Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Blaðsíða 22
22 FÓKUS FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 If ó k U S Umsjón: Höskuldur Daði Magnússon og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Netföng:fokus@fokus.is, hdm@fokus.is,sigrun@fokus.is Sími: 550 5894-550 5897 www.fokus.is oru hvar? Það var nóg af fólki sem leit inn á Hverf- isbarinn um síðustu helgi enda virkar það jafnan spennandi á fólk ef það sér röð fyrir utan skemmtistað. Að sjálfsögðu lét fræga fólkið sig ekki vanta frckar en fyrri daginn og mátti þarna meðal annarra sjá til íra fársliðanna Birgittu Haukdal, Andra hljóm- borðsleikara og Vignis Vigfússonar, gftar- leikara og lagahöfundar. Friðrik Weiss- happel var í afar góðu skapi og þarna mátti It'ka glitta í Örnu Pétursdóttur, verslunar stjóra í Kiss og fyrrverandi Playboy-módel, útvarps- og sjónvarpsmanninn Ásgeir Kol- beinsson og litla bróður hans, Atla, auk þess sem sást til Bjarka Sig á útvarpsstöð- inni Létt og Vals Heiðars Sævarssonar, söngvara í Buttercup. Tónleikar Stuðmanna í Tívolfi f Kaup- mannahöfn voru vel sóttir eins og lands- menn allir ættu að vita eftir stífan frétta- flutning af þeim. Nokkur hundruð íslend inga flugu sérstaklega út og bættust í hóp fjölmargra íslendinga sem búsettir eru í Danmörku. Meðal þeirra sem lögðu á sig ferðalagið voru Sigmundur Ernir Rúnars- son fjölmiðlamaður og Elfn kona hans, Guð- jón Arngrfmsson hjá Flugleiðum, Ríkarður örn Pálsson, Halldór Harðarson, markaðsstjóri Flugleiða í Skandinavfu, Reynir Traustason, blaðamaður og rithöfundur, Hjálmar Blöndal, nemi á Bif röst, Ingvar Þórðarson athaf namaður og Gerður Kristný, ritstjóri Mann- lífs. Auglýsingastofan Ffton héltpartíáföstudagtil að fagna nýju blaði sem stofan var að gefa út. Þar sást til Jóns Mýrdats, Hemma feita og Beturokk, sem alltaf eru dugleg að mæta í svona partf, leikarans Jóns Bjarna og Jak- obs Bjarnar Grétarssonar fjölmiðlamanns. Á Gauknum var að vanda nóg af tónlistarmönnum enda er staðurinn eins konar félagsheimili fyrir þá. Um helgina voru þar Pétur Jesú, Einar og Bergur úr Buff. Birgitta Haukdal, Hanni, Siggi, Andri og Vignir úr írafári spiluðu fyrir gesti og tóku létt á því á eftir. Einnig mátti sjá þar Súkka Pé (Siggeir bassaleikari úr VV6B sem átti að vera úti í Brasilíu með Birni Jör- undi). Sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjáims rnætti með vinkonum sfnum og stclpurnar úr kvennalandsliðinu f fótbolta tóku vel á þvíá dansgólfinu eft- ir sigurinn á laugardeginum. Þá voru Ifka mætt Baldvin úr Sóldögg og Arna Pétursdóttir f Kiss. Jón Jósep, Einar og Áki úr ísvörtum fötum voru hress- ir eins og tónlistarmaðurinn Jón Óiafsson úr Ný dönsk. Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann af FM957 mætti með frúnni, Einar Ágúst úr Skímó var flottur, Jónbi úr Brain Police var í rokkgfrnum og svo sást til leikaranna EsterarTalíu Casey, Ólafs Egils Egilssonar og Benedikts Erlingssonar. Á Vegamótum um helgina sást til Árna Eiliotts sem er kærasti Chloe Opheliu, Barða Jóhannssonar í Bang Gang, plötusnúðsins Jóa B og myndbandagerðarmannsins Gunna Palla. Á Prikinu var svo Ungfrú ísland.is dam an, Rakel McMahon. Plötusnúðurinn Gullfoss fékk liðsinni Gfsla galdurs á Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöldinu. Þar var að sjálfsögðu nóg af fólki en fyrst ber að nefna leikaraliðið Friðrik Friðriksson, Selmu Björnsdóttur, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Arnbjörgu Htíf Valsdóttur og Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóra og leiklistarnema. Að auki voru mættir Ómar Swarez í Quarashi, Gústi „Guns“ kvikmyndagerðarmaður og Ottó Tynes fram- leiðandi. Á frumsýningu á Lfnu Langsokk á sunnu- daginn voru Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson leikari, Ólaf- ur Ragnar Grfmsson forseti og Dorrit eigin- kona hans, Kristján Kristjánsson í Kastljós- inu, Björn Ingi Hilmarsson leikari, Áifrún Helga örnólfsdóttir, sem er að fara að leika Dís ívæntanlegri kvikmynd, og Lísa Pálsdótt- ir, útvarpskona á Rás 2. Á frumsýningu á Erling á laugardagskvöld voru aftur á móti þau Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir. Á Pravda um seinustu helgi voru félagarnir Maggi Jóns, a.k.a. Blake, og Barði í Bang Gang í svaka gír. Einnig voru þar Kiddi Bigfoot, Árni Elliot ásamt sinni heittelskuðu Chloe, Ijósmyndararnir Kjarri ft Sigurjón frá Séð og heyrt, Máni á Xinu, Gylfi Gyifa, Heiðar Austmann á Popp Tíví og FM 957, Jón Gerald Sullenberger og frú og Ófeigur á Glaumbar ásamt sinni konu. Gyða Hlfn f Retró tók sig vel út á dansgólfinu með gullfallegri vin konu sinni. Andrea Róberts sást kfkja inn og það gerði Frosti á X-inu einnig með kærust- una sfna, hana Halldóru, á öðrum arminum og umboðsmann Mínus í Bandaríkjunum á hinum. Einnig fór mikið fyrir Cass the gentleman, aðalmanninum á Mayfair Club f London, og Pétri, blaðaútgefanda í London og Moskvu, en þeir tóku yfir flöskubarinn bæði föstudags- og laugardagskvöld ásamt fríðu föruneyti. Listamaðurinn Elín Hansdóttir og sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir f Gallerí Dvergi. í kjallara í Þingholtunum í Reykjavík hefur í sumar verið rekið afar lítið og sætt gallerí þar sem nokkrir ungir listamenn hafa sett upp sýningar sínar. Gallerí Dvergur heitir þetta fyrirbæri og er það sannarlega réttnefni því lofthæðin í galleríinu er ekki nema 165 sentímetrar. Sfðpsta sýningin 1 Dvergnum Gallerí Elvergur er sýningarrými í kjallara hússins að Grundarstfg 21 í Þingholtunum. Nafhið dregur gallerí- ið af smæð þess og lofthæð sem er ekki nema um 165 sentímetrar. Gallerí Dvergur er rekinn af Birtu Guðjóns- dóttur myndlistarkonu, sem er út- skrifúð úr Listaháskólanum og stund- ar nú framhaldsnám í myndlist við Piet Zwart Institute í Rotterdam. Birta bjó í húsinu árið 2002 og nýtti þá kjallararýmið þegar hún og Hug- inn Þór Arason myndlistarmaður sýndu þar gjöminga. I sumar bauðst Birtu svo að fá kjallarann að láni og ákvað hún að skapa þar vettvang til sýningarhalds. Alls hafa fimm listamenn sett upp sýningar í galleríinu frá því 11. júlf í sumar, þeir Huginn Þór Arason, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Claus Hugo Nielsen og Pétur Már Gunnarsson og fimmta og síðasta sýningin var opnuð í gær. I fréttatil- kynningu frá