Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Qupperneq 18
78 MENNING FÖSTUDAGUR S. SEPTEMBER 2003 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 TMM enn á tímamótum TÍMARIT: Edda útgáfa hefur hætt útgáfu Tímarits Máls og menningar og verður væntan- legt hausthefti hið síðasta það- an. Bókmenntafélag Máls og menningar, sem stendur utan Eddu, hefur eignast tímaritið og hyggst hefja útgáfu þess á sínum vegum í ársbyrjun 2004. Tímarit Máls og menningar var félagsbréf bókaútgáfu Máls og menningaráárunum 1937-9 en 1940 varð það formlegt tímarit um menningu og þjóð- mál og er því komið yfir sex- tugt. Þótti velunnurum þess leitt að leggja það niður, og nú standa vonir til þess að það fái að lifa lengur. Starfshópur verður skipaðurtil að ræða framtíðarform þess og inni- hald. tmm Spænska TUNGUMÁL: Námskeið í spænsku hefst hjá Endurmenntun Hí 15. sept. Markmiðið er að þátttakendur geti bjargað sér við algengustu aðstæður að námskeiði loknu og geti búið til og skilið einfaldar setningar. Unnið er með hversdagslegan orðaforða úr daglega lífinu. Skráning á http://www.endurmennt- un.hi.is/tungumal-flokk.asp?ID=28h 03 HROILUR FERMÉR UM HJARTARÆTUR: Kristinn Sigmundsson túlkar Sdiumann með Jónasi Ingimundarsyni. DV-mynd E.ÓI. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson flytja Ijóðaflokka Schumanns í Salnum: Snillingur af holdi og blóði Und eh ich's gedacht, war alles verhallt, Die Nacht bedecket die Runde, Nur von den Bergen noch rauschet der Wald Und mich schauer's im Herzensgrunde. Rödd Kristins Sigmundssonar hijómar áreynslulaust um alla kima Salarins þegar blaðamaður laumast inn á miðja æfingu. Hann er að syngja eitt síðasta ljóðið úr Söngvasveig opus 39 eftir Robert Schumann og vísan er svona í þýðingu Reynis Axelssonar: En fyrren varði var hljómurinn dáinn út, nóttin hylur svæðið, skógarþyturinn einn heyrist frá hæðunum, og hrollur fer mér um hjartarætur. Tíbrárröð Salarins hefst á sunnudagskvöldið kl. 20 og opnunartónleikarnir eru hrein ger- semi. Þá flytja Kristinn Sigmundsson bassi og Jónas Ingimundarson pfanóleikari tvo magn- aða Ijóðaflokka eftir Schumann, Liederkreis op. 39 og Kemerljóðin op. 35. Fyrri flokkurinn er við ljóð eftir Joseph von Eichendorf en sá seinni við ljóð eftir Justinus Kerner. „Við Jónas höfum einu sinni flutt Söngvasveiginn áður,“ segir Kristinn í hléi milli flokka, „en Kernerljóðin hef ég aldrei sungið áður opinberlega." Geðsveiflumúsík Þegar Kristinn er beðinn að lýsa flokkunum tveimur segir hann að Söngvásveigurinn op. 39 sé „einhvers konar eirðarleysis-, taugaveikl- unar- og geðsveiflumúsík, hver sveiflan á fæt- ur annarri. Og reyndar er ekki erfitt að sjá ástæðurnar fyrir þeim sviptingum," bætir hann við. „Flokkurinn er saminn á miklum umbrotatímum í líft tónskáldsins, í apríl 1840, þegar óvíst var hvort hann og Clara Wieck fengju að eigast." Clara var níu árum yngri en Robert, dóttir píanókennara Schumanns, og faðirinn vtldi hreint ekki að dóttir hans yrði gefin þessum manni. Hann fór í mál til að reyna að hindra hjúskapinn, en Schumann vann málið og þau fengu að eigast. „Þessir erflðleikar koma fram í tónlistinni," segir Kristinn, „Schumann hefur valið ljóð í takt við tilfinningar sínar og það skiptast á kvíðastemningar og sæluandvörp. í lokin er eins og allt hafi fallið í ljúfa löð - „... tunglið og stjörnurnar segja það, og lundurinn hvíslar það í draumi, og næturgalarnir syngja það: Hún er þín, hún er þín." Þannig endar flokkur- inn á uppsveiflu og bjartsýni. Robert og Clara giftu sig 12. september 1840 og eftir brúðkaupið gerir hann lögin við ljóð Kerners," heldur Kristinn áfram. „Það er allt annar karakter í þeim, stærri, sjálfsöruggari, samt endar flokkurinn í svartasta þunglyndi - þó að það sé kannski ekki söluvænlegt að nefna það!" Persónuleg rómantík „Schumann var geðveikur, líklega af völdum sýfilis, og endaði ævi sína á hæli," segir Jónas. „Rómantík hans er miklu persónulegri, tauga- veiklaðri, óöruggari en annarra rómantískra tónskálda. Maður finnur meira fyrir honum sjálfum í tónlistinni en hjá hinum. Hans innsta kemur (gegnum tónlistina." „Hann hefur þjáðst af mikilli vanmeta- kennd," segir Kristinn. „En þegar hann nær fluginu þá flýgur hann kannski hærra