Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2003, Page 18
18 MENNINC FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003
Menning
Leikhús • Bókmenntir • Myndlist • Tónlist • Dans
Umsjón: Silja Afialstelnsdóttir
Netfang: silja@dv.is
Síml: 550 5807
Nýliðar og konur
BÓKMENNTIR: Aldrei hafa fleiri
konur verið tilnefndar til
Booker-verðlaunanna bresku
en nú, þær eru fjórar á móti
tveimur körlum. „Þetta er ár
Davíðs fremur en Golíats,"
sagði gagnrýnandinn John
Carey, formaður dómnefndar.
Þó er einn „Golíat" á listanum,
nefnilega Margaret Atwood frá
Kanada sem hlaut raunar verð-
launin fyrir þremur árum. Bók
hennar er vísindaskáldsagan
Oryx and Crake. Aðrir tilnefndir
eru Monica Ali sem skrifar í
Brick Lane um fæðingarland
sitt, Bangladesh, Zoe Heller
skrifar um samband kennara
og nemanda undir lögaldri í
Notes on a Scandal, Clare
Morrall lýsir þjáningum konu
vegna barnleysis í Astonishing
Splashes of Colour, D.B.C. Pi-
erre skrifar um raðmorðingja í
Texas íVernon God Little og
loks skrifar Damon Galgut um
átakanlegt skilningsleysi milli
svartra og hvítra í Suður-Afríku
í bókinni The Good Doctor.
„Stóru höfundarnir skrifuðu
ekki stórar bækur í ár," sagði
Carey, en sjálfsagt verður sú
fullyrðing rengd af mörgum.
Vinafélag
ÓPERA: Félagsmenn Vinafélags
Islensku óperunnar fá send skír-
teini á næstunni sem veita ýmis
fríðindi hjá Óperunni, í hljóm-
plötuverslunum og óperunám-
skeiðum hjá Endurmenntun Hl.
Næsta námskeið hefst 15. okt. og
ber heitið „Óperan sem alþýðu-
list". Skráning nýrra félaga stend-
ur nú yfir í síma 511 6400 eða á
póstfanginu vinafelag@opera.is
í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi mætast megin-
straumar og jaðarlist á sýningunni „Yfir bjartsýnisbrúna":
Tímabær
sýning
Níels Hafstein er kominn suður í Hafnarhús með
allsérstæða sýningu norðan úr Eyjafirði sem
opnuð verður á morgun. Mörg verkanna á
Safnasafnið hans á Svalbarðsströnd, önnur fær
hann lánuð til að gefa sýningunni þann
ákveðna blæ sem hann vill hafa á henni.
Á sýningunni eru verk eftir 22 núlifandi
listamenn, ellefu konur og ellefu karla. „Það
þýðir ekkert annað,“ segir sýningarstjórinn,
ákveðinn.
„Ellefu listamannanna hafa gengið í skóla
og ellefu hafa ekki gengið í skóla," heldur
hann áfram. „Ég hugsa mér þetta sem samtal
meginstrauma og jaðarlista. En raunin er sú
að jaðarlistirnar eru farnar að nálgast megin-
straumana ansi mikið og jafnvel er megin-
straumurinn farinn að breiða svolítið úr sér
til jaðranna, þess vegna er sýningin tímabær.
Hún á að varpa ljósi á þessa þróun.“
Hringferill myndlistar
Þegar gengið er í aðalsalinn uppi er al-
þýðulistin, ljtrík og elskuleg, á borðum eftir
endilangri salarmiðju og á endavegg en nú-
Sinfónían
TÓN LISTARGAGNRÝNI
Sigfríður Bjömsdóttir
Sumarið yfirgaf okkur endanlega í gær en
við munum þó halda á okkur hita með ýms-
um hætti. Vafðir inn í þunnar yfirhafnir
þyrptust til dæmis gestir Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands á tónleika í gærkvöldi - Vet-
ur konungur andaði niður hnakkann á okk-
ur en innan dyra beið hlýleg, amerísk
veisla.
Tónlistin (gær var öll eftir Leonard Bemstein
og Aaron Copland, en þessir meistarar báðir lét-
ust fyrir um hálfum öðrum áratug. Þau brot úr
vinsælum verkum þeirra sem buðust á tónleik-
unum em þó öll ffá miðbiki síðustu aldar. Sig-
rún Hjálmtýsdóttir söng og lék nokkur valin at-
riði úr verkum eftir báða.
