Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Qupperneq 20
20 SKOÐUN FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 Ferskir vindar Á þessu hausti er hugur í því fjölmarga unga fólki sem náði kjöri til Alþingis í vor. Átján ný- liðar völdust á þing, þar af margir á þrítugsaldri eða laust yfir þrítugt. Þetta unga fólk hefur ekki setið auðum höndum í sumar heldur lagt drög að öflugu starfl á komandi þingvetri, ef marka má viðtöl DV við nokkra nýja þingmenn í blað- inu í gær. Hagsmunamál ungs fólks eru þessum þing- mönnum ofarlega í huga, sem von er. Fulltrúar Samfylkingarinnar sem rætt var við lögðu þannig áherslu á nýjar tillögur í menntamálum en nefndu einnig hugmyndir um sérstakan stuðning við fólk sem þarf í senn að standa undir miklum afborgunum af námslánum og háum leikskólagjöldum. Það hlýtur að teljast já- kvætt að til Alþingis veljist fólk sem þekkir af eigin reynslu hvernig búið er að ungum fjöl- skyldum. Persónuleg reynsla af aðstæðum hlýtur að dýpka skilning á þeim úrlausnarefnum sem þarf að fást við. Hún skapar hins vegar líka hættu á „hagsmunapoti" (sem er víst ekki óþekkt fyrirbæri á Alþingi) og hún er auðvitað engin trygging fyrir því að hver einasta tillaga sé skynsamleg eða hver einasta krafa um aukin ríkisútgjöld réttmæt. Þá er lofsvert að ungt fólk í stjórnarliðinu skuli vera ófeimið við að sýna frumkvæði og sjálfstæði. Þannig ætlar ung framsóknarkona að freista þess að fá Alþingi í lið með sér við að þrýsta á ráðherra í eigin flokki að afnema hið umdeilda rjúpnaveiðibann. Ungur þingmaður Þá er lofsvert að ungt fólk í stjórnar- liðinu skuli vera ófeimið við að sýna frumkvæði og sjálfstæði. Þannig ætlar ung framsóknarkona að freista þess að fá Alþingi í lið með sér við að þrýsta á ráðherra í eigin flokki að afnema hið umdeilda rjúpnaveiðibann. Ungur þingmaður Sjálfstæðisflokksins heitir því að minna ríkisstjórnina rækilega á lof- orð um skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins heitir því að minna ríkis- stjórnina rækilega á loforð um skattalækkanir og hyggst einnig beita sér fyrir úrbótum á bágri réttarstöðu skattgreiðenda gagnvart ríkisvald- inu, sem samflokksmenn hans bera vitanlega ábyrgð á. Allt þetta unga fólk sýnir þegar merki þess að það muni standa undir þeim væntingum sem ! kjósendur gerðu til þess. Bíllinn hættulegur börnum Greining á tölum um slys á 0-6 ára börnum í umferðinni á árunum 1991-2000 sýna að um 6 af hverjum 10 börnum slasast í bflum. Um 30 prósent slösuðust á gangi og um 10 prósent á reiðhjóli. í aldurshópnum 7-14 ára slösuðust 41 prósent í bflum á sama tímabili. Það er viður- kennt að börn, sérstaklega þau yngri, standa ekki jafnfætis fullorðnum í umferðinni. Sér- staða þeirra er augljós. Þau eru smávaxin og hafa mörg hver ekki nægilegan þroska til að vera ein í umferð, sjá ekki þá hættu sem getur skapast ef þau fara ekki rétt að. En öðru máli gegnir um fullorðna. Þess vegna er sú staðreynd uggvænleg að bfllinn sé hættulegasti staðurinn fyrir börn í umferðinni - þar sem þau eru undir forsjá fullorðinna og í umhverfi þar sem slysa- varnir eiga í flestum tilfellum að vera eins og best verður á kosið. Hátt hlutfall barna sem slasast í bflum hlýtur að vekja menn til um- hugsunar um annars vegar hegðun fullorðins fólks í umferðinni og hins vegar hvort öryggis- búnaður bfla taki nægilegt mið af yngstu far- þegunum, þeim sem setja fullkomið traust á þá fullorðnu. GeirH. Haarde spáirí útgjöld ríkisins, skattalækkanir, sölu Landssímans Skattalækkanir í „biðsti Fyrsta þingmál hvers vetrar er jafnan frumvarp til