða skipti um lit og verði framvegis hvítur. Um er að ræða skilti þar sem vegfarend- ur eru varaðir við ísbjörnum á sveimi. Bangsi var svartur á hvítum bakgrunni. Eftirfjöl- margar kvartanir hafa yfirvöld fallist á að breyta skiltinu og hafa ísbjörninn hvítan. Þeir Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, neituðu í gær að styðja drög Bandaríkja- manna að nýrri ályktun í Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna um aukinn alþjóðlegan stuðning í (rak þar sem þau gangi ekki nógu langt. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem boðað var til eftir fund þeirra Schröders og Chiracs í þýsku borginni Dresden f gær og sagði Chirac að svo virtist sem tillaga Bandarfkjamanna uppfyllti ekki þau meginmarkmið að færa póli- tíska ábyrgð nógu fljótt í hendur írösku ríkisstjórnarinnar og Sam- einuðu þjóðanna. Þar með er komin upp svipuð staða og fyrir stríðið í Irak þegar Frakkar og Þjóðverjar neituðu að styðja ályktun Bandaríkjamanna og Breta sem heimilaði hernaðarað- gerðir í írak. Engin eftirgjöf í drögunum, sem kynnt voru í gær, segir aðeins að Sameinuðu þjóðimar skuli taka þátt í undir- búningi að myndun nýrrar ríkis- stjórnar í írak en ekkert um að Bandaríkjamenn gefi eftir pólitísk eða hernaðarleg völd. Drögin gera einnig ráð fyrir að öryggisráðið heimili að senda al- þjóðlegar hersveitir undir einni stjórn til Iraks til þess að tryggja frekara öryggi og stöðugleika í Iandinu en þó undir yfirherstjórn Bandaríkjamanna. Þá kemur fram í drögunum að íraska framkvæmdaráðinu verði falið að vinna að drögum að nýrri stjórnarskrá og að undirbúningi og tímaáætlun fyrir lýðræðislegar kosningar en í samvinnu við her- stjórnina og fulltrúa SÞ. Ekki nógu fljótvirkt „Við erum auðvitað tilbúnir til þess að skoða tillögurnar en við fyrstu skoðun virðast þær í megin- markmiðum ekki ganga nógu langt, það er að segja að færa póli- tíska ábyrgð nógu fljótt í hendur írökum sjálfum," sagði Chirac. Hann bætti við að tillögurnar sýndu að bandarísk stjórnvöld væru að endurskoða afstöðu sína en gæfu þó alls ekki nægilega mikið eftir. Komin upp svipuð staða og fyrir stríðið þegar Frakkar og Þjóðverjar neituðu að styðja ályktun Bandaríkjamanna og Breta. Gerhard Schröder tók í sama streng og sagði að fraska þjóðin hefði þurft að þola miklar þjáning- ar vegna stríðsins og nú sífelldra skæruárása. Hún þyrfti því virki- lega á skjótum stöðugleika og lýð- ræði að halda. „Það næst ekki nema Sameinuðu þjóðirnar taki yfir ábyrgðina á póli- tískri þróun í landinu og írösk stjórnvöld taki við völdum við fyrsta tækifæri," sagði Schröder. Veit ekki hvað þeir vilja Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem harðast hefur barist fyrir nýrri ályktun í Öryggis- ráðinu, sagði í gær eftir að hafa fengið skilaboðin frá Dresden, að hann hefði ekki enn fengið tækifæri til þess að skoða málið nákvæm- lega né hvað þeir Schröder og Chirac meintu. „Ég átta mig ekki alveg á hverju þeir eru að leita eftir eða hverjum þeir vilja afhenda ábyrgðina á stjórnun Iraks ef við ætluðum að gera það strax," sagði Powell. Dominique de Villepin, utanríks- ráðherra Frakklands, var nákvæm- ari í yfirlýsingu sinni í gær og sagði að ályktunin yrði að færa íröskum