Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Page 4
4 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 NORDFAG-verðlaunin afhent krefst stækkunar Norðuráls VEKÐLAUN: NORDFAG-verð- launin verða afhent á Markúsar- torgi í Útvarpshúsinu í Efstaleiti á morgun, miðvikudag. NOR- DFAG eru regnhlífarsamtök næstum allra starfsmanna Ríkis- útvarpa á Norðurlöndum, þ.e.a.s. RÚV, DR, SVT,SR,YLE, NRK og SVF og UF í Færeyjum. Verðlaunin voru fyrst veitt á Is- landi fyrir tólf árum á ráðstefn- unni sem þá var einnig haldin hér á landi. Þá hlaut Margrét tndriðadóttir verðlaunin fyrir starf sitt sem fréttastjóri frétta- stofu Útvarpsins. Siðan hafa verðlaunin verið veitt einu sinni í hverju hinna Norðurlandanna . Vigdís Finnbogadóttir mun af- henda verðlaunin en hún er for- maður nefndarinnar sem valdi verðlaunahafann. Borgarbyggð ÁHYGGJUR: Bæjarstjórn Borg- arbyggðar lýsti á fundi sínum sl. fimmtudag yfir áhyggjum vegna þeirrar ótryggu stöðu sem stækkun Norðuráls á Grundartanga virðist nú vera í vegna ákvörðunar Landsvirkj- unar um frestun á byggingu Norðlingaölduveitu. Átta sveit- arfélög á sunnanverðu Vestur- landi sendu frá sér sameigin- lega ályktun síðla árs 2002 þar sem þau lýsa yfir vilja sínum til að gera allt sem í þeirra valdi standi til að uppfylla þær skyldur sem stækkun Norður- áls krefjist af sveitarfélögun- um. Þessi sveitarfélög hafa bundið miklar vonir við þá at- vinnuuppbyggingu sem stækkun Norðuráls mun hafa á sveitarfélög á Vesturlandi. Því sé sú óvissa sem stækkun Norðuráls er nú stefnt í alger- lega óviðunandi fyrir atvinnulíf á Vesturlandi. Bæjarstjórn Borgarbyggðar skorará ríkisstjórnina að standa við viljayfirlýsingu sem undirrituð var af hálfu Valgerð- ar Sverrisdóttur iðnaðarráð- herra um að stjórnvöld skuld- bindi sig til að sjá Norðuráli fyrir orku til að stækka fyrir- tækið. Mikilvægt sé að stjórn- völd leiti allra leiða til að út- vega Norðuráli þá orku sem stækkun fyrirtækisins krefst þannig að hægt verði að taka nýlega áfanga í notkun árið 2005 eins og stefnt var að í viljayfirlýsingunni. Meint skjalafals og misferli með vörslufé Eru tilefni kæru konu á hendur fasteignasala í Reykjavík irmrrTÍnrií »! *!«» a latntí *!iui t*»r ir»»? w r:»* Tt ■I ;:t! l IÞ’ - »« W ?m* a !*>* |*p|i w ii|B»n Fasteignasali í Reykjavík er sagður hafa falsað undirskrift á kauptilboði og náð þannig til sín umtalsverðum fjármunum. Jafnframt hefði hann notað falsaða kauptilboðið til að flytja veð af húsnæði viðskiptavinar síns yfir á húsnæði sambýlis- konu sinnar. DV fjallaði í gær um mál sem komið hafa upp á hendur öðrum fasteignasala. Bæði honum og hin- um, sem fjallað er um í dag, hefur verið vikið úr Félagi fasteignasala. Þá hefur dómsmálaráðuneytinu verið gert viðvart um meinta slæma viðskiptahætti þeirra. Mál sem risið hefur á hendur þeim fasteignasala sem DV fjallar um í dag var kært til lögreglunnar í Reykjavfk og er nú í vinnslu hjá lög- fræðingum sem freista þess að að- stoða viðskiptavininn til að ná rétti sínum. Málavextir eru þeir að Ólöf Ing- þórsdóttir hafði leitað, ásamt eigin- manni sínum, til umrædds fast- eignasala vegna sölu á íbúð þeirra á Seltjarnarnesi. Þann 22. mars 2002 samþykktu þau svo kauptilboð sem borist hafði í íbúðina. Átti hluti kaupverðsins að greiðast með töku nýrra fasteignaverðbréfa upp á um 4 milljónir króna. Andvirði bréf- anna átti að nota til að greiða upp að fullu áhvílandi veðlán á íbúðinni á Seltjarnarnesi. Fasteignasalinn umræddi átti að annast greiðslu á láninu og þar með afléttingu veð- banda. Lét senda póstinn í eigið pósthólf Ólöf flutti ásamt fjölskyldu sinni í Garðabæ. Hún kvaðst í samtali við DV hafa verið í góðri trú um að undanfarin viðskipti hefðu verið með þeim hætti sem lög gerðu ráð fyrir. Nokkru síðarkomst hún þó að «. VEÐLÁN: Veðlánið var flutt á eign sem fasteignasalinn var skráður fyrir. KÆRA: Kært hefur verið til lögreglunnar vegna málsins og er það nú í vinnslu hjá lögfræðingum sem freista þess að aðstoða viðskiptavininn við að ná rétti sínum. Dómsmálaráðuneytið: því að lánið væri ógreitt og einhver væri enn að greiða af því. Hún sagði fasteignasalann þó hafa fullvissað hana um að búið væri að greiða lánið upp. Jafnframt tók Ólöf eftir því að hún fékk engan póst á nýja heimil- isfangið í Garðabæ heldur einungis maður hennar og börn. Hún hafði samband við Islandspóst og kom þá í ljós að fasteignasalinn sem hún hafði átt viðskipti við hafði látið flytja allan hennar póst, án umboðs Ekki heimild til inngripa Dómsmálaráðuneytið