Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Síða 14
14 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 Öldruðum fjölgar - fæðingum fækkar: Kynslóðabilið verður að stríði HEIMSUÓS ^ l OddurÓlafsson oddur@dv.is Kynslóðabilið er að verða að stríði milli kynslóða í flestum Evrópulöndum. Langlífi og fækkun barneigna er að rugla eftirlaunakerfin sem stofnað var til af lítilli fyrirhyggju þegar haldið var að skattborgarar gætu staðið undir gegnum- streymissjóðunum um aldur og eilífð. Eldra fólkið, sem hélt að það væri að safna til framtíðar með því að byggja upp samfélög og mennta- kerfi til að létta afkomendum lífs- baráttuna og veita sjálfu sér öryggi í fyllingu tímans, er orðið byrði á vel menntaðri lífsgæðakynslóð sem hefíir annað við aflafé sitt að gera en standa undir eftirlaunum þeirra sem byggðu upp velferðina. Víða var bjartsýnin óhófleg þegar lög og reglugerðir urðu til um hvenær starfsævi skyldi lokið og ríkin tækju að sér ríflegar eftir- launagreiðslur. Hér skal tekið fram að á Islandi hafa opinberir starfs- menn notið örlætis þeirra sem ráða landssjóðnum og fá sín eftirlaun samkvæmt samningum um gegn- umstreymissjóði, þar sem launþeg- arnir greiða sinn hluta iðgjalda samviskusamlega en atvinnurek- andinn löngum svikist um að safna í eftirlaunasjóðina, en launþegar sem ekki njóta þess veivilja greiða sína tíund alla starfsævina. Því hafa íslendingar nokkra sérstöðu varð- andi eftirlaunaskilmála. Starfskraftur tapast Um síðustu mánaðamót var þeim fyrirhuguðu ráðstöfunum rík- isstjórna Ítalíu og Þýskalands að skerða eftirlaunaaldur mótmælt harðlega. f báðum löndunum var stungið upp á því að starfsævin skyldi lengd um allt að 5 ár til að létta á greiðslubyrði til eftirlauna- þega. Berlusconi, forsætisráðherra ftalíu, vill að eftirlaunaaldurinn verði hækkaður og að fólk vinni til 62 ára aldurs, en nú lýkur starfsæv- inni að meðaltali við 57 ára aldur á Italíu. Eins og er hefst hvert fjár- lagaár með 36 miiljarða evra halla og það getur ekki gengið svo til lengdar. Það er ekki nóg með að greiðslu- byrðin aukist gnðarlega þegar starfsævin er orðin svo skömm sem lög mæla nú fýrir um, heldur tapast dýrmætur starfskraftur sem býr yfir þekkingu og færni sem atvinnulífið má ekki missa. Með því að virkja menntun og reynslu fólksins lengur eykur það almenna hagsæld og mikið fé sparast með því að hætta að borga fullfrísku fólki laun fyrir að gera ekki neitt. Gert er ráð fyrir að eftirlaunaald- urinn verði kominn upp í 60 ár 2010 og síðan verði hann miðaður við 62 ára aldur. Verkalýðssamtök- in hafa tekið fyrirhuguðum skerð- VERÐSKULDUÐ HVfLD: f öllum velferðarríkjum Evrópu standa yfir miklar umræður um eftirlaun og kostnað við þjónustu aldraðra. Enginn vill borga en öldruðum fjölgar jafnt og þétt og fæðingum fækkar. ingum á eftirlaunum afar illa og hóta að berjast gegn þeim með öllu því afli sem þau hafa yfir að ráða. f Þýskalandi hefur stjórnskipuð nefnd lagt til að eftirlaunaaldur verði framvegis miðaður við 67 ár og að enginn fái eftirlaun fyrr en 64 ára aldri er náð. Gamlir verða æ dýrari í rekstri Nýverið var haldin ráðstefna í Austurríki um vandamálið þar sem hagsmunir hinna yngri og aldraðra fara ekki saman og eftirlaunadæm- in ganga ekki upp fremur en í öðr- um Evrópuríkjum. Fimmtungur þjóðarinnar er yfir sextugt og innan fárra áratuga mun þriðjungur þjóð- arinnar vera 60 ára og eldri. Fólki fækkar þar sem fæðingatíðnin minnkar en ævin lengist. Þetta á við um nær öll lönd innan Evrópusam- bandsins og raunar í álfunni allri. Velferðin er að verða dýru verði keypt. Gífurlegu fé er varið til greiðslu eftirlauna og