Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 14
74 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 Besta þróunaraðstoðin Það var viðeigandi að tveir atburðir skyldu fara saman í gær. Annars vegar fóru samningaviðræður á ráðherrastefnu Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO, út um þúfur. Þar átti meðal annars að leggja drög að samkomulagi um frjálsari aðgang fyrir framleiðslu þróunarlandanna að mörkuðum ríkari landa. Hins vegar var kynnt álitsgerð um þróunaraðstoð íslend- inga, sem unnin var fyrir utanríkisráðu- neytið. í henni er lagt til að opinber fram- lög til þróunaraðstoðar verði tvöfölduð á næstu þremur árum, sem felur í sér að þau hækki um ríflega 1,3 milljarða króna á ári. Full ástæða er til þess fyrir íslendinga að taka virkan þátt í ýmsu mikilvægu þróun- arstarfi, ekki síst þar sem þörfin er brýnust á sviði heilbrigðis- og menntamála. Sýni- legur árangur hefur náðst á sumum svið- um. Miklu skiptir að stuðningur Vestur- landa við þróunarríkin hefur orðið mark- vissari á undanförnum árum og fremur lít- ið fer nú fyrir þeirri gagnrýni, sem áður fyrr var hávær, að spilltir ráðamenn í þriðja heiminum komist upp með að taka við bílförmum fjár og hlaða þeim undir sjálfa sig í stað þess að nýta til þeirra þarfa sem ætlast var til. En þrátt fyrir ágætan ár- angur - og enn betri ásetning - liggur hins vegar í augum uppi að til langs tíma litið er af- nám viðskiptahafta í alþjóðaviðskiptum lang- En þrátt fyrir ágætan árangur - og enn betri ásetning - liggur hins vegar í augum uppi að til langs tíma litið er afnám viðskiptahafta í al- þjóðaviðskiptum langsamlega dýrmætasta „aðstoð" sem Vesturlönd geta boðið þróunar- ríkjunum. Brýnt er að fólk skilji að prósentur í tollskrám Vesturlanda halda tugum efekki hundruðum milljóna fólks annars staðar í heiminum rækilega föstum í fátækt. samlega dýrmætasta „aðstoð“ sem Vesturlönd geta boðið þróunarríkjunum. Brýnt er að fólk skilji að prósentur í tollskrám Vesturlanda halda tugum ef ekki hundruðum milljóna fólks annars staðar í heiminum rækilega föstum í fátækt. Með því að slá óvinnandi tollaskjaldborg utan um landbúnað sinn hafa stjórnvöld ekki aðeins lagt feiknaleg- an viðbótarkostnað á neytendur heima fyrir; í leiðinni hafa þau gert að engu möguleika margra fátækra ríkja á að koma afurðum sínum á markað. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að enn í dag skuli fjölmörgum ríkjum haldið í fá- tækt með úreltum viðskiptahindrunum, sem enginn maður getur fært rök fyrir að nokkur einasta vitglóra sé í. Tiltölulega fá- mennir hagsmunahópar á Vesturlöndum hafa komist upp með að hindra sjálfsagð- ar breytingar í þessum efnum. Breytingar sem myndu ekki aðeins skila neytendum heima fyrir mikilli kjarabót heldur leiða til byltingar í lífskjörum margra þróunar- landa, sem fyrr eða síðar myndi gera að engu þörfina fyrir hefðbundna þróunar- aðstoð. Þrátt fyrir að nýafstaðinn fundur WTO hafi valdið vonbrigðum er ástæða til að fagna yfirlýsingum Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra í kjölfar hans - og svipuðum ummælum Halldórs undan- farna mánuði - þess efnis að íslenskur landbúnaður verði að búa sig undir aukna erlenda samkeppni. Viðteknar venjur riðlast BERGMÁL Eiríkur Bergmann Einarsson stjómmálafræöingur Sumir dagar eru merkilegri en aðrir. Stundum gerast atburðir