Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Síða 17
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 FRÉTTiR 17 Berlusconi í hryðjuverk FRELSISÁST: Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, segist meta frelsið svo mikils að hann myndi gerast hryðjuverkamaður ef hann byggi í ólýðræð- islegu ríki. Þetta kemur fram í viðtali við Berlusconi í breska tímaritinu Spectator. Berlusconi, sem sætir ákæru fyrir spillingu, sendir ítölskum rann- sóknardómurum einnig tóninn í viðtal- inu. Hann segir dómar- ana standa neðar í þró- unarstiganum en aðra menn og að auki gangi þeir ekki andlega heilir til skógar. BNA stendur enn ógn af al-Qaeda Bandaríkjunum stendur enn ógn af al-Qaeda og útsendara hryðjuverksamtaka Osama bin Ladens er að finna í landinu. Þetta er mat embættismanna bandarísku alríkislögreglunnar FBI og ráðuneytis innanríkisöryggis- mála, tveimur árum eftir hryðju- verkaárásirnar á New York og Was- hington. Larry Mefford, aðstoðarforstjóri þeirrar deildar FBI sem berst gegn hryðjuverkum, sagði að meiri hætta stafaði af al-Qaeda en af hryðjuverkamönnum sem starfa einir síns liðs. George W. Bush Bandaríkjafor- seti ætlar að minnast tveggja ára af- mælis hryðjuverkaárásanna 11. september. Það verður þó gert á látlausari hátt en í fyrra, á eins árs afmæli árásanna. NEW YORK: Svona er nú umhorfs þar sem turnar World Trade Center stóðu á Man- hattan fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. sept- ember 2001. Uppbygging á svæðinu er þegar hafin. Bush forseti ætlar að minnast atburðanna í næstu viku. Móöir 10 ára dóttur: “Krakkarnir ískólanum voru farnir að stríða dóttur minni vegna þess að það var reykingalykt afhenni”. Nokkrir lesendur, sem hefur gengið vel að halda út reykleysið, hafa sent okkur rafpóst og greint frá helstu ástæðum fyrir því að þau voru svo ákveðin að hætta. Við birtum glefsur úr þessum bréfum: Til hamingju með ákvörðunina og árangurinn! “Ég var orðin hræddur við sjúkdómseinkenni, kominn með morgunhósta með Guðbjörg Pétursdóttir, slímuppgangi". hjúkrunarfræðingur. Ung kona sem er nýbyrjuð í hjálparsveit: “Ég vil hafa eðlilegan púls í álagi, ég hefreyktí 10 árog nú ernóg komiðl”. Einstaklingur um 50: “Ég heffengið berkjubólgu ofoft". Ung hjón sem giftu sig í sumar: “Við viljum vera fyrirmynd fyrirbörnin sem við ætlum að eignast!" “Ég vilbæta heilsufarið og vera fyrirmynd fyrir drenginn minn". "Ég vinn á reyklausum vinnustað og það má ekki reykja á lóðinni. Ég nenni ekki að híma úti á annara manna lóðum og reykja/" “Það er of dýrkeypt fyrir heilsuna! Pabbi dó úr reykingum 65 ára og ég finn að heilsa mín er ekki sem best". “Þetta er ofdýrt fyrir mig, en það kostar mig um 190 þúsund á ári að reykja". “Ég vil stjórna mér sjálf, mér finnst það alger skömm að láta sigarettuna stjórna mér”. “Ég er orðin 30 ára og nú er komið nóg!” Til hamingju með ákvörðunina og árangurinn! Haldið áfram að senda mér línur um það sem þið eruð að gera! Gangi ykkur sem best! Kveðja, Guðbjörg. Nicotinell lengur en 1 ár. Nikótin getur valdió aukaverkunum, s.s. svima, höfuöverk, ógleöi, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði viö lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.