Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Page 6
6 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 19.SEPTEMBER2003
Launahækkun 5,2%
LAUNASKRIÐ: Regluleg laun hafa
hækkað að meðaltali um 5,2%
frá 2. ársfjórðungi 2002 til 2. árs-
fjórðungs 2003. Á sama tíma
hækkaði vísitala neysluverðs um
2,0%. Samkvæmt því jókst kaup-
máttur launa að meðaltali um
3,2%. Launahækkun starfsstétta
var á bilinu 3,8% til 7,4%. Laun
kvenna hækkuðu um 6,1% en
karla um 4,7%. Laun á höfuð-
borgarsvæði hækkuðu um 5,4%
en laun utan höfuðborgarsvæðis
um 4,7%. Á 2. ársfjórðungi 2003
fengu launamenn að meðaltali
greiddar 192.900 krónur í reglu-
leg laun, þ.e. fyrir venjulegan
vinnutíma hvort sem um var að
ræða dagvinnu eða vaktavinnu.
Meðaltal heildarlauna var
247.600 krónur og heildarfjöldi
greiddra stunda 45,6.
Spyr um seðlabankastjóra
STÓRTSPURT: Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, fulltrúi Sam-
fýlkingarínnar í bankaráði
Seðlabankans, hefur sent Dav-
íð Oddssyni forsætisráðherra
spurningar um hvernig staðið
var að skipun Jóns Sigurðsson-
ar í stöðu seðlabankastjóra.
Hún spyr með hvaða hætti hafi
verið gengið úr skugga um að
Jón væri sá hæfasti sem völ
væri á; með hvaða hætti jafn-
ræðisreglu stjórnsýslulaga hafi
verið gætt, en samkvæmt
henni sé stjórnvöldum t.d.
óheimilt að mismuna aðilum á
grundvelli stjórnmálaskoðana
þeirra; og hvaða hæfniskröfur
hafi veríð lagðar til grundvallar
við ráðninguna.
Björgólfur fær Eimskip
f gríðarlegri uppstokkun sem varð í viðskiptaheiminum í gær
BMSKIP fHÖFN: Björgólfur Guðmundsson hefur í flóknu samningaferli tryggt sér og félögum sér tengdum yfirráð í Eimskipafélaginu.
Gríðarleg eignauppstokkun
varð í íslenskri fyrirtækjaflóru í
gær í einhverjum umfangs-
mestu og flóknustu viðskiptum
sem þekkst hafa á fjórmála-
markaði hér á landi. Helstu tíð-
indi eru þau að Björgólfi Guð-
mundssyni og liðsmönnum
hans tókst að tryggja sér yfirráð
yfir Eimskipafélagi íslands, en
gáfu eftir aðra pósta, ma. fjár-
festingarfélagið Straum, Sjóvá-
Almennar og Flugleiðir.
Mikið sjónarspil fór í gang strax í
gærmorgun og voru viðskipti í
Kauphöll íslands stöðvuð með bréf
í mörgum af stærstu félögum
landsins. Þar var m.a. um að ræða
Eimskip, Fjárfestingarfélagið
Straum, Landsbanka íslands,
Framtak Fjárfestingabanka, fs-
iandsbanka og Sjóvá-Almennar.
Um hádegisbil kynntu Sjóvá-Al-
mennar kaup íslandsbanka á 33%
hlut í félaginu á genginu 37, sem er
um 6,5 milljarðar króna. Einnig var
greint frá því að fslandsbanki
myndi kaupa 100% hlut í félaginu
og Sjóvá-Almennar yrðu þar með
dótturfélag fslandsbanka.
Rammasamningur
Stíf fundahöld vom ftam á nótt á
milli Björgólfs Guðmundssonar og
hans manna í Landsbankanum og
Bjama Ármannssonar, forstjóra ís-
landsbanka. Lauk þeim viðræðum
með gerð rammasamnings um ráð-
andi hlut Landsbanka Islands í Eim-
skipafélaginu. Stjóm Eimskipafé-
lagsins samþykkti rammasamning-
inn með íýrirvara um samþykki
hluthafafundar í félaginu sem hefiir
verið boðaður 9. október. Þá mun
jafnframt fara fram stjómarkjör.
Stíf fundahöld voru
fram á nótt á milli
Björgólfs Guðmunds-
sonar og hans manna í
Landsbankanum og
Bjarna Ármannssonar,
forstjóra íslandsbanka.
í þessu mun m.a. felast að Lands-
bankinn eignast 15% hlut Fjárfest-
ingarfélagsins Straums í Eimskip. Á
móti selur Landsbankinn rúmlega
þriðjungshlut sinn í Straumi til Is-
landsbanka. Þá selur Burðarás, fjár-
festingarfélag Eimskips, allan hlut
sinn í Flugleiðum, eða tæp 32%
ásamt 11,4% eignarhlut í Sjóvá-AI-
mennum. Einnig selur Burðarás
tæplega 5% hlut sinn í Islandsbanka.
Sjávarútvegsfyrirtæki Eimskips,
Brim, sem á ÚA á Akureyri, Harald
Böðvarsson á Akranesi, Skagstrend-
ing og hluti í fleiri félögum, eins og
Marel og SH, verður áfiam í eigu
Eimskips.