sem eru táknrænir fyrir lengri tíma þjóðfélagsumrót og stað- festa nýjan veruleika. Eitthvað er öðruvísi en áður, fyrri sýn að hverfa og ný mynd að mótast. f liðinni viku bárust fréttir af ýmsum atburðum, stórum sem smáum, táknrænum sem háalvar- legum, sem áttu það sammerkt að staðfesta víðtækar þjóðfélagsbreyt- ingar bæði innanlands og utan. Hver atburðurinn rak annan sem sýndi að þjóðfélagið er í örri mótun þessa dagana og viðteknar venjur að riðlast. Að glata sakleysinu Sama dag og heimsbyggðin minntist voðaverkanna f Banda- ríkjunum 11. september 2001 dó Anna Lindh, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, á skurðarborðinu á Karo- línska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi eftir fólskulega hnífstunguárás. Þegar þetta er skrifað er morðing- inn ófundinn og enn allt á huldu um ástæðu ódæðisins. Þessi hræði- legi atburður er ekki sfst skelfilegur fyrir það að hann gerðist einmitt í Svíþjóð, f sömu borg og Olof Palme, þá forsætisráðherra Svíþjóðar, var myrtur fyrir sautján árum. Sá at- burður hefur síðan hvílt sem mara á hinni sænsku þjóðarsál. En þrátt fyrir það hefúr Svíþjóð Samúðarkveðjur fráRÚV „Svíarverða þv( að bíða eftir evrunni um sinn." GunnarH. Arsælsson, fréttarit- ari RÚViSvíþjóö, samhryggist Svi- um með niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðsiu um evruna iniður- iagi fréttar sinnar imorgunfrétt- um Útvarpsfgær. SIGUR SINN SJÓ: Höfundur segir að fréttir um að Björgólfsfeðgar séu um það bil að ná yfirráðum í Eimskip staðfesti að Kolkrabbinn sé að liðast í sundur sem stofnun í íslensku viðskiptalífi. verið fánaberi hins opna lýðræðis- þjóðfélags Norðurlandanna sem er grundvallað á friðsemd, jöfnuði og virðingu fyrir mannréttindum. Norðurlandabúar, með Svía f broddi fylkingar, hreykja sér af hinu opna samfélagi, návíginu milli stjórnmálamanna og almennings. Þar sem stjórnmálamenn deila kjörum með almenningi, kaupa mjólkina sína í Bónus og ferðast um með almenningssamgöngum. Norðurlöndin hafa hingað til verið talin einstaklega friðsæl samfélög. Það hefur óðum verið að breytast undanfarin ár og hvert ofbeldis- verkið rekið annað í stórborgum Norðurlandanna. Morðið á Önnu Lindh staðfestir að sakleysi Norð- urlandanna er horfið og mun vænt- anlega hafa í för með sér stóraukna öryggisgæslu. Kolkrabbinn liðast í sundur Fréttir af yfirvofandi yfirtöku Björgólfs Guðmundssonar á Eim- skip er táknræn. Hafskipi, sem Björgólfur veitti forstöðu, var sökkt á sínum tíma af eiturnöðrum og Björgólfur var niðurlægður að ósekju og nánast hrakinn úr landi. Heimkoma hans, með fulla vasa fjár sem hann græddi á því að selja Rússum áfengi, er eitthvert magn- aðasta „comeback" sem sést hefur í íslensku samfélagi. Fréttir um að þeir Björgólfsfeðg- ar séu um það bil að læsa kfónum í Eimskip eru ekki aðeins táknrænar sögunnar vegna heldur staðfesta að Kolkrabbinn sem stofnun í íslensku viðskiptah'fi er að liðast í sundur. Hvernig svo sem menn vilja skil- greina fyrirbærið þá hefur sú skepna teygt anga sína víða og táknað miðlægan valdakjarna í ís- lensku viðskiptalífi um áratuga- skeið. Endalok Kolkrabbans sem ráðandi valdablokkar í íslensku at- vinnulífi munu gjörbreyta við- skiptaumhverfi landsins. Farið hefur fé betra önnur og enn rótgrónari stofnun í íslensku atvinnulífi er nú komin á fallanda fót. Fréttir í liðinni