Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Side 8
8 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003
Stjörnur tilnefndar
VERÐLAUN: (slensk-þýska verk-
efnið Music in My Life hefur ver-
ið tilnefnt til verðlauna hjá fram-
kvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins. Verðlaunin verða veitt
að tilefni viku Ungs fólks í Evr-
ópu sem haldin verður 29. sept-
embertil 5. október. Umrætt
verkefni var unnið í Þýskalandi
árið 2001 og á (slandi árið 2002
en það eru hljómsveitirnar Blik-
andi stjörnur og The Rockers
sem stóðu að því. Sveitirnar eru
skipaðar ungmennum og tóku
þau upp geisladisk, gerðu
myndband og héldu tónleika.
Einnig heimsóttu ungmennin
verndaða vinnustaði og ræddu
réttindi fatlaðra á (slandi og í
Þýskalandi. Þann 1. október
verðurtilkynnt hvaða verkefni
hlýtur viðurkenningu.
Stálskip landa
ÚTHAFSKARFI: Frystitogarinn
Rán HF-42, eign Stálskipa í
Hafnarfirði, landaði í gær 320
tonnum af frystum úthafskarfa
í Kópavogshöfn. Mjög fátítt er
að sjá löndun úr frystitogara í
Kópavogshöfn,jafnvel eins-
dæmi.
Togarar Stálskipa hafa til þessa
landað afurðum sínum í Hafn-
arfjarðarhöfn og bæjarfélagið
í Kópavogi
þannig notið tekna í formi
þeirra gjalda sem tekin eru af
veiðiskipum, s.s. uppskipunar-
og vörugjalda. Nú verður Hafn-
arfjarðarbær af þeim tekjum.
Stálskip hafa gert samning við
Atlantsskip um flutning á fryst-
um afurðum í frystigámum á
markað erlendis. Aðsetur At-
lantsskipa er í Kópavogshöfn.
LÖNDUN: Landað úr Rán HF-42 í Kópavogshöfn. Frystigámarnir bíða svo
komu næstu skipakomu Atlantsskipa.
Eftirlitslaus neðan-
jarðarstarfsemi
TVÖ BÚ: Aðeins tvö hundarræktunarbú á landinu eru með tilskilin leyfi samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Lögfræðingur hundaræktunarbúsins í Dalsmynni fékk ofangreint
svar við fyrirspurn sinni til stofnunarinnar. Þar kemur fram að stofnuninni er einungis kunnugt um eitt hundaræktunarbú fyrir utan Dalsmynni. DV-mynd GVA
„Nú er komið á daginn, staðfest
af Umhverfisstofnun, að aðeins eru
til tvö skráð hundaræktunarbú á
öllu landinu, Dalsmynni og eitt
annað. öll önnur hundaræktun
virðist því vera eftirlitslaus neðan-
jarðarstarfsemi," sagði Sigurður
Helgi Guðjónsson hrl., spurður
álits á stöðu skráninga hundar-
ræktunarbúa hér. Sigurður var um
skeið formaður siðanefndar
Hundaræktarfélags fslands. Hann
hefur kynnt sér sérstaklega lagalegt
umhverfi hunda og manna bæði
hér og annars staðar á Norðurlönd-
unum. Hann hefur komið að ýms-
um lagasetningum varðandi
hundahald í þéttbýli.
„Þessar upplýsingar þýða að inn-
an vébanda Hundræktarfélagsins
er sem sagt bara í mesta lagi einn
leyfisskyldur ræktandi. Hvað eru þá
allir hinir að gera í félaginu? Má því
varlega áætla að 90% hundaræktar
á fslandi spili algjörlega frítt og hlíti
engum reglum," sagði Sigurður
Helgi enn fremur.
„Stríðið um Dalsmynni
snýst að mínu viti um
peninga og fjárhags-
lega hagsmuni hunda-
ræktenda en ekki um
dýravernd og ást á
hundum."
