Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Side 25
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 TILVEF.A 25 Sænskt menningarhaust GARÐATORG: f dag hefst sérstakt menningarátak, helgað sænskri iðn- hönnun og sjónmenningu á Garða- torgi í Garðabæ, að undirlagi sænska sendiráðsins, Hönnunarsafns (slands, Garðabæjar og innflytjenda sænskrar iðnaðarvöru á landinu og lýkur því ekki fyrr en um miðjan nóvember. Þetta átak hófst með málstofu um „hönnun án landamæra" í samkomu- sal Vídalínskirkju kl. 9.30 í morgun. Síðan verður svo sjónum beint að þremur sýningum. Á morgun verður sýningin Ágæti - Úrvalshönnun frá Svíþjóð opnuð í og við sal Hönnunar- safnsins. Þennan sama laugardag verður opnuð sýning á sænskri iðnað- arvöru á Garðatorgi þar sem eiga hlut að máli allir helstu innflytjendur sænskrar iðnaravöru á fslandi. Þá mun Bókasafns Garðabæjar á Garðatorgi efna til sýningar á bókum eftir sænska höfunda í eigu safnsins, svo og bók- um um sænska hönnun, meðan sýn- ingarnar á torginu standa yfir. AUKINN ÁHUGIÁ MENNTUN: Kolbrún Erla Matthíasdóttir, markaðsstjóri hjá Endur- menntun Háskóla fslands, segir að áhugi fólks á að bæta menntun sína hafi aukist mikið síðustu árin. Örnámskeið , Kolbrún segir að í mörgum tilfell- um taki stéttarfélög þátt í kostnaði hjá fólki sem sækir námskeið og hún hvetur fólk til að skoða þann möguleika. í tilefni af tuttugu ára afmælinu bauð Endurmenntun HÍ upp á svo- nefnd örnámskeið sem eru stutt námskeið sem ætlað er að kynna það sem er í boði og að sögn Kol- brúnar skráðu sig um ellefu hund- ruð manns. „Við ákváðum að bjóða upp á brot af því besta eins og við kölluðum námskeiðin. Hvert þeirra tók um tvo tíma og það er búið að vera fullt út úr dyrum á hverju kvöldi." k/p@dv./s LESIÐ f SKÓGINN: Frá skógargöngu í Hólaskógi í Skagafirði i sumar. Haustgöngur hefjast: Gengið í þremur bæjarfélögum Haustgöngur skógræktarfélaganna eru syrpa haustgangna sem hefjast á morgun á þremur stöðum kl. 10. Göngurnar eru í fræðslusam- starfi við Kaupþing Búnaðarbank- ann og í samvinnu við Gárðyrkjufé- lag Island. Meðal annars er hugað að gömlum og merkum trjám og þau stærstu mæld. Þetta eru eins og hálfs til tveggja stunda léttar göngur, ókeypis og öllum opnar. Gengið verður allar helgar út ágúst- mánuð á 2-3 stöðum á landinu. Að þessu sinni verða göngur í Hafnar- firði, Hveragerði og Borgarnesi. Hafnarfjörður: Lagt verður af stað frá Kaldárseli og gengið með Undirhlíðunum og endað í Skólalundi sem er einn glæsiiegasti trjálundurinn í öllu bæjarlandinu, gróðursettur upp úr 1930. Staldrað verður við um stund áður en gengið verður til baka í Kaldársel. Þar verður boðin létt hressing. Til að komast að Kaldár- seli er ekið af Reykjanesbraut, á hringtorginu við kirkjugarðinn, inn á Kaldárselsveg og hann ekinn á enda. Göngustjóri verður Jónatan Garðarson. Hveragerði: Lagt verður af stað frá hvernum Grýlu, norðan við Hamar. Gengið verður suður fyrir Hamarinn inn í skógræktina upp Hamarsstíg yfir í Ölfusdal þar sem Landgræðslu- skógurinn verður skoðaður, ber tínd og litið á athyglisverð um- merki eftir sauðfé. Göngustjóri: Böðvar Guðmundsson skógfræð- ingur. Borgarnes: Safnast verður saman við Skalla- grímsgarð í Borgarnesi og gengið á slóðir fallegra og áhugaverðra trjáa í gamla bænum. Boðið verður upp á ketilkaffi. Göngustjórar: Ragnar Olgeirsson og Örn Símonarson. Kristinn H. Þorsteinsson, form. Garðyrkjufélags fslands, verður þeim til halds og trausts. AUGLYSING um úreldingu sauðfjársláturhúsa á árunum 2003 og 2004. Framkvæmdanefnd búvörusamninga auglýsir eftir umsóknum um úreldingu sauðfjársláturhúsa á árunum 2003 og 2004 þar sem greiddar veröa bætur í samræmi viö reglur nr. 651/2003 um úreldingu sauðfjársláturhúsa á árunum 2003 og 2004 en reglurnar eru birtar á heimasíöu landbúnaöarráöuneytisins, veffang: www.landbunadarraduneyti.is. Bætur fyrir úfeldingu er heimilt aö greiða eigendum sauðfjársláturhúsa sem hlotiö hafa löggildingu landbúnaöarráöherra og hafa verið nýtt til sauöfjárslátrunar árin 2000-2002. í framangreindum reglum kemur fram hvaöa upplýsingar skuli koma fram í umsóknum og hvaða gögn skulu fylgja. Umsóknir skulu sendar framkvæmdanefnd búvörusamninga, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 25. september 2003 ef úrelding tekur gildi 1. september 2003 en til 31. desember 2003 ef úrelding tekur gildi 1. janúar 2004 eða 1. desember 2004. Framkvæmdanefnd búvörusamninga, 3. september 2003. Smáauglýsingar ^ 550 5000 ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.