Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Page 21
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 21
Barnfóstrurnar
Ar:
Það vantar viðvaranir á smjör-
stykkin. Of mikil smjörneysla
getur valdið hjartasjúkdómum
og það þarf að vara fólk betur
við þessu. Stórir límmiðar, þar
sem sláandi staðhæfingum er
skellt fram með stóru letri og
hauskúpumyndir hafðar með til
áréttingar, gætu gert gæfu-
muninn og forðað mörgum
mætum manni frá hjartaslagi
og vömb.
Svo vantar viðvaranir í bíla.
Ógætilegur akstur veldur fjölda al-
varlegra slysa og á það mætti minna
með límmiðum um alla bíla; einum
á bílstjórahurðinni, tveimur á stýr-
inu og þremur í hanskahólfinu.
Eiginlega er ótrúlegt hvað víða
vantar viðvaranir, þrátt fyrir þrot-
laust starf opinberra barnfóstra
undanfarin ár. Það er til dæmis ekki
enn farið að sauma ábendingar í
nærföt þar sem mönnum er bent á
að þau eru ekki nægur klæðnaður
utandyra á köldum vetrardögum.
Sem þó er næstum ómótmælanleg
staðreynd sem óráðlegt er að ve-
fengja í verki.
Loforð landlæknis
Er ég orðinn galinn? Ja, þeir sem
hafa keypt sér vindlapakka nýlega
vita hversu langsóttar svona hug-
renningar eru eða hitt þó heldur.
Þeir eru að minnsta kosti alltaf að
stækka, límmiðarnir sem settir eru
á pakkana með persónulegu loforði
landlæknis um sjúkdóma og tor-
tímingu öllum til handa sem fá sér
reyk. Úr því menn eru byrjaðir á
opinberum hræðsluauglýsingum á
vinsælum neysluvörum, hvaða von
er þá til þess að þeir láti staðar
numið? Hvenær verður byrjað að
vara sælkera við of mikilli fitu-
neyslu? Varla dettur nokkrum í hug
að þessir tóbakslímmiðar segi reyk-
ingafólki nokkuð sem það ekki vissi
áður? Frá barnæsku hefur áróðri
tóbakshatara verið haldið að fólki,
ládausum fróðleik um hættuna af
tóbaki og sögum af illsku framleið-
enda þess er ausið yfir menn sýknt
og heilagt en samt reykir fjöldi
fólks. En aldrei er þetta fólk látið í
friði, hinir ryðjast meira að segja
með áróður sinn á pakkana sem
reykingafólk hefur keypt sér rán-
dýrum dómum.
Það er eins og reyklausa liðið geti
ekki sætt sig við að í þessum mál-
um gildir það sama og í öllum öðr-
um: það eru ekki ailir eins. Fólk
hefur ólíkar skoðanir, ólíkar lang-
anir og ólíkt gildismat, og - þó
reyklausa liðið muni auðvitað seint
samþykkja það - þá ættum við að
reyna að hafa það sem meginreglu
að hvert og eitt okkar megi sjálft
ráða sem mestu um eigið líf.
Breidd hurða
Það er ekki aðeins í reykingamál-
um sem hið opinbera leggur mikið
á sig til að hafa vit fyrir almennum
borgurum. Það er þvert á móti
þannig að barnfóstrutendens ríkis-
ins vex með degi hverjum. Enginn
má aka bifreið nema vera í belti.
Þeir eru alltafað
stækka, límmiðarnir
sem settir eru á pakk-
ana með persónulegu
loforði landlæknis um
sjúkdóma og tortím-
ingu öllum til handa
sem fá sér reyk.
Þeir vilja ekki einu sinni leyfa okkur
að hjóla nema vera með hjálm. Þeir
geta auðvitað ekki heldur unnt okk-
ur þess að taka f nefið, því þannig
gætum við skemmt í okkur slím-
húðina. Það er alltaf verið að lög-
vernda fleiri og fleiri starfsgreinar,
allt undir því yfirskini að það verði
að koma í veg fyrir að fólk leiti til
fúskara. Og alltaf er það
kúnninn sem á endanum þarf
að greiða kostnaðinn af
síflóknara eftirliti sem ríkið
heldur úti til að nappa fúskar-
ana. Ríkið virðist líta á borg-
arana sem börn og á sjálft sig
sem barnfóstru. Fólk má ekki
einu sinni ráða íbúðum sín-
um nema upp að vissu marki.
