Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Qupperneq 39
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 39 Bræðurnir leiða Rally Reykjavík Dýr er hrákinn KNATTSPYRNA: Senegalski landsliðsmaðurinn El Hadji-Di- ouf, sem leikur með Liverpool, hefur verið sektaður um 5000 pund, eða rúmar 600 þúsund krónur, fyrir að hrækja á stuðn- ingsmann Celtic þegar Liver- pool mætti Celtic í UEFA-bik- arnum á síðustu leiktíð. Diouf sagði að hann hefði brugðist svona illa við þar sem klappað var á hausinn á honum skömmu áðuren hann hrækti. „Ég vil enn og aftur biðjast af- sökunar á því sem gerðist en vil samt að fólk skilji hversu mikið mér brá þegar það var klappað á hausinn á mér," sagði Diouffulluriðrunaren hann hyggst greiða sektina þegjandi og hljóðalaust. DÝRT MUNNVATN: Diouf greiðir sektina með bros á vör. RALLY: Bræðurnir Rúnar og Baldur Jónssynir stóðu sig best á fyrsta degi Rallys Reykjavíkur en sex sérleiðir voru eknar í gær. Þeir hafa 3:31 mínútu for- skotá næstu lið. Dagurinn í gær var mjög við- burðaríkur. Strax á fyrstu sér- leið, um 500 m frá upphafi sér- leiðarinnar, gaf framhjólafest- ing sig á bifreið þeirra feðga Stefáns Gunnarssonar og Jónasar Stefánssonar. Valt bíll- inn við það, fór út af veginum og lenti í ánni Bugðu sem rennur með fram sérleiðinni. Engum varð meint af en keppnin heldur stutt hjá þeim Stefáni og Jónasi og spurning hvort þeir hafi ekki komist í metabækurnar með þessari frammistöðu sinni. Á Djúpavatni og Kleifarvatni gerðu rafmagnsbilanir vart við sig í bifreið þeirra Sigurðar Braga og Isaks. Það leiddi til þess að (sak eyddi mestum tíma í að þurrka innan af fram- rúðunni móðu frekar en að lesa upp leiðarnótur. I dag verður síðan ekið um Suðurland og spurning hvort bræðurnir halda forystunni. * Þurfum á heppni að halda ef við ætlum að sigra, segir landsliðsfyrirliðinn, Eiður Smári Guðjohnsen „Það er virkilega fín stemning í hópnum. Það vantar ekki þegar stórleikur er fram undan. Það hefur aldrei verið erfitt að ná upp stemningu í hópnum," sagði landsiiðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við DV Sport í kuldanum á Laugar- dalsvelli í gær. „Það er alltaf stemning í hópnum og gildir þá einu hvort fram undan er stórleikur gegn Þjóðverjum eða leikur gegn einhverri annarri þjóð. Adrenalfnið verður örugglega á fullu hjá öllum fyrir þennan leik því fyrir suma er þetta væntanlega stærsti landsleikur sem þeir hafa spilað á ferlinum. Ef við náum góð- um úrslitum þá verður þetta eitt- hvert skemmtilegasta verkefni sem maður hefur tekið þátt í,“ sagði Eiður sem segir að leikmenn séu al- gjörlega á jörðinni fyrir leikinn. „Ég held að allir leikmennirnir séu frekar jarðbundnir. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að við erum að fara að spila við Þýska- land. Lið sem lék til úrslita í heims- meistarakeppninni fyrir rúmu ári. Þannig að þetta er engin smáþjóð sem við erum að fara að mæta. Allt þetta bull og kjaftæði um að þeir séu í niðursveiflu er út í hött því þeir eru alltaf í úrslitum í nánast hverri einustu stórkeppni," sagði fyrirliðinn sem hefur trú á því að allt sé hægt í fótbolta. „Auðvitað getum við unnið því að það er allt hægt í fótbolta. Ég held að það sé samt ljóst að við þurfum heppnina með okkur og allir leikmenn verða að eiga sinn besta dag til þess að dæmið gangi upp. Höfum allt að vinna „Þetta eru skemmtilegustu leik- irnir. Maður er að minnsta kosti ekkert stressaður. Við erum að fara að spila við eitt besta lið heims þannig að við höfum engu að tapa en allt að vinna,“ sagði leikreynd- asti leikmaður íslenska Iiðsins, Rúnar Kristinsson, en landsleikur- inn á morgun verður númer 102 hjá honum. „Þessi leikur og leikirnir við Frakkana á