hefur ekki heimildir í gildandi lögum til að grfpa inn í mál sem upp kunna að koma milli fasteignasala og viðskiptavina þeirra, að sögn Bryndísar Helgadóttur, lögfræð- ings í ráðuneytinu. Missi fast- eignasalar hins vegar skilyrði til löggildingar þá innkallar ráðu- neytið leyfi þeirra. Bryndís sagði að þótt ráðu- neytinu bærust viðvaranir um meintar slæmar viðskiptavenjur tiltekinna fasteignasala hefði það ekki heimildir í lögum til að grfpa inn í. Ef mál viðkomandi væri kært til lögreglu gæti ráðuneytið einungis óskað eftir því við lög- reglu að fá að fylgjast með gangi málsins. Það væri ekki fyrr en lög- bundin skilyrði, sem fasteigna- sölum væru sett, brystu sem ráðuneytið hefði heimildir til að svipta viðkomandi löggildingu. DV hefur í gær og í dag fjallað um mál tveggja fasteignasala í Reykjavfk. Kærur hafa verið lagðar fram á þá vegna meints misferlis með vörslufé og lögfræðingar vinna að því að einstakir viðskiptavinir umræddra fasteignasala nái rétti sínum. Annar umræddra fast- eignasala hefur löggildingu en ráðuneytið felldi niður löggild- ingu hjá hinum, samkvæmt upp- lýsingum DV, þegar hann missti lögboðna ábyrgðartryggingu sína. Þegar slíkt gerist er viðkom- andi tryggingafélagi skylt að til- kynna ráðuneytinu að trygging hjá viðkomandi fasteignasala sé fallin úr gildi. Ef fasteignasali hlýtur dóm er það ákæruvaldsins að hlutast til um að hann sé sviptur löggildingu. Eins og fram hefur komið í DV hefur Félag fasteignasala gert ráðuneytinu viðvart um að þessir tveir fasteignasalar hafi verið kærðir til lögreglu fyrir meinta slæma viðskiptahætti. Sam- kvæmt heimildum blaðsins eru þetta einu fasteignasalarnir sem tilkynnt hefur verið um til ráðu- neytisins vegna meints misferlis með vörslufé sem enn eiga ólokið sínum málum, eftir að mál fast- eignasölunnar Holts fór í rann- sóknarferli. Samkvæmt upplýsingum DV er rannsókn þess máls á lokastigi hjá embætti ríkislögreglustjóra. -JSS@dv.is frá henni, í pósthólf í Reykjavlk sem skráð var á hans nafn. Þegar Ólöf hafði breytt póstfanginu aftur fékk hún gíróseðil frá lífeyrissjóðnum, sem lánið var frá, þar sem fram kom að það væri enn ógreitt. Greitt hefði verið af því til að byrja með eftir sölu íbúðarinnar á Seltjarnar- nesi en nú væri það komið í van- skil. Hún hafði samband við íslandspóst og kom þá í Ijós að fasteignasalinn, sem hún hafði átt við- skipti við, hafði látið flytja allan hennar póst, án umboðs frá henni, í eigið pósthólf í Reykjavík. Lífeyrissjóðurinn sem Ólöf hafði fengið veðlánið hjá gekk nú í að at- huga málið. Kom þá í ljós að veð- lánið hafði verið flutt af íbúð Ólafar yfir á húsnæði á Laugavegi. Veð- flutningurinn hafði átt sér stað í ljósi kauptilboðs sem Ólöf hafði átt að hafa gert í húsnæðið á Lauga- vegi. Eigandi þess húsnæðis var sambýliskona fasteignasalans en sjálfur er hann einnig skráður til heimilis f húsnæðinu ásamt tveim- ur börnum sfnum. Kærttil lögreglu Ólöf kveðst aldrei hafa gert slíkt kauptilboð, enda flutti hún í Garða- bæ, eins og áður sagði. Málið var kært til lögreglunnar í Reykjavík, þar sem Ólöf bar að nafn hennar hefði verið fálsað á kauptil- boðið. Fölsunin hafi náð til kauptil- boðs og heimildar til veðflutnings á láninu til að fasteignasalinn, eða aðrir á umræddri fasteignasölu, gætu náð til sín þeim fjármunum sem hefðu átt að fara í að greiða það upp. Ólöf sagði að í upphafi hefði eig- andi fasteignarinnar á Laugavegi þrætt fyrir veðflutninginn og vísað til þess að hann hefði verið gerður á grundvelli falsaðra pappíra. Síðan hefði hann gengist við flutningnum með því skilyrði að Ólöf drægi kæruna til baka. Hún kvaðst hafa gert það ef það yrði til þess að flýta fyrir lausn málsins. Spurning um veðhæfi Það hefur þó ekki gengið eftir. Lögfræðingar vinna nú að málinu. f athugun er hvort húseignin á Laugavegi stendur undir veðinu. Ef svo reynist ekki vera er engin lausn fyrir Ölöfu í sjónmáli. Ef eignin stendur undir veði er um tvennt að ræða samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér - annars vegar að sambýliskona fasteignasalans selji og lánið verði greitt upp, eða að viðkomandi lífeyrissjóður láti fara fram nauðungarsölu. Ólöf sagði að upphæðin sem til greiðslu væri til að aflétta veðinu næmi nú um 5 milljónum króna. Hún hefur nú barist fyrir rétti sín- um nokkuð á annað ár. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins skilaði fasteignasalinn sem um ræðir í þessu máli nýlega inn lög- gildingarleyfi sfnu. -JSS@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.