Ríkið hefur sett sérstaka
reglugerð þar sem settar eru
alls kyns reglur um stærð her-
bergja, flatarmál glugga,
breidd hurða og svo framveg-
is og svo framvegis og fram-
vegis. Það er meira að segja
tekið fram í reglugerðinni að
það sé bannað að ganga úr
svefnherbergi inn á salernið
nema það séu fleiri salerni í
íbúðinni. Þá er það í lagi.
Smoking
kills
REYKINGAR DREPA: Óhætt er að segja að það fari
ekkert á milli mála hvaða skilaboðum stjómvöld
vilja koma á framfæri með merkingum á vindlinga-
pökkum, bæði hér heima og erlendis.
Vont uppeldi
Já, allur er varinn góður. En þó
væntanlega sé sjaldnast ástæða til
að efast um að þær vilji vel, barn-
fóstrurnar í stofnunum, þingi og
ráðuneytum, þá eru þessar reglur
varhugaverðar. Auðvitað er ekld
skynsamlegt að klæða sig illa í köldu
veðri, taka f vörina eða aka beltis-
laus, en þetta eru ákvarðanir sem
hver og einn á að taka fyrir sig. Það
er líka þannig að með sívaxandi
barnfóstrureglum ríkisins þá venst
fólk af því að taka ábyrgð á eigin
málum. Fólk venst því að haft sé vit
fyrir því, að það sem sé varhugavert
sé einfaldlega bannað. Og á móti, að
það sem sé ekki bannað sé þá vænt-
anlega óhætt. Það er fyrir löngu
kominn tími til að snúa af þeirri of-
verndunarbraut sem ríki og sveitar-
félög hafa verið á undanfarin ár. Það
gengur ekki að allir starfsmenn hins
opinbera séu orðnir að fóstrum.
Nema fóstrurnar auðvitað. Þær eru
orðnar leikskólakennarar.
og fleira:
iðu" enn sem komið er
innar alveg frá 1999. Við misstum af
lestinni á þeim árum og síðan var
botninn dottinn úr markaðinum
þegar til stóð að gera þetta. En ég
vona að það verði hægt að selja fyr-
irtækið annaðhvort innlendum eða
erlendum aðilum og leysa úr læð-
ingi það fjármagn sem almenning-
ur á bundið í þessu fyrirtæki.
Mér finnst alveg ein-
boðið að hugsa sér
Sundabraut sem einka-
framkvæmd þar sem
yrði innheimt veggjald.
Ef okkur tækist að selja Lands-
símann er um að ræða tugi millj-
arða sem við myndum fá, ekki til
þess að eyða í rekstur eða bruðla
með heldur til þess að greiða niður
skuldir og búa í haginn. Það væri
auðvitað ánægjulegt ef það tækist
en um það höfum við ekkert hand-
fast og það er ekkert um það í fjár-
lagafrumvarpinu."
- Þú segist „vona“ að þetti takist.
En ertu „vongóður" um að það tak-
ist?
„[Hlær.j Það er svolítill munur á
því. Já, ég ætla að leyfa mér að vera
vongóður um það."
Merkileg breyting
Margir bíða þess spenntir hvort
og þá hve miklar skattalækkanir
koma til framkvæmda strax á næsta
ári. I stjórnarsáttmálanum er heitið
lækkun á tekjuskatti einstaklinga,
eignasköttum og erfðafjárskatti og
rætt um breytingar á virðisauka-
skatti „með það í huga að bæta kjör
almennings".
Geir segist ekki vilja ræða mikið
um einstök atriði sem tengjast fjár-
lagafrumvarpinu en stefnt sé að því
að taka fyrstu skrefin í skattamál-
um í samstarfi við aðila vinnu-
markaðarins f tengslum við kjara-
samninga í vetur. Málin séu því í
ákveðinni biðstöðu.
- En sýnist þér að hægt verði að
hafa veridagið þannig, eins og talað
var um fyrir kosningar, að lögfesta
lækkanirnar eins ogþær leggja sig í
vetur þótt þær komi til fram-
kvæmda í áföngum?
