Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 7 Synti frá Hrísey til Arskógssands AFREK: Viktoría Áskelsdóttir, ættuð úr Stykkishólmi, vann það einstæða afrek um liðna helgi að synda frá Hrísey til Árskógssands. Leiðin er alls 2,6 sjómílur (3,7 km) og var Viktoría sléttar tvær stundir á leiðinni. Óhætt er að segja að afrek Viktoríu sé mikið því að leiðindaveður var meðan á sundinu stóð, hvassviðri og öldugangur. Viktoría sagði sjálf að „veðrið hafi svo sem ekki verið neitt glansandi," og sérstaklega hafi öldurnar um miðbik sundsins verið þungar. Þetta hafi hins vegar allt gengið upp. Þeir sem synda lengri vega- lengdir í sjó smyrja sig gjarn- an með einhverri feiti til varn- ar kulda. Viktoría notaði þó ekkert slíkt, það var bara sundbolur, sundhetta og gler- augu. Víktoría hefur stundað sjó- sund frá því í fyrra og hefur æft sig í Elliðaárvoginum. Þá hefur hún synt frá Stykkis- hólmi og út í Hvítabjarnarey og með lögreglunni í Reykja- vík frá Engey út í Örfirisey en þetta er lengsta sjósund hennar til þessa. Hún ætlar þó ekki að láta staðar numið því að stefnan hefur verið sett á Grettissund, frá Drangey á Skagafirði og til lands, líkt og Grettir Ásmundarson gerði forðum. SUNDIÐ AFSTAÐIÐ: Viktoría sté um borð í varðskip að sundinu loknu. DV-mynd HIÁ Orð sem Sandra Gregory skrifaði foreldrum sínum er hún fékk lífstíðardóm: Gleymið að þið áttuð dóttur TILÍSLANDS: Saga Söndru er komin út í 20 löndum á 13 tungumálum. Þegar hún kom til íslands í síðustu viku var það fyrsta ferð hennar út fyrir Bretland og Taíland eftir að hinar ófyrirséðu hremmingar hófust árið 1993. Hér er hún að segja nemendum MH sögu sína. Dynjandi lófaklapp kvað við þegar útskriftarnemendur í MH þökkuðu Söndru Gregory, 37 ára frá Bretlandi, fyrir er hún lauk frásögn sinni af því þegar hún sat í sjö og hálft ár inni í hinu alræmda „Bangkok Hilton" fangelsi og síðan í einu mesta öryggisfangelsi Breta. Hún var að afplána 25 ára dóm fyrir tilraun til að smygla rúm- lega 80 grömmum af heróíni til Japans frá Taílandi árið 1993. „Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að gera og heldur ekki hvað þið eigið ekki að gera. Þið metið það sjálf,“ sagði Sandra við tilvonandi stúdenta sem sátu og hlustuðu af athygli. Hún varð veik eftir rúmlega tveggja ára dvöl íTaflandi, landinu sem hún elskaði. Þá komu her- menn og myrtu borgara, blóðið flaut og hún vildi fara heim. Hún missti vinnuna vegna veikinda og hafði ekki hjarta í sér til að biðja foreldra sína um farareyri heim. Þá bauðst henni að flytja efni. „Þá hugsaði ég ekki um afleiðingarnar," sagði Sandra. Næstu sjö og hálft ár, allt þar til í júlí 2000, voru martröð. ísland er eina landið sem hún hefur fallist á að koma til vegna út- komu bókarinnar. Síð- asta vika hefur verið henni sem ævintýri. Hún er gersamlega heilluð aflandi og þjóð. En í dag geislar hún. Sandra er frjáls, saga hennar er gefin út í hátt í 20 löndum á 13 tungumálum og er nr. 2 á metsölulista WHSmith í kiljuformi í Bretlandi. Bókin kemur út á íslandi í október - Gleymið að þið áttuð dóttur- í þýðingu Sigurð- ar Hróarssonar. Titillinn skírskotar til bréfsins sem Sandra skrifaði þegar hún taldi sig aldrei sleppa úr fangelsi í Taílandi. Þá geislaði hún ekki eins og í dag. ísland er eina landið sem hún hefur fallist á að koma til vegna útkomu bókarinnar. Síðasta vika hefur ver- ið henni sem ævintýri. Hún er ger- samlega heilluð af landi og þjóð. Hún og Andrew Garbett, kærastinn hennar, upplifðu meira að segja norðurljós á sunnudagskvöldið í Bláskógabyggð eftir að hafa séð perlur Suðurlands í baðandi sól- skini um daginn. Sandra ætlar að nota næstu viku til að ferðast um ísland. Hún er að njóta lífsins - tilgangur lífs hennar er að ferðast, segir hún. En hún er að fara í nám í Bretlandi - landa- fræði. „Já, móðurfag allra greina," sagði hún við MH-nemendurna í gríni. Hún hefur komið boðskap sínum til íslendinga á ýmsan hátt á ferðalagi sínu hingað: „Hugsið áður en þið gerið eitthvað með fflcniefni! Metið lífið sem ykkur var gefið. Njótið landsins ykkar. Hér er góð þjóðarsál," sagði Sandra Gregory. ottar@dv.is afölbm vöium íverslmum H^geu fínmtud., föstud.og feugaid. SWfTZERtAND TEP LAPIOUS Skartgrpir Abesse co I I ec t i o n LANCÖME JVE^AINl^URENf -ÖH UTIDO CTðSSyO PARIS HtLtNA RUBíNSrl'- Ckristian Di íor Okkar feabæru tödcur Guerlain PAfUS CHANEL PARIS BIOThERM H Y G E A a ny rtiv o r uve /v lun Laugavegi sín i511 4533. Sm áialhd, sín Í554 3960. Krhglmni sín Í533 4533 .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.