„Ég hef fylgst með átökum um
hundarækt og hundahald að und-
anförnu og mér blöskrar heiftin og
illfýsin af hálfu andstæðinga Dals-
mynnis. Ég var fyrir nokkrum árum
formaður siðanefndar Hundarækt-
arfélags íslands sem hafði til með-
ferðar meint brot forráðamanna
Dalsmynnis á reglum um pörun og
ræktun. En þegar ég komst að því
að það var talið sjálfsagt og í góðu
lagi að varaformaður félagsins bryti
sömu reglur þá sagði ég af mér og
sagði mig úr Hundaræktarfélaginu.
Á þeim bæ virtist það talið til
stjórnarhlunninda eða forréttinda
hinna innvfgðu að mega brjóta
þessar reglur. Ef Hundaræktarfé-
íagið á aðild að þessari krossferð er
það að gelta úr glerhúsi.
Strangt eftirlit
Sigurður Helgi kvaðst vilja
benda á að Dalmynnisræktunin
væri undir ströngu opinberu eftir-
liti sem er meira en hægt væri að
segja um aðra rækendur sem
stundi yfirleitt „rækun í þvottahús-
um, kompum og kyndiklefum".
„Slíkt er kallað „heimaræktunar-
bú“ og á víst að vera voða gott og
fínt fyrir menn og hunda. Dals-
mynnisræktunin borgar skatta og
skyldur af starfsemi sinni og rækt-
un en hvað með aðra?“ bætti Sig-
urður Helgi við.
Hann kvaðst hafa kynnt sér að-
stæðumar á Dalsmynni. Þær væm
„vel viðunandi og hafa batnað
mjög upp á síðkastið". Forráða-
menn væm „hið vænsta fólk og
góðir við hundana".
„Þeir reyna að gera rétt og vel
undir hreinum og klámm ofsókn-
um og við hatrammar og bugandi
aðstæður. Þeir vilja og reyna í hví-
vetna að fara að fyrirmælum og
ráðum þeirra yflrvalda og embætta
sem hafa um þessi mál að segja.
Þeir hafa þó m.a. liðið fyrir það að
stjómsýslan á þessu sviði hehir ver-
ið á breytingaskeiði, stofnanir hætt
og nýjar tekið við og mál flust á
milli embætta og stofnanna. Hin
opinbem fyrirmæli hafa einatt ver-
ið óljós og misvísandi."
Stríð um peninga
„Ég vorkenni þeim nytsömu sak-
leysingjum sem í góðri trú og af
góðum hvötum hafa látið etja sér í
galdraofsóknir gegn öðm þeirra
búa á landinu sem hafa tilskilin
leyfi, þ.e. Dalsmynni," sagði Sig-
urður Helgi. „Stríðið um Dals-
mynni snýst að mínu viti um pen-
inga og fjárhagslega hagsmuni
hundaræktenda en ekki um dýra-
vernd og ást á hundum. Alla vega
ekki hjá þeim sem að baki standa
og stjórna ófrægingarherferðinni.
Vissulega má deila um það hversu
stór hundabú eigi að vera og hversu
margir hundar eigi að vera á hvern
starfsmann en það má líka til sanns
vegar færa að börn á leikskólakenn-
ara séu hættulega mörg og að bekk-
ir í barnaskólum séu alltof fjöl-
mennir. Það væri æðislegt ef „regl-
an“ um einn starfsmann á 8 hunda
ætti líka við um blessuð börnin.
Fyrir mér er þetta viðskiptastríð og
má líkja því við að heimabmggarar
og leynivínsalar gerðu aðför að
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
og krefðust þess að henni væri lok-
að vegna þess að hún seldi of mikið
og hefði viðskipti af þeim.“
Þórhildur Bjartmarz formaður
Hundaræktunarfélags íslands
kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að
svo stöddu þegar DV náði tali af
henni í gær.
-JSS