en allir hinir," segir Jónas, „það tekst bara ekki alveg alltaf." „Nú hef ég ekki athugað hver afköst hans eru á hverjum tíma, en víst er að fyrir 1840 hafði hann samið örfá ljóðalög," segir Kristinn. „Hann leit niður á það form og hafði látið það óspart í ljós! En svo kemur þetta ár með sfnum miklu viðburðum og á því eina ári semur hann í kringum 130 ljóðalög! Dichterliebe, Frauen- liebe und -Leben, lög við ljóð eftir H.C. Ander- sen, Heinrich Heine og fleiri og fleiri. Svo hætt- ir hann nær alveg að semja ljóðalög þar til dregur að ævilokum kringum 1850." „I upphafi ædaði Schumann sér að verða pí- anóleikari og öll hans fyrstu verk eru stórfeng- leg píanóverk," bendir Jónas á. „Meðal þeirra eru mörg glæsilegustu verk rómantíska tíma- bilsins." Brothættur snillingur - Er mikill munur á að syngja Scumann og til dæmis Schubert? „Já, það er mikill munur," segir Kristinn með þunga. „Menn greinir á hvor þeirra sé erfiðari, en mér finnst Schubert miklu auðveldari. Ef maður fer eftir öllu sem stendur á pappírnum hjá honum þá getur maður verið nokkuð ör- uggur. Það þarf ekki að skálda mikið. En Schumann er - hvernig á ég að orða það? Brot- hættari. Maður verður auðvitað að syngja eftir öllu sem stendur og túlka textann en það er ekJd nóg. Schumann krefst þess að maður sé stanslaust eins og kvikfiskur í andanum." „Schubert var óskiljanlegt fyrirbæri, alger snillingur," bætir Jónas við. „Hann er svo barnslegur að ef maður gerir ekkert fyrir verk- in hans þá er það of lítið en um leið og maður gerir eitthvað er það strax of mikið! Þetta er vandi. En þeir sem gefast á vald þessum tær- leika og einlægni þeir standa býsna nálægt Schubert. Schumann er meira af holdi og blóði." - Hvorn er þá meira gaman að syngja? spyr blaðamaður Krisún. „Fyrir mig er meiri áskorun að syngja Schumann," svarar Kristinn um hæl, „þó ég njóti beggja. Það er eitthvað við Schumann sem hangir saman við tilfinningaólguna sem við vonim að tala um áðan - stemningin getur breyst frá einum takti til annars. Stundum verða til algerar andstæður. Ef maður er ekld með í huganum og sálinni þá fellur þetta dautt niður, en ef maður fer að lyfta undir það vísvit- andi þá verður það væmið og ógeðslegt. Mað- ur er alltaf að feta einstigi þarna á milli." „Þess vegna er músíkin líka síný," segir Jónas. „Við æfum og æfum en svo gerisf kannski eitthvað alveg nýtt á tónleikunum og allir í salnum finna það." „Með þvf erfiðasta sem ég hef gert er þegar við fluttum Dichterliebe," rifjar Kristinn upp. „Þar er pi'anóið í aðalhlutverki og ég svona sögumaður, en þar kynntist ég þessum brot- hætta karakter. Manni finnst stundum að maður sé með næfurþunna glerplötu - skæni - í höndunum og ef maður lyfti henni óvarlega þá detti hún sundur í miðjunni. En þegar manni loksins tekst að höndla þetta fi'na skæni þá er tónlistin alveg göldrótt." Tónleikarnir eru helgaðir minningu Hall- dórs Hansens, barnalæknis og tónlistarfröm- uðar. GLAÐIR LISTAMENN: Tríó Reykjavíkur og tónskáldið John Speight. DV-mynd GVA Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg Tríó Reykjavíkur hefur sitt 14. starfsár í samvinnu við Hafn- arborg á sunnudagskvöldið. Tónleikaröðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. í tríóinu eru Guðný Guð- mundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Máté. Fyrstu tónleikar tríósins verða á sunnudagskvöldið kl. 20. Á efn- isskránni er tríó í e-moll eftir Jos- eph Haydn og tríó í C-dúr eftir Jóhannes Brahms. Að auki mun tríóið flytja „Out of the Gothic North", píanótríó eftir John Speight. Verkið var samið fyrir hollenska tríóið Osiris og frum- flutt þar í landi árið 1996. Tríó Reykjavíkur frumflutti verkið á íslandi vorið 1998 en gefur áheyrendum nú kost á að heyra það aftur fimm árum síðar. John Speight hefur starfað á fs- landi um áratugaskeið, sem tón- skáld, söngvari og kennari. Hann er eitt afkastamesta tónskáld hérlendis og hafa tónsmíðar hans vakið æ meiri athygli á und- anförnum árum. Jólaóratóría hans hlaut frábærar viðtökur bæði áheyrenda og gagnrýnenda og hlaut hann íslensku tónlistar- verðlaunin fyrir hana í ár. Næstu tónleikar verða 16. nóv- ember og bera yfirskriftina „Mozart að mestu".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.