sínum tíma eru tví- mælalaust stærstu leikirnir sem ég hef tekið þátt í. í dag er staðan samt önnur en þegar við lékum við Frakkana þannig að þessi leikur er öðruvísi að því leyti. Við gerum okkur aftur á móti fullkomlega grein fyrir því við hverja við erum að fara að spila og því erum við ekki að gera okkur miklar vonir um sig- ur. Við ætlum engu að síður að leggja okkur alla fram, gera okkar besta til þess að ná hagstæðum úr- slitum,“ sagði Rúnar og bætti við að það væri mjög góður andi í íslenska hópnum. „Andinn í hópnum er frábær og „Þessi leikur og leikirnir við Frakkana á sínum tíma eru tvímælalaust stærstu leikirnir sem ég hef tekið þátt í.“ hefur verið geysileg stemning. Það hefur gengið vel undanfarið og því verið jákvæðar straumar hjá okkur. Varðandi leikinn þá erum við sáttir við allt nema tap. Að sjálfsögðu vilj- um við vinna en við myndum samt alveg sætta okkur við jafntefli líka. Við förum í alla leiki til að vinna en við verðum að gera okkur grein fyr- ir því við hverja við erum að fara að spila. Við erum litla liðið og sam- kvæmt allri tölfræði og speki um knattspyrnu þá eiga þeir að vinna leikinn en við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að stöðva þá og ná fram hagstæðum úrslitum og ganga stoltir af velli. Það er markmið leiksins hjá okkur." henry@dv.is GRIMMUR f SKALLANUM: Hermann Hreiðarsson hefur hér betur í skallaeinvígi við Ólaf Örn Bjarnason á æfingunni á Laugardalsvelli í gær. fvari Ingimarssyni er augljóslega skemmt yfir tilburðum þeirra Hermanns og Ólafs. DV-mynd ÞÖK Er orðinn gríðarlega spenntur segir Þórður Guðjónsson sem leikur í Þýskalandi „Það er gríðarlega mikil spenna hjá mér og sú spenna er eiginlega búinn að vera í mér síðan ég skrifaði undir hjá Bochum í fyrra. Þannig að há- punktur spennunar nálgast og ég hlakka mikið til leiksins á laugardag," sagði Þórður Guð- jónsson en hann mun mæta sömu strákum á morgun og hann mætir hverja helgi í þýska boltanum. „Það er að sjálfsögðu öðruvísi þegar maður er að keppa við land- ið sem maður þénar launin sfn í og við leikmenn sem maður þekk- ir vel af eigin raun. Þannig að fyrir mig er þetta gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Svo er líka frá- bært að vera í þeirri stöðu sem við erum í fyrir þennan leik en engan hafði grunað það. Það að fá að taka á móti Þjóðverjum og vera fyrir ofan þá er náttúrlega alveg frábært og gerir alla umgjörð stærri en nokkru sinni fyrr. Ég er bjartsýnn á að liðið eigi góðan dag en hversu langt það kemur til með að fleyta okkur verður að koma í ljós. Eg hef fúlla trú á því að allir leikmennirnir muni gefa allt sem þeir eiga en hvort það dugir er stóra spurningin." Pressan á Þjóðverjum „Maður er að sjálfsögðu spenntur en maður verður að reyna að halda spennunni niðri. Það þarf að minnsta kosti ekki að peppa neinn upp fyrir svona leik,“ sagði vamarjaxlinn Hermann Hreiðarsson. „Við stefndum á 9 stig í síðustu leikjum og við fengum nokkurt sjálfstraust við að ná því mark- miði. Pressan er á Þjóðverjum og við munum gefa okkur alla í verk- efnið. Þjóðverjarnir em gríðarlega sterkir og leikurinn verður mjög erfiður. Það er frábær stemning f hópnum og það hefur alltaf verið síðan ég byrjaði með landsliðinu en það er eins og í öllu öðm að það er alltaf skemmtilegra þegar vel gengur. Gengið upp á síðkastið hefur gert allt miklu skemmtilegra og kannski aðeins minni pressa fyrir vikið og þar af leiðandi er andrúmsloftið allt jákvæðara. Þetta verður rosalega gaman. Við emm búnir að koma okkur í þessa skemmtilegu stöðu og nú er kom- ið að því,“ sagði Hermann Hreið- arsson sem stendur væntanlega í ströngu á morgun. henry@dv.is ¥ -L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.