stjórnvöldum þau völd sem þau þyrftu til þess að stjórna efnahags- uppbyggingu þessa • „olíuríka" lands. „Bandarísk stjórnvöld eiga strax að afhenda írösku bráðabirgða- stjórninni, undir stjórn Pauls Bremers, alla stjórn félags- og efna- hagsmála í írak," sagði Villepin. Öryggisráðið fundar í dag Sendiherrar ríkjanna fimm, sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráði SÞ, hittust á lokuðum fundi í morgun fyrir fullboðaðan fund ráðsins seinna í dag og sögðu stjórnmála- skýrendur að fram hefði komið mikil óánægja með drögin og svo virtist sem flestir fulltrúar landanna fimmtán, sem sæti eiga í öryggis- ráðinu, hefðu eitthvað við þau að athuga. Frakkar hafa þegar lagt fram Iista yfir breytingar sem þeir vilja gera á drögunum og ganga þær út á það að hraða því að írakar taki sjálfir við stjórn eigin mála. SCHRÖDER OG CHIRAC Áfram á móti. Þjóðverjar einna latastir í Evrópu Goðsögnin um hina vinnusömu Þjóðverja virðist ekki eiga við nein rök að styðjast, ef marka má niðurstöður könnunar Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) á vinnu- stundafjölda. LETIHAUGAR: Gerhard Schröder Þýskalandskanslari ætti að fá landa sína til að vinna meira til að koma landinu upp úr þeirri efnahagslægð sem það er í. Þjóðverjar fá fleiri frídaga en flestir aðrir. Könnunin leiddi í ljós að Þjóðverjar vinna einna minnst allra Evrópuþjóða og verja ekki nema einum sjötta tíma síns t' vinn- unni. Þýskir vinna að meðal- tali 1.447 klukkustundir á ári. Til samanburðar má geta þess að íslendingar vinna að meðaltali 1.847 stundirááriogjapanar 1.859. Vinnusamastir allra eru Suður- Kóreumenn, með hvorki meira né minna en 2.447 stundir, eða eitt þúsund stundum fleiri á ári en Þjóðverjar. Þá fá Þjóðverjar líka flesta frí- daga, eða 43 á ári. Abbas tilbúinn að láta af embætti Mahmoud Abbas, forsætis- ráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar, segist reiðubú- inn að láta af embætti fallist palestínska þingið ekki á að veita honum aukin völd. Abbas sagði þingmönnum í gær að nauðsynlegt væri fyrir hann að fá aukin völd yfir örygg- issveitum Palestínumanna til að reyna að bjarga svokölluðum Vegvísi að friði. Yasser Aráfat, forseti Palestínumanna, hefur aftur á móti verið tregur til að fallast á kröfur hans. Abbas, sem var skipaður f embætti í apríl eftir mikinn þrýsting frá Bandaríkjamönnum, gekk ekki svo langt að fara fram á traustsyfirlýsingu þingsins. Ah- IÞINGHÚSINU: Mahmoud Abbas, for- sætisráðherra Palestínumanna, fór fram á aukin völd þegar hann kom fyrir palestínska þingið í gær. med Korei þingforseti sagði hins vegar að 15 af 85 þingmönnum hefðu farið fram á að fá að leggja fram tillögu um vantraust á Abbas. Þeirri ósk hefur ekki enn verið svarað. Fari svo að þingið, þar sem stuðningsmenn Arafats eru í meirihluta, hreki Abbas úr emb- ætti gæti það orðið til þess að friðartilraunir Bandaríkjamanna og annarra fari út um þúfur. Ekki verður það heldur til að bæta ástandið að í morgun skutu ísraelskir hermenn meintan harðlínumann til bana í Vestur- bakkaborginni Nablus. Her- mennirnir höfðu komið til að handtaka manninn og félaga hans en þeir neituðu að gefast upp fyrir dátunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.