Gallerí Dvergi kemur fram að sýningar sumarsins hafa verið afar fjölbreyttar. „Sýningar sumarsins hafa átt fátt sameiginlegt, þar hafa verið sýndar innsetningar, málverk, teikningar, skúlptúrar og hljóðverk, en veitt góða innsýn inn í listsköpun ungra myndlistarmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref á sýningarbraut- inni,“ segir í tilkynningu. Það er Elín Hansdóttir myndlistar- maður sem á síðasta orðið í sýningaröð Gallerí Dvergs í sumar, með sýning- unni Big Bird. Elín útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskólans í vor og mun hefja framhaldsnám í mynd- list við Listaakademíuna í Berlín í næsta mánuði. Auk myndlistamáms- ins hefur Elín fengist við eitt og ann- að undanfarin misseri. Hún rekur ásamt öðrum Búðina á Laugavegi, þar sem meðal annars er seld fatahönnun hennar, auk þess sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum f Nóa albínóa fyrr á árinu. Sýning Elínar er opin ffá fimmtudögum til sunnudaga, frá 17-19, og stendur til 4. október. Layo & Bushwacka: á AFMÆLISHÁTÍÐ PZ Utvarpsþátturinn PartyZone hefur um árabil verið helsta hald- reipi áhugamanna um danstónlist hérlendis. I heil 13 ár hafa um- sjónarmennimir Helgi Már Bjamason og Kristján Helgi Stef- ánsson séð til þess að dansáhuga- menn hafa fengið vikulegan skammt af því nýjasta í þeim geira en þeir hafa ekki látið útvarpsþátt- inn duga. PartyZone-menn eru orðnir jafh þekktir fyrir klúbba- kvöldin sem haldin hafa verið í nafni þáttarins ffá miðjum síðasta áratug. Vinsælust hafa verið af- mæliskvöld þáttarins sem hafa dregið að sér gesti eins og Masters At Work, Basement Jaxx, Dimitri From Paris og Timo Maas. Nú er komið að enn einni afmælishátíð- inni og em það sjálfir Layo & Bus- hwacka! sem mæta á Nasa í kvöld. I fféttatilkynningu segir að Layo &. Bushwacka séu meðal virtustu og þekktustu nafna danstónlistar- heimsins. „Layo Paskin og Matt- hew „Bushwacka" B em plötusnúð- ar, skemmtistaðaeigendur og tón- listarmenn. Layo Paskin hefur til að mynda aðsetur í London þar sem hann á plötuútgáfu og dansklúbb- inn „The End“ en hann hefur ver- ið gríðarlega heimr síðusm misseri. Þar hafa þeir félagar verið „res- ident“-plötusnúðar fyrsta laugardag hvers mánaðar. Hróður þeirra hefur farið víða og í dag spila þeir úti um allan heim.“ Gleðin hefst á Nasa í kvöld klukkan 23 og ásamt aðalstjömun- um koma fram þeir Grétar G og Ámi E. Miðaverð er 1.500 kall í forsölu í Þrumunni og 2.000 kall um kvöldið. Fatamarkaður í Incólfsstræti Um síðustu helgi tóku nokkrar framtakssamar stúlkur sig saman og settu upp fatamarkað í miðbæn- um. Þær köfúðu djúpt í fataskápana og tíndu til það sem mátti missa sín og buðu til sölu. Það var ekki að sökum að spyrja, fjöldi manns mætti og stúlkurnar höfðu í nógu að snúast. Þær hafa því ákveðið að endurtaka leikinn nú um helgina og hafa fleiri sölumenn bæst í hóp- inn. Kvenpeningurinn ætti því að geta gert reyfarakaup um helgina. Markaðurinn verður opinn í dag frá 11-18 og á morgun frá 12-18 en flestar verða að selja á laugardegin- um. Markaðurinn er til húsa í Ing- ólfsstræti 5.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.