Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Síða 19
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MENNING 19 Skuggaleikir í Aþenu Umdeildur heimspekingur BÓKMENNTIR: Bókautgefend- ur keppast nú við að gefa út bækur höfunda sem væntan- legir eru á Bókmenntahátíð í Reykjavík í næstu viku. JPV út- gáfa sendir frá sér glæpasög- una Skuggaleiki eftir Kúbverj- ann José Carlos Somoza sem hlaut hin virtu alþjóðlegu glæpasagnaverðlaun Gullna rýtinginn árið 2002. Sagan gerist í Aþenu til forna. Þarfinnst ungur maður látinn og illa útleikinn eins og eftir úlfa. En lærifaðir hans hefur grun um að annað og meira búi undir þessum skelfilega at- burði og leitartil ráðgátu- meistarans Heraklesar Pontórs. Ekki skánarástandið þegar fleiri nemendur Platóns falla í valinn ... Somoza les upp á Bók- mennta- hátíð á miðviku- dags- kvöldið kemur og tekur þátt í umræð- um um glæp og refsingu á fimmtudaginn. FYRIRLE5TUR: Á morgun kl. 14 heldur Peter Singer, kennari við Princeton-háskóla og einn umdeildasti siðfræðingur sam- tímans, fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla (slands í boði Heim- spekistofnunar. (erindi sínu mun Singer tala um heimspeki náttúruverndar út frá gildi náttúrunnar fyrir manninn. Singer er kunnur fyrir baráttu sína fyrir umhverfis- og dýra- vernd bæði í heimalandi sínu Ástralíu og víðs vegar um heiminn. Hann er einn fárra akademískra fræðimanna sem hefur tekist að brúa bilið milli strangfræðilegrar umræðu og deilumála í samtímanum sem setja mark sitt á allt hversdags- líf manna. Esperanto TUNGUMÁL Esperanto er hlut- laust tungumál sem ætlað er að stuðla að mállegum samskiptum á jafnréttisgrundvelli og hefurverið að þróast í meira en hundrað ár sem talmál, bókmenntamál og vís indamál. 15. sept. hefst námskeið í því hjá Endurmenntun HÍ og hæc t er að skrá sig á http://www.endur- menntun.hi.is/tungu- mal-flokk.asp?ID=23h03 Leikfélag Akureyrar frumsýnir fjögur ný verk á afmælisvetri: Atvinnuleikhús í 30 ár AFMÆLISBÖRN: Starfsfólk og stjórn Leikfélags Akureyrar á nýju leikári. Þau láta ekki bilbug á sér finna þó að hús- ið þeirra sé lokað. Leikfélag Akureyrar fagnaði þrítugs- afmæli sínu sem atvinnuleikhús og bauð til kaffisamsætis á Græna hattinum að kvöldi 1. september, en þann dag fyrir 30 árum voru fyrstu atvinnuleikararnir ráðnir til starfa hjá félaginu. Þar sem atvmnuleikhúsið var hugsað sem nokkurs konar listamiðstöð fyrir Norðurland fór vel á því að fyrsta verkefni LA á því sviði var kynningarferð um nágrannabyggðir á vegum Menntamálaráðs með List um landið, samsetta dagskrá úr ljóðum Guðmundar Böðvarssonar, Landhelgiskvikmynd Magn- úsar Jónssonar og einþáttunginum Bónorð- inu eftir Anton Tsjekhof. Sýnt var í október á tíu stöðum á Norður- og Austurlandi, segir í Sögu leiklistar á Akureyri 1860-1992 og urðu leikhúsgestir 1045. Flokknum var hvarvetna vel tekið. Að austan og vestan Fyrsta frumsýning vetrarins er leikritið Er- ling eftir norska leikskáldið Axel Hallstenius, unnið eftir samnefndu skáldverki Ingvars Ambjornsens sem er nýkomið út á íslensku. Þetta er samvinnuverkefni við Sögn ehf. í Reykjavíkogverðurverkið frumsýnt 11. sept- ember í Freyvangsleikhúsinu í Eyjaijarðar- sveit og í Loftkastalanum í Reykjavlk tveimur dögum seinna. Leikfélagið getur ekki notað Samkomuhúsið framan af vetri vegna við- gerða sem þar standa yfir en gert er ráð fyrir að þeim ljúki 19. desember. Undarlegi norski mömmudrengurinn Er- ling hefur hreiðrað um sig við hjartarætur lesenda og bíógesta undanfarin ár og verður spennandi að sjá hvernig Benedikt Erlings- syni leikstjóra og Hallgrími Helgasyni, sem þýðir og staðfærir verkið, tekst að komahon- um til skila. Aðalhlutverkið leikur Stefán Jónsson en Jón Gnarr leikur þursinn sem Er- ling deilir íbúð með. Önnur sýning vetrarins er Ástarbréf eftir A.R. Gurney. Verkið íjallar um samband tveggja einstaklinga ævina á enda í gegnum bréfaskriftir. Það var samið 1989 og sýnt í ÞjóðleiJchúsinu 1993. Þá léku Gunnar Eyjólfs- son og Herdís Þorvaldsdóttir hlutverkin tvö í verkinu við miklar vinsældir. Nú feta Þráinn