Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Side 36
36 DVSPORT FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 D V Sport Keppni I hverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sfml: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Benedikt maðurinn á bak við leikmanninn Jón Arnór KÖRFUBOLTI: Benedikt Guð- mundsson, þjálfari U16 og U18 landsliða Island, aðstoðarþjálf- ari A-landsliðs karla og þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis, er maður- inn á þak við leikmanninn Jón Arnór Stefánsson en hann þjálfaði hann hjá KR upp alla yngri flokkana og undir hans stjórn varð Jón Arnór meðal annars tvisvar sinnum valinn Scania-kóngur á óopinberu Norðurlandamóti félagsliða í Svfþjóð. „Af þeim sem hafa þjálfað mig í gegnum árin verð ég að nefna Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði mig upp alla yngri flokkana," sagði Jón Arnór um Benedikt. „Með metnaði sínum og áhuga fyrir þjálfun þá gerði hann ótúrlega hluti með okkur strákana. Þessi hópur hefur skilað sér upp og gæti myndað kjarnann að landsliðinu ífram- tíðinni. Benedikt tók mig líka í einstaklingsæfingarog þær æfingar hafa skilað mér miklu," sagði Jón Arnór um þátt Bene- dikts í velgengni sinni. „Ég hef verið mjög heppinn með þjálf- ara því Ingi Þór Steinþórsson tók síðan við mér þegar ég kom upp í meistaraflokk." Benedikt hefur áfram komið að málum hjá Jóni Arnóri þrátt fyrir að hann teljist ekki vera þjálfari hans lengur og var sem dæmi í miklu sambandi við hann meðan á æfingaferð hans í Dallas stóð í síðasta mánuði. Jón Arnór Stefánsson spilar í treyju númer tíu hjá Dallas Mavericks næsta vetur fari allt að óskum mér svolítið og ég heyrði að þeir væru ánægðir. Þetta var mikill óvissutími, ég þurfti að spila og sanna mig og á meðan voru menn eins og Mark Cuban og Donnie Nelson upp á svölunum að fylgjast með. Þetta var stress en ég var rosa- lega ánægður með það hvernig þetta spilaðist hjá mér. Ég vissi náttúrlega ekki alveg við hverju ég átti að búast enda hafði ég aldrei spilað á móti NBA-leikmönnum en það gekk bara vonum framar," sagði Jón Arnór sem fékk síðan fimm ára samning á borðið sem hann undirritaði á þriðjdaginn. Jón Arnór er síðan á leiðinni út þar sem liggur fyrir honum að komast í 15 manna leikmannahóp Dallas í vet- ur. „Ég vissi náttúrlega ekki alveg við hverju ég átti að búast enda hafði ég aldrei spilað á móti NBA-leikmönnum." „Ég fer út tólfta og það taka við þrotlausar æflngar fram að æfinga- búðunum," sagði Jón Arnór sem þarf að berjast við „NBA-refi“ um sæti í liðinu. vitað af og fylgst með mér þegar ég spilað heima 2001-2002. Það fannst mér fyndið enda er eins og þeir hafi augu alls staðar." Hef alltaf horft upp til Óla Jón Arnór Stefánsson viðurkenn- ir að stóri bróðir sinn sé mikill áhirfavaldur en Ólafur bróðir hans hefur náð frábærum árangri sem handboltamaður í erfiðustu deild í heimi. „Ég hef alltaf horft upp til Óla brósa og ég er þvílíkt ánægður fyrir hans hönd hvað hann hefur náð langt. Maður er stoltur af hon- um og innst inni langar mann að vera þarna í hans stöðu. Það má því segja að hann hafi keyrt mann áfram," segir Jón Arnór um Ólaf en þeir lyftu saman í sumar og þar var farið vel yfir það sem til þarf til að standa sig í heimi þeirra bestu. Þrátt fyrir að stefnan hjá Jóni Amóri sé sett á NBA-deildina er margt annað í boði fari Dallas-æv- intýrið á versta veg. Takist Jóni Am- óri ekki að vinna sér sæti í leik- mannahópi Dallas í vetur er hann með góðan samning við spænskt úrvalsdeildarlið á borðinu. „Ég hef það sem öryggisnet," segir Jón Amór um samningin en ólfkt mörgum öðmm Evrópubúum er Jón Arnór að koma mjög ungur inn í deildina og í raun á undan Græddi mikið á KR-árunum Jón Arnór spilaði á síðasta ári með Trier í þýsku úrvalsdeildinni og stóð sig þar mjög vel þrátt fyrir að hafa glfmt við meiðsli seinni hluta tímabilsins. „Ég tel að ég hafi farið út á hárréttum tíma og þar fékk ég að spila og tækifæri til að sýna mig. Ég græddi líka mikið á ár- unum hjá KR. Þar fékk ég einnig mikið að spila og fékk jafnframt að gera mín mistök en var ekki kippt strax út af," sagði Jón, en hann var í liði ársins í íslensku úrvalsdeildinni bæði 2001 og 2002 og var valinn leikmaður ársins seinna tímabilið. Jón Amór verður 21 árs seinna í september og hann tekur undir að draumurinn sé að rætast en er