viku staðfestu að hið sovéska landbún- aðarkerfi sem við fslendingar höf- um mátt búa við er nú loks að riða til falls en þetta fúna kerfi hefur hneppt bændur í fátæktargildru og leitt af sér hæsta matvælaverð í heimi. f áratugi hefur kerfið fengið að morkna innan frá. Væri nú betra umhorfs ef menn hefðu bara hlust- að á Gylfa Þ. Gíslason sem sá þetta fyrir, fyrir meira en hálfri öld. En þá hlustuðu menn ekki á rödd skyn- seminnar og Gylfi var útmálaður sem landráðamaður. Um landbún- aðarkerfið er aðeins eitt að segja: Farið hefur fé betra! Nýjar lægðir í fjölmiðlum Fjölmiðlun á Islandi náði áður óþekktum lægðum í liðinni viku og ætla ég rétt að vona að það sé ekki til marks um nýja tíma. Vikublaðið Séð & heyrt sagði vísvitandi ranga frétt af því að ungur þingmaður hefði verið tekinn próflaus fyrir of hraðan akstur. Ekki aðeins er þetta engin frétt heldur beinlfnis alrangt. í áratugi hefur land- búnaðarkerfið fengið að morkna innan frá. Væri nú betra umhorfs efmenn hefðu bara hlustað á Gylfa Þ. Gísla- son sem sá þetta fyrir, fyrir meira en hálfri öld. Ritstjóri blaðsins vissi að fréttin var röng daginn áður en blaðið kom út. Sjálfur sýslumaðurinn í umdæm- inu þar sem bifreiðin var stöðvuð sagði ritstjóranum að þingmaður- inn hefði ekki verið undir stýri. Það lá meira að segja fyrir ljósmynd sem sannaði það. En það dugði ekki til. Þrátt fyrir það var fréttin sögð og blaðinu dreift. Ritstjórinn beit síðan höfuðið af skömminni í viðtali við DV þar sem hann sagðist standa við fréttina þótt yfirlýsing um hið gagnstæða kæmi loks von- um seinna. Hversu lágt er eiginlega hægt að leggjast? Kalt mat hjá RÚV „Augljós áhrif sænska nei-sins hér í Noregi eru að það hræðir fylgismenn Evrópusambandsins frá því að leggja út (þriðju þjóð- aratkvæðagreiðsluna um inn- göngu í sambandið; fólkið getur alltaf fundið upp á þv( að segja nei, þótt allir helstu sérfræðingar um framtíð landsins og fjármál segi já-lð skynsamlegra." Gísii Kristjánsson, fréttaritari RÚVÍNoregi, ieggur hiutiægt mat á stöðu máia íhádegisfréttum Út- varpsigær. Tæptáreriiðiðfráþví að frétt Gisia um meinta stefnu- breytingu forsætisráðherra Noregs igarð ESB varö Davíð Oddssyni tii- efni tii að saka RÚVum fréttaföis- un úr ræðustóii á Aiþingi, enda var ekki hægt að finna fréttinni stað f norskum fjöimiðium. Þegarspurt er „[...] ekki er til sú Evrópusam- bandsþjóð sem sjálfviljug hefur kastað gjaldmiðli sínum en tekið (staðinn upp gjaldmiðil Evrópu- samkenndarinnar. f þeim lönd- um þar sem evran ríkir, þar ákváðu stjórnvöld það ein. I þeim löndum þar sem kjósendur hafa veriö spurðir, þar er engin evra." Vefþjóðviijinn dAndriki.is. í sameign „Stjórnarskráin þarf að taka af allan vafa um að náttúruauðlind- ir, sem enginn á og eru í reynd partur af sameiginlegri arfleifð þjóðarinnar, séu ótvíræð sam- eign hennar. Ég á þar við auð- lindir fallvatnanna, auðlindir sem kunna að leynast á hafsbotni, fjarskiptarásir í lofti, þjóðlendur, svo það helsta sé nefnt." Össur Skarphéöinsson ieggur tii endurbæturá stjómarskránni f tii- efniaf 100 ára afmæii heima- stjórnarinnar lgrein á Póiitíkis. Svipað og þorskurinn? „Þjóðsöngurinn er eign ís- lensku þjóðarinnar, og ferfor- sætisráðuneytið með umráð yfir útgáfurétti á honum." 2. grein iaga frá 1983um þjóð- söng fsiendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.