Karlsson og Saga Jónsdóttir í fótspor þeirra. Þriðja frumsýning leikfélagsins er Eldað með Elvis sem hefur farið sigurför um heim- inn. Það eftir Lee Hall sem m.a. hlaut ósk- arsverðlaun fyrir kvikmyndahandrit sitt um Billy Elliot. íslenskt fyrir börn og fullorðna Fjórða sýning vetrarins er barnasýningin Búkolla eftir Hildigunni Þráinsdóttur en verkið var frumsýnt síðastliðið vor og hlaut góðar viðtökur barna og fullorðinna á þeim örfáu sýningum sem húsið var laust til sýn- inga. Lokafrumsýning vetrarins er sfðan nýtt BÚKOLLA: Vinsælasta íslenska þjóðsagan verður vin- sælt barnaleikrit. sérnorðlenskt samtfmaverk sem ber heitið Draumalandið og er samið af Ingibjörgu Hjartardóttur rithöfundi í Svarfaðardal. Sögusviðið er afdalur norður í landi þar sem þjóðfræg baráttumanneskja, „ekkjan við Sögusviðið er afdalur norður í landi þar sem þjóðfræg bar- áttumanneskja, „ekkjan við ána", berst fyrir lífi sauðkind- arinnar... ána“, berst fyrir lífi sauðkindarinnar og gam- alla úreltra drauma á kostnað eigin heilsu. Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann leikhús- stjóri. Ýmis önnur verkefni verða á vegum Leik- félagsins í vetur. í september fer af stað leiksmiðja barna í samvinnu við önnu Ric- hardsdóttur og Örnu Valsdóttur. Einnig hefur verið komið á fót nýju rannsóknar- og þróun- arsviði innan leikhússins sem er ætlað að vinna að nýsköpunarverkefnum undir hand- leiðslu Halldórs Þórssonar, leiklistarstjóra ís- lensku óperunnar. Fastráðnir leikarar f vetur verða fjórir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Saga Jónsdóttir, Skúli Gautason og Þráinn Karlsson. akureyri@dv.is -r Bókmenntahátíðin hefst á sunnudaginn: Upplesturog opin viðtöl Nú hefst Bókmenntahátíð í Reykjavík á sunnudaginn og stendur í heila viku. Opnun hátíðarinnar verður í Nor- ræna húsinu kl. 15 þar sem nóbelsverðlaunahafinn José Saramago og Thor Vilhjálms- son ávarpa gesti. Fyrsti upplesturinn hefst kl. 20 á sunnudagskvöldið í Iðnó. Þar lesa úr verkum «fnum Hall- grímur Helgason, franski spennusagnahöfúndurinn Emmanuel Carrere, sem skrif- aði m.a. Óvininn, Gerður Kristný, Svíinn Per Olov Enquist, höfundur Lfflæknisins og fleiri vinsælla bóka, og Yann Martel frá Kanada. Skáldsaga hans, Sagan af Pi, sem hlaut Booker-verðlaunin f fyrra, er ný- komin út á íslensku og þykir óhemjufrumleg og skemmtileg. í hádeginu á mánudaginn, kl. 12, ræðir Silja Aðalsteinsdóttir við Haruki Murakami frá Japan sem ítarlega var fjallað um hér f DV á miðvikudaginn. I tilefni af komu hans gefur Bjartur út aðra bók hans á íslensku, Spútnik- ástina, heillandi sögu um sam- band ungs manns við þrjár kon- ur. Á þessum hádegisfundi ræðir Hjálmar Sveinsson einnig við Israelsmanninn David Gross- man, einn fremsta rithöfund þjóðar sinnar. Kl. 15 á mánudaginn verða pallborðsumræður um enskar heimsbókmenntir undir stjórn Frfðu Bjarkar Ingvarsdóttur með Yann Martel, Nicholas Shakespeare ffá Englandi, höf- undi The Dancer Upstairs sem er nýkomin út á íslensku hjá Máli og menningu, Bill Holm frá Bandaríkjunum og Ástralanum Murray Bail, höfundi skáldsög- unnar Myrtusviður sem kom út hér í fyrra. Á mánudagskvöldið kl. 20 lesa síðan upp í Iðnó Haruki Murakami, Murray Bail, David Grossman, Vigdís Grímsdóttir og finnski vísindasagnahöfund- urinn Johanna Sinisalo sem hlaut Finlandiaverðlaunin árið 2000. Rithöfundarnir lesa upp á móðurmáli sínu en íslenskri þýðingu verður varpað á tjald. Hádegisspjall og pallborðsum- ræður fara fram á ensku nema annað sé tekið fram. Sjá nánar um dagskrá og gesti á vefnum www.bokmenntahatid.is. Myndlistaskólinn í Reykjavík Haustönn 2003 sjá www.myndlistaskolinn.is Barna- og unglinganámskeið og tjölbreytt nám á námskeiðum fyrir alla aldurshópa: Grundvallarnám í teikningu, málun, mótun, keramik ásamt fjölbreyttum námskeiðum fyrir lengra komna. Fornámsdeild: 40 eininga undirbúningsnám í dagskóla fyrir nám á háskólastigi MYNDUSTASKÓLINN |í reykjavík| Hringbraut 121 • 107 Reykjavík Skrifstofan opin mán.- fim. 14 -18 og fös.14 -17 • Sími 551 1990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.