kostnaður við heilsugæslu aldraðra eykst að sama skapi. Aldraðir í efnuðu ríkjunum hrynja ekki lengur niður úr skæð- um smitsjúkdómum eins og áður fyrr, eða bráðum hjarta- og æða- sjúkdómum, sem nú eru læknaðir eða haldið í skefjum. Framfarir á sviðum heilsugæslu eru örar og kosta sitt. Nú þjást aldraðir af langvarandi sjúkdómum, svo sem alzheimer, parkinsonsveiki, öldr- unarsykursýki og geðveiklun. Búist er við að í framtíðinni muni þurfa að veita gömlu fólki mikla aðstoð síðustu sjö ár ævinnar og kostnað- urinn eykst ár frá ári. Það er ekki lengur hægt að fela það sem liggur í augum uppi og verði ekkert að gert í þeim ríkjum sem hafa látið málin reka á reiðanum til þessa munu veislu- höldin verða framlengd og ágreiningurinn milli kynslóðanna verða að styrjöld sem varla er sæmandi í upplýstum og auðugum þjóðfélögum. Vísindamenn frá mörgum lönd- um sóttu ráðstefnuna í Austurríki um þau vandamál sem við blasa varðandi eftirlaun og hvernig á að standa undir og skipta byrðunum milli kynslóða. Menntamálaráð- herra gestgjafanna, Elisabeth Geher, var ómyrk í máli þegar hún varpaði fram þeirri spurningu hvort þeir sem nú gera það gott á vinnumarkaði velferðarríkja Evr- ópu hugsi til þess að þeir eigi sjálfir eftir að verða gamlir og hvort þeir ætli þá að fría sín börn því að standa undir kostnaði við eftir- launagreiðslur og umönnun aldr- aðra. Hún spurði einnig hvort það væri takmark unga fólksins að njóta alira lífsgæða fyrir sig sjálft án þess að leggja neitt á móti. Það væri kannski ráðlegra fyrir lífsgæðakyn- slóðirnar að leggja eitthvað fyrir til sameiginlegra sjóða til að létta elli- árin en að kaupa sér sumarhús á Ibiza og annað af því tagi. Skoðanir menntamálaráðherr- ans vöktu miklar umræður og deil- ur og eru orðnar að pólitísku bit- beini milli stríðandi stjórnmála- flokka. Deilt er um hvort sílækk- andi fæðingartölur eigi einhverja sök á ástandi og útíiti en álitið er að það skipti litlu máli hvort skorað verði á konur að herða á barneign- um eða ekki, þróuninni verð- i ekki auðveldlega snúið við. Um hitt eru flestir sammála, að skilgreina verði kynslóðabilið á ný og hver sé staða fjölskyldunnar í samfélaginu og hver beri ábyrgð á hverjum. Á vel menntað fólk á góð- um launum á eftirsóknarverðum starfsaldri eingöngu að hugsa um eigin hag og lífsstíl sem er engum háður, að því er sumir halda fram, eða hefúr lífsgæðakynslóðin einnig einhverjum skyldum að gegna við eldri kynslóð og þá sem á eftir koma. Hver á að borga? Tillögtrrnar sem ríkisstjómir Þýskalands og Ítalíu hafa lagt fram um hækkun eftirlaunaaldurs hafa vakið miklar umræður um vanda- málin sem hafa lengi verið viðvar- andi en ekkert hefur verið gert fyrr en allt er að komast í harðastrand. Það er ekki lengur hægt að fela það sem liggur í augum uppi og verði ekkert að gert í þeim ríkjum sem hafa látið málin reka á reiðan- um til þessa munu veisluhöldin verða framlengd og ágreiningurinn milli kynslóðanna verða að styrjöld sem varla er sæmandi í upplýstum og auðugum þjóðfélögum Evrópu. Allir em sammála um að eitthvað verði að gera, en hver á að borga reikninginn? Það em þeir timbur- menn sem núverandi valdakynslóð stendur frammi fyrir því fyrr en var- ir verður hún líka orðin gömul og þreytt og heimtar að einhverjir aðrir borgi brúsann þegar hún kemst á eftirlaun, en veit ekki hverjir, því varla ætíar það fólk einbimum sín- um að verja kröftum sínum og fjár- munum til að standa undir launum eftirlaunaþega eða kostnaði við heilbrigðisþjónustu langlífra sjúk- linga. (Heimildir m.a. The Guardian og Weekendavisen.) e 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.