Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 75 KARLAR ELDAST: Fram kemur i spá Hagstofunnar að lífslíkur karla nálgast lífslíkur kvenna á næstu árum. Árið 2040 verður munurinn á meðalævilengd karla og kvenna aðeins 2,5 ár. Hlutfall aldr- aðra tvöfaldast fram til 2040 Styttist i að minnihluti landsmanna greiði í lífeyríssjóð Hlutfall aldraðra á íslandi verður tvisvar sinnum hærra árið 2040 heldur en það er nú, samkvæmt nýrri fólksfjöldaspá Hagstofunn- ar. Hlutfall aldraðra er reiknað sem hlutfall 60 ára og eldri af íbúum 20-59 ára. Þetta hlutfali er lágt á ís- landi eða 0,28. Samkvæmt útreikn- ingum Hagstofunnar nær það hins vegar meðaltali Evrópusambands- ríkjanna, sem er 0,38, í kringum árið 2020. Og árið 2040 verður hlut- fall aldraðra orðið 0,55. í þessum útreikningum er gert ráð íyrir að frjósemi verði sú sama og árin 1998-2002 en tekið mið af lækkandi dánartíðni, þ.e. lengri meðcdævi. Ekki lengur píramídi Meðfylgjandi súlurit frá Hagstof- unni sýnir glögglega hvílík breyting verður á aldursdreifingu þjóðar- innar fram til 2020; segja má að hún breytist úr píramída í tum. Greiningardeild Islandsbanka bendir á að þessi þróun auki álagið á lífeyrissjóðakerfi landsmanna: „Gangi spá Hagstofunnar [...] eftir munu útgreiðslur úr lífeyrissjóða- kerflnu aukast vemlega þegar nær dregur 2020 er minni hluti þjóðar- innar mun standa að baki inn- greiðslum í sjóðina." Lífeyrisþegar vom tæp 56.000 í lok síðasta árs en virkir sjóðsfélagar í samtryggingardeildum ríflega 181.000, samkvæmt skýrslu Fjár- Mannfjöldi 1. janúar 2003 og 2040 eftir kyni og aldri 10 86420246 80-84 75-79 70-74 65-89 60-84 55-59 50-54 45-49 40-44 35-39 30-34 25-29 20-24 15-19 10-14 5-9 0-4 10 46 ÞJÓÐIN ELDIST: Hagstofan tekur aðeins tillit til hækkandi meðalaldurs og gerir ráð fyrir að frjósemi verði sú sama og 1998-2002. Engu að síður gjörbreytist aldurssamsetning þjóð- arinnar á næstu tveimur áratugum. málaeftirlitsins frá því í sumar. í fýrra vom aðeins 12 lífeyrissjóðir af þeim 43 sem starfa án ríkisábyrgð- ar (eða ábyrgðar annarra) í „já- kvæðri stöðu", samkvæmt trygg- ingafræðilegri úttekt. Staðan í fjómm þeirra var halli yfir 10%, sem samkvæmt lögum kallar á breytingar á samþykktum lífeyris- sjóðs. Karlar nálgast konur Fram kemur í spá Hagstofunnar að lífslíkur karla nálgast lífslíkur kvenna á næstu ámm. Fyrir þrjátíu ámm var munurinn á meðalævi- lengd kynjanna 6 ár, konum í vil. Undir lok 20. aldar var meðalævi- lengd kvenna 81,4 ár en karla 77,1 ár; munurinn þvf ríflega fjögur ár. Árið 2020 geta konur vænst þess að verða 82,3 ára og karlar 79,1 og verð- ur munurinn þá kominn niður í rúm þrjú ár. Árið 2040 verður munurinn aðeins 2,5 ár. Styttist í 300.000 Þá spáir Hagstofan því að íslend- ingum fjölgi í 300.000 á árinu 2007. Árið 2020 verði landsmenn tæplega 326.000 talsins og liðlega 351.000 árið 2040. Það dregur hratt úr fólksfjölgun. Um miðbik 20. aldar fjölgaði hér um 2% á ári en á síðasta áratug fór hlut- fallið niður fýrir 1%. Árið 2020 verður árleg fólksfjölgun 0,6% og ekki nema 0,2% árið 2040. Gangi þessi spá eftir fylgir Island í fótspor annarra Evr- ópuþjóða þar sem fólksfjölgun verð- ur sums staðar eingöngu rakin til flutninga á milli landa. otafur@dv.is Allra fóta Heildsölu- dreifing Snyrtistofan °9 allra handa áburöur HRUND Sími: 5544025

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.