Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Side 10
70 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003
Ferðir
Umsjón: Vilmundur Hansen
Netfang: kip@dv.is
QUINTA DA MARINHA: Golfparadís rétt við Lissabon í Portúgal.
Kylfingum á íslandi fjölgar mik-
ið á hverju ári. Það er engin
íþróttagrein með aðra eins
grósku og golfið. Þeir sem
stunda þessa íþrótt eru allir
spenntir fyrir að fara utan og
glíma þar við nýja og spenn-
andi velli í skemmtilegum fé-
lagsskap.
Nú er stutt eftir af golfvertíðinni
hér landi og margir kylfingar því
farnir að kanna með ffamlengingu
á golftímabilinu. Eina ráðið til þess,
þegar haustlægðirnar eru farnar að
þreyta kylfmga og dagurinn tekinn
að styttast, er að bregða sér til ann-
arra landa þar sem heitara er í veðri
og golfvellirnir standa í blóma.
Nokkrir aðilar sjá um að skipu-
leggja golfferðir fyrir fslendinga er-
lendis og stendur þeirra vertíð yfir á
haustin og og fram á vor, eða á
þeim tíma ársins þegar almennt er
ekki hægt að leika golf hér á landi.
Sá aðili sem er langstærstur á því
sviði hér á landi er Golfdeild Úr-
vals-Útsýnar. Þar ræður ríkjum
Peter Salmon sem búið hefur hér á
landi í um það bil tuttugu ár, kom
hingað þá frá Englandi. Við slógum
á þráðinn til Peters og spurðum
hann hvernig bókaðist í golfferð-
irnar í haust og vetur en fyrir
nokkrum vikum kom út vandaður
bæklingur um golfferðir á vegum
Golfdeildar Úrvals-Útsýnar sem
flestallir kylfingar á landinu hafa
fengið í hendurnar og skoðað
spjaldanna á milli.
„Þetta gengur bara vel. Betur en
ég átti von á því að veðrið í sumar
hefur verið gott og allir getað spilað
mikið golf, þannig að margir eru
ekki enn farnir að spá neitt í golf-
ferðir í haust," sagði Peter. „í fyrra
settum við met, en þá seldum við
yfir eitt þúsund sæti í skipulögðum
golfferðum og mér sýnist stefna í
svipaða tölu ef ekki hærri í ár.
Menn eru að vakna núna og við
erum búin að bóka mikið núna á
síðustu dögum"
Einhverjar ferðir vinsælli en aðr-
ar í ár?
„Sem fýrr eru það ferðirnar til ís-
lantilla og Madalascanas á Spáni
sem njóta mestra vinsælda. Þær
eru í október og þar er boðið upp á
7 og 12 daga ferðir. Búið er á golf-
hóteli við hfiðina á vellinum og
vallargjöld, matur og allt innifalið.
Við bjóðum einnig upp á golf-
kennslu og golfskóla þar og það er
vel bókað eins og ávallt. Einnig
erum við með 12 daga ferð til
Quinta Da Marinha í Portúgal í
október og er svipað snið á henni
og ferðunum til Islantilla og
Madalascanas.
Fyrsta ferðin hjá okkur var viku-
ferð til Mojacar á Spáni. Það er svo
önnur ferð þangað 17. september
og líka 21. september. Mojacar,
sem er skammt frá Murcia, er nýr
staður hjá okkur og er mikill áhugi
á honum. Við erum með tveggja
vikna ferð þangað 22. október og
hún er fyrir nokkru uppselt. Það
eru um 70 kylfingar bókaðir í þá
ferð og svo einhverjir líka með sem
ekki spila golf. Við skiptum þeim
hópi í tvennt svo ekki verði of mikil
bið á teig en golfhópar mega ekki
vera of stórir. Þar sem að færri
komust með en vildu var ákveðið
setja upp aðra tveggja vikna ferð
þangað í nóvember og verður hún
dagana 5. til 19. og er fólk þegar far-
ið að bóka sig í hana".
Er ekki eitthvað um golfferðir í
vetur?
„Ekki með sama sniði og haust-
og vorferðimar. Við bjóðum þá upp
á lengri og meiri golfferðir. önnur
þeirra er liðlega tveggja vikna ferð
til Suður-Afríku í lok janúar en hin
er til Taílands. Þangað verður farið
10. janúar og síðan er önnur ferð
þangað 7. febrúar. Þar er hægt að
velja um 19 eða 26 nátta ferðir með
12 eða 16 golfhringjum inniföld-
um“ sagði Peter Salmon að lokum..
hkarl@dv.is
MOJICAR: Nýr áfangastaður á Spáni sem Golfdeild Úrvals-Útsýnar er með ferðir til.
Kýpurá
Þrátt fyrir að margt hafi breyst á
eyjunni Kýpur frá árinu 1957,
þegar bókin Bitter Lemons of
Cyprus eftir breska rithöfundinn
Lawrence Durrell kom út, stenst
hún fullkomlega ttmans tönn og
er frábær lýsing á lífinu á eyj-
unni um miðja síðustu öld.
Durrell fæddist á Indlandi en
bjó stóran hluta ævinnar á eyjun-
tímum breytinga
um Korfú og Kýpur þar sem hann
starfaði sem erindreki fyrir bresku
stjórnina.
f formála segir Durrell að bókin sé
ekki pólitísk lýsing þrátt fyrir að hún
íjalli um tímabil mikilfa pólitískra
átaka. Durrell flutti til Kýpur
skömmu eftir 1950 og settist að á
gríska hluta eyjunnar í litlu þorpi
sem heitir Bellapaix og í Bitter
Lemons segir hann frá lífinu í þorp-
inu. Aðstæður höguðu því þannig til
að Durrell vann margs konar störf á
meðan hann dvaldi í þorpinu og
fékk því einstakt tækifæri til að
kynnast fólki frá mörgum hliðum,
skoðunum þess og lífsháttum.
Durrell er listagóður höfundur,
textinn ljóðrænn og fallegur og á
köflum tekst honum svo vel upp
að maður skynjar litina í umhverf-
inu, finnur lyktina af blómunum
og skilur kjarnann í samræðum
fólks. í bókinni er einnig að finna
sorglegar lýsingar á því hvernig
deila Grikkja og Tyrkja um yfirráð
á eyjunni leiddi að lokum til þess
að henni var skipt í tvennt með
gaddavfr og vopnavaldi og eyja-
skeggjum sundrað.
Bitter Lemons of Cyprus fæst í
Bókabúð Máls og menningar við
Laugaveg og kostar 1.590 krónur.
Æ