Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Blaðsíða 36
36 DVSPORT FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003
D V Sport
Keppni í hverju oröi
Netfang: dvsport@dv.is
Sfmi: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
Beckham í sjöunda himni
KNATTSPYRNA: Florentino
Perez, forseti Real Madrid, er
hæstánægður með enska
landsliðsfyrirliðann David
Beckham og segir að Beckham
hafi tjáð sér að hann sé ham-
ingjusamasti maður í heimi.
Beckham hefur byrjað frábær-
lega með Real Madrid og unn-
ið á sitt band þá stuðnings-
menn félagsins sem efuðust
um að hann gæti spjarað sig
með Real.
„Beckham hefur verið í liðinu
frá byrjun og þótt menn hafi
misjafnar skoðanir á því þá
held ég að þjálfarinn sé að láta
hann spila rétta stöðu. Það
sem meira er: Hann spilar af
mikilli ákefð sem hefur orðið
þess valdandi að stuðnings-
menn okkar hafe tekið honum
opnum örmum. Hann er virki-
lega ánægður hjá okkur og
mamma hans tjáði mér eftir
leikinn við Marseille að hann
væri hamingjusamasti maður í
heimi. Seinna spurði ég hann
að því hvort það væri satt og
hann játti því," sagði Flor-
entino Perez sem virðist hafa
gert kostakaup í Beckham fyrir
25 milljónir punda.
Fimm geta fallið
Æsispennandi lokaumferð Landsbankadeildarinnar fer fram á morgun
ÍÞRÓTTAUÓS
~ Henry Birgir Gunnarsson
|gp; K heniy@dv.is
Það verður mikil spenna í loft-
inu klukkan 14.00 á morgun
þegar flautað verður til leiks í
síðustu fimm leikjum sumarsins
í Landsbankadeildinni í knatt-
spyrna. Þrátt fyrir að KR hafi
tryggt sér titilinn fyrir nokkru er
spennan ekki búin því að botn-
baráttan hefur sjaldan eða
aldrei verið eins jöfn og spenn-
andi og staðan er einfaldlega sú
að helmingur liða í Lands-
bankadeildinni getur fallið.
Það er klárt mál að það fara fram
tveir algjörir lykilleikir í lokaum-
ferðinni þar sem búast má við því
að liðið sem tapi sé fallið, reyndar
með þeim formerkjum að Valur
sigri Fylki. Þessir lykilleikur eru
viðureign Fram og Þróttar annars
vegar og Grindavíkur og KA hins
vegar. Engu að síður er staða
Reykjavíkurliðanna Vals og Fram
sýnu verst fyrir lokaleikina en þar
sem þau sitja í botnsætunum er
ljóst að ekkert annað en sigur í
þeirra leikjum mun bjarga þeim frá
falli.
Framarar eru á kunnuglegum
slóðum í neðsta sætinu og leika
gegn Þrótturum sem eru í 6. sæti.
Málið er mjög einfalt hjá Fram - ef
þeir sigra eru þeir sloppnir og gild-
ir þá einu hvemig aðrar leikir fara.
Valur þarf, rétt eins og Fram, að
vinna sinn leik - sigur tryggir
áframhaldandi vem í deild þeirra
bestu, sama hvemig aðrir leikir
fara.
KA getur haldið sér uppi með
tapi ef Fram og Valur tapa sínum
leikjum. Fari svo að annaðhvort
Fram eða Valur sigri í sínum leik þá
verða KA-menn að gjöra svo vel að
sigra Grindvfldnga ætíi þeir sér ekki
að falla. Jafntefli getur þó dugað KA
ef Fram vinnur Þrótt og Valur tapar
fyrir Fyfki f Árbænum.
Grindvíkingar munu væntanlega
stíga varlega til jarðar gegn KA-
mönnum því að jafntefli nægir
þeim til þess að hanga uppi. Með
jafntefli em þeir alltaf með KA og
annaðhvort Fram eða Þrótt fyrir
neðan sig. Það er einnig athyglis-
vert við leik Grindavfkur og KA að
bæði lið geta aldrei fallið.
Þá em það Þróttaramir. Strák-
amir hans Ásgeirs Effassonar vom
efstir í deildinni eftir fyrri umferð
Það eru tveir algjörir
lykilleikir um helgina, á
Laugardalsvelli og í
Grindavík.
mótsins en síðan hefur heldur bet-
ur hallað undan fæti. Þeir em nú í
svipaðri stöðu og Grindvíkingar en
jafntefli gegn Fram heldur þeim
uppi.
