Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 39 r Pardew loksins klár fyrir West Ham hjá Jason Harden KNATTSPYRNA: West Ham hefur loksins gengið frá samn- ingum við knattspyrnustjórann Alan Pardew eftir að hans gamla félag, Reading, hætti við lögsókn gegn honum fyrir samningsbrot. Síðan Glenn Roeder var rekinn eftir 3. um- ferð 1. deildarinnar í haust hef- urTrevor Brooking stýrt liðinu með mjög góðum árangri, fjór- um sigrum í röð. Félögin tvö gengu frá deilunni í réttarsal í gær og hljóðaði samkomulagið upp á að West Ham greiddi Reading 380 þús- und pund fyrir samningslok Pardew sem átti enn þrjú ár eftir að samningi sínum við Reading. Hann náði afar góð- um árangri með Reading og kom liðinu upp í 1. deild á síð- astliðnu tímabili. Pardew mun þó ekki taka við stjórnun West Ham fyrr en 18. október, þegar liðið mætir Burnley. Það þýðir að Brooking mun stjórna liðinu í næstu sjö leikjum en það á enn eftir að tapa leik í ár undir hans stjórn. Að sögn var Pardew ánægður með lyktir málsins og er spenntur fyrir nýja starfinu. Þreföld tvenna KÖRFUBOLTI: KR vann Fjölni, 101-87, í Reykjavíkurmóti karla ígær og (S vann liðVals, 65-69. KR-ingar hafa unnið alla þrjá leiki sína en Valsmenn hafa hins vegartapað öllum sínum þremur leikjum. Baldur Ólafsson skoraði 25 stig og tók 10 fráköst á 24 mínút- um, Magnús Helgason gerði 12 stig og þeir Arnar Kárason og Magni Hafsteinsson voru með 10 stig. Steinar Kaldal var einnig með 9 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Jason Harden var með þre- falda tvennu hjá Fjölni, 28 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar en auk hans skoraði Bjarni Karlsson 17 stig og Pálmar Ragnarsson var með 13 en Fjölnismenn stóðu sig vel og þvinguðu KR-liðið meðal annars til að tapa boltanum 30 sinnum í leiknum. Guðlaugur Eyjólfsson skoraði 17 stig fyrir (S, Guðmundur Ásgeirsson bætti við 16 og þjálfarinn, Bjarni Magnússon, skoraði níu stig en hjá Val skor- aði Ragnar Steinsson 28 stig og Ágúst Jensson var með 11 stig. umtlf sagði Páll Krístjánsson, fyríríiði bikarmeistara 2. flokks KR Á þriðjudag fór fram á KR-vell- inum úrslitaleikur bikar- keppninnar í 2. flokki karla. Þar mættust KR og Fram í harðri rimmu sem lauk með góðum sigri heimaliðsins, 4-1. Það má segja að KR-ingar hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik þegar þeir skoruðu öll sín mörk. Kjartan Henry Finnbogason, sem hefur leikið nokkra leiki með meist- araflokki liðsins í sumar, skoraði tvö mörk en þeir Vigfús Arnar Jós- epsson og Ólafur Páll Johnson hin tvö. Fyrir þá bláklæddu náði Guð- mundur Auðunn Auðunsson að klóra í bakkann þegar skammt var til leiksloka. Mikil fagnaðarlæti brutust svo út í leikslok og það var glaður fyrirliði, Páll Kristjánsson, sem tók við bik- amum. DV Sport ræddi við hann eftir leikinn. „Fyrst við klúðruðum íslands- mótinu kom ekkert annað til greina en að vinna leikinn. Það virðist nefnilega vera þannig að við séum yfirleitt með besta hópinn án þess að vinna neitt - elsti árgangurinn hefur nefnifega aldrei unnið neitt með 2. flokki KR og því tilvalið að ljúka tímabilinu á þennan hátt. Það var kominn tími til,“ sagði Páll. Hann bætti því svo við að leik- „Við erum yfiríeitt með besta hópinn án þess að vinna neitt." mennirnir hefðu skuldað þjálfur- um sínum, þeim Óskari Hrafni Þor- valdssyni og Einari Sigurðssyni, þennan árangur en þeir em báðir að hætta þjálfun flokksins í haust. Um leikinn sjálfan sagðist Páll ánægðastur með baráttu sinna manna. „Það var gott að byrja leik- inn af krafti í stað þess að lenda undir snemma leiks. Við emm flestir á okkar lokaári í flokknum og því skipti þessi leikur okkur mikfu máli.“ eirikurst@dv.is/ooj.sport@dv.is MARKAHRÓKARNIR: Þessir þrír skoruöu mörk KR f úrslitaleiknum. Frá vinstri eru þeir Vigfús Arnar Jósepsson, Kjartan Henry Finnbogason og , Ólafur Páll Johnson. í DV-mynd E.ÓI. LOKSJJáS, LOKSINS: Páll KiJstjansspn, fjrrirli^ KR.Jyftir hér bikariuim ?! KRHyftir hér bikariuim I góða sem liðid fékk til varð veislu eftir sigurinn i bikar- keppninni. DV-myndir E.OI. ♦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.