Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Qupperneq 16
16 FRÉmR FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003
Útlönd
Heimurínn i hnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is
Sími: 550 5829
Suu Kyi í aðgerð
BURMA: Aung San Suu Kyi,
leiðtogi stjórnarandstöðunnar í
Burma og handhafi friðarverð-
launa Nóbels, hefur gengist
undir aðgerð á legi á einka-
sjúkrahúsi í höfuðborginni
Rangoon.
Að sögn talsmanns samtaka
útlaga frá Burma samdi Suu Kyi
við herforingjastjórnina um að
hennar eigin læknir fengi að
gera aðgerðina. Búist er við að
baráttukonan fyrir lýðræði í
Burma þurfi að liggja inni í
nokkra daga.
Suu Kyi hefur verið í haldi her-
foringjastjórnarinnar síðan í
maílok, eftir að í brýnu sló milli
stuðningsmanna hennarog
manna á snærum stjórnvalda.
Ekkert hefur gengið að fá hana
leysta úr haldi.
Hundabæli
DÝRAHALD: Bresk dýravernd-
aryfirvöld greindu frá því í gær
að þau hefðu fjarlægt 244
hunda, 16fugla, fimm ketti,
eina kanínu og eitt nagdýr af
heimili miðaldra hjóna í norð-
vestanverðu Englandi.Tvo
daga tók að rýma fjögurra her-
bergja hús sem hjónin og dýr-
in bjuggu í. Rannsókn er hafin
á framferði hjónanna.
Ekkert lát á skæruárásum í írak:
Fórna blóði og
sál fyrir Saddam
Þrír bandarískir hermenn féllu
og að minnsta kosti tveir aðrir
særðust þegar bandarísk her-
sveit varð fyrir skæruárás í
þorpinu al-Ouja rétt suður af
bænum Tikrit, fæðingarbæ
Saddams Husseins, fyrrum
íraksforseta, seint í gærkvöldi.
Að sögn talsmanns Bandaríkja-
hers í Tikrit var setið íyrir her-
mönnunum þar sem þeir voru að
leita að skothólkum fyrir hand-
sprengjuvörpur, sem notaðir hafa
verið við ítrekaðar sprengjuárásir á
bandarískar hersveitir að undan-
förnu og munu árásarmenirnir
hafa beitt hríðskotarifflum.
Þá bárust óstaðfestar fréttir af því
að Bandaríkjamenn hefðu fyrr um
daginn orðið fyrir enn þá meira
mannfalli í óróabænum Khaldiyah,
um sextíu kílómetra vestur af höf-
uðborginni Bagdad, og sagði í frétt
al-Arabiya sjónvarpsstöðvarinnar
að þar hefðu átta bandarískir her-
menn fallið og að minnsta kosti
einn særst.
Þriggja tíma skotbardagi
Talsmaður Bandaríkjahers stað-
festi í morgun að tvær bandarískar
hersveitir hefðu orðið fyrir árásum
Khaldiya og nágrenni en sagði að
aðeins tveir bandarískir hermenn
hefðu særst.
í öðru tilfellinu hefði fjarstýrð
sprengja sprungið undir herflutn-
ingabifreið sem flutti bandaríska
hermenn og hefðu árásarmenirnir
hafið skothríð á hermennina eftir
sprenginguna.
Að sögn sjónarvotta svöruðu
bandarísku hermennirnir
skotárásinni og mun skotbardag-
inn hafa staðið í allt að þrjár
klukkustundir, eða þar til fjörtíu
manna hersveit á skriðdrekum og
brynvörðum bflum hafði verið
send á vettvang til aðstoðar auk
þyrlusveitar.
„Með blóði okkar
og sál fórnum við
lífi okkar fyrir þig,
Saddam," hrópuðu íbú-
ar óróabæjarins
Khaldiyah.
í hinni árásinni, sem gerð var í
útjaðri Khaldiyah, var einnig beitt
fjarstýrðri sprengju með þeim af-
leiðingum að einn herjeppi eyði-
lagðist.
Dansað á götum Khaidiyah
Eftir að bandaríska herliðið hafði
snúið aftur til bækistöðva sinna í
gærkvöldi þustu hundruð fbúa
Khaldiyah dansandi út á götur bæj-
arins. Veifuðu þeir myndum af
Saddam Hussein auk þess sem
sumir skutu upp í loftið af Kalas-
hnikov-rifflum sínum og hrópuðu:
„Með blóði okkar og sál fómum við
lífi okkar fyrir þig, Saddam."
Árásirnar í gær vom gerðar að-
eins degi eftir að al-Arabiya sjón-
varpsstöðin sendi út hljóðupptöku
með rödd Saddams Husseins þar
sem hann hvetur Iraka til aukinna
árása gegn Bandaríkjamönnum.