„Það var okkar hugmynd, sjálf-
stæðismanna, að reyna að gera það
jafnvel núna í haust. Um það hefur
ekkert verið samið en það er hins
vegar ágæt aðferð finnst mér -
hvort sem það er gert í haust,
seinna í vetur eða annað haust -
vegna þess að þá vita allir hvar þeir
standa. Þá vita þeir sem bera
ábyrgð á ríkissjóði hvaða tekju-
stofna þeir hafa fram f tímann og
það er held ég nauðsynlegt."
Þá verður merkileg breyting á
verklagi við fjárlagafrumvarpið að
þessu sinni. Samliliða því verður
nefnilega lögð fram langtímaáætl-
un um ríkisfjármál sem verður efn-
ismeiri en hingað til. Þar verða í
fyrsta sinn lagðar til grundvallar
pólitískar forsendur sem fjallað
hefur verið um í ríkisstjórn, þ.e.
markmið um afgang á ríkissjóði
næstu árin, umfang framkvæmda
og fleira.
Þó að [niðurstaða
hreppsnefndar um
Norðlingaöldu] setji
strik í reikninginn geri
ég mér vonir um að
Landsvirkjun og önnur
orkufyrirtæki getið
unnið úr því máli.
„Inn í það koma þá líka þessar
skattalækkanahugmyndir, að
minnsta kosti einhverjar fjárhæðir.
Þetta er heilmikil breyting og setur
mönnum visst aðhald; það verður
hægt að bera saman hvað menn
æduðu sér og hverju þeir ná fram."
olafur&dv.is
AÐHALD: Fjármálaráðherra segir að
fjárlagafrumvarpið muni einkennast af
aðhaldi, en það verði hins vegar ekkert
kreppufrumvarp og engir hópar þurfi
að kvíða því sem þar verður lagt til.
DV-MYND GVA
Sendiherra mælir
Viðtal við Jón Baldvin Hanni-
' balsson, sendiherra I Finnlandi, í
£JJ vikuritinu Birtu þótti dálítið
merkilegt.Venjaeraðsendiherr-
Q ar tjái sig lítið eða ekkert um
pólitík, en Jón Baldvin lætur það
“ö ekki aftra sér frá því að skjóta
gjj föstum skotum á ríkisstjórn (s-
lands. „Það er slæmt að við skul-
um ekki vinna kerfisbundið, eins
og Finnar
gerðu til dæm-
is, að rannsaka
málið í botn,"
segir hann um
Evrópumálin.
„Þetta þýðir að
Jón Baldvin þegaraðþví
Hannibalsson. rekuraðvið
getum ekki
frestað því lengur að vera hluti af
Evrópusambandinu verðum við
óviðbúin því. Það er slæmt og
það er óskynsamleg hegöun."
Sendiherrann lætur sem sagt ut-
anríkisráðherra og forsætisráð-
herra - yfirmenn sína - heldur
betur heyra það og sakar þá um
að vanrækja gjörsamlega skyldur
slnar. Hitt þykir líka merkilegt að
Jón Baldvin skuli telja fullvíst að
Island gangi fyrr eða síðar í Evr-
ópusambandið. Og eins að hann
skuli tala um mikilvægi þess að
„slá skjaldborg utan um“ Ingi-
björgu Sólrúnu og láta ekki
„andstæðingnum" takast að
eyðileggja hana. „Andstæðingar"
sendiherrans eru þá væntanlega
... Davíð og Halldór?
Bullurnar komnar
Með vél lceland Express frá
Kaupmannahöfn i gær kom all-
stór hópur Þjóðverja sem hingað
eru komnir til að styðja slna
menn I landsleiknum á morgun.
Þótti hegðun þeirra um borð síst
til fyrirmyndar.Til að mynda
heimtuðu þeir að fá að drekka
eigið áfengi, sem ekki er leyfi-
legt. Erfitt reyndist hins vegar að
stemma stigu við hinni ólöglegu
drykkju þar sem mennirnir höfðu
flestir meðferðis sömu bjórteg-
und og seld er í flugvélinni! I
Leifsstöð héldu „agabrotin"
áfram með sigarettureykingum
út um víðan völl, sem flugvallar-
starfsmenn máttu hafa sig alla
við að stööva. íslendingar um
borð hugguðu sig við að með
sama áframhaldi myndu menn-
irnir fyrirgera ferðafrelsi slnu
áður en flautað verður til leiks...