Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 FRÉTTiR 17 Arnold boðar siðvæðingu Ósiðlegt boð til Bryants STJÓRNMÁL Arnold Schwarzenegger kvikmynda- leikari og frambjóðandi til rík- isstjóraembættisins í Kaliforn- íu, hvatti í gær til þess að gerðar yrðu umbætur á fjár- mögnun kosningabaráttu. Ef hann fengi sínu framgengt ættu stjórnmálamenn yfir höfði sérfangelsisdóma fyrir fjármögnunaraðferðir sem þykja boðlegar í dag. Á sama tíma og Arnold flutti boðskaþ sinn var helsti keþpi- nautur hans, Cruz Bustamante vararíkisstjóri, fyrir rétti í Sacramento. Hann hefur verið sakaður um að hafa látið fé renna i gamlan kosningasjóð til að komast undan reglum um hámarksframlög fyrir kosningarnar í október. SAKAMÁL Bandaríska körfu- boltahetjan Kobe Bryant fékk miður geðslegt tilboð á dög- unum. Svissneskur maður í Los Angeles bauðst til þess að drepa unga konu frá Kólóradó sem hefur kært Bryant fyrir nauðgun. Fyrir viðvikið vildi Svisslendingurinn fá þrjár milljónir dollara. Öryggisverðir körfubolta- mannsins létu lögreglu vita og handtók hún leigumorðingj- ann tilvonandi þegar hann tók við fullum poka af peningum úr hendi lögreglumanns í dul- argervi. Svisslendingurin, Patrick Graber þóttist vera félagi í rússnesku mafíunni og lofaði að koma ungu konunni fyrir kattarnef innan einnar viku. Wife, Hamas-liði í stjórn Yasser Arafat, forseti Palest- ínumanna, og Ahmed Qurie, skipaður forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinn- ar, hefja viðræður í dag um nýja stjórn þar sem allar fylk- ingar fá fulltrúa sinn, þar á meðal Hamas-samtökin. Palestínskur embættismaður sagði að stefnt væri að því að kynna nýju stjórnina í næstu viku. f henni verður væntanlega stuðn- ingsmaður Hamas skæruliðasam- takanna, Mousa el-Zabout, svo og Salam Fayyad, umbótasinnaður fjármálaráðherra núverandi heimastjórnar og eftirlæti banda- rískra stjórnvalda. Ákvörðun Fatah-samtakanna um að láta Arafat og Qurie skipa stjómina þýðir að forsetinn muni hafa víðtæk áhrif á hverjir setjast í ráðherrastólana. Ekki er lengra sfðan en í gær að George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði að Arafat hefði bmgðist sem leiðtogi og að hann bæri ábyrgð á þeirri úlfakreppu sem friðarum- leitanirnar fyrir botni Miðjarðar- hafs væm komnar í. AUsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tekur í dag fýrir beiðni arabarfkjanna um að þrýsta á ísr- ael að láta af hótunum sfnum um að „fjarlægja" Yasser Arafat. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu gegn sams konar ályktun í Öryggisráðinu á dögunum. Mesti mátturinn farinn úrísabeliu: Óveðrið varð fimm að bana Fellibylurinn ísabella olli mikl- um usla þegar hann fór yfir hluta austurstrandar Bandaríkj- anna í gær og nótt, með hávað- aroki og úrhellisrigningu. Milljónir manna urðu rafmagns- lausar og bandaríska höfuðborgin, Washington DC, lamaðist í veð- urofsanum í gær. ísabella fór yflr strandhémð Norður-Karólínu og Virginíu í gær, þar sem ölduhæðin var á fjórða metra, en hélt síðan áfram leið sinni inn í land, í átt til Maryland og Pennsylvaníu. Við það fór mestur mátturinn úr storminum og var hann orðinn að hitabeltislægð nú í morgunsárið. Að minnsta kosti flmm manns em taldir hafa látið lífíð af völdum veðurhamsins. Allar opinberar stofnanir í Was- hington vom lokaðar í gær og verða svo áfram í dag. Ibúar höfuðborg- arinnar þurfu að glíma við flóð, straumrof og brotin tré sem lágu eins og hráviði um allt. Umtalsvert tjón Almenningssamgöngur Was- % hington lágu að mestu niðri í gær og flugfélög aflýstu áætlunarferð- um til og frá flugvöllum í nágrenni borgarinnar. Að sögn starfsmanna almanna- varna er ljóst að tjónið af völdum V,: UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- \, ■ ■ um sem hér segir: Logafold 178, 010101, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Ingjaldur Eiðs- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembætt- ið, þriðjudaginn 23. september kl. 14.30. ____________________________ Naustabryggja 54, 010306, Reykjavík, þingl. eig. Jón Baldur Valdimarsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 23. september 2003 kl. 15.30. ____________________________ Suðurhús 15, Reykjavík, þingl. eig Ottó Gunnlaugur Ólafsson, gerðar beiðendur íbúðalánasjóður, íslands banki hf., Tollstjóraembættið og Tupp erware Nordic A/S, þriðjudaginn 23, september 2003 kl. 14.00. Viðarrimi 16, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Hafþór Svendsen, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 23. september 2003 kl. 15.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAYÍK OFSAVEÐUR; Ibúi strandbæjarins Kitti Hawk í Norður-Karólínu býður fellibylnum (sabellu byrginn, með eigur sínar i plast- poka, þar sem hann gengur eftir þjóðvegi 12. Vegurinn er illa útleikinn eftir ofsaveðr- ið sem gekk yfir hluta af austurströnd Bandaríkjanna í gær. fellibylsins er umtalsvert. „Það em tré ofan á húsum út um allt og þök hafa fokið burt,“ sagði J. D. Brickhouse, embættismaður í Tyrell-sýslu í Norður-Kaliforníu. Talið er að 2,8 milljónir heimila og fyrirtækja að minnsta kosti hafi orðið rafmagnslausar allt frá Kar- ólínuríkjunum til Pennsylvaníu og nærri 250 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Helgubraut 27, þingl. eig. Reynir Ingi Helgason, gerðarbeiðendur Ingvar Helgason hf. og Söfnunarsjóður lífeyr- isréttinda, þriðjudaginn 23. septem- ber 2003 kl. 13.________________ Hlíðarhjalli 76,02-0201, ehl. gþ., þingl. eig. Stefán Stefánsson, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, þriðju- daginn 23. september 2003 kl. 14. Jörfalind 3, þingl. eig. Kristján Snær Karlsson, gerðarbeiðendur fbúðalána- sjóður og Kópavogsbær, þriðjudaginn 23. september 2003 kl. 15. Lækjasmári 86, 0202, þingl. eig. Scandia ehf., gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Kópavogs- bær og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudag- inn 23. september 2003 kl. 15.30. Reynihvammur 31, þingl. eig. Ragn- heiður Kr. Sigurðardóttir, gerðarbeið- endur Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Spari- sjóður Norðlendinga, þriðjudaginn 23. september 2003 kl. 16. SýSLUMAðURINN í KÓPAVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.