Sífelldar skæmárásir hafa skapað
aukna spennu og taugaveildun
meðal bandarískra hermanna í
Irak, svo mikla að þeir taka helst
aldrei fingurinn af gikknum. Þar að
auki reynist þeim oft erfitt að
greina skæmliða frá óbreyttum
friðsömum borgumm, eins og í gær
þegar bandarískir hermenn hófu
skothríð á veislugesti í brúðkaupi
með þeim afleið'ngum að fjórtán
ára drengur lét xífið og sex aðrir
særðust. Að sögn sjónarvotta hófu
hermennimir skothríð eftir að
veislugestir höfðu skotið upp í loft-
ið eins og tíðkast 'við brúðkaup.
Skemmdarverk á olíuleiðslu
í gær vom unnin skemmdarverk
á olíuleiðslunni sem flytur olíu frá
olíusvæðunum í Kirkuk til olíu-
vinnslustöðvanna i Beiji og logaði
þar mikill eldur í morgun, svo mik-
ill að ekki var hægt að nálgast
leiðsluna vegna hitans. Lokað hefur
verið fyrir leiðsluna og sagði tals-
maður stjómvalda að það hefði lítil
áhrif á olíuframleiðsluna.
Bandaríska herstjórnin í frak til-
kynnti í morgun að Sultan Hashim
Ahmed, fyrmm varnarmálaráð-
herra í stjórn Saddams Husseins
hefði gefið sig fram sjálfviljugur við
bandaríska herliðið í gær en hann
var númer 27 á lista bandarískra
stjómvalda yfír eftirlýsta stuðn-
ingsmenn Saddams.
ELDUR f OLfULEIÐSLU: Mikill eldur logaði i
olíuleiðslu vestur af Bagdad í morgun, svo
mikill að ekki var hægt að nálgast leiðsl-
una vegna hitans.
Blair tapaði
Gæsluvarðhalds kraf-
ist yfir þeim grunaða
Saksóknari í Svíþjóð hefur
ákveðið að fara fram á að Per
Olof Svensson, 35 ára maður-
inn sem grunaður er um að
hafa myrt Ónnu Lindh utanrík-
isráðherra, verði úrskurðaður í
gæsluvarðhald. Sænska frétta-
stofan TT greindi frá þessu í
morgun.
Lögreglan vildi í morgun ekki
greina frá niðurstöðum DNA-
rannsóknar sem gerð var á lífsýni
úr hinum gmnaða og samanburði
við lífsýni sem fundust á morð-
vopninu og húfu sem morðinginn
er talinn hafa skilið eftir sig á
morðstaðnum.
Áformað var að halda fund með
fréttamönnum klukkan 13 að ís-
lenskum tíma þar sem greina á frá
málavöxtum.
LINDH MINNST: Kona með blóm stendur
fyrir framan mynd af önnu Lindh.
Saksóknari hafði frest til klukk-
an tíu í morgun til að ákveða hvort
gæsluvarðhalds yrði krafist yfir
Svensson, ella yrði að sleppa hon-
um úr haldi. Hinn gmnaði hefur
neitað öllum sakargiftum til þessa,
að best er vitað.
Lögmaður Svenssons, Gunnar
Falk, taldi í gær litlar líkur á að
skjólstæðingi sínum yrði sleppt úr
haldi þar sem enginn dómari vildi
vera í þeim spomm að hafa sleppt
manninum, ef síðar fyndust sann-
anir fýrir sekt hans.
Lögreglan hefur enn áhuga á að
hafa tal af nokkmm öðmm möpn-
um í tengslum við rannsókn
morðsins.
Miklar öryggisráðstafanir em í
Stokkhólmi í dag vegna minning-
arathafnar um Lindh þar sem
margir erlendir framámenn verða.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Verkamanna-
flokkur hans biðu herfilegan
ósigur í aukakosningum til
þingsins í gær. Talið er að íraks-
stríðið og eftirmál þess hafr átt
mestan þátt í því hvernig fór.
Ef allt hefði verið með felldu
hefði frambjóðandi Verkamanna-
flokksins átt að vinna auðveldan
sigur f Brent East kjördæminu í
norðurhluta Lundúna.
Sú varð þó ekki raunin því að
snemma í morgun kom í ljós að
frambjóðandi Frjálslyndra
demókrata, Sarah Teather, hafði
farið með sigur af hólmi. Frjáls-
lyndir demókratar vom andvígir
stríðinu í írak.
„Við göngum augljóslega í gegn-
um erfiða tíma," sagði ráðherrann
Nick Raynsford.
Blair og flokkur hans höfðu ekki
tapað aukakosningum frá því að
þeir gjörsigmðu Ihaldsflokkinn í
þingkosningunum 1997.
FYRSTl ÓSIGURINN: Tony Blair og flokkur
hans biðu fyrsta ósigur sinn í aukakosn-
ingum í gær. (raksstríðið réð úrslitum.
Tapið í gær mun þó ekki skipta
miklu máli í raun þar sem Verka-
mannaflokkurinn hefur enn 165
manna meirihluta á þingi.