Það verður að segjast eins og er að út frá lög-
unum tveimur úr The Tender Land er alveg
skiljanlegt að Copland hafi ekki vaðið f tækifær-
um til að skrifa óperur. Þetta reyndist tónlistar-
lega hreint ótrúlega leiðinlegt, en gæti verið þol-
anlegt sem hluti af stærri heild. Þættir úr ballett-
inum skemmtilega Rodeo eftir Copland bættu
upp þessi leiðindi frá hans hendi og gott betur.
Valið efni frá Bemstein var öllu kjötmeira,
tímalistin til hliðanna. „Alþýðulistin er þá
orðin meginstraumurinn í salnum," bendir
Níels á, og vottar fyrir stríðnisbrosi á andliti
hans.
- Hefurðu verið lengi að undirbúa þessa
sýningu?
„Maður hefur furðugóðan tíma til að hugsa
úti á landi þó að mikið sé að gera, ekki síst á
gönguferðum með hundana í ljósaskiptun-
um,“ segir hann. „Og ég fór að velta því fyrir
mér hvað það er erfitt fýrir fólk, lærða sem
leika, að skilgreina list. Menn setja merki-
miða á hana - þessi er einfari, þetta er nú-
tfmalist, þetta er hitt og annað er þetta og
enginn botnar neitt í neinu - þannig að ég
bjó til kerfi sem ég kalla hringferil myndlistar
og skipti honum í sextán flokka. Við getum til
dæmis byrjað á frumfeik, listamönnum sem
vinna út frá hreinni og tærri hugmynd. Slíkir
listamenn eru mjög fáir, Magnús Pálsson er
gott dæmi. í næsta flokki eru þeir sem kanna
og vinna hugmyndirnar áfram, kannski í heil-
ar sýningar, þróa sinn stíl. Þar er meiripartur-
inn af heimslistinni. f þriðja lagi gætum við
tekið þá sem dást svo mjög að öðrum lista-
manni að þeir iðka list sína undir áhrifavaldi
hans - og svo framvegis. Ég reyni að láta sýn-
inguna birta þetta kerfi þó að ég eigi ekki
efnivið í öllum flokkum."
í stuði
þéttara skrifað og kraftmeira. Dansamir úr West
Side Story eru frábær skemmtun þegar jafnvel er
spilað og í gærkvöldi. Hijómsveitin var full af
fjöri, sveiflu og krafti. Mamboið agað en líka
magnað - eins og hver sem er að fara að gjósa -
og sjöundi hlutinn, Svalir strákar, small saman
með hárfínum hætti. Diddú söng karakterarí-
urnar What a Movie og Glitter and be Gay eftir
Bemstein með tilþrifum, en uppmögnun radd-
arinnar kom ekki alltaf vel út og ekki víst hvað
raddblærinn leið mikið fyrir það.
Fjölbreytt landslag framundan
Þeir segja að köngulæmar spinni vegna vetr-
arþungans framundan, en þeir sem sækja nær-
ingu og hita í hljómsveitartónlist þurfa engu að
kvfða. Vetrardagskráin hjá Sinfóníuhljómsveit-
inni er dálítið ævintýraleg og skemmtilega djarf-
ur og grípandi bæklingurinn um hana á eftir að
koma mörgum á óvart. Þama má fullyrða að
nánast allir geti fundið sinn óskakonsert því þeir
em ekki bara margir tónleikamir heldur líka
innbyrðist ólíkir. Bítlamir eða Bartok, Tod-
mobile eða Tchaikovsky og allt þar á milli.
Rússnesk tónlist er áberandi og farin ömgga
leiðin, leikin verk eftir stærstu nöfn síðustu ald-
ar, Shostakovich, Stravinsky og svo Prokofiev,
Rachmaninoff, Mussorgsky, og Tchaikovsky.
Þeir sem ekki íhuga t.d. að ná sér í miða á tón-
leikana í júní á næsta ári eiga sennilega eftir að
ÖRNINN FLÝGUR FUGLA HÆST: Níels Hafstein stillir sér upp hjá fuglamergð Vestur-Húnvetningsins Ágústs
Jóhannssonar. DV-MYND ÞÖK
Vestur-Húnvetningar fyrirferðarmestir
- Em listamennirnir hvaðanæva af land-
inu?
„Einna síst af Austfjörðum,“ ansar Níels og
á enga skýringu á því. Hann á heldur enga
skýringu á því að flestir em úr Vestur-Húna-
vatnssýslu.