harð- ur á því að toppnum sé þó ekki náð. „Mig hefur dreymt um þetta síðan ég var polli og ég er kominn nálægt toppinum. Mér fannst þetta allt samt ótrúlegt þegar menn fóm að tala um að NBA-lið hefðu áhuga," sagði Jón Amór sem var ekki bara undir smásjánni hjá Dallas þegar Jón Arn- ‘ór Stefáns- son kom til lands- ins í gær og með í för var samn- ingur við eitt af þremur bestu körfuboltaliðum heims og Dallas-búningur númer tíu sem mun bera nafn hans næstu fimm árin. Á blaðamannafundi í gær kom fram að einn af hverj- um milljón körfuboltamönnum kemst í NBA og nú er Jón Arnór, sem enn á 17 daga í 21 árs ald- urinn, að upplifa draum allra körfuboltamanna. Jón Arnór hitti íslenska fjölmiðlamenn í gær og DV Sport mætti á stað- inn og fékk að kynnast ævintýr- inu á bak við að lsland á leik- mann í NBA-deildinni á ný. Það er ljóst að maður verður ekki leikmaður í NBA-deildinni á einni nóttu og það heyrðist vel á orðum Benedikts Guðmundssonar, upp- eldisþjálfara Jóns Arnórs, á blaða- mannafundi í gær að hann og Jón Amór hafa eytt flestum sumrum í að betrumbæta og fínpússa hans leik og að það liggur mikil vinna á bak við hans hæfileika. Jón Arnór hefur samt ekki farið troðnar slóðir á sín- um ferli og hann varð sem dæmi ís- landsmeistari árið 2000 án þess að hafa leikið deildarleik - lék sína fyrstu meistaraflokksleiki í úrslita- keppninni. Á þessu sést vel að Jón r Arnór er ekki vanur að taka lítil skref f átt að markmiðum sínum en öll eru þau úthugsuð og tekin af sönn- um fþróttamanni sem getur lagað sig fljótt að breyttum aðstæðum. DV Sport hitti Jón Amór að máli í gær og undirritaður spurði fyrst út f þetta afdrifadríka og ánægjuiega sumar sem hafði komið honum inn í deild þeirra bestu. „Ég var stressaður í byrjun þar sem ég var búinn að vera meiddur og gat ekki sýnt mig í þessarri sum- ardeild sem átti að vera tíminn þar ^ sem þeir áttu að skoða mig. Eftir að ég byrjaði f endurhæfingunni í Dallas fann ég þó strax mikinn mun á hnénu á mér. Ég fékk síðan að æfa undir þeirra stjórn í tvær til þrjár vikur og þar gátu forráðamenn og aðrir skoðað mig," segir Jón Amór um sfðasta mánuðinn í Dallas en hann gat hlerað það á meðan að 'l menn væm ánægðir með hann. „Þeir sögðu mér ekki mikið en ég með þessari einkaþotu liðsins. Ég hef heyrt svo mikið um hana að ég get ekki beðið eftir að stíga upp í hana," segir Jón Arnór og dásamar jafnframt alla aðstöðu í Dallas. Jón Arnór hefur þegar hitt nokkra af helstu stjörnum Dallas-liðsins og ber þeim vel söguna. „Þetta em ailt góðir strákar og ég hef ekki séð neina stjömustæla ennþá. Dallas- liðið er þekkt fyrir það, þar er gott andrúmsloft þar sem menn spila fyrir hver annan. Ég geri mér grein fýrir því að ég á enn eftir að læra mikið á NBA-leikinn og ég lít á þetta fyrsta ár sem mikið lærdóms- ár fyrir mig og ég býst ekki við að spila mikið. Ég ætla mér að læra af þessum gaurum eins og Steve Nash og Travis Best og reyna að bæta mig eins mikið og ég get," segir Jón Arnór sem segir að hann hefði valið Dallas eða Sacramento ef hann hefði fengið að ráða tii hvaða NBA- liðs hann fengi að fara. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvernig Jóni Arnóri tekst að feta sig í heimi þeirra bestu. Jón Arnór er ákveðinn f að standa sig en jafn- framt raunsær. „Ég veit að þetta getur klikkað en ég ætla að gera allt til að svo fari ekki. Þetta verður mjög spennandi og skemmtilegur tími." ooj.sport@dv.is mörgum háskólaleikmönnunum í Bandaríkjunum. „Ég hef smá-for- skot áþessa karla og ég ætla að nýta mér það." Jón Arnór er nú kominn heim í stutta heimsókn og þar tekur fjöl- skyldan vel á móti honum og hann telur stuðning hennar vera ómet- anlegan. „Ég á foreldrum mínum allt að þakka. Þau hafa stutt mig í gegnum ailt. Pabbi elskar íþróttir og er duglegur við að horfa á leikina hjá okkur og tala um þá við okkur eftir á þar sem hann er harður og segir það sem þarf að segja. Mamma heldur manni síðan niðri á jörðinni," segir Jón Arnór sem er „Þetta eru allt góðir strákar og ég hefekki séð neina stjörnustæla ennþá. Dallas erþekkt fyrir gott andrúmsloft þarsem menn spila fyrir hver annan." ekki spenntur fyrir löngum flug- ferðum en hlakkar þó til þeirrar fyrstu hjá Mavericks. „Það er alveg hrikalega leiðinlegt að fljúga en það verða kannski öðruvísi ferðalög

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.