Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Page 40
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003
Ævintýraferðir í Haukadalsskógi
Ekið á Ijórhjólum um
—bbmb skóglendi, fallegar
bergvatnsár og
"csks
5000 kr/mann 892 0566 og 892 48101
Rekstrarþjónusta
Öruggur rekstur tölvukerfa
o
TOLVUMIÐLUN
sími: 545 5000 -www.tm.is
Ridsdale keypti Barnsley
*
/
í *
Segirstöðu Guðjóns örugga og að hann verði dæmdur af árangri
Veðrið á morgun
Sunnan 3-8 m/s en austlægari og bætir fítið eitt í vind suðvestanlands.
Skúrir, einkum sunnan og vestan til, en úrkomulítið og bjart með köflum
norðaustanlands. Hiti 10 til 15, hlýjast á norðausturhorni landsins.
66
i*-
Veðriðídag
Vib,
.cCSt
bb
4á
Sólarlag
f kvöld
Rvík 20.31
Ak. 20.22
Sólarupprás
á morgun
Rvlk 06.23
Ak. 05.44
Síðdegisflóð
Rvík 13.51
Ak. 17.24
Árdegisflóð
Rvik 00.57
Ak. 05.30
Veðrið kl. 6 í morgun
Akureyri skýjað 12
Reykjavík skúr 11
Bolungarvík rigning 13
Egilsstaðir skýjað 11
Stórhöfði skúr 10
Kaupmannah. þoka 13
Ósló skýjað 10
Stokkhólmur 10
Þórshöfn skúr 12
London þoka 14
Barcelona skýjað 21
New York þokumóða 22
Parfs skýjað 12
Winnipeg heiðsklrt 17
Fjárfestingarhópur undir
stjórn Peters Ridsdales, fyrrum
stjórnarformanns Leeds, náði í
gær völdum í enska knatt-
spyrnufélaginu Barnsley. Rids-
dale og Patrick Cryne, millj-
ónamæringur og harður
stuðningsmaður Barnsley,
hafa reynt að ná völdum í
félaginu síðan í júní en samn-
ingar tókust loks í gær og
þurftu þeir að reiða fram rúm-
ar 600 miiljónir króna til þess
að eignast félagið og annað
sem fylgir því. Þar með eru
mennirnir sem réðu Guðjón
Þórðarson til starfa horfnir á
braut en Ridsdale sagði þó í
gær að staða Guðjóns væri ör-
ugg en hann yrði engu að síð-
ur dæmdur af árangri sínum
með liðið.
„Ég hitti Ridsdale eftir blaða-
mannafundinn í gær er hann kom
út á æfmgasvæði til okkar. Við
ræddum mín mál lauslega og ég
mun starfa hér áfram sem fram-
kvæmdastjóri. Það er vilji hjá Rids-
dale til þess að hafa mig áfram í
starfi. Hann sagðist ánægður með
það sem ég væri að gera og að hann
væri kominn til þess að styðja við
bakið á mér,“ sagði Guðjón Þórðar-
son í samtali við DV Sport í gær.
Eftirsótt starf
Það má ætla að staða Guðjóns
hjá félaginu sé ótryggari eftir að
Ridsdale tók við félaginu, en heim-
ildir DV Sports herma að nokkrir
atvinnulausir framkvæmdastjórar
hafi sett sig í samband við Ridsdaie
eftir að það fréttist að hann væri að
taka við félaginu og lýst yfir áhuga
sínum á að taka við starfmu.
Samkvæmt okkar heimildum eru
í þeim hópi Bryan Robson, fyrrum
fyrirliði Manchester United og
framkvæmdastjóri Middlesbrough,
SiMI- 698-9696 og 564 6415
Bomwnn
MÖSSUN - PIETTUN - LAKKVÖRN
SKEMMUVESUR22
Auglýsingac/e/7c/
auglysingar@dv.is
550 5000
og Steve Cotterill en hann var
einmitt ráðinn í stað Guðjóns er
hann var rekinn frá Stoke.
Guðjón var staddur á landinu
síðastliðinn mánudag og þriðjudag
og samkvæmt heimildum DV
Sports var hann í leit að fjármagni
til þess að kaupa Barnsley áður en
það lenti í höndunum á Ridsdale.
„Samkvæmt heimildum
DV Sports hafa Bryan
Robson og Steve
Cotterill sett sig í
samband við Ridsdale
og lýst yfir áhuga
sínum á að stýra liði
Barnsley."
„Ég var í persónulegum erinda-
gjörðum á Islandi og.það kemur
engum við hvaða erindagjörðir það
voru,“ sagði Guðjón aðspurður
hvort hann hefði verið á landinu í
leit að fjármagni til þess að kaupa
Barnsley.
Heldur áfram ótrauður
Guðjón segir að hann muni
halda áfram ótrauður í sínu starfi
án þess að velta sér of mikið upp úr
því hvað sé að gerast bak við tjöld-
„Ég hef nú upplifað rosalega
mikið á mínum ferli. Ég hef verið
rekinn eftir að hafa komið liði upp
og ég hef verið í þeirri stöðu að yflr-
taka hafi átt sér stað og maður lát-
inn fara fyrir mig. Ég hef séð þetta
allt og maður veit aldrei á hverju
maður á von í þessum heimi. Mað-
ur verður að halda áfram veginn og
vinna eitthvað af fótboltaleikjum.
Þá eru allir kátir. Það er hreint ótrú-
legt hvað góð úrslit í fótboltaleikj-
um gera menn káta," sagði Guðjón
Þórðarson í samtali við DV Sport
frá Barnsley í gær.
henry@dv.is
r Ljósabekkir - gufa
Alltaf nýjar perur - rólegt umhverfi
Tilboö: 10 tímar á 3.900 kr.
Verið velkomin
Grænatúnl 1 - Kópavogl - slmi 554 3799
NETT
/
/
/
/
/
/
/
/
!
FRETTASKOTIÐ
SfMINN SEM ALDREI SEFUR
550 55 55
Við tökum við
fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrir hvert
fréttaskot sem birtist, eða
er notað í DV, greiðast
3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið i hverri viku
greiðast 7.000 kr. Fullrar
nafnleyndar er gætt.