„Listamenn þaðan hafa verið ansi fyrir-
ferðarmiklir á sýningum hjá mér fyrir norðan
vegna þess að af 210 alþýðulistamönnum á
skrá hjá mér em 35 úr Húnaþingi vestra - en
til dæmis aðeins tveir eða þrír úr Húnaþingi
eystra! Hagleikur liggur vissulega í ættum í
vestursýslunni en menn hafa líka manast
upp í þetta - ég get þetta alveg eins vel og þú,
segja þeir, og tilfellið er að þeir geta töluvert!"
Alþýðulistin í Vestur-Húnavatnssýslu hef-
ur svo borið fagran ávöxt í önnu Líndal,
myndlistarmanni og prófessor við Listahá-
skóla Islands.
Græðgi í sáiir
Níels Hafstein stofnaði Safnasafnið og hef-
ur rekið það í sjálfboðavinnu í átta ár eða frá
1995. - Hver er ástríðan?
Níels biður fyrir sér við slíka spurningu en
segir svo: ,Ætli það sé ekki græðgin - í hlut-
deild í sálu annarra! Ekki er það í peninga því
ég hef verið launalaus öll þessi ár, verið á
framfæri konunnar sem er geðhjúkmnar-
fræðingur. Einhvern tíma skrifaði ég
menntamálaráðherra bréf til að reyna að
hræra hjarta hans og fá hann til að veita fé í
safnið mitt. í bréfinu sagðist ég vera maður
sem færi aldrei í leikhús, aldrei í bíó, aldrei út
að borða, reykti ekki, fengi mér í glas kannski
mánaðarlega, ég ætti einar gallabuxur og ein-
ar sparibuxur, gúmmískó, töflur og stígvél, ég
hefði ekki farið til útlanda í tuttugu ár, en ég
ætti tvo hunda og hefði gott útsýni. En hann
sá ekki aumur á mér þrátt fyrir þessa hjart-
næmu lýsingu. Allir í kringum mig fengu
peninga, en ekki ég. Jafnerfitt er að ná athygli
fjárlaganefndar. Þó er þetta eina safn alþýðu-
listar á íslandi og við höfum safnað verkum
hringinn í kringum landið, þrætt dali og firði
og nes, lagt allt undir. Ég vona bara að sýn-
ingin núna veki athygli."
Það ætti ekki að vera borin von því að sýn-
ingin er geysilega falleg og upplífgandi. Og
ekki lætur Níels staðar numið við sýninguna
því til stendur að halda myndþing 12. októ-
ber með fyrirlestmm, gjörningum, upplestri
og kvikmynd um Safnasafnið og skjólstæð-
inga þess. Auk sýningarskrárinnar áður-
nefndu sem geymir meðal annars langa grein
eftir Níels um listina að greina myndlist.
sjá eftir því.
Norræn
tónlist fær
meiri athygli
nú en oftast
áður og bláa
röðin í heili
sinni freistai
kostur fyrir :
sem vilja heyra
hvað nýtt. Fri
okkar á NorðuL___________
hafa margir lagst í mikinn
tónlistarvíking án þess
að svo mikið sem gjálf-
ur frá þeirri flóðöldu
heyrist við strendur
íslands. Breyt- .1
ingin á því er
sérstakt
fagn-
aðar-
efni
og vonandi verður tilboðið um innsýn í
menningarheim samtímamanna okkar
hjá grannþjóðunum nýtt til hins ýtrasta.
Frá þvf að árið 2000 gekk í garð hafa ís-
lensk tónskáld skrifað á fimmta tug
verka sem ætluð em sinfóníuhljómsveit.
Sköpunarkraftur listamanna á íslandi
hefúr löngum verið rúmffekari en sá
stakkur sem íslenskt samfélag hefúr
sniðið listinni. Þó fá að heyrast níu ís-
lensk hljómsveitarverk á þessu starfsári
og er meirihluti þeirra ffumfluttur. Sumir
höfundanna leggja fram sitt fýrst verk fyrir
hljómsveit en öðmm nægja ekki lengur
fingumir til að telja hljómsveitarverk sín.
Þetta er breiður hópur höfunda og
heildin ætti að gefa góða
mynd af íslenskri tón-
sköpun á þessu sviði.
Þegar á heildina er
litið virðist veturinn
vera rússneskur í
grunninn, með nor-
rænu landslagi á
jöðmnum, auðmeltu
efni í forgmnni en um
þetta allt blása ís-
lenskir og vonandi
ferskir vindar. Góða
skemmtun.
GLríRANDI GLÖÐ: Diddú söng með tilþrifum.