Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Síða 8
8 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 Samgönguvika í Reykjavík SAMGÖNGUR; Árni Þór Sigurðs- son, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður sam- göngunefndar, setti Evrópska samgönguviku 2003 í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra flutti ávarp og opnaði nýjan vef um mengunarmælingar. Reykjavík- urborg er að taka þátt í Evr- ópsku samgönguvikunni í fyrsta sinn í ár og er meðal rúmlega 250 borga víðs vegar í Evrópu sem taka þátt í verkefninu. Meg- inþema vikunnar er „aðgengi fyrir alla" í tengslum við Evrópu- ár fatlaðra. Efnir Reykjavíkurborg tii margvíslegra viðburða í vik- unni. Þriðjudagurinn 16. sept- ember er tileinkaður minni mengun í umferðinni, miðviku- dagurinn er hjólreiðadagur. fimmtudagurinn ertileinkaður aðgengi fatlaðra og föstudagur- inn vistakstri. Laugardagurinn 20. september er sérstakur mið- borgardagur og sunnudagurinn 21. september er göngudagur í miðborginni. Þungamiðja vik- unnar er Bíllausi dagurinn sem haldinn verður 22. september undir slagorðinu „I bæinn án bílsins á virkum degi". Línuívilnun FISKVEIÐAR: Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps skorar á ríkis- stjórn og sjávarútvegsráðherra að standa nú þegar við gefin fyrirheit um línuívilnun og aukningu byggðakvóta sem landsfundir ríkisstjórnarflokk- anna samþykktu fyrir kosning- arog skýrt er kveðið á um í stjórnarsáttmála núverandi rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar. Ópera fyrir alla MADAMA BUTTERFLY: Hulda Björk Garðarsdóttir syngurtitilhlutverkið og Jóhann FriðgeirValdimarsson er í hlutverki bandaríska sjóliðs- foringjans. íslenska óperan ætlar að fresta fyrirhugaðri upphafssýningu starfsársins á Brúðkaupi Fíg- arós eftir Mozart fram yfir ára- mót, en aðstandendur hennar ætla sannarlega ekki að sitja auðum höndum þangað til. Vetrardagskráin hefst norður í Eyjafirði með tónleikunum Mozart fyrir sex í Laugarborg á sunnudag- inn kemur. Þar koma fram Chalu- meaux-tríóið og þrír af fastráðnum söngvurum Óperunnar. Gestasýn- ing verður líka á óperutvennunni Madama Butterfly & ítalska stúlkan í Aisír í Vestmannaeyjum 5. október þannig að Óperan ræktar tengslin við landsbyggðina. Austurríkismaðurinn Kurt Kopecky hefur verið ráðinn tónlist- arstjóri íslensku óperunnar og tek- ur til starfa um næstu mánaðamót. Þetta er maður um þrftugt með geysivíðtæka reynslu, þrátt fyrir ungan aldur, sem hljómsveitar- stjóri, söngþjálfari og æfingastjóri. Hann kemur fram bæði sem hljóm- sveitarstjóri og undirleikari næstu þrjú ár auk þess að hafa umsjón með allri þjálfun og vinnu söngvara við húsið. Bera söngvarar Óper- unnar Kopecky afar góða söguna eftir vinnu með honum í vor sem leið. Einn af fastráðnum söngvurum hússins, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, yfirgefur það í haust; hann hefur fengið spennandi til- boð frá Þýskalandi. Ný íslensk ópera Á haustmisserinu verður blanda við allra hæfi, kvöldtónleikar og há- degistónleikar og uppsetningar á óperum í stuttformi. Það er vel þekkt og vinsælt víða um lönd að setja óperur upp í styttra formi. Þá er óperan sviðsett og leikin þannig að sagan skili sér til áhorfandans en sviðsmynd, búningum, lýsingu og annarri umgjörð er í hóf stillt. Eins er hljóðfæraskipan einfölduð. Þó gerir stuttformið gríðarlegar kröfur til flytjenda, enda ekkert hægt að fela þegar búið er að umskapa stóra óperu í knöppu formi. „Við þurfum að hafa undir höndum gífurlega háar upphæðir til þess að geta sett upp þessar stóru óperur, tugi millj- óna króna. Eitthvað skilar sér svo aftur í kassann, þó ekkert í lík- ingu við útgjöldin." * Stærsti viðburðurinn verður t frumsýning nýrrar íslenskrar óperu g, 12. nóvember, Dokaðu við eftir J Kjartan Ólafsson og Messíönu Q Tómasdóttur, sem er byggð á ljóð- um þriggja skálda: Theodóru Thoroddsen, Þorsteins frá Hamri og Péturs Gunnarssonar. Uppsetn- ingin er samstarfsverkefni Strengjaleikhússins og íslensku óp- erunnar og það eru Garðar Thór Cortes tenór og Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran sem syngja. Haustkvöld í Óperunni hefjast 24. september en þá fagnar Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón 35 ára afmæli sínu með söng og með hon- um á píanó leikur Jónas Ingimund- arson. 