Með þessari uppstokkun hefúr
skýrst verulega myndin í þeirri at-
burðarás viðskiptaheimsins sem
Björgólfúr Guðmundsson og félagar
hafa leitt undanfamar vikur. Efdr
standa í megindráttum tvær fylking-
ar. Annars vegar er það Landsbank-
inn og Eimskip auk dótturfélaga sem
Björgólfúr Guðmundsson hefúr for-
ystu fyrir. Hins vera er fslandsbanld
og Sjóvá sem meiningin er að sam-
eina ásamt, Eignariialdsfélaginu
Straumi, Flugleiðum og helmings-
hlutur í Steinhólum sem eignaðist
Skeljung í miklum átökum um það
félag fyrir skömmu.
Ekki er þar með sagt að átökum sé
lokið. Ekki eru allir hluthafa Sjóvár-
Almennra Ld. sáttir við hvemig mál
hafa þróast og hyggst hópur hluthafa
koma í veg fyrir áætlanir fslands-
banka um yfirtöku á félaginu. hkr@dvjs
Margeir Pétursson umkaup íslandsbanka í Sjóvá:
Getum hindrað
100% yfirtöku
„Þessu máli er alls ekki lokið
gagnvart okkur. Við getum
hindrað 100 prósent yfirtöku
fslandsbanka á Sjóvá-Almenn-
um," sagði Margeir Pétursson,
stjórnarformaður fjárfest-
ingafélagsins Atorku hf., við
DV í morgun. Atorka á 4,5 pró-
senta hlut í Sjóvá-Almennum.
Margeir og Þorsteinn Vilhelms-
son, stjómarformaður Afls - fjár-
festingafélags, sem á rétt um 5
prósent í Sjóvá-Almennum,
sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar
sem segir að tilboð fslandsbanka
hf. leggist illa í þá. Afl og Atorka
hafa tryggt sér stuðning nokkurra
annarra hluthafa tii að hindra að
Islandsbanki geti komist yfir 90
prósenta eignarhlut í Sjóvá og þar
með krafist innlausnar.
Upplýsingagjöfvarðandi „þetta
fyrirhugaða tilboð" sé algeriega
ófullnægjandi segir í yfirlýsing-
unni, og ekki hafi einu sinni kom-
ið opinberlega fram á hvaða
skiptigengi í fslandsbanka tilboð-
ið sé gerL
„Við fjárfest-
um í Sjóvá á fag-
legum forsend-
um og teljum við
Sjóvá síst ofmet-
ið á genginu 37,"
segir enn fremur
í yfirlýsingunni.
„Einar Sveins-
son, forstjóri Sjó-
vár, sem jafnframt er varaformað-
ur bankaráðs íslandsbanka, og
Benedikt Sveinsson, stjómarfor-
maður Sjóvár, keyptu á genginu
40 á miðvikudaginn. Það töldum
við til marks um að mat okkar á
félaginu væri rétL Það urðu okkur
siðan mikil vonbrigði að þessi
mál skyldu snúast upp í einhvers
konar valdabrölt þar sem réttur
minni hluthafa er fyrir borð bor-
inn. Við emm að skoða réttar-
stöðu okkar og hvetjum aðra hlut-
hafa til að gera slíkt hið sama."
„Það kemur í Ijós hver fram-
vinda þessa máls verður," sagði
Margeir við DV í morgun. „ís-
landsbanki á eftir að skýra sitt
mál.“ -JSS
Margeir Péturs-
son.
Starfsmaður og
fjórir aðrir í haldi
í tvær vikur
Fimm ungir menn hafa verið úr-
skurðaðir í 14 daga gæsluvarð-
hald, grunaðir um að hafa með
mismunandi hætti staðið að því
að flytja inn talsvert magn af
fíkniefnum í gámi í einu skipa
Samskipa.
Starfsmaður félagsins, sem hefúr
unnið á athafnasvæði félagsins í
Holtagörðum, samkvæmt upplýs-
ingum DV, er einn þeirra sem nú
eru í haldi.
Á þriðjudag voru tveir menn
handteknir eftir að þeir höfðu farið
út af gámasvæðinu við Holtagarða.
Nánast á sama tíma voru tveir aðrir
menn handteknir annars staðar á
höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan og
tollgæslan leituðu svo daginn eftir
með aðstoð nokkurra leitarhunda á
athafnasvæði Samskipa en lögregla
tekur sérstaklega fram að hvorki
skipafélagið né aðrir starfsmenn
séu grunaðir í þessu málL
Á þriðjudag voru
tveir menn handteknir
eftir að þeir höfðu farið
út afgámasvæðinu við
Holtagarða.
Á miðvikudag fengust þessir fjór-
ir ungu menn úrskurðaðir í 14 daga
gæslu og þeir fluttir á Lida-Hraun.
Þann sama dag var fimmti maður-
inn viðriðinn málið handtekinn.
Dómari ákvað svo í gær að lögregla
skyldi einnig fá að halda honum í
tvær vikur meðan unnið er að
rannsókn þessa máls, sem þó telst
ekki það stærsta það sem af er
þessu ári miðað við magn efna.
Lögreglan verst hins vegar frétta
eins og stendur af því hvað lagt var
hald á, hvaða efrú var um að ræða
eða magn eða önnur atriði málsins.
Samkvæmt heimildum DV er ekki
útilokað að fleiri verði handteknir.
Þeir sem þegar sitja inni hafa ekki
sakarferil í fíkniefúamálum. Ásgeir
Karlsson aðstoðaryfiriögreglu-
þjónn sagði við DV að rannsókn
þessa máls miðaði vel.
ottar@dv.is