Einnig er æsispennandi barátta
fram undan um Evrópusætin. Fylk-
ismenn eiga ekki mikla möguleika
á sæti í UEFA-keppninni. Til þess
að svo megi verða þarf ansi margt
að ganga upp. Þeir verða að sigra
Val, treysta á sigur KR-inga gegn
FH og treysta síðan á að Skaga-
menn leggi FH-inga í bikarúrslitun-
um. Þá tekur Skaginn UEFA-sætið
sem bikarmeistari en Fylkir fær hitt
UEFA-sætið fyrir að vera fyrir ofan
FH en Fimleikafélagið fengi þá sæt-
ið í Intertotokeppninni.
FH fær UEFA-sæti með sigri í
bikar, með sigri á KR og hreinlega
ef Fylkir tapar fyrir Val. Til að IA
missi af UEFA-sæti þarf liðið að
tapa með einhverjum mörkum
gegn ÍBV, Fylkir verður að vinna
Val, einnig með nokkmm mörkum,
og þar að auki verður ÍA að tapa úr-
slítaleiknum í bikamum.
Það er því heilmargt sem á eftir
að ganga á þegar leikimir hefjast á
morgun og ljóst að það liggur ekki
fyrir hvaða lið hljóta það leiðinlega
hlutskipti að falla úr Landsbanka-
deildinni fyrr en klukkan slær fjög-
ur.
K A R L A R
LANDSBANKADEILD
Staöan:
KR 17 10 3 4 28-20 33
ÍA 17 8 5 4 26-20 29
FH 17 8 3 6 29-24 27
Fylkir 17 8 2 7 23-22 26
ÍBV 17 7 2 8 24-24 23
Þróttur, R. 17 7 1 9 27-28 22
Grindavík 17 7 1 9 23-30 22
KA 17 6 3 8 28-26 21
Valur 17 6 2 9 22-27 20
Markahæstu leikmenn:
BjörgólfurTakefusa, Þrótti 10
Sören Hermansen, Þrótti 10
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, (BV 9
SteinarTenden, KA 8
Lokaumferðin:
18. umferð
Fram-Þróttur lau. 20. sept. kl. 14
Grindavik-KA lau. 20. sept. kl. 14
(BV-lA lau. 20. sepL kl. 14
FH-KR lau. 20. sept. kl. 14
Fylkir-Valur lau. 20. sept. kl. 14
UPP Á LÍF OG DAUÐA: Fram og Valur háðu harða baráttu um síðustu helgi. Bæði lið
verða að sigra til þess að bjarga sér frá falli um helgina. Sigur tryggir einnig báðum liðum
áframhaldandi sæti í Landsbankadeildinni - sama hvernig aðrir leikir fara. DV-mynd Pjetur
Veiðihornið
Veiðiveislan heldur áfram í Leirvogsá
18 laxar veiddust fyrir þremur dögum, allir á fluguna
Miðað við stangafjölda er Leir-
vogsá langbesta veiðiá lands-
ins í ár en Laxá á Ásum lokaði
fyrir nokkrum dögum og loka-
tölur liggja ekki enn fyrir.
Núna hafa veiðst 525 laxar í
Leirvogsá og 13 dagar eru
þangað til ánni verður lokað
fyrir veiðimönnum.
„Ég er aðeins búinn að veiða tvo
laxa núna en það er mikið af fiski
héma víða í ánni, veiðimenn sem
vom héma í fyrradag veiddu 18
laxa, alla á fluguna," sagði Skúli
Skarphéðinsson, veiðivörður við
Leirvogsá, þegar við heyrðum í
honum á árbakkanum við veiðar.
,Áin hefur gefið 525 laxa; það er
mjög gott,“ sagði Skúli. Hann hélt
síðan áfram að veiða og fékk
skömmu seinna lax.
„Leirvogsá er alveg
frábær eftekið er
dæmi aftíu stanga
veiðiá."
Leirvogsá er alveg frábær ef
tekið er dæmi af tíu stanga veiðiá
þá þyrfti hún að gefa 2.500 laxa
miðað við tölumar í Leirvogsá. Ég
þekki varla slflca laxveiðiá þetta
sumarið."
140 laxar í Þverá
„Þverá í Fljótshlíð hefur gefið
140 laxa. Menn sem vom þar fyrir
fáum dögum veiddu 7 laxa og
vom þeir stærstu 12 og 13 pund,“
sagði Hans Guðni Magnússon,
aðspurður um stöðuna í Þver-
ánni.
„Á neðsta svæðinu er sjóbirt-
ingurinn byrjaður að gefa sig. Ég
hef sjálfúr veitt fjóra sjóbirtinga.
Þama á hann ömgglega eftir að
veiðast næstu daga og vikur,"
sagði Hans Guðni enn fremur.
G.Bender
www.agn.is
VEIÐISVÆÐI VIKUNNAR
Vikulega er kynnt og boðið nýtt veiðisvæði með miklum afslætti.
TILBOÐ VIKUNNAR
Verslanir og heildsalar bjóöa vikulega ný tilboð
á takmörkuðu magni af úrvalsvörum.