Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Síða 4
4 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 Hundar aflífaðir ÓLAFSFJÖRÐUR; Tveir hundar voru aflífaðir á Ólafsfirði í gær. Hundarnir hafa verið til vand- ræða um skeið og nauðsyn þótti að grípa til ráðstafana eftir atvik sem varð fyrir skömmu. Þá munu hundarnir hafa farið að Ólafsfjarðarvatni og ráðist á kindur sem þar voru á beit. Þeir bitu ærnar og fóru leikar svo að þeir hröktu fullorðna kind út í vatnið. Kalla þurfti eftir aðstoð björgunarsveitar- manna til að ná kindinni upp úr ánni. Að sögn lögreglunnar á Ólafsfirði var mönnum kunn- ugt að annar téðra hunda hefði áður ráðist á búfé og því varð að samkomulagi við eig- endur að þeir yrðu báðir af- lífaðir. Minning STOKKHÓLMUR: HalldórÁs- grímsson utanríkisráðherra og Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra verða fulltrúar ís- lensku þjóðarinnar á minning- arathöfn um Önnu Lindh sem fram fer í Stokkhólmi í dag. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingar, og Guð- mundur Árni Stefánsson verða einnig viðstaddir. Ríkislögreglustjóri og Vegagerðin í samstarfi á lögreglubílum í eigu Vegagerðarinnar: Tekinn, grunaður um ölvun á lögreglubíl Vegagerðarmaður ók. Sessunauturmn, lögreglumaður, tókúrhonum sýni RAUÐAVATN: Þegar upp að Rauðavatni kom brá hins vegar svo við að lögreglumanninum fannst fullmikil áfengislykt út úr samstarfs- manni sínum - ökumanninum. Lét hann manninn gefa öndunarsýni. Sú sérstaka staða kom upp ný- lega að maður sem ók merktum lögreglubíl á Suðurlandsvegi var tekinn, grunaður um ölvun- arakstur. Sá sem hafði ökumanninn grun- aðan var lögreglumaður sem hafði setið með þeim fyrmefnda ffá skrif- stofum lögreglunnar við Skógarhlíð upp að Rauðavatni þar sem menn- imir voru báðir að fara í eftirlits- störf fyrir lögregluna. Hinn gmnaði er starfsmaður Vegagerðarinnar og hefur hann ekki mætt til vinnu eftir að atvikið kom upp. Lögreglumað- urinn hafði séð til þess að úr hon- um yrði teldn blóðprufa. Ríkislögreglustjóri og Vegagerðin hafa um skeið átt í samstarfi um vegaeftirlit, t.a.m. við vigtun stórra bíla og athugun á því hvort bílstjór- ar þeirra hafi hvflst nægilega. Þrír þessara bfla, sem em í stærra lagi af lögreglubflum að vera, hafa gjarnan verið á Suðurlandsvegi við Rauða- vatn eða Vesturlandsveg, rétt ofan Víkurvegar, en einn er á Norður- landi. Vegagerðin á bflana. Þeir em hins vegar merktir eins og hefð- bundnir lögreglubflar en em einnig með merki Vegagerðarinnar. A þeim er yfirleitt einn lögreglumað- ur, einkennisklæddur, og gul- klæddur vegagerðarmaður. í upp- hafi vinnudags 9. september ók einn vegagerðarmanna einum Niðurstaða öndunarsýnis var á þá leið að ekki var um annað að ræða en að senda ökumanninn í blóðprufu. þessara bfla frá höfuðstöðvum Vegagerðarinnar við Borgartún 5 sem leið lá inn í Skógarhlíð þar sem starfsmenn umferðardeildar lög- reglunnar hafa aðsetur. Tók hann samstarfsmann sinn þann daginn upp í bflinn og sat lög- reglumaðurinn í farþegasæti. Þegar upp að Rauðavatni kom brá hins vegar svo við að lögreglumannin- um fannst fullmikil áfengislykt út úr samstarfsmanni sínum - öku- manninum. Lét hann manninn gefa öndunarsýni. Niðurstaða þess var á þá leið að ekki var um annað að ræða en að senda ökumanninn í blóðprufú. Hjá lögreglunni er litið svo á að mál þetta fari sína leið - annaðhvort verði ákært fyrir ölvunarakstur eða ekki þegar niðurstaða blóðsýnis liggur fyrir. Að öðru leyti telst þessi misbrestur á samstarfi við eftirlits- störf vera mál Vegagerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar hefur umræddur mað- ur ekki mætt til vinnu