17. október verða haldnir tónleikar í minningu dr. Victors Urbancic og sjónum beint að þætti hans í íslenskri óperusögu. Til dæmis verða sviðsett atriði úr Rigo- letto, en það var fyrsta óperan sem Urbancic stjórnaði hér og um leið fyrsta óperan sem flutt var í Þjóð- leikhúsinu með íslenskum söngv- urum og hljómsveit. Hádegistónleikaröðin hefst 14. október og er umsjónarmaður hennar Davíð Ólafsson bassi. Fyrstu tónleikarnir bera yflrskrift- ina „Nú er það svart“ og eru tileink- aðir Paul Robson; þar syngur Davíð negrasálma. Á vormisseri hefúr Hulda Björk Garðarsdóttir umsjón með hádegistónleikum. Ekki fellt nein segl Stærsta verkefni Óperunnar á starfsárinu verður Brúðkaup Fíg- arós eftir Mozart, sem frumsýnt verður 29. febrúar. „Ástæðan fyrir því að við frestuð- um Brúðkaupinu var sú að við kom- um undan síðasta vetri með lengri skuldahala en við höfðum gert ráð fýrir,“ segir Bjarni Daníelsson óp- erustjóri, „og það var ekki annað til ráða en að færa Brúðkaupið til þangað til við ættum fyrir start- gjaldinu! Við þurfum að hafa undir höndum gífurlega háar upphæðir til þess að geta sett upp þessar stóru óperur, tugi milljóna króna. Eitt- hvað skilar sér svo aftur í kassann, þó ekkert í líkingu við útgjöldin." Óperan er rekin fyrir framlög frá þremur aðilum: í fyrsta lagi hefur hún þjónustusamning við ríkið sem kveður á um að settar séu upp átta óperur og þrjár barnaóperur á fimm ára tímabili. í öðru lagi hefúr hún verið í ágætu kostunarsamstarfi við önnur fyrirtæki atvinnulífsins og reiknað með að tíu prósent af tekj- um Óperunnar kæmu frá þeim. “Um síðustu áramót hækkaði framlag ríkisins, tvöfaldaðist á tveimur árum, og við höfðum gert okkur vonir um að framlög fýrir- tækjanna myndu hækka að sama skapi en náðum ekki því marki," segir Bjarni. „Þriðja tekjulindin er svo miðasalan. Þar kunnum við orðið vel á útkomuna þegar stórar uppfærslur eru annars vegar en rennum meira blint í sjóinn með minni uppfærslur. Það varð halli á minni viðburðum í fyrra en við höldum ótrauð áfram, því ef við ætlum að vera með óperuhús og fastráðna söngvara þá verðum við að bjóða upp á minni viðburði með þeim stóru. Fólk á eftir að átta sig á því hvað stuttóperan er krefjandi form, snjallt og skemmtilegt, og þá stöndum við vel að vígi. Við höfum ekki fellt nein segl," segir óperustjórinn að lokum, „við höfum bara endurraðað dagskránni miðað við fjármagnsstreymið f fýr- irtækinu. Óg við erum bjartsýn. Eins og þú veist þá er ópera á ís- landi rekin fyrir fjármuni, en þegar þeim sleppir taka bjartsýni og kok- hreysti við!" BJARTSÝNN OG KOKHRAUSTUR: Bjarni Daníelsson óperustjóri. silja@dvJs VETRARDAGSKRÁ ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Mozart fyrir sex í Eyjafirði 21.9. Óperutvennan Madama Butterfly og ftalska stúlkan f Alsfr. Sýnd f Vestmanna- eyjum og Reykjavík í sept. og okt. Haustkvöld fóperunnl. 24.9.: Afmælistónleikar Ólafs Kjartans. 17.10.: Minning- artónleikar dr. Victors Urbancic. 1.11.: Kveðjutónleikar Jóhanns Friðgeirs. Hádegistónleikaröð. „Nú er þaö svart", 14.10., „Verdi fyrir söngvara á barmi taugaáfalls", 28.10., „Frosin tár" 4.11. og „Uxahali f hádeginu" 25.11. Dokaðu vlö. Unglingaópera, frumsýnd 12. nóv. Werther. Stuttópera frumsýnd 22. nóv. Brúðkaup Ffgarós. Frumsýnt 29.2.04. Carmen í stuttformi á vormisseri. Mozart og Salleri verður sýnd í hádeginu í fáein skipti meðan Brúðkaupið er á fjölunum. Svipmynd úr óperuheiminum: Diddú og ferill hennar ((febrúar).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.