Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Side 13
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 13 menn, en Sjóvá er nú öflugasta tryggingafélagið á íslenskum vá- tryggingamarkaði. Heildarþjónusta á fjármála- markaði Bjami Ármannsson, forstjóri ís- landsbanka, sagði að þar á bæ hefðu menn um nokkurt skeið athugað leiðir til að efla bankann og hagræða, ekki síst á einstak- lingsmarkaði. Eftir samtöl við for- ráðamenn í Sjóvá hefði þetta orðið niðurstaðan. Til að gera þetta mögulegt yrði að gera Sjóvá að 100% dótturfélagi þannig að eigna- tengslin yrðu mjög skýr. „Hugsunin gagnvart hluthöfun- um er tvíþætt, annars vegar að það sé hægt að ná fram verðmætum með því að tengja saman vöm- þjónustuframboð og dreifileiðir þessara tveggja félaga, sérstaklega þegar horft er til þess að viðskipta- vinum banka eða tryggingaþjón- ustu hefur hugnast ágætlega svokölluð heildarþjónusta. Gmnn- hugsunin í því sem hér er að fara fram er að við getum boðið heimil- unum í landinu og fyrirtækjum upp á betri heildarþjónustu á fjármála- markaði. Þetta er okkar leið til að tengja saman vömframboðið og hagfræðina fyrir viðskiptavini þannig að það yrði á einum stað í viðskiptum. Sem og leið okkar til að nýta þá þekkingu sem bæði fyrirtækin búa yfir. Hinn þátturinn felst í kostnaðar- hliðinni en við hyggjumst tiá fram nokkurri hagræðingu í rekstrinum. Að okkar mati em fýrirtækin bæði vel rekin en það em alltaf tilefni til að gera betur. Við getum sagt það hér að það mun ekki koma til neinna breytinga á starfsmanna- haldi í tengslum við þessi kaup.“ Eins og áður segir verður þessi samsteypa með um 1.000 starfs- menn og um 25 milljarða tekju- gmnn. Bjarni sagði að Islandsbanki væri með þessu að fara inn á nýtt svið. Tifraunir í þessa átt hafi þó verið gerðar áður en ekki gengið upp. Bjarni svaraði spurningunni um hvers vegna þessi tilraun ætti að takast frekar en aðrar með því að 100% eignarhald sé lykilatriði í því að bæði félögin stefni í sömu átt. í öðm lagi sé reynsla fyrirtækjanna, og sér í lagi íslandsbanka, af sam- mna fýrirtækja mjög mikil. íslands- banki hafi t.d. orðið til við sammna fjögurra viðskiptabanka árið 1990 og síðan við samruna íslandsbanka og FBA árið 2000. Bankinn hafi því þegar gengið í gegnum hagræðingu og nú sé stefnt inn á trygginga- markaðinn. „Það er ástæðan í gmndvallarat- riðum fyrir þessum kaupum að við trúum því að við getum gert þetta og ætlum okkur að gera það. Þá teljum við okkur geta náð fram nokkurri hagræðingu í kostnaðar- hliðinni," sagði Bjarni en vildi ekki að svo stöddu greina frá því í hverju slík hagræðing gæti falist. Þessi tvö félög hafa þó áður verið með samstarf á tryggingasviði. Það er í gegnum líftryggingafélagið Samlíf. íslandsbanki jók hlut sinn í því félagi í fyrra úr 15% í 40%. Þá keyptu Sjóvá-Almennar út aðra hluthafa og eiga því 60% í félaginu. hkr@dv.is ÁRANGUR; Bjarni Ármannsson, forstjóri fslandsbanka, sagði að þar á bæ hefðu menn um nokkurt skeið athugað leiðir til að efla bankann og hagræða, ekki síst á einstaklingsmark- aði. Eftir samtöl við forráðamenn í Sjóvá hefði þetta orðið niðurstaðan. AFRAM ISLAND!!! ■bt-m Áfram ísland! f 'jM Vitið þið að daglegar reykingar Wm —v íslendinga í aldurshópnum f 1 Jm 15-89 ára eru meðal þeirra j \\\d? H minnstu í heiminum (21,3%)! Og Wf. rj til hamingju íslenskir unglingar, éáiM en þið eruð með þeim skyn- GuðbjörgPétursdóttir, sömustu í Evrópu! íslenskir hjúkrunarfræðingur. unglingar reykja minnst allra ------------------ungmenna í Evrópu. á opinberum stöðum. Þetta eru að sjálfsögðu mikil mannréttindamál. Haldið áfram á sömu braut! Áfram fsland! Mig langar í framhaldinu að óska til hamingju þeim stjórnendum veitingahúsa og skemmtistaða sem sýna þá framsýni og hugrekki að vernda starfsfólk sitt gegn því að þurfa að vinna í reykmettuðu andrúmslofti og um leið vernda þeir viðskiptavini sína með því að bjóða þeim reyklaust umhverfi. Áfram ísland! Lesandi vill koma því á framfæri hve við eigum skynsama stjórnmálamenn! Hann telur þá eiga hrós skilið fyrir að beita sér fyrir aðgerðum sem draga úr reykingum og vernda þannig fólk frá því að þurfa að anda að sér eitruðu, tóbaksmenguðu andrúmslofti Það að vinna eða vera í reykmettuðu umhverfi í 8 klst. samsvarar því að reykja 16 sígarettur! Taktu því ábyrga afstöðu gegn reykingum núna, hættu strax eða láttu fiktið við fíknina vera. Hver vinnur ferð til London eða Kaupmannahafnar? Farðu inn á dv.is og staðfestu þátttöku þína, með því að smella á þar til gerðan reit og fylgja síðan fyrirmælunum! Meðal annars þarf að rekja í stuttu máli, hvernig til tókst í átakinu! ... staöfestu þátttöku fyrir 24. september Nicotinell Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólegá til aó vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði vio lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.