Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Page 10
70 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER2003 Neytendur Verðkannanir ■ Nýjungar ■ Tilboð Netfang: hlh@dv.is Sími: 550 5819 Ótti við GSM-bylgjur HEILBRIGÐI: Samband farsíma- fyrirtækja í Danmörku,TI, segir að ótti Dana við bylgjurfar- símakerfa hafi aldrei verið meiri en nú. Fjöldi fyrirspurna berst daglega til farsímafyrir- tækjanna þar sem fólk vill full- vissa sig um að sendistyrkur GSM-endurvarpsstöðva nærri heimili þess sé ekki yfir leyfi- legum mörkum. Forsvarsmenn farsímafyrirtækjanna segjast skilja ótta fólks en fullyrða að hann sé ástæðulaus og vísa til fjölda rannsókna og einnig vottorða frá bæði innanríkis- og heilbrigðisráðuneyti Dan- merkur. Þrátt fyrir þetta sýnir nýleg könnun að 8 af hverjum 10 Dönum vilja ekki búa í ná- grenni endurvarpsstöðva eða senda fyrir GSM-kerfi. AÐ LÁTA SIG DREYMA: Flesta langar í dýrasta og flottasta búnað sem völ er á. Er þá ekki alltaf spurt að því hvort þörf sé fýrir hann eða ekki. Reyndar þurfa piltar á þessum aldri líklega fullkomnari tölvur en framhalds- og háskólanem- ar þvi að tölvuleikir reyna hvað mest á getu tölvanna, miklu meira en dæmigerð forrit sem skólafólk notar. Á skólafólki dynja nú tilboð um fartölvur og tölvukaupalán. Sjálfsagt eru fáir færir um að meta allan þann búnað sem sagður er nánast ómissandi í slíkum tækjum og sölumenn- irnir vilja vitanlega helst selja það dýrasta. DV leitaði því til sérfræðings. „Það er ekki spurning að al- mennt kaupir skólafólk dýrari far- tölvur en það hefur þörf fyrir," seg- ir Gunnar Smith, sérfræðingur hjá Margmiðlun hf„ og bætir við: „Það er með þetta eins og allt annað sem íslendingar kaupa, GSM-síma eða hvaðeina; allt þarf að vera flottast og dýrast." Lið fyrir lið Til að freista þess að leiðbeina fólki sem stefnir á að kaupa far- tölvu valdi DV þá leið að fara með Gunnari lið fyrir lið í gegnum aug- lýsingu á dæmigerðri tölvu. Tölvan sem um ræðir er frá þekktum fram- leiðanda og kostar tæpar 165.000 krónur en algengasta verð er frá um 100.000 kr. upp í ríflega 200.000 kr. Örgjörvinn Intel Pentium „M“ 1,3GHz ör- gjörvi, 1MB tiýtiminni „Örgjörvar eru dýrasti hluti tölv- unnar ásamt skjánum og ráða mestu um vinnslu- hraðann. Þeir breytast mjög hratt og það sem er gott í dag er nánast orðið úrelt eftir einn og hálfan til tvo mánuði. Menn geta endalaust beðið eftir nþeim næsta og þá fá þeir sér aldrei tölvu. Þessi örgjörvi er mjög góður; almennt er lág- markshraðinn 1GHz og 1MB flýtiminni er ágætt. Það er ekki nauðsynlegt að hafa Intel Pentium örgjörva. Hins vegar þarf að gæta að því að stundum eru ör- gjörvar í fartölv- um ekki sér- hannaðir fyrir far- tölv- ur; þá hitna þeir óþægilega mikið og tölv- urnar geta orðið leiðinlegar í vinnslu. Því er gott að spyrja um þetta atriði. Varðandi Pentium-örgjörva, sem eru algengastir, eru aðallega tvær týpur í boði: „4“ og „M“. Pentium M vinnur hraðar en Penti- um 4 á sama klukkuhraða. Það er því alls ekki algilt að hærri GHz-tala þýði hrað- ari vinnslu. Og þar sem M nýtir klukkuhraðann betur endist rafhlaðan lengur sem skiptir marga miklu máli. Vinnsluminnið 256MB DDR PC2100 minni, stækkanlegt í 1GB „Þetta er vinnsluminnið. Ég hallast að því að 256MB sé lágmark. Hörðu diskarn- ir í fartölvunum eru oftast fremur hægvirkir sem þýðir að þær þurfa að reiða sig á vinnslumirmið meira en ella. Ef það er ekki nægilega stórt lendir fólk í því að tölv- an hægir mjög mikið á sér.“ Skjárinn 14“ skjár meö 1024x768 punkta upplausn .Skjáir eru mjög misjafnir. Það „Það er ekki spurning að almennt kaupir skólafólk dýrari far- tölvur en það hefur þörffyrir. „Það er með þetta eins og allt annað sem íslendingar kaupa..." sem greinir þá að eru einkum stærð, birtugæði, upplausn og loks nýtilegt sjónarhorn, þ.e.a.s. hvað er hægt að horfa á skjáinn mikið frá hlið eða ofan og neðan frá. Þetta getur fólk í rauninni sjálft metið - sjón er sögu ríkari! Varðandi upp- lausn myndi ég ætla að 1024x768 væri lágmark." Skjákortið 32MB skjákort „Skólafólk sem ætlar sér nær ein- göngu að nota skrifstofuforrit og vafra um á Netinu kemst af með mjög lítið og ódýrt skjákort. Til þess að keyra fullkomna leiki og horfa á DVD-myndir í tölvunni þarf 64 MB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.