fjárlaga næsta árs. Ljóst er að aðhalds er þörf vegna vaxandi þenslu og stóriðjuframkvæmda. Þetta verður „aðhaldsfrumvarp", segir Geir H. Haarde fjármála- ráðherra í ítarlegu viðtali við DV, en hins vegar ekkert „kreppufrumvarp". „Við viljum sýna afgang, kannski á bilinu 3-7 milljarða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í DV- viðtali í júlí, spurður um fjárlög næsta árs, en hafði þann fýrirvara að varasamt væri að nefna eina tölu í því sambandi. Það væri tilgangslaust að freista þess að komast nær tölunni en þetta en hinar breiðu línur em ekk- ert leyndarmál: „Það er alveg ljóst að það er mikil uppsveifla fram undan vegna framkvæmda í tengsl- um við orkufrekan iðnað og virkj- anir á hálendinu. Við verðum strax í fjárlögum næsta árs að taka tillit til þess,“ segir Geir H. Haarde. „Við verðum þess vegna að reyna að búa þannig um hnútana að ríkissjóður sé ekki að efna til þenslu eða spennu á vinnumarkaði heldur þvert á móti að gæta fyllsta að- halds, og það er stefnan í fmm- varpinu fýrir næsta ár af hálfu ríkis- stjórnarinnar; að þetta verði að- haldsfrumvarp. Þar með er stefnt að því að það verði nokkuð mynd- arlegur afgangur á rekstrinum á næsta ári.“ Útgjöld standi í stað að raungildi Nýlega var birtur ríkisreikningur fyrir 2002 þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins jukust um 4,4% að raungildi á milli ára. (Þegar frá hafa verið taldar afskrifaðar skattkröfur og áhrif af framlagi vegna lífeyris- skuldbindinga.) Geir er spurður hvort stefnt sé að svipaðri eða minni aukningu ríkisútgjalda á næsta ári. „Sum þessara útgjalda em þess eðlis að það er mjög erfitt að sporna þar við ákveðnum vexti. Ég geri fastlega ráð fyrir því að á næsta ári verði almennt talað mjög lítil raunaukning á útgjöldum, nema til dæmis varðandi þær trygginga- greiðslur sem hanga saman við samninga okkar við eldri borgara og öryrkja. Að öðm leyti gemm við ráð fyrir því að það verði lítill sem enginn vöxtur raunútgjalda," segir Geir. Hann minnir á að næsta ár sé aðeins hið fýrsta af nokkmm ámm sem einkennist af mjög miklum -framkvæmdum. Það sé þess vegna mjög mikilvægt að ríkissjóður byrji Ég geri fastlega ráð fyr- ir því að á næsta ári verði almennt talað mjög lítil raunaukning á útgjöldum ríkissjóðs. strax að gæta að sér.“ - Hverjir munu helst fínna fyrir aðhaldinu? „Ég sé nú ekki að neinir sérstakir hópar þurfi að kvíða neinu. Þetta em alls ekki þannig fjárlög. Það er engin kreppa í landinu. En það em hins vegar ævinlega miklar kröfur og óskir til ríkissjóðs um margvís- legar framkvæmdir og umbætur af öllu tagi. Menn verða bara að fara aðeins hægar í sakirnar á næstunni; þetta mál snýst um það." Sundabraut í einkaframkvæmd Mikil umræða hefur orðið um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta Héðinsfjarðargöngum vegna yfirvofandi þenslu. En hvað með samgöngumál í höfuðborginni, til dæmis Sundabrautina, sem kynnt var til sögunnar á næstsfðasta kjör- tímabili en bólar enn ekkert á? Sú spurning vaknar hvort hún verði eitt af fórnarlömbum þenslunnar. Geir svarar því til að Sundabraut sé ekki á dagskrá á næstunni hvort eð er samkvæmt áætlun Vegagerðar- innar. Þetta sé hins vegar gagnleg framkvæmd - og hugsanlega megi flýta henni með því að standa öðruvísi að henni en hingað til hef- ur verið gert ráð fyrir. „Ég held að þetta geti verið mjög gagnleg framkvæmd. Við sjáum það til dæmis á fréttum hér í gær að um- ferðin um Ártúnsbrekkuna er komin upp í 82 þúsund bíla þegar mest er. Þessi framkvæmd myndi auðvitað létta mikið á þeirri umferð. Mér finnst alveg einboðið að hugsa sér þessa framkvæmd sem einkaframkvæmd þar sem yrði inn- heimt veggjald, vegna þess að menn hefðu alltaf þann kost að keyra Ártúnsbrekkuna. Þannig held ég að það væri hægt að fjármagna þetta nokkuð hratt og kannski flýta þessu miðað við það sem ella hefði orðið, því þetta er væntanlega ekki á dagskrá fýrr en eftir þó nokkuð mörg ár. Ég er alveg viss um að þessi framkvæmd er það arðsöm að hún gæti staðið undir veggjaldi alveg eins og Hvalfjarðargöngin.