eftir atvikið. Niðurstöðu blóðrannsóknar er hins vegar beðið enda teljast allir sak- lausir þar til sekt telst sönnuð. ottar@dv.is Veiða hrefnur á skoðunarsvæðum Hafró fullyrðir að það sé staðfest- ur vilji stofnunarinnar og starfs- manna hennar að haga hrefnu- veiðum og rannsóknum með til- liti til ferða hvalaskoðunarbáta. Ekki sé tilgangurinn að valda ónæði eða árekstrum. Af því tilefni voru leiðangursstjórum veiðiskip- anna gefin þau fyrinnæli að halda sig fyrir utan reglubundin hvalaskoðun- arsvæði og að leiðangursmenn hafi gert sér far um að afla upplýsinga um ferðir hvalaskoðunarskipa. Þessu hafi verið nákvæmlega fylgt eftir. Hafrannsóknastofnun telur miður að rekstraraðili hvalaskoðunarbáts- ins Hafsúlunnar KE og Gests GK hafi ekki sýnt áhuga á slíku samráði. „Það skal hins vegar upplýst að Gestur GK, sem um nokkurt skeið hefur fylgt eftir hrefnuveiðibátnum Nirði KÓ með kvikmyndatökumenn óþekktra aðila um borð langt út fyrir hvalaskoðunarslóð, kom á vettvang þegar hrefnan var tekin að síðu skips.. Hafrannsóknastofnunin telur að ummæli hvalaskoðunaraðila í fjöl- miðlum gefi ranga mynd af stað- reyndum málsins. Ljóst er að sú hrefna sem veidd var um borð í Nirði KÓ um 20 sjómflur frá Gróttu var utan venjubundinnar leiðar Hafsúl- unnar. Jafnframt skal það upplýst að skipverjar og leiðangursstjóri stofn- unarinnar um borð í Nirði telja úti- lokað að Hafsúlan hafi verið í námunda við skipið þegar á veiði Hafró hefur því þver- brotið margt afþví sem hún fer fram á afokkar hálfu, m.a. tekurhún ekki tillit til ferða hvalaskoðunarbáta stóð, enda aðgæsla vegna ferða skipa í nágrenninu forgangsmál hjá áhöfn- inni af öryggisástæðum. Af staðfest- um upplýsingum skipa í nágrenni Hafsúlunnar á þeirri stundu sem hrefhan var veidd, var skipið fjarri veiðistað á umræddum tíma,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnun- ar. Guðmundur Gestsson, fram- kvæmdastjóri Sjóskoðunar -veiði og skemmtisiglingar, segir að Gestur GK sé teigður bandarískri sjónvarpsstöð sem hefur áhuga á að taka myndir af því þegar hrefna sé skotin og skorin um borð. Eðlilega haldi þeir sig því nálægt hrefnuveiðibáL ísfenskur myndatökumaður hefúr verið um borð. „Við skiljum nú af hverju Hafró vill ekki hafa aðra báta nálægt hrefriu- bátunum og eru hræddir við mynda- vélar. í einu dæminu skutu þeir þrisvar á eina hrefnuna áður en þeir hittu hana. Þeir vilja ekki að þessar aðfarir sjáist með þessum græjum sem þeir segja að séu svo fullkomnar. Gísli Vflangsson, forsvarsmaður veiðanna, bað mig áður en veiðamir hófust að gefa sér upp hvaða svæði við færum á til hvalaskoðunar, og ég gaf honum það upp. Eitt þeirra er Syðra-Hraun sem þeir á Nirði hafa verið að skjóta á. Við upphaf veið- anna vorum við á Gesti að leita að Nirði og rákumst óvart á hann á þessu svæði, það hvarflaði ekki að okkur að hann væri þar, og það inn- an um fiskibáta. Beiðni þeirra um að halda sig í mflu fjarlægð var þar gróf- lega brotin af þeim sjálfum. Á mánu- dag náðum við myndum þar sem verið var að draga hrefnuna inn, ög þegar þeir urðu okkar varir fóru þeir að keyra út af svæðinu í norðvestur. Ef við þurfum að fara 20 eða 30 mflur út á Hafsúiunni til hvalaskoð- unar, þá gerum við það. En þegar þeir vissu af Nirði þama, sném þeir ffá. Ekki var tilgangurinn að sýna hvalaskoðunarfólki dráp á dýrinu. Hafró hefur því þverbrotið margt af því sem þeir fara fram á af okkar hálfu, m.a. taka þeir ekki tillit til ferða hvalaskoðunarbáta og em að tmfla þeirra starfsemi. Þeir halda að þeir geti krafist einhliða hvar við höldum okkur," segir Guðmundur Gestsson. gg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.