“ Viðskiptahalli ekki stórmál um þessar mundir Nýjar tölur sýna að viðskiptahalli var miklu meiri á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fýrra. Greiningar- deild íslandsbanka birti nýlega það álit, að þar sem ekkert lát virtist á hallanum gæti hann orðið 3% á ár- inu í stað 1% eins og bankinn spáði fyrir örfáum vikum. Fjármálaráðherra bendir hins vegar á að það verði gjarnan miklar sveiflur í innflutningi á milli mán- aða. Núna sé til dæmis mjög mikið flutt inn af atvinnutækjum vegna virkjunarframkvæmda. Hann tekur því ekki undir þær áhyggjur ís- landsbanka, að hugsanlega aukist viðskiptahallinn jafn hratt og óvænt aftur og hann hvarf. „Nýjasta spá Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins staðfestir það sem við höf- um haldið fram, að ástandið hér er mjög gott og þeir gera ekki ráð fyrir miklum halla á viðskiptajöfnuði í sínum spám frekar en aðrir spáaðilar hafa gert,“ segir Geir. Norðurál í járnum Stækkun Norðuráls er annað sem greining- ardeildir fjármálafyrir- tækjanna hafa dálitiar áhyggjur af um þessar mundir. Sumum virðist að stækkunin sé í al- gjöru uppnámi eftir að meirihluti hrepps- nefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafh- aði nýverið útfærslu Landsvirkjunar á Norð- lingaölduveitu. Geir segist vona að stækk- unin verði. „Ég tel að úrskurður setts umhverfisráðherra hafi byggst á því að það ætti ekki að fara inn á friðlandið í Þjórsárver- um með lónið en að það hafi ekki verið miðað við tiltekin hæðarmörk. staðan sé góð. Friðlandið sjálft skiptir auðvitað mestu máli. En niðurstað- an er ekki komin og þó að þetta setji strik í reikninginn geri ég mér nú vonir um að Landsvirkjun og önnur orkufýrirtæki getið unnið úr því máli. Þetta skiptir miklu máli fýrir okkur. En auðvitað er þarna líka annar aðili, Norðurál sjálft og eigendur fýrirtækisins, og þeir verða að gera upp við sig hvað þeir vilja gera. Við þurfum auðvitað að gæta þess gagnvart þeim að við missum ekki það sem þeir hafa hugsað sér eitt- hvað annað." Annað sem gæti haft áhrif á efna- hagsmálin er hækkun lánshlutfalls hjá Ibúðalánasjóði upp í allt að 90%, sem getið er um í stjórnarsáttmálan- um. Geir segir að nefnd sé að kanna STAÐAN GÓÐ: Geir segir að nýjar tölur um viðskiptahalla séu ekki sérstakt áhyggjuefni; spár sumra um 3% halla á ár- inu séu of háar, enda segi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að allar hliðar þess máls; hækkuninni sé ekki ætlað að leiða til hækkunar á húsnæðisverði og kanna verði hvort markaður sé fyrir ný skuldabréf. „Það vakna auðvitað ótal spurningar í þessu en það er verið að vinna í þessu af fullri alvöru." Vongóður um sölu Símans „Það sem er að gerast er það, að fjarskiptamarkaðurinn er almennt að taka við sér, ekki síst í útlönd- um,“ segir Geir spurður um hvern- ig mál standi með sölu Landssím- ans. Hann virðist nokkuð bjartsýnn á að hreyfing gæti komist á málið. „Miðað við þessa breytingu ætti ekki að vera óraunhæft að við gæt- um selt þetta fýrirtæki, eins og hef- ur verið ásetningur ríkisstjórnar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.